Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 70
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR54 Hjónabandssæla Hrekkjusvín – söngleikur – síðasta sýning Fös 25 nov kl 19 Lau 26 nóv. kl 20 Sun 27 nóv. kl 20 Fim 01 des. kl 20 Fös 02 des. kl 20 Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Fim 24 nov kl 20.00 Fös 25 nov kl 22.30 Lau 03 des kl 22.30 Lau 08 des kl 22.30 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Síðustu föstudaga – Fall Down Slow með Sin Fang. þetta er reyndar búið að vera magnað plötuár, en Sin Fang er tvímæla- laust ein af plötum ársins, ef ekki plata ársins að mínu mati.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgar- ráðs. MATGÆÐINGUR Girnilegar uppskriftir má finna á evalaufeykjaran.com FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Hún verður gefin út hjá for- lagi sem nefnist New American Press og er ekki langt frá Chi- cago. Þetta er tíu til fimmtán ára gamalt forlag sem gefur út bók- menntir og tímarit. Þeir ætla að gera vel úr þessu og það kemur jafnvel til greina að ég fari út, lesi upp og áriti,“ segir rithöfundur- inn Ólafur Gunnarsson. Smá- sagnasafn hans, Meistaraverkið, verður gefið út í Bandaríkjunum á næsta ári. Amerískur bókamarkað - ur hefur löngum verið sagður ansi þröngsýnn þegar kemur að erlendum bókmenntum og það eru ekki mörg íslensk skáld sem hafa komið bókum sínum á fram- færi við ameríska lesendur; Yrsa Sigurðardóttir, Arnaldur Indriða- son og Ólafur Jóhann Ólafsson eru þar kannski í broddi fylking- ar ásamt Halldóri Laxness. Ólaf- ur var að vonum himinlifandi með tíðindin. „Það þykir náttúr- lega ekki tiltökumál að höfundur frá Íslandi fái bók sína útgefna í útlöndum, sérstaklega eftir bóka- messuna í Frankfurt. En Banda- ríkin eru eilítið annars eðlis, þeir eru mjög lokaðir á bækur sem ekki eru skrifaðar á ensku.“ Ólafur naut liðsinnis bít-skálds- ins Rons Whitehead, sem kom á bít-hátíð höfundarins fyrir þrem- ur árum, við að koma bókinni á framfæri. „Ég sagði honum að ég væri að vinna að smásagnasafni og hann spurði hvort ég vildi ekki þýða eina sögu og senda honum. Hann kom henni til forlagsins og þeir luku lofsorði á hana og báðu um meira efni. Í framhaldi af því náðust þessir samningar.“ Ólaf- ur er nú á fullu í jólabókaflóðinu sem er ansi drjúgt þetta árið og mun meðal annars árita bók sína í Eymundsson í Kringlunni á laug- ardag og svo í Austurstræti. - fgg Bít-skáld liðkaði fyrir Ameríkuútgáfu AMERÍKUDRAUMUR Ólafur Gunn- arsson hefur samið við New American Press um að gefa út smásagnasafnið Meistaraverkið í Bandaríkjunum. Skáldið er himinlifandi með árangurinn enda ekki á hverjum degi sem íslenskum höf- undi tekst að brjóta sér leið þar inn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég veit fátt betra en að borða, það er mikið áhugamál hjá mér,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, 22 ára gömul Akranesmær, sem vakið hefur mikla athygli fyrir matreiðslublogg sem hún heldur úti. Bloggið stofnaði hún í fyrra, sér til gamans að eigin sögn, en síðustu mánuði hafa heimsóknir á síðuna rokið upp. Eva Laufey er enda dugleg að birta girnilegar myndir og uppskriftir sem hún notar frítíma sinn frá nám- inu í að kokka upp. „Ég hef alla tíð verið sælkeri og haft mik- inn áhuga á matargerð frá því að ég var mjög ung. Mamma mín er sérlega góður kokkur og hún leyfði mér að taka þátt í öllu sem sneri að eldamennsku þegar ég var yngri, og ég hef í raun ekki hætt að elda og baka síðan.“ segir Eva Laufey sem segist ekki eiga erfitt með að standast freistinguna að borða allt sem hún bakar. „Ég reyni bara að bjóða vinum mínum oft í köku og kaffi.“ Eva Laufey er að vonum ánægð með að eiga eitt vinsælasta matarblogg landsins og tæki- færin sem fylgja athyglinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar fengið uppskrift birta í Gestgjafanum og er farin að skrifa pistla um mat á mbl.is. Henni líður ágætlega í sviðsljósinu og segir það líklega vera eitthvað í blóðinu, en hún er dóttir Hemma Gunn og systir Eddu Her- mannsdóttur sjónvarpskonu. Ef til vill mun hún einhvern daginn feta í fótspor þeirra og birtast á skjánum, en þessa dagana einbeitir hún sér að blogginu. „Á meðan mér finnst þetta svona gaman og einhver nennir að skoða síðuna held ég áfram. Ég hef svo ótrúlega gaman af þessu.“ - bb Eldar og bakar á hverjum degi „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tón- listinni hans síðan 1987 og Euro- vision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovis- ion.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðar- dóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörn- una stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision- aðdáandinn sagðist vera hamingju- samasti maður Ástralíu um þess- ar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisaf- mæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtug- ur meðan á Íslandsdvölinni stend- ur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. des- ember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemn- ingu fyrir norðan og á höfuðborg- arsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is CRAIG MURRAY: PÁLL ÓSKAR VAKTI HJÁ MÉR ÁHUGA Á ÍSLENSKRI TÓNLIST DRAUMUR AÐ RÆTAST AÐ FÁ AÐ HITTA POPPKÓNGINN Á GÓÐRI STUNDU Páll Óskar ætlar að hitta þá Daryl Brown og Craig Murray þegar þeir koma til Íslands. Þetta ástralska par er miklir Frostrósa-aðdáendur og eru hér á góðri stundu með Regínu Ósk og Friðriki Ómari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.