Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 8
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR8 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur dæmt Redouane Naoui, 39 ára, í sextán ára fangelsi fyrir manndráp. Redouane réðst á Hilm- ar Þóri Ólafsson, 45 ára, á kránni Monte Carlo við Laugaveg í júlí síðastliðnum og stakk hann í háls- inn með hníf. Hilmar lést af sárum sínum tólf dögum síðar. Að sögn vitna hafði Redouane falast eftir því að kaupa kannabis- efni af Hilmari fyrr um kvöldið og þeir lent í rifrildi þegar hann fékk afsvar. Redouane var ofurölvi þetta kvöld, hélt heim til sín litlu ofar á Laugaveginum eftir rifrildið, vopnaðist þar stórum búrhníf með tólf sentimetra blaði og sneri rakleiðis aftur á Monte Carlo. Þegar þangað var komið gekk hann að Hilmari með hnífinn í hönd. Starfskona á staðnum sá í hvað stefndi og reyndi að tjónka við Redouane, en án árang- urs. „This isn‘t over yet. I have another plan for him [Þessu er ekki enn lokið. Ég ætla honum önnur örlög],“ sagði hann áður en hann stakk hnífnum á kaf í háls- inn á Hilmari. Þegar lögregla og sjúkralið mættu á staðinn skömmu síðar lá Hilmar á gólfinu í blóði sínu og Redouane sat við spilakassa úti í horni, svo ölvaður að lögregla gat ekki rætt við hann. Hann hefur borið að hann muni ekkert eftir atburðum kvöldsins. Þótt hann kannist við sjálfan sig á upptökum úr öryggismynda- vélum á staðnum muni hann ekki eftir því sem þar sjáist. Á grundvelli þess neitaði hann sök í málinu en áðurnefndar myndbandsupptökur og fram- burður vitna þykja hins vegar taka af allan vafa um að hann hafi orðið Hilmari að bana. Í umsögn geðlæknis sem mat heilsu Redouane segir að hann sé örugglega sakhæfur en eigi sér sögu um áfengissýki og eitur- lyfjamisnotkun. Hann sé leiður og sjái eftir því sem gerðist, sé staðráðinn í að byggja líf sitt upp að nýju og að fangelsisvist gæti nýst honum til að bæta sig. Redouane er jafnframt dæmd- ur til að greiða dóttur Hilmars samtals ríflega þrjár milljónir króna í bætur fyrir miska, missi framfæranda og útfararkostnað. „Enginn vafi leikur á því að ákærði hefur með broti sínu vald- ið stúlkunni gríðarlegum miska,“ segir í dómnum. „Hún hefur misst föður sinn með voveifleg- um hætti, en fram er komið að móðir hennar er einnig látin.“ stigur@frettabladid.is Fróðleg og falleg bók fyrir alla um nýjar fornleifarannsóknir á Íslandi Fornleifastofnun Íslands 1. Hver er þjálfari kvennalands- liðsins í handbolta? 2. Hvað heitir nýtt flugfélag Skúla Mogensen? 3. Hvað heitir lónið sem þornaði upp í Eyjafjallajökulsgosinu? SVÖR 1. Ágúst Þór Jóhannsson. 2. Wow Air. 3. Gígjökulslón. SAMFÉLAGSMÁL Sala á rauðum nefj- um hefst í dag, en dagur rauða nefs- ins verður haldinn í fjórða sinn 9. desember. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari heimsforeldra UNICEF, setti upp fyrsta rauða nefið í ár. Nefin eru nú þrjú, Skjóða, Skotta og Skreppur. Vigdís valdi nefið Skottu auk þess sem hún valdi þrjú nef til viðbótar fyrir barna- börn sín. Dagur rauða nefsins er lands- söfnun fyrir UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og verð- ur skemmti- og söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 að kvöldi 9. desember. Markmiðið er að fjölga heimsforeldrum UNICEF, en í dag eru næstum 17 þúsund heimsfor- eldrar á Íslandi og styrkja starf í þágu barna með mánaðarleg- um framlögum. Í sjónvarpsþætt- inum verða sýnd sláandi innslög frá Síerra Leóne, Haítí og víðar í bland við íslenskt grín, uppistand og tónlistaratriði. Rauðu nefin verða seld frá og með deginum í dag í Bónus, Hag- kaupum, útibúum MP banka og á kaffihúsum Te & kaffis. - þeb Vigdís Finnbogadóttir, verndari heimsforeldra UNICEF, setti upp fyrsta rauða nefið: Rauðu nefin fara í sölu í dag Í 16 ára fangelsi fyrir banvæna hnífstungu Redouane Naoui dæmdur fyrir að stinga mann með búrhnífi í hálsinn á kránni Monte Carlo. Var ofurölvi og segist ekkert muna. Kveðst leiður og sjá eftir öllu. EITRAÐI VODKINN Tegundirnar eru V24 Original Vodka, Premium Cosmos Vodka og Vodka AntiVirus. Framleiðandi er Bärenkrone GmbH & Co í Þýskalandi. HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun hafa borist upplýsingar í gegn- um viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) um að vodki sem framleiddur er í Þýskalandi innihaldi metanól, það er tré- spíra, sem er mjög eitraður og veldur blindu og jafnvel dauða. Verksmiðjunni hefur verið lokað. ÁTVR hefur ekki flutt þessar tegundir inn. Matvælastofnun beinir því til neytenda sem kunna að hafa keypt og eiga flösku af þessum tegundum að tilkynna það við- komandi heilbrigðiseftirliti og hella innihaldinu niður. - jss Viðvörun frá Matvælastofnun: Eitraður vodki FÓLK Dregið var í Víkingalottóinu klukkan níu í gærmorgun, en drættinum hafði verið frestað á miðvikudagskvöld. Ósamræmi var í sölutölum og kerfistölum í Finnlandi sem olli seinkuninni. Tveir Danir skiptu með sér fyrsta vinningi og fengu hvor um sig 139 milljónir. Ofurtalan kom ekki upp og því gæti fyrsti vinningur orðið rúmir 2,8 milljarðar króna næst, sem yrði langstærsti potturinn frá upphafi. - þeb Dregið var í gærmorgun: Danir unnu í Víkingalottói STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn skilaði ársreikningi fyrir árið 2010 til Ríkisendurskoðunar að morgni miðvikudags, sam- kvæmt upplýsingum frá flokkn- um. Frestur til þess rann út 1. október. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við starfsmann Ríkisendur- skoðunar um ársreikningaskil stjórnmálahreyfinga og mögu- legar afleiðingar þess að trassa þau. Stjórnmálasamtök geta þá átt á hættu að verða af ríkis- framlögum og vera kærð til lög- reglu. Fram kom í fréttinni að Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hefðu enn ekki skilað reikningi, einir flokka. - sh Sjálfstæðismenn í var: Hafa nú skilað ársreikningi Á SÉR ENGAR MÁLSBÆTUR Geðlæknir telur að það geti gert Redouane Naoui gott að sitja í fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAKKLAND „Við verðum að stíga skref í áttina að fjármálabanda- lagi,“ sagði Angela Merkel Þýska- landskanslari í gær, að loknum fundi þeirra Nicolas Sarkosy Frakklandsforseta og Mario Monti, hinum nýja forsætisráð- herra Ítalíu. Þau Merkel og Sarkozy sögð- ust ætla að leggja fram á næstu dögum mótaðar tillögur sínar um breytingar á stofnsáttmála Evr- ópusambandsins, sem meðal ann- ars eiga að fela í sér sjálfkrafa refsiaðgerðir gegn ríkjum sem standa sig ekki í stjórn fjármála. Merkel ítrekaði á fundinum and- stöðu sína við útgáfu sameigin- legra ríkisskuldabréfa, sem gætu létt á skuldavanda verst settu evruríkjanna. Sarkozy hefur verið fylgjandi slíkri útgáfu og José Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lagði þetta til nú í vikunni. Ágreiningur er hins vegar um málið innan þýsku stjórnarinnar. - gb Leggja til breytingar á stofnsáttmála ESB: Vilja sjálfvirk refsiákvæði SAMMÁLA Sarkozy og Merkel að loknum fundi sínum með forsætis- ráðherra Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP RAUÐU NEFIN SETT UPP Vigdís Finn- bogadóttir og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, settu upp nefin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÖTUR AF PENINGUM Fulltrúar frá Hjartaheill og Vildarbörnum með peningana. FÓLK Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga hafa afhent Vild- arbörnum Icelandair átta fullar fötur af erlendri smámynt úr söfnunarbaukum sínum. Sjóðurinn Vildarbörn er meðal annars fjármagnaður með söfnun myntar um borð í vélum Ice- landair og Hjartaheill taldi því smámyntinni vel komið þar. Rúmlega þrjú hundruð fjölskyld- ur langveikra barna hafa notið stuðnings frá Vildarbörnum við að komast í ferðalög. - þeb Hjartaheill gefa Vildarbörnum: Gefa börnum erlenda mynt DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa nauðgað konu sem var sofandi. Konan var heima hjá vinkonu sinni og neyttu þær matar og víns. Um miðnætti fór konan að sofa. Vinkonan fékk símhring- ingu frá manni sem hún hafði kynnst á einkamál.is og hitt einu sinni. Hann kom í heimsókn og fór síðan upp í rúm með vinkonunni. Eftir það hafði hann samræði við þá gestkomandi, sem kærði nauðgun til lögreglu. Bæði mað- urinn og vinkonan báru fyrir dómi að það hefði verið með vilja konunnar og leit dómurinn meðal annars til þess við ákvörð- un sína. - jss Framburður vitna vó þungt: Var sýknaður af nauðgun VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.