Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2011 19 Fólki finnst oft forvitnilegt að vita hvað öðrum finnst. Margir taka meira að segja afstöðu í málum út frá því hvað þeir halda að öðrum finnist. Það vill enginn kjósa flokk sem enginn kýs, og fáir vilja panta mat sem fáir panta. Menn leita í hjörðina. Ein leið til að mæla hvað öðrum finnst er með skoðana- könnunum. Í samfélagi þar sem „öðrum finnst“ rökin vega þungt geta menn haft hag af því að niðurstöður skoðanakannana verði á tiltekinn veg. Þar með er kominn hvati til að þrýsta töl- unum í „rétta“ átt. Sé könnunin beinlínis fram- kvæmd og matreidd af aðila sem hún varðar ætti að taka niðurstöðum hennar með mikl- um fyrirvara. Dæmi um slíkar niðurstöður eru „94% nem- enda í skóla X segjast ánægð með námið“. Þegar við sjáum slíkt eigum við í það minnsta að spyrja um gögn aftur í tímann og biðja um niðurstöður allra spurninganna sem spurðar voru. Annars er líklegt að menn spyrji fullt en segi bara frá þegar hentar. Svört börn í lausaleik Trúverðugra er þegar ein- hver annar aðili framkvæmir könnunina en einnig þá skap- ast vandamál ef verkkaupinn ræður spurningunum og mat- reiðslu niðurstaðna. Eitt dæmi: Fyrir um einu og hálfu ári létu Bændasamtökin spyrja spurn- inga eins og hvort menn teldu að það „skipti miklu máli að land- búnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar“ og spurðu svo um afstöðu til ESB aðildar. Annað dæmi: Árið 2000 voru bandarískir kjósendur spurðir hvort þeir væru líklegri til að kjósa John McCain eða ekki ef þeir vissu að hann ætti svart barn í lausaleik. Slíkar kann- anir kallast á ensku „push poll“ eða „þrýstikannanir“. Markmið- ið með þeim er tvíþætt, ann- ars vegar að þrýsta tölunum í rétta átt og hins vegar að planta rökum hjá þeim sem hringt er í. Falskir, leiðandi valkostir Sumir hafa gagnrýnt kannan- ir þar sem spurt er hvort menn vilji slíta aðildarviðræðum við ESB eða „ljúka þeim og kjósa um samninginn“. Sú gagnrýni er ekki óréttmæt. Það virðist almennt ekki erfitt að ýta upp vinsældum valkosta með því að tengja þá þjóðaratkvæða- greiðslum. Það er í sjálfu sér forvitnilegt, en teldu allir það virkilega næg rök með einhverju þjóðaratkvæði að 50% svarenda í skoðanakönnun vildu að það færi fram þá værum við síkjósandi. Einn þeirra aðila sem (rétti- lega) gagnrýnt hafa umræddar ESB-aðildarviðræðukannanir er vefritið Andríki. Þeir hafa sjálfir spurt um ýmislegt. Fyrr á árinu lét vefritið fyrirtækið MRR spyrja eftirfarandi spurn- ingar fyrir sig í tengslum við afgreiðslu þingsins á ICESAVE III: „Telur þú eðlilegt að íslenska þjóðin fái að segja álit sitt á nýj- asta Icesave-samningnum í þjóð- aratkvæðagreiðslu?“ Fullkom- lega hlutlaus spurning? Hverjum finnst „óeðlilegt“ að heil „þjóð,“ „segi álit sitt“. Önnur spurning frá sama vef- riti: „Í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis frá því í maí síðast- liðnum kemur fram að gert er ráð fyrir, að beinn kostnaður vegna aðildarumsóknar að Evr- ópusambandinu geti numið sam- tals 990 milljónum króna á tíma- bilinu 2009-2012. Hversu vel eða illa telur þú að þeim fjármunum sé varið?“ Varla hlutlaus spurn- ing heldur. Frá félagsfræðilegu sjónarhorni er það vissulega for- vitnilegt að sjá hvaða áhrif það hefur á svör fólks í könnunum ef nokkur rök með öðrum málstaðn- um fylgja með. Er markmiðið hér að mæla rétt ástand? Varla. Sumar kannanir sem eru gerðar ýkja upp fylgi og breiða út boð- skap. Það má taka mark á þeim í samræmi við þau markmið. Ljótu gögnin falin Loks er vert á minnast á einn punkt. Jafnvel þegar fram- kvæmdaraðilinn er óháður og spurningin sæmilega hlutlaus þá getur verkkaupinn samt valið um að birta ekki niðurstöður þeirra kannana sem honum eru óhagstæðar. Með því að gera nokkrar kannanir og birta aðeins þær bestu má hæglega falsa heildarmyndina. Hér er því gátlisti fyrir frétta- menn næst þegar einhverjir aðilar birta könnun um mál- efni sem stendur þeim nærri hjarta: „Hvaða skoðanakannan- ir hafið þið látið framkvæma á undanförnum árum? Hafa fullar niðurstöður þeirra allra verið birtar opinberlega? Hef ég heim- ild til að staðfesta svar ykkar með því að leita til allra þeirra fyrirtækja hérlendis sem fram- kvæma slíkar kannanir?“ Þrýstikannað Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Sumar kannanir sem eru gerðar ýkja upp fylgi og breiða út boðskap. Það má taka mark á þeim í samræmi við þau markmið. Flutningslínur í jörð – hærri raforkukostnaður Nokkur umræða hefur verið um það undanfarið að leggja beri flutningslínur raf- orku í jörð. Mikil þróun hefur orðið í þeim efnum undanfarna áratugi hvað dreifikerfið varðar og nú er svo komið að við sjáum hvergi loftlínur til dreifingar á raforku í þéttbýli. Öll slík dreifi- kerfi hérlendis hafa verið grafin í jörðu. Þá hafa loftlínur víðast hvar vikið fyrir jarðstrengjum í dreifikerfum á landsbyggðinni. Fyrir flutningsminni mann- virki er kostnaður strengja oft- ast nær sambærilegur við loft- línur, sé horft til síðustu tveggja áratuga eða svo. Orkufyrirtæk- in hafa nýtt sér þetta við upp- byggingu og endurnýjun kerf- anna og valið jarðstrengi í stað loftlína. Þessi þróun mun halda áfram og hlutfall strengja enn vaxa í framtíðinni. Aukin umhverfisáhrif Hins vegar er kostnaður við flutningsmeiri jarðstrengi enn mikill. Á hærri flutningsspenn- um (220 kV) er kostnaður við jarðstrengi 5-7 faldur kostn- aður við sambærilega loftlínu. Meginskýringin felst í tækni- legum mun á jarðstrengjum og loftlínum, mun sem vex með aukinni flutningsþörf og hærri spennu. Umhverfisáhrif jarð- strengja á lægri spennustig- um eru til þess að gera lítil en aukast með hækkandi spennu- stigi. Sjónræn áhrif loftlína eru almennt meiri, en mun auðveld- ara er að skila landi í sambæri- legu ástandi eftir notkun þeirra en jarðstrengja. Sem dæmi má nefna hrauni þakin svæði, þar sem margra metra breiðir skurðir eru augljóslega meira og varanlegra inngrip í náttúr- una en möstrin. Hvergi í heim- inum hefur enda verið farið út á þá braut að leggja flutningskerfi raforku alfarið í jörð. Víða um land er hins vegar þörf á eflingu flutningskerfisins og ljóst að efling kerfisins hlýtur að vera forgangsatriði, umfram marg- falt dýrari framkvæmdir við færslu á loftlínum í jörð. Hærri raforkukostnaður Almennt myndar flutningur raforku (sem Landsnet annast fyrir allt landið) nú rúm 10% af endanlegum raforkukostn- aði neytenda. Dreifing mynd- ar tæp 45%, en hvort tveggja telst til sérleyfisstarfsemi sem lýtur ströngum reglum og eft- irliti Orkustofnunar varðandi tekjumörk, gjaldskrár og arð- semi (framleiðsla og sala á raf- orku eru hins vegar samkeppn- issvið og mynda hvor um sig rúm 40% og tæp 5% af endan- legum raforkukostnaði). Ljóst er að ef tekin yrði um það pólitísk ákvörðun að hefjast handa við að færa flutningslínur Lands- nets í jörðu myndi það valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir fyrirtækið. Ef allt flutn- ingskerfið yrði endurbyggt með jarðstrengjum yrði umfram- kostnaðurinn á bilinu 400-500 milljarðar króna. Afleiðing- arnar af því yrðu augljóslega veruleg hækkun raforkukostn- aðar um land allt og væntan- lega miklar seinkanir á eflingu flutningskerfisins þar sem þess er helst þörf. Orkumál Gústaf Adolf Skúlason aðstoðar- framkvæmda- stjóri Samorku Ef allt flutningskerfið yrði endur- byggt með jarðstrengjum yrði um- framkostnaðurinn á bilinu 400-500 milljarðar króna. Afleiðingarnar af því yrðu aug- ljóslega veruleg hækkun raforkukostnaðar um land allt … AF NETINU Samfylkingin og Ragna Árna Maður hefur mikið séð Samfylkingarfólk stinga upp á Rögnu Árna- dóttur sem forsetaefni. Ég man að Steinunn Valdís Óskarsdóttir gerði það, sömuleiðis Kjartan Valgarðsson og nú Hrannar Björn Arnarson. En fátt mun sennilega eyðileggja meira fyrir frambjóðendum en ef þeir líta út fyrir að vera í náðinni hjá stjórnmálaflokkum. Ragna er mæt kona, en hún er fyrst og fremst embættismaður – sat sem embættismaður í ríkisstjórn nokkra hríð. Að því leytinu er hún varla líkleg til að standa uppi í hárinu á stjórn- málamönnum – og kannski ekki furða að Samfylkingunni, flokki for- sætisráðherrans, lítist vel á hana. http://silfuregils.eyjan.is/ Egill Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.