Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 66
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR50
Iceland Express karla í körfu
Haukar-Tindastóll 74-80 (36-41)
Stig Hauka: Jovanni Shuler 28, Emil Barja 11
(9 frák./7 stoðs.), Haukur Óskarsson 11, Sævar
Ingi Haraldsson 7, Christopher Smith 7, Örn
Sigurðarson 6, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi
Björn Einarsson 1.
Stig Tindastóls: Maurice Miller 26 (11 frák./5
stolnir), Trey Hampton 25, Friðrik Hreinsson 9,
Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson
4, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson
3, Hreinn Gunnar Birgisson 1.
KR-Grindavík 59-85 (27-43)
Stig KR: Finnur Atli Magnusson 19 (14 frák.),
David Tairu 11, Kristófer Acox 6, Skarphéðinn
Freyr Ingason 6, Emil Þór Jóhannsson 6,
Martin Hermannsson 4, Ólafur Már Ægisson 2,
Hreggviður Magnússon 2, Björn Kristjánsson 2,
Jón Orri Kristjánsson 1.
Stig Grindavíkur: J’Nathan Bullock 25, Giordan
Watson 18, Ómar Örn Sævarsson 12, Páll Axel
Vilbergsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson
7, Ólafur Ólafsson 7, Þorleifur Ólafsson 3, Björn
Steinar Brynjólfsson 2.
Valur-ÍR 86-92 (34-54)
Stig Vals: Garrison Johnson 23, Igor Tratnik 21,
Darnell Hugee 21, Birgir Björn Pétursson 9,
Austin Magnus Bracey 4, Benedikt Blöndal 3,
Ragnar Gylfason 3, Bjarni Geir Gunnarsson 2.
Stig ÍR: Robert Jarvis 24, James Bartolotta 24,
Nemanja Sovic 21, Hjalti Friðriksson 10, Níels
Dungal 4, Ellert Arnarson 3, Bjarni Valgeirsson 2,
Þorvaldur Hauksson 2, Eiríkur Önundarson 2.
STAÐAN Í DEILDINNI
Grindavík 7 7 0 619-500 14
Stjarnan 6 5 1 553-496 10
KR 7 4 3 588-608 8
Keflavík 6 4 2 528-486 8
ÍR 7 4 3 627-624 8
Þór Þ. 6 3 3 538-530 6
Snæfell 6 3 3 550-516 6
Njarðvík 6 3 3 514-513 6
Fjölnir 6 3 3 528-544 6
Tindastóll 7 2 5 562-611 4
Haukar 7 1 6 550-625 2
Valur 7 0 7 539-643 0
NÆSTU LEIKIR
Þór Þorlákshöfn-Fjölnir Í kvöld kl: 19.15
Snæfell-Keflavík Í kvöld kl: 19.15
Njarðvík-Stjarnan Í kvöld kl: 19.15
Keflavík-Njarðvík 8. desember
Fjölnir-Snæfell 8. desember
Grindavík-Þór Þorlákshöfn 8. desember
Tindastóll-KR 8. desember
Valur-Haukar 8. desember
ÍR-Stjarnan 8. desember
ÚRSLIT Í GÆR
KÖRFUBOLTI Grindavík sendi skýr
skilaboð til annarra liða í Ice-
land Express-deildinni í gær með
auðveldum sigri á máttvana liði
Íslands- og bikarmeistara KR. Nið-
urstaðan varð yfirburðasigur gest-
anna, 85-59, sem niðurlægðu KR-
ingana á þeirra eigin heimavelli.
„Við höfum verið frekar dapr-
ir og virkað áhugalausir í síðustu
leikjum. Við sýndum þó í kvöld úr
hverju við erum gerðir og skil-
uðum þessum góða sigri,“ sagði
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari
Grindavíkur, af mikilli hógværð.
Grindavíkingar tóku völdin strax
í fyrsta leikhluta og litu aldrei
um öxl. KR-ingar komust aldrei
nálægt því að ógna forystu gest-
anna.
„Varnarleikurinn var frábær,
hjálparvörnin sérstaklega og
menn lögðu sig mikið fram. Banda-
ríkjamennirnir skiluðu sínu og var
sérstaklega ánægjulegt að fylgj-
ast með [Giordan] Watson í kvöld.
Hann skoraði 20 stig en maður tók
varla eftir honum. Hann stjórnaði
okkar leik og skilaði okkur samt
þessum góðu tölum.“
En í raun var það gríðarsterk
liðsheild Grindavíkur sem fór
fyrir þessum sigri í kvöld. Hinn
tröllvaxni J’Nathan Bullock sá
fyrir skemmtanagildinu með bæði
troðslum og fínni skotsýningu en
hver einasti leikmaður Grindavík-
ur skilaði sínu í leiknum. Hið sama
er ekki hægt að segja um KR.
„Þetta var bara hræðilegt,“
sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari
KR-inga eftir leikinn. „Þetta var
fyrsta niðurlægingin sem ég hef
orðið fyrir hér inni. Maður verður
að vinna úr því eins og öllu öðru.“
Frammistaða KR í kvöld var
vægast sagt slök og varla sæm-
andi fyrir núverandi Íslands- og
bikarmeistara, þá sérstaklega í
sókninni. Hrafn segist þó ekki
óttast að bitinn verði of stór til að
kyngja. „Þá gætum við allt eins
lokað sjoppunni og hætt þessu. Það
skiptir miklu máli hvernig við tök-
umst á við þetta á næstu dögum.“
Finnur Atli Magnússon bar ein-
faldlega af í liði KR í kvöld en hinn
ungi Martin Hermannsson reyndi
þó af og til að sýna einhvern lit.
Upp á mikið meira var ekki boðið
hjá KR í leiknum.
„Finnur sýndi ákveðna karl-
mennsku og sýndi að þetta snýst
allt um hugarfarið. Svona vill
maður sjá hann spila í hverjum
leik. Aðrir leikmenn litu út fyrir
að vera hikandi og hræddir inn á
vellinum,“ sagði Hrafn og hrósaði
Martin líka. „Það leit allavega út
fyrir að hann væri pirraður yfir
því hvað væri að gerast.“
Bandaríkjamennirnir David
Tairu og Edward Horton voru
langt frá sínu besta í kvöld. Hor-
ton klikkaði á öllum ellefu skot-
um sínum í leiknum og þó svo að
Tairu hafi skorað ellefu stig var
hann litlu skárri. Hvort þetta leiði
til breytinga í leikmannahópi KR
vildi Hrafn ekki staðfesta. „Ef svo
er verður það ekki tilkynnt við
þetta tækifæri. En eðli íþróttanna
er að það verði farið í einhvers
konar hrókeringar þegar illa geng-
ur og það virðist enginn óhultur
nema íslenski leikmaðurinn.“
Grindavík hefur nú unnið alla
leiki í öllum keppnum til þessa á
tímabilinu og virðast til alls lík-
legir. „Við förum í alla leiki til að
vinna og við höfum mannskapinn
til þess,“ bætti Helgi Jónas við.
eirikur@frettabladid.is
Meistararnir fíflaðir á heimavelli
Sigurganga Grindavíkur í Iceland Express-deild karla hélt áfram með stórsigri á KR í gær, 85-59. Með sama
áframhaldi verður lið Grindavíkur illviðráðanlegt í vetur. KR-ingar þurfa hins vegar að líta í eigin barm.
LÍTIL FYRIRSTAÐA Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík áttu ekki í miklum vandræðum með KR-inga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Haukar unnu frábær-
an sigur á Fram 27-25 í N1-deild
karla í gær, en leikurinn fór fram í
Safamýrinni. Leikurinn var virki-
lega spennandi allan tímann, en
Haukar náðu að innbyrða sigur á
síðustu mínútu leiksins. Haukar
eru því komnir í efsta sæti deild-
arinnar með 14 stig og eiga samt
sem áður einn leik til góða á flest
lið.
Gylfi Gylfason var frábær fyrir
Hauka og gerði átta mörk. Róbert
Aron Hostert var einnig flott-
ur fyrir Framara og skoraði sjö
mörk.
„Þetta lítur virkilega vel út
fyrir okkur,“ sagði Aron Krist-
jánsson, þjálfari Hauka, eftir sig-
urinn í gær.
„Þetta var hörkuleikur hjá
okkur í kvöld, en Framarar eru
með frábært lið og góðan heima-
völl. Við höfum staðist þau próf
sem hafa verið lögð fyrir okkur í
vetur og erum að spila virkilega
vel“.
„Við byrjuðum leikinn frábær-
lega og sýndum flottan sóknarleik
alveg frá fyrstu mínútu. Framar-
ar ná síðan að vinna sig til baka
inn í leikinn og úr verður mjög svo
spennandi síðari hálfleikur. Birkir
Ívar kemur síðan með fína innkomu
í markið í síðari hálfleik og það
gerði í raun útslagið. Við erum með
frábæra liðsheild og eigum eftir að
fara langt á henni. Það hefur verið
gott að vinna með þessum strákum
og það er mikill metnaður í þessum
klúbbi, þá getur maður náð fínum
árangri“.
„Það er ömurlegt að tapa svona
leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari
Fram, eftir tapið í gær.
„Þetta gat svo sem dottið báðu
megin í kvöld en við vorum ekki
nægilega skynsamir í lokin. Hauk-
arnir voru klókari en við í restina
og náðu inn markinu sem gerði
útslagið. Við erum að spila á marg-
an hátt vel í kvöld, en auðvitað eru
einnig þættir sem við þurfum að
skoða. Við byrjuðum leikinn væg-
ast sagt illa. Jóhann (Gunnar Ein-
arsson) meiðist eftir nokkrar sek-
úndur og við verðum fyrir einhvers
konar áfalli. Liðið sýndi flottan kar-
akter og kom sér aftur inn í leikinn,
en það var ekki nóg í kvöld.“ - sáp
Haukarnir komnir á toppinn í N1 deild karla eftir 27-25 sigur á Fram í toppslag í Safamýrinni í gærkvöldi:
Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur
SEX SIGURLEIKIR Í RÖÐ Heimir Óli Heimisson og félagar í Haukum eru á mikilli
siglingu í handboltanum. Hér skorar Heimir á móti Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Úrslitin voru eftir bókinni á Sel-
tjarnarnesinu í gær þegar Grótta tapaði
með níu marka mun fyrir HK. Kópavogs-
liðið lagði grunn að sigrinum strax í upphafi
með því að skora fimm fyrstu mörkin. Það
var bil sem heimamönnum tókst aldrei að
brúa og því var leikurinn aldrei spennandi.
Taflan lýgur ekki, Grótta er lélegasta lið
deildarinnar og miðað við frammistöðuna í
gær eru leikmenn líka á þeirri skoðun. Þeir
virtust einfaldlega ekki hafa trú á verk-
efninu. Vörnin opnaðist hvað eftir annað illa
og hálfkák var í sóknarleiknum.
Enginn þeirra náði að skora meira en
eitt mark úr opnum leik í fyrri hálfleik og
það kann ekki góðri lukku að
stýra.
„Það er oft erfitt að spila
þessa leiki sem búist er við að
þú vinnir,“ sagði Kristinn Guð-
mundsson, annar þjálfara HK,
eftir leikinn. „Maður hrædd-
ist að þetta yrði eitthvað
vesen en við byrjuðum
leikinn mjög vel og eftir
það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klár-
ir til leiks.“
HK hafði tapað tveimur leikjum á undan
þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki
verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta
hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að
reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir
í að gera betur til að koma sér aftur á
skrið,“
Kristinn var rólegri á bekknum en
oft áður í gær. „Ég er alltaf róleg-
ur!“ sagði hann og brosti. „Við
héldum þessu þægilegu í dag. Við
náðum að rúlla mikið mannskapn-
um og ég er bara ánægður.“ - egm
Gróttumenn höfðu ekki trú á sigri gegn HK og töpuðu áttunda leiknum í röð í N1 deild karla í handbolta:
Skyldusigur hjá HK-ingum í óspennandi leik
BJARKI MÁR ELÍSSON Skoraði
níu mörk fyrir HK-liðið í gær
og þurfti aðeins 11 skot til
þess.
KÖRFUBOLTI Íslensku landsliðs-
mennirnir í Sundsvall fóru á
kostum í 105-96 sigri á toppliði
Borås í sænsku úrvalsdeildinni í
körfubolta í gærkvöldi. Sundsvall
vann þarna sinn fjórða leik í röð
og endurheimti toppsætið.
Íslensku strákarnir voru
saman með 71 stig, 22 fráköst og
15 stoðsendingar. Hlynur Bær-
ingsson var atkvæðamestur með
30 stig og 14 fráköst, Jakob Örn
Sigurðarson var með 23 stig, 6
fráköst og 6 stoðsendingar og
Pavel Ermolinskij bætti við 18
stigum og 7 stoðsendingum.
Sundsvall gerði út um leikinn í
upphafi fjórða leikhlutans. Sunds-
vall vann fyrstu sex mínúturnar
22-4 og komst í 99-85. Hlynur,
Pavel og Jakob skoruðu allir á
þessum kafla og alls 20 af þess-
um 22 stigum.
- óój
Íslensku strákarnir í Sundsvall:
71 stig í sigri á
toppliðinu
HLYNUR BÆRINGSSON Átti frábæran leik
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI