Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Taktu þátt í frábærum leik! Allir krakkar sem gæða sér á barnamáltíð frá Grillhúsinu fá skemmtilega þraut sem þau skila inn til að geta unnið einn af þremur frábærum vinningum. 1.-3. vinningur Leikhúsferð fyrir fjóra á leikritið Hlini kóngsson Vinningshafar verða birtir á heimasíðu okkar www.grillhusid.is þann 10., 20., og 31. nóv. Hlini kóngsson Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is Árleg Grýlugleði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri verður haldin á sunnudag klukkan 14. Að venju munu gaulálfar og sagnálfar ráða ríkjum á skemmtuninni og fræða gesti um ægivald og ógnir Grýlu og hyskis hennar. Þá verður kynnt glóðvolg útgáfa litabókar um Grýlu með kvæðabrotum austfirskra skálda. Steikt blálanga 600 g blálanga 1 hvítlauksrif (skorið í sneiðar) börkur af einni sítrónu 100 g salt og sykur (60% salt og 40% sykur) Snyrtið lönguna og skerið í 150 g bita. Leggið á bakka með salt- og sykur- blöndu. Stráið henni undir og yfir. Rífið hálfa sítrónu yfir lönguna. Plastið pakkann og látið í kæli í 8 mínútur. Skerið fiskinn og þerrið. Hitið pönnu þar til byrjar að rjúka úr henni. Steikið bitana á hvorri hlið í tvær mínútur. Gulrætur 8 íslenskar gulrætur 24 kartöflusmælki 500 ml grænmetissoð 4 hvítlauksrif 40 ml smjör salt og sykur Skrælið gulrætur og skerið í tvennt, sömu- leiðis kartöflurnar. Leggið í eldfast mót með hvítlauk, salti, sykri, smjöri og grænmetissoði og bakið við 160 gráður í 15 til 20 mínútur með álpappír yfir. Gulræturnar eiga að vera stökkar en kartöflurnar meyrar. Rúgbrauðsmylsna 200 g rúgbrauð 10 ml olía salt Setjið rúgbrauðið í matvinnsluvél og vinnið létt. Setjið á bakka með olíu og salti. Bakið í ofni við 120°C í 15 mínútur. Dreifið svo yfir fiskinn. Appelsínusósa 5 appelsínur 40 g sykur 100 ml vatn 100 ml niðursoðinn rjómi 350 ml olía 1 matarlímsblað salt, sykur og sítrónusafi Leggið matarlímið í kalt vatn í 10 mínútur Skrælið börkinn af appelsínunum. Sjóðið 4 sinnum og kælið á milli. Setjið vatn og sykur í pott og sjóðið upp með berkinum. Setjið börkinn í blandara og maukið með rjóma og matarlími. Blandið olíunni rólega út í. Skerið utan af einni appelsínu og skerið laufin úr. Bætið laufunum í sósuna. Hún er smökkuð til með sítrónusafa, salti og sykri. Steikt blálanga með appelsínusósu FYRIR FJÓRAÞ ráinn Freyr Vigfússon, yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Kola- brautinni í Hörpu, er einn þeirra sem standa að mat- reiðslubókinni Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu sem fylgir í fótspor bókarinnar Einfalt með kokkalandsliðinu sem kom út í fyrra og seldist upp. Í þeirri bók var einungis unnið með fjögur hrá- efni í hverri uppskrift en nú hefur einu til viðbótar verið bætt við. „Það var nú aðallega gert til að vera ekki með nákvæmlega það sama og til að geta spannað örlítið stærra svið,“ segir Þráinn. „Ann- ars er það svo ef fólk rýnir í upp- skriftir að oft þarf ekki mikið meira en fimm hráefni auk salts, sykurs, vatns og annars sem er til í öllum eldhúsum til að búa til dýr- indis mat.“ Í nýju bókinni er fjöldi upp- skrifta sem ýmist má elda sér eða setja saman við aðrar. Höfuð- áhersla er lögð á íslenskt hráefni, en ástæða þess er að sögn Þráins sú að það er yfirleitt hendi næst. Ágóðinn af sölu bókarinnar rennur til kokkalandsliðsins og er hluti af fjáröflun liðsins fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. vera@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í fyrra voru það fjögur hráefni, nú eru þau fimm hjá kokkalandsliði Íslands. Einfalt og aðgengilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.