Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 30
Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Daniel Carlsson og Anna Solakius frá Malmö verða gestir Tangófélags- ins um helgina. Þau eru þekkt fyrir léttleika og dansgleði og skemmtilega tilfinningu fyrir tónlist. Þau reka Tangokompaniet í Malmö þar sem fjölbreytt tangóstarfsemi á sér stað. Nánar á www.tango.is Möguleikhúsið sýnir Jólarósir Snuðru og Tuðru, leikgerð Péturs Eggerz á sögum Iðunnar Steinsdóttur, í Gerðubergi tvo næstu sunnudaga. Aino Freyja Järvelä leikur Snuðru eins og í fyrra en í hlutverki Tuðru er ný leikkona, Anna Brynja Baldursdóttir. Auk þess bregða þær stöllur sér í hlutverk ann- arra persóna verksins; mömmunnar, pabbans og Theodóru í næsta húsi. Leikstjóri er Pétur Eggerz sem kallar þetta „nýgamla“ uppfærslu á þessari vinsælu leiksýningu. „Þetta er endurvinnsla á gömlu uppfærsl- unni, ef svo má segja,“ segir Pétur. „Við sýnd- um þetta í fyrra með annarri leikkonunni sem er með núna, Aino Freyju, en Anna Brynja kemur ný inn í þetta. Verkið er í grunninn það sama, en við höfum gert smávægilegar breytingar eins og gengur með nýju fólki.“ Jólarósir Snuðru og Tuðru voru fyrst á dag- skrá hjá Möguleikhúsinu fyrir jólin 2001 og var sýningin þá sýnd í þrjú ár við miklar vin- sældir. Leikstjóri upprunalegu sýningarinnar var Bjarni Ingvarsson, en umsjón með þess- ari enduruppsetningu hefur Pétur Eggerz. Búninga hannaði Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist er eftir Vilhjálm Guðjónsson. Einung- is verður um þessar tvær sýningar að ræða í Gerðubergi, en Snuðra og Tuðra heimsækja einnig ýmsa skóla og koma í heimsókn til hópa sem þess óska. Sýningin er ætluð börn- um frá þriggja til tíu ára og miðaverð er 2.000 krónur. Söguþráðurinn er í stuttu máli þannig að mamma Snuðru og Tuðru ætlar að kenna börnunum í skólanum grundvallar atriði í bútasaumi, svo þau geti sjálf útbúið sinn eigin aðventukrans og annað skemmtilegt jólaskraut. Við kennsluna nýtur hún aðstoðar Theodóru í næsta húsi. En þeim gengur held- ur illa að koma sér að efninu, því þær eru allt- af að rekast á eitthvað skondið sem leiðir talið að uppátækjum óþekktarormanna, Snuðru og Tuðru. Þá birtast þær ljóslifandi á sviðinu og áhorfendur verða vitni að jólarósum þeirra systra, því eins og við er að búast gengur jóla- haldið ekki alveg snurðulaust fyrir sig þegar þær Snuðra og Tuðra eru annars vegar. fridrikab@frettabladid.is Snuðra og Tuðra fara á stjá að nýju í Gerðubergi á sunnudag Snuðra og Tuðra eru komnar í jólaskapið og skemmta sér og öðrum í Gerðubergi næstu tvo sunnudaga. Leiksýningin byggir á sögum Iðunnar Steinsdóttur og er ætluð börnum á aldrinum þriggja til tíu ára. „Nýgömul“ uppfærsla á vinsælli sýningu segir leikstjórinn. Anna Brynja Baldursdóttir og Aino Freyja Järvelä leika Suðru og Tuðru í nýrri uppfærslu Jólarósanna, auk þess að bregða sér í hlutverk annarra persóna verksins. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR ENSKI BOLTINN STÆRRI EN ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.