Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 30

Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 30
Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Daniel Carlsson og Anna Solakius frá Malmö verða gestir Tangófélags- ins um helgina. Þau eru þekkt fyrir léttleika og dansgleði og skemmtilega tilfinningu fyrir tónlist. Þau reka Tangokompaniet í Malmö þar sem fjölbreytt tangóstarfsemi á sér stað. Nánar á www.tango.is Möguleikhúsið sýnir Jólarósir Snuðru og Tuðru, leikgerð Péturs Eggerz á sögum Iðunnar Steinsdóttur, í Gerðubergi tvo næstu sunnudaga. Aino Freyja Järvelä leikur Snuðru eins og í fyrra en í hlutverki Tuðru er ný leikkona, Anna Brynja Baldursdóttir. Auk þess bregða þær stöllur sér í hlutverk ann- arra persóna verksins; mömmunnar, pabbans og Theodóru í næsta húsi. Leikstjóri er Pétur Eggerz sem kallar þetta „nýgamla“ uppfærslu á þessari vinsælu leiksýningu. „Þetta er endurvinnsla á gömlu uppfærsl- unni, ef svo má segja,“ segir Pétur. „Við sýnd- um þetta í fyrra með annarri leikkonunni sem er með núna, Aino Freyju, en Anna Brynja kemur ný inn í þetta. Verkið er í grunninn það sama, en við höfum gert smávægilegar breytingar eins og gengur með nýju fólki.“ Jólarósir Snuðru og Tuðru voru fyrst á dag- skrá hjá Möguleikhúsinu fyrir jólin 2001 og var sýningin þá sýnd í þrjú ár við miklar vin- sældir. Leikstjóri upprunalegu sýningarinnar var Bjarni Ingvarsson, en umsjón með þess- ari enduruppsetningu hefur Pétur Eggerz. Búninga hannaði Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist er eftir Vilhjálm Guðjónsson. Einung- is verður um þessar tvær sýningar að ræða í Gerðubergi, en Snuðra og Tuðra heimsækja einnig ýmsa skóla og koma í heimsókn til hópa sem þess óska. Sýningin er ætluð börn- um frá þriggja til tíu ára og miðaverð er 2.000 krónur. Söguþráðurinn er í stuttu máli þannig að mamma Snuðru og Tuðru ætlar að kenna börnunum í skólanum grundvallar atriði í bútasaumi, svo þau geti sjálf útbúið sinn eigin aðventukrans og annað skemmtilegt jólaskraut. Við kennsluna nýtur hún aðstoðar Theodóru í næsta húsi. En þeim gengur held- ur illa að koma sér að efninu, því þær eru allt- af að rekast á eitthvað skondið sem leiðir talið að uppátækjum óþekktarormanna, Snuðru og Tuðru. Þá birtast þær ljóslifandi á sviðinu og áhorfendur verða vitni að jólarósum þeirra systra, því eins og við er að búast gengur jóla- haldið ekki alveg snurðulaust fyrir sig þegar þær Snuðra og Tuðra eru annars vegar. fridrikab@frettabladid.is Snuðra og Tuðra fara á stjá að nýju í Gerðubergi á sunnudag Snuðra og Tuðra eru komnar í jólaskapið og skemmta sér og öðrum í Gerðubergi næstu tvo sunnudaga. Leiksýningin byggir á sögum Iðunnar Steinsdóttur og er ætluð börnum á aldrinum þriggja til tíu ára. „Nýgömul“ uppfærsla á vinsælli sýningu segir leikstjórinn. Anna Brynja Baldursdóttir og Aino Freyja Järvelä leika Suðru og Tuðru í nýrri uppfærslu Jólarósanna, auk þess að bregða sér í hlutverk annarra persóna verksins. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR ENSKI BOLTINN STÆRRI EN ALLT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.