Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 16
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR16 L ucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, er 31 árs að aldri og ein af helstu ungstirnum flokks- ins Fine Gael. Hún tók við ráðherraembættinu eftir tímamótasigur flokksins í írsku þingkosningunum fyrr á árinu. Hún segir aðspurð að endurreisn Írlands eftir hrunið gangi vonum framar. „Okkur hefur gengið nokkuð vel. Við höfum, líkt og Ísland, náð að rétta stefnuna af. Staðan hjá okkur var mjög slæm eftir hrun- ið, sem orsakaðist að mestu af óvönduðum bönkum og fasteigna- bólu, sem hrundi með alvarlegum afleiðingum fyrir allt kerfið. Við höfum hins vegar unnið einarð- lega að því að ná jafnvægi í ríkis- rekstri, skera niður í útgjöldum og auka skatttekjur. Nú stefnir allt í að hagkerfið muni vaxa í ár, fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem er ástæða til bjartsýni.“ Ekki bara litlu ríkin sem eru í vandræðum Hefur hrunið skaðað stöðu Írlands innan Evrópusambands- ins? „Nei, að mínu mati ríkti ákveð- inn misskilningur hjá sumum ríkjum innan sambandsins í upp- hafi vandræðanna, að um væri að ræða vandamál hjá minni ríkjum á útjaðri sambands- ins vegna óábyrgrar hegðunar í ríkisfjármálum. Það var ein- faldlega rangt. Við sögðum það allan tímann og nú kemur í ljós að við höfðum rétt fyrir okkur. Nú sjáum við að þessir erfiðleik- ar eru mun víðtækari og ná um allt Evrópusambandið (ESB) og enn víðar. Nú virðist fólk vera búið að átta sig á tvennu. Í fyrsta lagi að þetta snýst ekki eingöngu um nokkur lítil ríki. Í annan stað að við Írar höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkar efnahag á rétta braut og vaxa út úr kreppunni og okkur hefur verið hrósað fyrir það innan sambandsins. Kannski skaðaði hrunið okkar stöðu innan ESB fyrst um sinn, en nú er litið á okkur sem aðildar- ríki sem tekur fullan þátt í störf- um sambandsins og sú staðreynd að við erum með nýja ríkisstjórn, sem er ótengd stefnu fyrri stjórn- valda á Írlandi hjálpar til í því til- liti.“ Dugnaðurinn skilar árangri Í ræðu sem Creighton hélt í Háskólanum í Reykjavík á mið- vikudag lýsti hún nálgun Íra varðandi málefnavinnu innan ESB. Hún sagði meðal annars að stefna þeirra hafi löngum verið að vinna að málum sem þeim væru hugleikin, án þess þó að þau snerust beinlínis um hags- muni Írlands. Aðspurð segir hún mikla möguleika fyrir ríki að fylgja ákveðnum lykilmálum. „Írland, ásamt til dæmis Norður löndunum, hefur ekki aggress íva utanríkisstefnu, þannig að kjarninn í stefnunni er barátta fyrir mannréttind- um, friðargæsla, þróunaraðstoð og þess háttar. Við höfum ein- mitt náð, í samstarfi við önnur aðildarríki sem eru svipaðrar skoðunar, að afla þessum málum stuðnings innan sambandsins og færa þau ofar á forgangslist- anum. Til dæmis var það undir okkar forystu í leiðtogaráði ESB sem Lomé-sáttmálinn var gerður [árið 1975 um verslun og þróun- araðstoð ESB við fjölmörg ríki Afríku, Asíu og í Karíbahafi]. Það var stórt skref sem við erum stolt af að hafa unnið að, þó að það hafi ekki verið beintengt sér-írskum hagsmunum. Þetta er einmitt það góða við Evrópu- sambandið. Það setur sér alþjóð- lega stefnu í mörgum mikilvæg- um málaflokkum og gefur ríkjum eins og Írlandi tækifæri til að hafa áhrif sem það myndi annars aldrei hafa eitt og sér.“ Írland er lítið land í samhengi Evrópusambandsins, líkt og Ísland yrði ef það myndi ganga í sambandið. Hvernig vinna lítil ríki að því að hafa áhrif á stefnu ESB? „Við Írar höfum sennilega stað- ið okkur betur en flestir aðrir og höfum verið að „keppa upp fyrir okkar flokk“. Það er vegna þess að við erum virk í okkar störfum og vinnum að mörgum málum, bæði sem varðar okkar hag og önnur sem gera það ekki. Það er engum til gagns að sitja hjá við afgreiðslu mála og við tökum okkar hlutverk mjög alvarlega. Við sem tókum við stjórn lands- ins eftir síðustu kosningar höfum líka skerpt á okkar nálgun á mál- efnum ESB og okkar samskiptum við stofnanir sambandsins. Við kynnum okkur mál strax á byrj- unarstigi í framkvæmdastjórn- inni, tökum afstöðu til málsins og komum ef til vill með tillög- ur til úrbóta. Það er tekið mark á þess konar tillögum og þannig geta minni ríki haft mikið um að segja við afgreiðslu mála. Áhuga- leysi er hins vegar örugg leið til áhrifaleysis. Ég var nýlega í Finnlandi og Finnar eru líkt og við Írar afar virkir í störfum sínum innan stofnana ESB.“ Seinni atkvæðagreiðslan um Lissabon ekki ákvörðun ESB Írland samþykkti Lissabonsátt- mála ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 2009 eftir að hafa áður hafnað honum. Sumir litu á þessa atburðarás sem dæmi um að sambandið þvingaði aðildar- ríki til að samþykkja það sem þaðan kemur. Creighton segir það hins vegar ekki vera tilfellið. „Ég held ekki. Fólk má nú skipta um skoðun og stjórnvöld- um er í sjálfsvald sett hvort þau beri ákveðna valkosti undir kjós- endur oftar en einu sinni. Í fyrri atkvæðagreiðslunni var ýmis- legt, til dæmis varðandi hlutleysi Írlands, félagsleg mál og fleira sem Írum þótti orka tvímælis. Við fengum hins vegar í gegn ýmsar tilslakanir í þeim málum sem varð til þess að Írar sættu sig við sáttmálann. Að mínu mati voru Írar í grunninn ekki mót- fallnir markmiðum Lissabon- sáttmálans, sem snerist um ýmis atriði eins og stækkunarferli sambandsins, nútímavæðingu reglukerfisins og aukið lýðræði við ákvarðanatökur. Ég held ekki að Írar hafi sett sig upp á móti þessu, heldur nokkrum atriðum í samningnum, sem var svo búið að svara í annarri atkvæðagreiðsl- unni, og þá var sáttmálinn sam- þykktur með góðum meirihluta. Grundvallaratriði er að það var ákvörðun írskra stjórnvalda að boða til annarrar þjóðaratkvæða- greiðslu, ekki ESB.“ Evrumál verði leyst á vettvangi ESB Vandamál evrusvæðisins hefur undirstrikað viss skil á milli evruríkjanna 17 og hinna 10 ESB- ríkjanna. En telur Creighton að þar sé gjá að myndast? „Það segir sig sjálft að þegar hópur ríkja er með sama gjald- miðil liggja hagsmunir þeirra saman að því leyti, og eftir að vandamálið hefur verið leyst verður mun meiri samþætting og samvinna milli evruríkjanna að hreinni nauðsyn. En írsk stjórn- völd eru algerlega frábitin því að gjá muni myndast milli okkar á evrusvæðinu og hinna ríkjanna tíu, vegna þess að flest ríkin sem eru í hópi þeirra tíu eru að vinna markvisst að því að taka upp evruna. Þess vegna verða þau að vera með í ráðum og ákvarð- anataka í þessu þarf að vera á vettvangi sambandsins en ekki milli einstakra ríkja. Þau þurfa kannski ekki að taka beinan þátt, en þau verða alls ekki sniðgeng- in.“ Vill einn forseta ESB í stað þriggja Í framsögu þinni í Háskólanum í Reykjavík minntist þú á mikil- vægi þess að ESB nálgaðist borg- ara sína frekar. Hvernig ætti að bera sig að varðandi það? „Það er ákveðin áskorun að reyna að ná beint til borgaranna á svo stóru og fjölmennu svæði, en það er mikilvægt að þjóðþing- in efli samskipti og komi skýrt til skila hvernig reglum ESB er framfylgt innan ríkjanna. Líka þarf að líta til stofnana. Ég er til dæmis fylgjandi því að hafa aðeins einn forseta yfir ESB en ekki þrjá eins og þeir eru í dag, hann ætti einnig að vera kjörinn beint af borgurunum og þann- ig ættu þeir auðveldara með að tengja sig við einn forseta. Svo finnst mér einnig að í Evrópu- kosningunum ættum við ekki að vera að kjósa innan kjördæma hvers lands, heldur ætti að vera hægt að kjósa frambjóðendur án tillits til heimalands.“ Hugsjónir og hagsmunir Er hugsjón tengd evrópskum gild- um ennþá fullgild sem rök á vett- vangi Evrópusambandsins, eða hafa raunsæissjónarmið vinn- inginn? „Til að geta stutt pólitíska ein- ingu líkt og Evrópusambandið verður einnig að koma til ákveð- in tilfinningaleg samsömun en ekki bara út frá hagsmunum. Það fæst með því að þekkja betur til annarra og skynja hvað felst í því að vera Evrópubúi og vinna að ferðalögum milli ríkja. Ef þú getur samsamað þig fólki frá Pól- landi, Danmörku eða annars stað- ar að, áttu mun betri möguleika á að vinna með því fólki, held- ur en ef þú einblínir á þitt nán- asta umhverfi. Það eru til dæmis miklir möguleikar á að vinna að þessu með því að efla skiptinema- verkefni. Hvað varðar hagsmuni hvers og eins, er það innbyggt í mann- legt eðli að reyna að öðlast lífs- gæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Við megum alls ekki gleyma því og þess vegna er nauðsynlegt að Evrópusambandið leggi miklu meira á sig að verða samkeppnis- hæft og einbeita sér að því að láta sameiginlega markaðinn ganga sem best. Það mun þjóna hags- munum borgara, aðildarríkja og ESB í heild og það er leiðin til framtíðar fyrir sambandið.“ Föstudagsviðtaliðföstuda gur Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands Þetta er einmitt það góða við Evrópusambandið. Það setur sér alþjóðlega stefnu í mörgum mikilvægum mála- flokkum og gefur ríkjum eins og Írlandi tækifæri til að hafa áhrif sem það myndi annars aldrei hafa eitt og sér. Litlu ríkin geta haft mikil áhrif Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, sótti Ísland heim í vikunni og ræddi meðal annars við Þorgils Jónsson um stöðu Írlands og Evrópusambandsins í gjörningaveðri síðustu missera. Hún segir lítil ríki innan ESB geta haft mikil áhrif á stefnu sambandsins ef þau fylgja sínum málum eftir og telur að borgarar ESB-ríkja ættu að kjósa forseta sambandsins beinni kosningu. MIKIÐ VALD HINNA MINNI Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, segir minni ríki innan ESB geta haft mikil áhrif á stefnu sambandsins með virkri þátttöku í ferli málanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.