Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 2

Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 2
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR2 AKUREYRI Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Leikfélags Akureyr- ar (LA) var ráðinn til félagsins af þáverandi stjórn um mitt ár 2008, vegna „meðmæla utan úr bæ frá fólki sem þekkti til hans verka“ að sögn Sigmundar Ernis Rúnarsson- ar, fyrrverandi stjórnarformanns. Staða framkvæmdastjóra var ekki auglýst líkt og áskilið er í sam- þykktum LA. Sigmundur vill ekki gefa upp frá hverjum meðmæl- in voru fengin eða hvað hafi falist í þeim. Maðurinn hafi tekið þátt í rekstri á dansstúdíói og þar að auki hafði hann þekkt mjög vel til leik- félagsins þar sem eiginkona hans hafi unnið þar. Í úttekt sem bæjarráð Akur- eyrar lét gera á fjármálum LA, kemur meðal annars fram að framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafi blandað saman eigin fjárhag og fjárhag LA og í sumum tilvik- um leynt þeirri bágu fjárhagslegu stöðu sem félagið var komið í fyrir stjórn félagsins og leikhússtjóra. Manninum var sagt upp störfum í júlí síðastliðnum, en leikfélag- ið tapaði um 70 milljónum króna á síðasta leikári og hefur nýlega fengið 30 milljóna króna lán frá Akureyrarbæ til að geta haldið rekstrinum áfram. Spurður hvort ráðning fram- kvæmdastjórans á sínum tíma hafi verið mistök, segir Sigmundur: „Miðað við það sem kom á dag- inn hljóta það að hafa verið mis- tök.“ Hann segir viðkomandi aðila klárlega ekki hafa staðið undir væntingum og ljóst megi vera að þær upplýsingar sem stjórnin hafi fengið um hæfni mannsins hafi verið rangar. sunna@frettabladid.is Meðmæli utan úr bæ forsenda ráðningar Störf fyrrverandi forsvarsmanna LA eru harðlega gagnrýnd í nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri var ráðinn án auglýsingar vegna „meðmæla utan úr bæ“, segir fyrrverandi stjórnarformaður. Hann segir ráðninguna hafa verið mistök. Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingar, var meðal þeirra þingmanna sem gagnrýndu þá starfshætti í ráðu- neytum að ráða fólk til starfa tímabundið án auglýsinga, líkt og greint var frá á mbl.is í nóvember árið 2009. Sigmundur sagðist þá ekki geta tekið upp hanskann fyrir ráðningar sem ákveðnar væru í reykfylltum bakher- bergjum og afleiðingarnar birtust síðan á forsíðum dag- blaða. Það bæri að ráða hæft fólk fyrst og fremst í störf hjá ríkinu og ríkja þyrfti algert gagnsæi þegar ráðið væri í opinber störf. Gagnrýndi ráðningar án auglýsinga LEIKFÉLAG AKUREYRAR Rekstur leikfélagsins er harðlega gagnrýndur í úttekt sem gerð var fyrir Akureyrarbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON KJARAMÁL Tveggja mánaða löngu verkfalli rannsóknarsjómanna Hafrannsóknastofnunar lauk í gærkvöld þegar lausn fannst á kjaradeilu þeirra og samninga- nefndar ríkisins hjá ríkissátta- semjara. Ákveðið verður í dag hvaða rannsóknarleiðangra ráðist verður í á þessu hausti, er greint var frá í fréttum RÚV. Ekki hafa árlegir stofnmælingaleiðangrar verið gerðir á þessu hausti vegna verkfallsins. Miðað er við að ljúka samnings- gerð 11. desember næstkomandi, en búið er að ganga frá ramma kjarasamningsins. - sv Framhaldið ákveðið í dag: Verkfalli Hafró lauk í gærkvöld VIÐSKIPTI Alþingi hefur samþykkt sölu á hlut ríkisins í Byr hf. til Íslandsbanka. Þar með stendur ekkert í vegi fyrir því að sam- eining bankanna gangi í gegn en starfsemi sameinaðs banka verður með óbreyttu sniði fyrst um sinn. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, tilkynnti starfs- mönnum bankanna í gær að upp- sagnir verði í höfuðstöðvum Íslandsbanka og Byrs á næstu dögum. Þá verði nokkur útibú bankanna sameinuð á næsta ári og einnig megi búast við uppsögnum í tengslum við það. Þá áréttaði hún að mikilvægt væri að eyða óvissu sem allra fyrst. Sameinaður efnahagsreikn- ingur bankans er 814 milljarðar. Eigin fjárhlutfall bankans er að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum vel yfir 20 prósent- um en Fjármálaeftirlitið gerir lág- markskröfu um 16 prósenta eigið fé. Kaupverðið á 11,8 prósenta hlut ríkisins og 88,2 prósenta hlut skilanefndar Byrs er 6,6 milljarð- ar króna. Birna Einarsdóttir segist fagna þessum tímamótum og býður nýja viðskiptavini og starfsfólk velkom- ið í bankann. Sameinaður banki verði eitt öflugasta fjármálafyr- irtæki á Íslandi. Þá fagnar Jón Finnbogason, forstjóri Byrs, því að óvissutíma um framtíð Byrs sé lokið. Nú skapist tækifæri til að horfa til framtíðar og byggja upp sterkt og traust fjármálafyrirtæki. - mþl Sameining Íslandsbanka og Byrs gengur loks í gegn, uppsagnir í höfuðstöðvum: Íslandsbanki og Byr sameinast ÍSLANDSBANKI Sameinaður banki verður einhver öflugasta fjármálastofnun landsins með efnahagsreikning upp á 814 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Ráðnir voru framkvæmdastjórar með litla starfsreynslu tengda fjármálum. 2. Stjórnarformaður hefði að lágmarki átt að hitta endurskoðendur vegna ársreiknings, en gerði það ekki. 3. Leikhússtjóra og einstaka stjórnarmönnum bárust upplýsingar um ógreidda reikninga en tóku ekki í taumana fyrr en í júlí síðastliðnum. 4. Fyrrverandi framkvæmdastjóri lét ekki færa alla reikninga til bókar og eftir að hann fór frá störfum fundust ógreiddir reikningar í skrifborði hans. Þá blandaði hann saman sínum eigin fjárhag og fjárhag félagsins, ásamt því að færa fé úr styrktarsjóði LA inn í reksturinn. 5. Laun voru ekki færð reglulega inn í aðalbókhald. 6. Rekstraruppgjör LA til Akureyrarbæjar voru ekki alltaf rétt. *ÚR ÚTTEKT BÆJARRÁÐS AKUREYRAR Á LA Alvarlegar athugasemdir við rekstur LA UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fékk ekki jólakort frá breska forsætis- ráðherranum í fyrra. Í breska dag- blaðinu Daily Mail segir að með því að senda þjóðarleiðtogum ekki jólakort sé ráðherrann að sýna hverjir úr þeirra hópi séu í ónáð. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, brá út af þeirri venju sinni að senda öllum þjóð- arleiðtogum aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins jólakort í fyrra. Tveir voru skildir út undan: Ivo Josipovic, forseti Króatíu, og Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Í frétt Daily Mail segir að Cameron sé með því að sýna óánægju sína með afstöðu Íslands í Icesave-deilunni. Alls fengu 88 þjóðarleiðtogar jólakort frá Cameron í fyrra, en áhugaverðara er að skoða hverjir fengu ekki kort. Á þeim lista eru til dæmis Hugo Chavez, forseti Venes- úela, Mahmoud Ahmedinejad, for- seti Írans, Kim Jong-Il, forseti Norður-Kóreu, og Róbert Mugabe, forseti Simbabve. Þar voru einnig fyrrverandi leið- togar Líbíu, Túnis og Egyptalands, sem nú hafa ýmist verið hraktir frá völdum eða drepnir. - bj David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, notar jólakort til að sýna hvaða leiðtogar eru í ónáð: Ólafur Ragnar í slæmum félagsskap Forseti Íslands sendir þjóðhöfð- ingjum allra ríkja sem eru í Sam- einuðu þjóðunum (SÞ) jólakveðju á hverju ári, segir í svari embættis- ins við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Auk þess sendir forseti jóla- kveðjur til forsætisráðherra Norður- landa og nokkurra annarra ríkja í Evrópu og hafa forsætisráðherrar Bretlands jafnan verið í þeim hópi. Þessari venju verður einnig fylgt í ár,“ segir í svari embættisins. Sendir öllum í SÞ MYNDAKORT Jólakortið sem forsætis- ráðherra Bretland sendi í fyrra var með mynd af honum, eiginkonu hans og dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Matsfyrirtækið Stand- ard & Poor‘s hefur breytt horfum á lánshæfismati Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfiseinkunn fyrirtækis- ins helst hins vegar óbreytt en hún er BB. Tilkynning Standard & Poor‘s um þetta kemur degi eftir að sams konar breyting var gerð á horfum á lánshæfismati ríkissjóðs. Þar segir að breyting- in endurspegli almennt bættar efnahagshorfur á Íslandi. Í tilkynningu frá Landsvirkj- un segir að fyrirtækið telji þessa breytingu hafa takmörkuð áhrif á útistandandi skuldabréf fyrir- tækisins. - mþl Lánshæfismat Landsvirkjunar: Betri horfur Landsvirkjunar LANDSVIRKJUN Breytingin á horfum lánshæfismats Landsvirkjunar kemur í beinu framhaldi af sams konar breyt- ingu á horfum lánshæfismats ríkissjóðs. JAFNRÉTTISMÁL Kynjahlutfall í ráðum nefndum Reykjavíkurborg- ar er nokkuð jafnt á heildina litið. Þetta kemur fram í samantekt mannréttindaskrifstofu borgar- innar sem var lögð fyrir borgar- ráð í gær. Í samantektinni kemur fram að hlutfall kvenna sem eru aðalmenn hjá Reykjavíkurborg er 47,3 pró- sent og karla 52,7 prósent. Borgarráð samþykkti í kjölfarið bókun þar sem segir að ráðið sé stolt af jafnri aðkomu kynjanna að ráðum og nefndum borgarinnar. Þá skorar borgarráð á Alþingi að taka Reykjavíkurborg sér til fyr- irmyndar í þessum efnum. - mþl Borgarráð skorar á Alþingi: Kynjahlutföll jöfn í Reykjavík DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem sló annan mann með bjórglasi og skar hann í hálsinn með glerbroti. Héraðs- dómur hafði dæmt manninn í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði á skilorði. Hæstiréttur þyngdi fangelsisrefsinguna í átján mánuði, þar af fimmtán mánuði á skilorði. Þá var árásarmaðurinn dæmdur til að greiða fórnarlamb- inu 400 þúsund krónur í miska- bætur. Atlaga mannsins þótt mjög hættuleg en áverkarnir sem af henni hlutust voru að áliti lækna ekki lífshættulegir. - jss Hæstiréttur þyngdi dóm: Átján mánuðir fyrir að skera mann í hálsinn Minna vægi verðtryggingar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkti í gær bókun um að hefja undirbúning þverpólitískrar áætlunar um minnkað vægi verðtryggingar á fjármálamarkaði. Fulltrúar allra flokka í nefndinni áætla að leggja fram þingmál í kjölfarið. STJÓRNMÁL í ísinn 500 ml rjómi 3 stk. eggjarauður 2 stk. egg 130 g sykur Vanilludropar Þeytið rjómann og setjið í kæli. Þeytið vel saman eggjarauður, egg og sykur. Blandið saman við rjómann og bragðbætið með vanilludropum. Setjið í form og frystið. Þú getur einnig bætt uppáhaldssælgætinu þínu við blönduna. SPURNING DAGSINS Egill, er þetta ekki svolítið taktlaust hjá þér? „Jú, vissulega. Taktlaust en líka taktfast.“ Trommuleikarinn Egill Rafnsson er axlar- brotinn en hyggst þó áfram berja húðir eins og hann getur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.