Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 28
28 25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR Ég hélt að rannsóknarlögregl-an rannsakaði morðmál hér á landi en það er víst ekki þannig. Hún safnar upplýsingum, rann- sóknargögnum og sönnunargögn- um saman og kemur fyrir í möppu, lögregluskýrslum, sem ríkissak- sóknara eru síðan afhentar. Þá tekur saksóknari við sem er aðeins lögfræðimenntaður og „rannsak- ar“ málið og ákveður fyrir hvað skuli ákært. Hann hefur hvorki aðstöðu né færni til þess. Þetta fyrirkomulag færir ríkis- saksóknara gífurleg völd. Hann er ríki í ríkinu. Getur gefið út ákæru sem ekki er hægt að áfrýja og þarf hvorki að svara til eins né neins. Eftir að dómur fellur er ekki hægt að fá endurupptöku máls nema ný gögn komi fram, lög 2008. Ríkis- saksóknari er tryggður í bak og fyrir. Brotamaður getur kært til Hæstaréttar ef hann telur að sönn- unargögn hafi verið rangt metin … Það er ekki hægt í morðmáli. Dóttir mín varð fyrir hrotta- legri nauðgun og tekin af lífi af fullum ásetningi og miskunnar- leysi að Engihjalla árið 2000: 1. „Afli beitt til að brjóta sylgju á gallasmekkbuxum áður en þær voru dregnar niður fyrir hné (tæk- nid.).“ – Við það féll hún í gólfið á stigaganginum. 2. „Marblettur á báðum olnbog- um aftanvert (réttarl.).“ – Sem hún fékk við fallið. 3. „Sjáanleg óhreinindi á vinstra hné og hægra læri síðbuxna Á (tæknid.)“ – Hún sparkaði í hann áður en hann tætti nærbuxurnar utan af henni liggjandi. 4. „Sjáanleg óhreinindi á bakhlið nærbuxna Áslaugar Perlu tættar í sundur á báðum hliðum með átaki (tæknid.). Þau komu er hún spark- aði og hann tætti þær. 5. „1x4 sm áverki á ytri kynfær- um bendir til kynferðislegs ofbeld- is (réttarl.)“ Sem hún fékk er hann tróð lúkunni á milli læra hennar. Smekkbuxurnar voru nefnilega upp að hnjám. 6. „Eingöngu DNA-snið af lim hans (niðurst. frá Noregi).“ Kyn- örvun nauðgara er kúgunin og lítils virðingin. – Hún barðist af svo miklu offorsi að hann hélt honum ekki inni. Þá náði hann ekki að fullkomna glæpinn; fékk ekki fullnægingu. 7. „2,5-3 sm marblettur á enni (réttarl.).“ – Sem varð að risastórri kúlu. – Hann missti alla stjórn og kýldi hana af afli í ennið. Hún missti meðvitund. 8. „Hún skildi eftir um 12 áverka á honum, suma blóðuga og einnig á fatnaði hans (í skýrslu).“ 9. Íbúi 9 b vaknaði um kl. 9.10. Heyrði strák öskra eitthvað, stutt setning. Heyrði hvorki sagt neitt né öskrað á móti. Vissi ekki að kom frá 8. 9. eða 10. hæð. – Hún rank- aði við sér í fangi morðingjans við svalahandriðið og rak upp óp … 10. Engin tímasetning tekin saman. Ríkissaksóknari sagði í Hæstarétti að dóttir mín hefði verið að hámarki 10 mínútur inni í blokkinni, en þá voru upplýsing- arnar gagnslausar. Ég tók saman tímatöflu. Dóttir mín var 5-7 mín- útur á 10. hæð. 11. Vettvangsskýrsla ekki lesin. Svalir hreinar, einnig veggur svalahandriðs, engin fingraför, engin ummerki eftir dóttur mína. Ekki einu sinni eitt hár. Maður missir um 100 á dag. Hún steig aldrei á svalirnar. 12. Í dómnum stendur „hún var grátt leikin af ákærða“. Það hefði tekið hana tíma að komast á fætur. Hefði hún sleppt að girða upp um sig sem er ósjálfráð hreyfing til að lítillækka sig? Ef hún hefði elt hann hefði hún þurft að styðja sig við til að halda jafnvægi og fingra- för hennar alls staðar. Buxurnar sigið niður undir skóna og hún flækst í axlaböndunum og smekkn- um og dottið. 13. Hvaða erindi gat hún átt við hann? Hvar var veskið hennar? Hvers vegna beið hann á svölun- um? 14. Þegar dóttir mín fannst voru gallasmekkbuxurnar upp að hnjám nákvæmlega eins og þegar hann felldi hana. Á stigapalli, til vinstri við svalir lá veski dóttur minnar, innarlega til hægri. Þar rétt hjá fótspor af skóm morð- ingjans. Hver kom veskinu þar fyrir? Þessar upplýsingar koma hvergi fram. Saksóknari hefur þann rétt að rannsóknarlögreglan leggi ákveðnar spurningar fyrir ákærða. Það gerði hann ekki þrátt fyrir að rík ástæða væri til þess og yfirheyrslur í skötu líki. 15. Þegar hann var hirtur af lög- reglunni fundust nærbuxur henn- ar í rassvasa hans. 16. Til að mögulegt sé að ýta mannveru yfir 120 sm handrið þá þarf massamiðja hennar að vera yfir 120 sm og hæð hennar þá yfir 2 metrar. „Massamiðja Áslaugar Perlu var 100 sm“ (Þ.V. eðlisfr.). Hæð hennar 169,5. 17. Strax taldar allar líkur á að um hrottalega nauðgun og morð væri að ræða, en ekki gefin út ákæra fyrir nauðgun. Ekki skjal- fest rök fyrir þeirri ákvörðun. 18. Hún var sjúklega lofthrædd. 19. Þegar hún kom af Vogi sagði hún við mig að hún myndi aldrei nokkurn tíma láta nokkurn kúga sig aftur á ævinni. – Hún féll í einn sólarhring. Hringdi í Vog, þá var allt uppfullt. Hún átti pláss næsta mánudag. Þaðan inn á Vík … Hér að ofan eru 15-16 sönnunar- gögn. Fæst þeirra eru lesin. Önnur gróflega mistúlkuð. Tilgangur laganna frá 2008 er eingöngu sá að veita embættis- mönnum ríkissaksóknara vernd fyrir brot í starfi vegna vanhæfi, að yfirlögðu ráði eða öðrum orsök- um. Málið er nú hjá umboðsmanni Alþingis þar sem ég ákæri réttar- kerfið fyrir brot á lögum og kröfu um endurupptöku málsins. Ríkissaksóknari Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verk- fræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórn- lagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein. Þeir telja hann hafa mikilla hagsmuna að gæta persónulega. „Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélar- eigandi,“ stendur í þessari grein þeirra. Það verður að sjálfsögðu ekki sagt um greinarhöfunda sem eru arkitekt og verkfræðingur að þeir hafi hagsmuna að gæta enda kemur hvorugt málinu neitt við. Þarf öll umræða hér að vera um ákveðnar persónur en ekki um málefnið? Ef þeir væru í fótbolta með Ómari eða móti Ómari mundu þeir sennilega sparka í margumræddan Ómar en ekki í boltann. Þeir nefna atkvæðagreiðslu sem var ómarktæk og fara ekki rétt með staðreyndir um tilurð Reykjavíkurflugvallar sem auð- velt er að fletta upp. Í grein þeirra stendur „Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflug- völl í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga.“ Í fyrsta lagi hefur þetta svæði nú vart talist kjörlendi til bygginga lengst af og í öðru lagi hófst flugrekstur þarna árið 1919. Eitthvað er líka dularfullt við arðsemisútreikningana. Það er hægt að slá fram alls konar tölum eins og „… verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári … aðrir telja það 14 millj- arða.“ Þetta minnir nú á Sölva Helgason þegar hann var að reikna og reikna. Kannski reiknuðu menn einhver gríðarleg verð fyrir vænt- anlegar lóðir þarna, en nú er ekki 2005 eða 2007. Gleymdist kannski að reikna kostnaðinn við að breyta svæðinu í byggingarland? Hvað með hagræðið af flugvellinum? Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþeg- ar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi. Síðan koma svona hrollvekjur eins og „… neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núver- andi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélög- unum“, og sú fullyrðing að það séu brýnustu hagsmunir höfuðborgar- búa að losna við flugvöllinn! og svo órökstuddar fullyrðingar um að hægt sé að selja þetta á 35 millj- arða. Held það gerist ekki alveg á næstunni þannig að Ómar getur flogið og lent þarna fram í rauðan dauðann ef hann vill og ef það er aðalatriðið í málinu. Það fyndnasta í greininni er þetta: „Vatnsmýrin er eins konar orma- gryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og sam- ræðuhefð. Þar rekast á sýndar- hagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins ann- ars vegar og hins vegar megin- hagsmunir hins unga borgarsam- félags.“ Þetta eru sem sagt málefnaleg skrif, ekki „það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð“ og svo endar greinin á þessu (fyrir þá sem ekki lásu hana). „Í málflutningi sínum bygg- ir þessi hópur á þröngum einka- hagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrð- ingum, tilbúningi og útúrsnúning- um en sniðgengur um leið grund- vallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnars- sonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.“ Þetta eru sko rök sem segja sex og málefnaleg í ofanálag! Hjálmtýr Guðmundsson (ekki flugrekandi, ekki flugmað- ur, hef þarna engra hagsmuna að gæta og flýg næstum aldrei innanlands) Flugvöllurinn – djásn í Vatnsmýri Í samræmi við 3. gr. þjónustu-samnings milli sveitarfélag- anna um rekstur skíðasvæðanna sem undirritaður var 21. júlí 2008, hefur stjórn skíðasvæð- anna hafið undirbúning að upp- byggingu snjóframleiðslu. Einn liður í þeim undirbúningi var að óska eftir því við SSH að gert yrði áhættumat fyrir Bláfjalla- svæðið sem nú liggur fyrir. Á aðalfundi SSH sem haldinn var í byrjun nóvember lagði und- irritaður, ásamt fleirum, fram tillögu þess efnis að með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðar- ljósi yrðu kannaðir möguleikar á samstarfi við ráðuneyti ferða- mála um uppbyggingu snjófram- leiðslu í Bláfjöllum. Tillagan var samþykkt. Í kjölfarið skapaðist lífleg umræða í samfélaginu um málið sem náði svo botninum þegar Viðskiptablaðið tók umræðuna úr samhengi, sagðist hræðast það sem frá Álftanesi kæmi og spurði lesendur sína að því hvort Álftnesingar kynnu ekki að skammast sín! Þegar núverandi meirihluti tók við í umboði íbúa Álftaness um mitt ár 2010 blöstu við erfið við- fangsefni í fjármálum sveitar- félagsins eftir óráðsíu í rekstri og fáránlega skuldasöfnun frá 2006. Með samstilltu átaki bæjar yfirvalda, starfsmanna og íbúa hefur á þessu eina og hálfa ári tekist að snúa við rekstri sveitarfélagins. Á þessum tíma hefur hver einasta útgjaldakróna þurft að færa rök fyrir sér. Bláfjöll eru rekin af sjö sveitar félögum og er Álftanes þar á meðal. Eins og með öll önnur útgjöld þurfa að vera rök fyrir því að Álftnesingar setji krónur í rekstur skíðasvæða höf- uðborgarsvæðisins. Eftirfarandi liggur fyrir: Það er ekki rekstr- argrundvöllur fyrir skíðasvæði í snjólausum brekkum, undanfarn- ir vetur hafa verið snjólitlir og opnunardagar fáir, litlar tekjur hafa verið af skíðasvæðunum, hver auka opnunardagur skilar einni milljón króna í tekjur á móti sokknum rekstrarkostn- aði, snjóframleiðsla er gerleg og getur fjölgað opnunardögum um allt að fjörutíu á ári, sveitarfélög standa misvel fjárhagslega og eiga sum erfitt með að fjárfesta í snjóframleiðslubúnaði (þ.m.t. Álftanes) þrátt fyrir að slíkur búnaður geti treyst rekstrar- grundvöll skíðasvæðisins til framtíðar. Nýverið kynnti Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra átakið „Ísland allt árið“ sem er markaðsverkefni til að efla vetrarferðaþjónustu á Íslandi og hefur ríkisstjórnin ákveð- ið að verja allt að 300 milljónum árlega næstu þrjú árin til verk- efnisins. Fátt er jafn tengt vetr- arferðaþjónustu og skíðaíþróttin. Með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi er því rökrétt, og ekkert til að skammast sín fyrir, að óska eftir samstarfi við ráðu- neyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum með það að markmiði að fyrsti áfangi í uppbyggingu snjóframleiðslu gæti hafist sem fyrst enda öll skilyrði uppfyllt. Snjóframleiðsla í Bláfjöllum Yfirgengileg hækkun Orku-veitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einok- unarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. Með þessum gríðarlegu hækk- unum á inntaksgjöldum t.d. er verið að velta afleiðingunum af fíflaskapnum yfir á varnarlaust fólk sem má sín lítils gegn skrið- dreka Orkuveitunnar. Þar sem þessi rúma þreföldun á upphæð gjaldanna á einu bretti bitnar á fólki sem þvingað hefur verið til að skipta úr rafhitun og yfir í hita- veitu er um hreina eignaupptöku að ræða, brot á eignaréttinum og þar með mannréttindum. Aðferðin á mannamáli er sú að sagt er við fólk: Annað hvort skiptir þú yfir í hitaveitu góði minn eða við tvöföldum hjá þér kyndikostnaðinn. Meðsekir í þess- um glæp eru stjórnendur ríkis og sveitar sem standa á bak við ránið og skipulögðu það með gríðarleg- um ábata eins og kom fram í frétt nýverið. Þessi sama aðferð er þekkt úr dimmum húsasundum skugga- legra glæpahverfa stórborga. Hún er þannig að til þín kemur glæpa- maður og segir: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“ Örlítið annað orðalag en sama aðferð og sami gerning- urinn í raun. Hún er líka þekkt í undirheimum hérlendis. Þú færð handrukkara í heimsókn og hann segir þetta sama við þig: „Pen- ingana eða þú hefur verra af.“ Og hinir blönku eru þvingaðir út í banka til að taka út sparnaðinn sinn eða slá lán. Eins hegða sveitarfélög sér sem og Orkuveitan gagnvart hinum almenna borgara þar sem um hitaveituvæðingu svæða er að ræða þar sem þegar er fyrir hendi innlendur orkugjafi á við- unandi verði, raforka. Vinnu- brögðin í orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eru eins og handrukk- arans þótt fáir virðist koma auga á það. Báðir aðilar segja: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“ Siðleysið í vinnubrögðum við orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eða rafkyndingarsvæðanna öllu heldur verður augljóst í þessu samhengi, hvernig brotið er á eignaréttinum og hvernig þar með er framið mannréttindabrot á fólki sem þvingað er út í útgjöld sem geta slagað hátt í milljón per heimili. Framlag orkuveitunnar nú á þessum sorphaugi íslenskr- ar stjórnsýslu og stjórnunar er svo að þeir sem áttu í erfiðleikum með að borga þegar OR hentaði lenda í því sama og þeir sem lenda í sömu vandræðum í „viðskiptum“ við handrukkara, reikningurinn er margfaldaður. Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Lögreglumál Gerður Berndsen teiknari Reykjavíkur- flugvöllur Hjálmtýr Guðmundsson ráðgjafi Skíðasvæði Kjartan Örn Sigurðsson bæjarfulltrúi Orkumál Heimir Laxdal Jóhannsson háskólanemi Tilgangur laganna frá 2008 er eingöngu sá að veita embættismönnum ríkis- saksóknara vernd fyrir brot í starfi vegna vanhæfi, að yfirlögðu ráði eða öðrum orsökum. Aðferðin á mannamáli er sú að sagt er við fólk: Annað hvort skiptir þú yfir í hitaveitu góði minn eða við tvöföldum hjá þér kyndikostnaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.