Fréttablaðið - 25.11.2011, Síða 32

Fréttablaðið - 25.11.2011, Síða 32
2 föstudagur 25. nóvember núna ✽ Njótið aðventunnar augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin Á RAUÐA DREGLINUM Breska leikkonan Emma Watson sótti frum- sýningu kvikmyndarinnar My Week With Marilyn í London síðasta sunnudag. NORDICPHOTOS/GETTY N ý fatalína Herrafataverzlun-ar Kormáks & Skjaldar verð- ur frumsýnd í Þjóðleikhúskjall- aranum á miðvikudaginn næsta. Línan er hönnuð af Guðmundi Jörundssyni, yfirhönnuði versl- unarinnar. Línan er óbeint framhald þeirr- ar er frumsýnd var í fyrra en inniheldur þó ný snið og önnur efni. „Efnin eru aðeins dempaðri og sniðin svolítið flippaðri en báðar innihalda línurnar buxur, vesti og jakka,“ útskýrir Guð- mundur. Herrafatasýningin er að sögn Guðmundar með öðru sniði en venjuleg tískusýning því um eigin legt skemmtikvöld er að ræða þar sem skemmtikraft- ar troða upp á milli fatasýning- anna. „Fyrirsæturnar koma inn alls fimm sinnum yfir kvöldið og er tískusýningin brotin upp með ýmsum skemmtiatriðum þess á milli. Í fyrra kom Helgi Björnsson fram bæði sem fyrir- sæta og skemmtikraftur og það sama verður upp á teningnum í ár, nema nafn poppstjörnunn- ar er enn hernaðarleyndarmál. Ég vil líka taka fram að þetta er ekki sérstakt herrakvöld heldur er konum sérstaklega boðið að mæta,“ segir Guðmundur. Um tíu fyrirsætur taka þátt í sýningunni og sýna alls fimmtíu heildarklæðnaði og má því gera ráð fyrir að mikill undirbúning- ur liggi að baki kvöldinu. „Við erum á fullu þessa dagana við að máta fötin á fyrirsæturnar, enda þarf að klæða marga upp á. Við byrjum á því að sýna fatnað úr Herrafataverzluninni og endum svo sýninguna á nýju línunni. Í fyrra var mikið fjör baksviðs hjá strákunum en sem betur fer höfðum við nóg pláss og enginn lenti í því að týna skóm eða öðru lauslegu.“ Frítt er inn og hefst sýningin klukkan 21.00. sara@frettabladid.is HERRAFATAVERZLUN KORMÁKS & SKJALDAR FRUMSÝNIR NÝJA HERRALÍNU: SKEMMTIKVÖLD FYRIR KONUR OG KARLA Fjör í Þjóðleikhúskjallaranum Ný fatalína Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar verður frumsýnd næsta miðviku- dag. Guðmundur Jörundsson hannar lín- una og lofar góðri stemningu með undir- spili hljómsveitarinnar Hringja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Enginn hefur lent í því að týna skóm eða öðru lauslegu. Ilmandi opnun Skartgripa- og gjafaverslun- in Aurum við Bankastræti efnir til fagnaðar í dag þar sem ilmvötn- in frá L‘Artisan verða nú fáanleg í versluninni. L‘Artisan-ilmvötnin eru ein þau frægustu í heiminum og er flaggverslun merkisins í grennd við Louvre-safnið í París. Ásamt því að fagna komu L‘Artisan verða tvær nýjar skart- gripalínur kynnt- ar fyrir jólin. Það verður því sannköll- uð jólastemn- ing í Aurum frá klukkan 16.00 í dag. Aðventugleði Verslunin GK Reykjavík fagnar jól- unum og því að ár sé liðið frá því að nýir eigendur tóku við búðinni og bjóða gestum og gangandi til að taka þátt í gleðinni með sér. Gamanið hefst klukkan 18.00 og verður boðið upp á jólalegar veitingar líkt og jólaöl, kakó og piparkökur. RÓSIR OG KLEMENTÍNUR Tilvalið í jólapakkann eru ilm- vatn og húðmjólk frá L‘occitane með dásamlegum rósa- og fjólu- ilmi sem búið er að sykurhúða fyrir hátíðarnar. Eða sturtusápa og handáburður með ferskum sítrónu- og klementínukeimi. A nnað árið í röð verða listakonur heiðrað- ar á Listakvöldi Baileys í kvöld. Þær listakon- ur sem urðu fyrir valinu í ár voru þær Rakel McMahon myndlistarkona, Saga Sigurðardóttir tískuljósmyndari og Hildur Yeoman fatahönn- uður og tískuteiknari. Listakonurnar fá styrk upp á 100 þúsund krónur sem á að vera hvatning til frekari af- reka en allar þykja þær hafa sett sitt mark á tísku og tíðaranda með heillandi listrænni sýn. Þessu verður fagnað í kvöld í hús- næði gamla veitingahússins La Primavera frá klukkan 20.30, en þar verða í boði veitingar og hljóm- sveitin Pascal Pinon spilar fyrir gesti. Í fyrra hlutu þær Harpa Ein- arsdóttir, Una Hlín Kristjáns- dóttir og Lína Rut viðurkenn- inguna. - áp Rakel, Saga og Hildur heiðraðar Valdar lista- konur Baileys Fær styrk frá Baileys Hildur Yeom- an hefur vakið athygli fyrir fallega hönn- un en hún er ein þriggja listakvenna sem verður heiðruð í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.