Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 56

Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 56
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR40 folk@frettabladid.is „Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlí- usson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fái á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í mið- borginni í samvinnu við Höfuð- borgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasvein- ana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnu- daginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími til að breyta til í jólaskreytingum miðborgar- innar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasvein- unum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvænt- ingu? Mig langaði að búa til þannig stemningu.“ Gunnar K arlsson teiknari gerði fígúr- urnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þ ór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyf- ast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að ganga hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar.“ Verkefnið er liður í átaki Höfuð borgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir.“ Nánari upplýs- ingar um verkefnið er að finna á vef Höfuðborgarstofu. - áp Tvennir tónleikar til heið- urs Freddies Mercury, hinum sálaða söngvara Queen, voru haldnir í Hörpu á miðvikudagskvöld. Stemningin í salnum var góð enda sá hópur góðra söngvara og tónlistarmanna um að lög Mercury kæm- ust vel til skila. Í hópnum voru þau Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Matt- hías Matthíasson, Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Hulda Björk Garðarsdóttir, sem stóðu sig með prýði. HLÝDDU Á LÖG FREDDIE MERCURY Í SILFURBERGI INGA OG PATREK Inga Skúladóttir og Patrek Birnir Guðmunds- son létu sig ekki vanta. FEÐGIN Feðginin Ásbjörn Guðmundsson og Anna Margrét Ásbjörnsdóttir mættu í Hörpuna. Á MERCURY-TÓNLEIKUM Sigríður Einarsdóttir, Sindri Sveinsson, Guðrún Magnúsdótt- ir og Árni Sverrisson voru á meðal gesta. KRISTJÁN OG JÓNA Kristján og Jóna hlustuðu á Friðrik Ómar og félaga syngja lög Freddie Mercury. VIGNIR OG GUÐNÝ Vignir Sveinbjörnsson og Guðný Helga Kristjánsdóttir voru á tónleikunum. Bresku samtökin Advertising Standards Autho- rity hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risa- vöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerk- ið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni. Ein myndin sýnir Stein- feld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá Miu Miu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni. Banna auglýs- ingar tískurisa MARC JACOBS Þessi stelling Dakota Fanning þykir ekki barni sæmandi, en leik- konan er 17 ára gömul. MIU MIU Bresku samtökin Advertis- ing Standards Authority vilja meina að Stein- feld sé stofnað í hættu á þessari mynd. 18.000.000 ÍSLENSKRA KRÓNA fékk Sienna Miller í skaðabætur frá News of the World en blaðið viðurkenndi að hafa hlerað síma leikkonunnar, lesið tölvupóst hennar og hlustað á símsvarann. Miller greindi frá þessu er hún tók sæti í vitnastúku í máli gegn dagblaðinu sem hætti starfsemi í sumar. Skreytir bæinn með jólavættum Á FULLU Í JÓLASKREYTINGUM Hafsteinn Júlíusson ætlar að sjá til þess að jólaupplifun borgarbúa verði með öðrum hætti í ár er hann varpar jólavættunum á húsveggi borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rocky hefur verið kjörin besta íþróttamynd allra tíma í skoðanakönnun á vegum síðunnar Lovefilm. Í mynd- inni, sem er frá árinu 1976, leikur Sylvester Stallone hnefaleikakappann Rocky Balboa. Rocky er ein af fimm boxmyndum sem komust á topp tíu í könnun- inni. Í öðru sæti lenti bobbsleðamyndin Cool Runn- ings, í því þriðja varð Million Dollar Baby og saman í fjórða sæti voru Raging Bull og The Wrestler. „Hvort sem um er að ræða ruðningshetjur, bobb- sleðagaura eða Balboa þá elskum við að horfa á íþróttahetjur komast yfir endalínuna á dramatískan hátt,“ sagði ritstjóri Lovefilm. ADRIAN! Rocky hefur verið kjörin besta íþróttamynd allra tíma. Rocky kjörin best

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.