Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 6
3. desember 2011 LAUGARDAGUR6 Styrkir til náms og rannsókna Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir styrki til náms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. Til úthlutunar eru 58 milljónir króna. Styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir eru veittir fyrir hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Sérstaklega er hvatt til umsókna sem stuðla að því að minnka umhverfis- áhrif jarðvarmavirkjana með nýtingu eða förgun á gastegundum og afrennsli. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á www.landsvirkjun.is. Fyrirspurnir má senda á orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2012. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. www.landsvirkjun.is Senn líður að jólum og fagnar FAAS því með árlegum jólafundi sem að þessu sinni verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju við Vesturbrún, fimmtudaginn 8. desember og hefst hann kl. 20.00 Gestir fundarins verða: • Svavar Knútur, söngvari/gítarleikari og lagasmiður • Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafarvogssókn • Ólafur Gunnarsson, rithöfundur sem les úr bók sinni Meistaraverkið og fleiri sögur • Vilborg Dagbjartsdóttir, ljóðskáld sem kynnir og les úr ævisögu sinni Úr þagnarhyl Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og smákökur verða í boði FAAS FAAS - Félag aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma SKÁK Tíu af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar munu tefla fjöltefli við stórmeistarann Friðrik Ólafsson í Hörpu í dag. Uppákoma þessi er á vegum Skákskóla Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur. Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskólans, segir í samtali við Fréttablaðið að krakkanna bíði erfitt en skemmtilegt verkefni að tefla við Friðrik. „Hann er auðvitað stórmerkilegur skákmaður eins og ferill hans sýnir. Hann varð fyrst Íslands- meistari fyrir tæpum sextíu árum og varð Norðurlanda meistari árið eftir. Hann náði hápunkti ferilsins á árunum 1958 til 59 þegar hann komst á áskorendamótið um heimsmeistara titilinn. Þar mætti hann mönnum eins og Bobby Fischer, sem var þá unglingur, Tal, Petrosjan og fleirum. Þessir þrír urðu allir síðar heims meistarar, þannig að þetta má kalla eins konar gullöld skáklistarinnar.“ Helgi segir Friðrik hafa haft mikil áhrif á sína kynslóð, sem er skipuð mörgum stórmeisturum, en Friðrik sjálfur hafi einnig notið góðs af afrekum íslenskra sporgöngumanna í skákinni. „Það voru margir góðir skákmenn hér á Íslandi á tuttugustu öldinni en Friðrik er skákmaður aldarinnar, á því er enginn vafi.“ Fjölteflið hefst stundvíslega klukkan 13 og mun standa í um tvær klukkustundir. Allir eru velkomnir að fylgjast með krökkunum takast á við stórmeistarann. - þj Skákmaðurinn Friðrik Ólafsson teflir fjöltefli við efnilega krakka: Takast á við stórmeistarann STÓRMEISTARI Friðrik Ólafsson mun mæta tíu efnilegum skák- mönnum í fjöltefli í Hörpu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTASKÝRING Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breyt- ingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjár- laga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að ein- hverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfis- ráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breyt- ingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu for- sætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efna- hags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breyting- arnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meiri- hluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastól- um. Hvað síðastnefndu hugmynd- ina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkis- stjórnin ráðast í skipulagsbreyt- ingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og við- skiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagn- ingu efnahags- og viðskiptaráðu- neytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skipt- ar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. kolbeinn@frettabladid.is Deilt innan beggja flokka um ráðherra Engar ákvarðanir hafa verið teknar um uppstokkun í ríkisstjórn. Innan beggja flokka eru deilur um næstu skref. Eigi að sameina ráðuneyti og búa til nýtt þarf samþykki þingsins. Ekkert verður tilkynnt fyrr en eftir samþykkt fjárlaga. EFTIR KOSNINGAR Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnar- flokkanna. Menn hafa komið og farið og jafnvel komið aftur og ráðuneyti hafa verið sameinuð undir einn hatt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Fyrsti jarðvangurinn, Katla-jarðvangur, fékk í byrjun sept- ember inngöngu í Evrópusamtök jarð- vanga (European Geoparks Network) og í alþjóðasamtök jarðvanga hjá Sam- einuðu þjóðunum (UNESCO Global Geopark Network). Svæði jarðvangs- ins er Rangárþing eystra, Mýrdals- hreppur og Skaftárhreppur. Undir- búningur stóð yfir í tvö ár. Þetta er meðal þess sem rætt verð- ur rætt á fræðslu- og umræðufundi í dag í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Tilefnið er að í aðalskipulagi Eyja- og Mikla- holtshrepps og aðalskipulagi Helga- fellssveitar fyrir sama tímabil eru hugmyndir um stofnun jarðvangs í sveitarfélögunum. Þá verður einnig sagt frá undirbúningi að stofnun Jarð- vangs á Reykjanesi. Hugmyndafræðin að baki jarðvöng- um er áhersla á jarðfræðilega fjöl- breytni, sögu og menningu tiltekins svæðis, sem kalla má samþættingu mannlífs og náttúru. Áhersla er lögð á sjálfbærni, varðveislu fornminja og náttúru minja og öflugt atvinnulíf, sér- staklega ferðamennsku. Nú hafa verið stofnaðir 87 jarð- vangar í 27 löndum og þeim fjölgar hratt um allan heim. - shá Tvö sveitarfélög á Snæfellsnesi hafa hugmyndir um stofnun jarðvangs inni á aðalskipulagi: Katla-jarðvangur viðurkenndur alþjóðlega FRÁ SNÆFELLSNESI Hugmyndir um stofnun jarðvangs verða ræddar í dag í Breiðabliki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ert þú búin(n) að setja upp jólaskraut? Já 61% Nei 39% SPURNING DAGSINS Í DAG Tekur þú strætó? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.