Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 8
3. desember 2011 LAUGARDAGUR8
* Gildir á meðan birgðir endast.
Þú kemst í samband við jólaandann
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is
Frábær tilboð á snjöllum símum
Samsung Galaxy W
64.990 kr. staðgreitt
eða 5.416 kr. á mánuði í 12 mánuði
Fjölskyldu ALIAS fylgir *
LG Optimus Hub
39.990 kr. staðgreitt
eða 3.333 kr. á mánuði í 12 mánuði
Fjölskyldu ALIAS fylgir *og
2.000 kr. inneign á Tónlist.is
i i i i .
1. Hvaða fjárfestingarfélag átti
félagið Rákung?
2. Hvaða land heimsótti Hillary
Clinton á fimmtudag og föstudag?
3. Hver fékk Litla fuglinn fyrir
stuðning sinn við íslenska tónlist á
fimmtudag?
SVÖR
1. Milestone, félag Karls og Steingríms
Wernerssona. 2. Búrma. 3. Þorgeir
Ástvaldsson.
DÓMSMÁL Dómari Héraðsdóms
Reykjavíkur, Arngrímur Ísberg,
hafnaði í gær að loka þinghaldi
til hlífðar sakborningnum Agné
Krataviciuté, sem ákærð er fyrir
að hafa veitt nýfæddum syni sínum
tvo skurðáverka á andlit með bit-
vopni og banað honum síðan með því
að þrengja að hálsi hans uns hann
lést af völdum kyrkingar. Þetta átti
sér stað laugardaginn 2. júlí 2011 á
vinnustað konunnar, Hótel Fróni í
Reykjavík.
Í ákærunni segir enn fremur að
þar hafi hún fætt fullburða og lif-
andi sveinbarn sem síðan fannst
dáið í ruslageymslu í nágrenni
hótelsins.
Verjandi konunnar hafði krafist
þess að þinghaldið yrði lokað, en
dómarinn tekið sér frest til að taka
ákvörðun. Hann hefur nú ákveðið að
þinghaldið skuli vera opið á þeirri
forsendu að ekki séu rök til að víkja
frá meginreglunni um að þinghald í
sakamálum skuli opið. Öllum sé erf-
itt að sitja sem sakborningar í þing-
höldum og ekki hafi verið færð fram
nein rök fyrir af hverju ætti að hlífa
þessum sakborningi umfram aðra.
Verjandi konunnar kærði
ákvörðun ina til Hæstaréttar. - jss
Verjandi kærði ákvörðun dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur til Hæstaréttar:
Kröfu um lokað þinghald var hafnað
DÓMSALUR Sakborningur ásamt
verjanda sínum á leið í dómsal.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
REYKJAVÍKURBORG Framkvæmda-
og eignasvið Reykjavíkurborgar
ætlar að taka tuttugu milljóna
króna lán til að kaupa aðgangs-
stýrikerfi svo unnt verði að taka
gjald í bílakjallaranum undir
Höfðatorgi. Borgin ætlar að selja
sínu starfsfólki aðgangskort á
sama verði og gildir í bílakjallara
Ráðhússins.
„Þannig næst meira jafnræði
og eins er með þessu framfylgt
samgöngustefnu Reykjavíkur-
borgar varðandi aukna gjald-
skyldu á stæðum,“ segir í
greinargerð með tillögunni
sem borgarráð samþykkti á
fimmtudag með fyrirvara um
að samkomulag næðist við aðra
rekstrar aðila Höfðatorgs. - gar
Gjald í bílakjallara Höfðatorgs:
Aðgangsstýring
á 20 milljónir
HÖFÐATORG Borgin vill gjaldtöku í
bílakjallarann.
UMHVERFISMÁL Bleikjuveiði á veitu-
leið Blönduvirkjunar er að meðal-
tali fimm til átta sinnum minni en í
viðmiðunarvötnum á sömu slóðum.
Fiskurinn er jafnframt mun minni
vegna breytinga á æti.
Þetta er meðal niðurstaðna í
nýrri skýrslu Veiðimála stofnunar
sem þau Guðni Guðbergsson og
Eydís Heiða Njarðardóttir eru
skrifuð fyrir, en áhrif virkjunar-
framkvæmdanna hafa verið metin
með vöktun bleikjustofna um langt
árabil.
Guðni, sem er sviðsstjóri
auðlinda sviðs VMST, metur
niður stöðurnar sem svo að þróun
lífríkis ins sé eins og við var búist.
Vitað hafi verið að með virkjunar-
framkvæmdum yrði breyting.
„Rannsóknin miðaði að því að kom-
ast að því hvert hið nýja ástand
væri,“ segir Guðni.
Við virkjun Blöndu, sem er
jökulá, var Blöndulón myndað árið
1991 en það er um 56 fer kílómetrar
að stærð og með þrettán metra
miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að
jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni
um veituleið sem breytti nokkrum
tærum stöðuvötnum í vötn með
gegnumstreymi jökulvatns.
Guðni útskýrir að þegar
gruggugu jökulvatni sé veitt í
tært heiðar vatn nái ljós styttra
niður og frumframleiðsla verði
minni. „Þegar heil á eins og Blanda
rennur í gegnum þessi vötn verður
einnig töluverð útskolun.“
Í skýrslunni kemur fram að fisk-
magn varð fljótt mikið í Blöndu-
lóni, en fimm árum eftir myndun
þess fór vaxtarhraði bleikju og
stærð við kynþroska að minnka.
Þær breytingar sem urðu með til-
komu Blönduvirkjunar hafa í flestu
verið svipaðar því sem sést hefur
í öðrum miðlunarlónum með svip-
aðar aðstæður hér á landi. Þá segir
Guðni að þessar niðurstöður geti
nýst síðar við að spá fyrir um áhrif
framkvæmda á borð við virkjanir,
sem sé afar mikilvægt, sérstak-
lega á tímum þegar allmiklar um-
ræður hafi verið um áhrif vatnafls-
virkjana á lífríki.
Í einu af viðmiðunarvötnunum
utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur
verið fylgst með bleikjustofninum
frá 1988 og hafa breytingar komið
fram í stofnstærð og samsetningu
bleikjustofnsins á þeim tíma.
„Það er mjög dýrmætt að hafa
þessi gögn, ekki síst á tímum þegar
breytingar eru að verða eins og
hnattræn hlýnun. Hér höfum við
viðmið um hvernig þetta hefur þró-
ast á breytingartímum. Samfelld
vöktun lífríkis er afar mikilvæg
til þess að nema og skilja breyt-
ingar sem verða og til að aðgreina
áhrif framkvæmda og náttúru-
legra breytinga.“
svavar@frettabladid.is
Blönduvirkjun hafði mikil
áhrif á bleikjustofna vatna
Eins og búist var við hafa bleikjustofnar á veituleið Blönduvirkjunar látið mjög á sjá. Rannsóknir á svæðinu
nýtast afar vel við mat á áhrifum annarra virkjana. Hliðarafurðir rannsókna eru mjög forvitnilegar.
BLANDA Á YFIRFALLI Sem laxveiðiá breyttist Blanda mikið til batnaðar þegar hún var
virkjuð. Nú er oft talað um veiði fyrir og eftir yfirfall í Blöndulóni, en þá litast Blanda
og verður erfið til stangveiða. MYND/JÓNAS SIGURGEIRSSON
REYKJAVÍK Suðurgata í Reykja-
vík verður áfram einstefnugata
fyrir akandi umferð til suðurs frá
Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi.
Hjólandi umferð verður á sér-
stökum hjólastíg sem hefur verið
afmarkaður austan megin á göt-
unni. Umhverfis- og samgöngusvið
Reykjavíkurborgar komst að sam-
komulagi við lögreglu um loka-
framkvæmdir götunnar í gær, að
því er fram kemur í tilkynningu
frá borginni.
Umferðareyjum verður komið
fyrir og merkingar bættar. - sv
Samkomulag við lögreglu:
Suðurgata helst
einstefnugata
VEISTU SVARIÐ?