Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 12
3. desember 2011 LAUGARDAGUR12 P IP A R \T B W A - S ÍA - 1 02 92 1 ELDINGU LÝSTUR NIÐUR Í Sao Paulo í Brasilíu laust þessari eldingu niður í eitt háhýsa borgarinnar. Sjá má þyrlu á sveimi rétt við eldinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglu hafa borist ábendingar frá erlendum lögreglu- liðum um vaxandi fjölda fjársvika í Vestur-Evrópu sem kölluð eru „Spænska lotterísvindlið“. Fjársvikin ganga út á það að fólk fær send bréf frá Spáni með til- kynningu um að það hafi unnið í happdrætti og gefin eru upp síma- númer og tölvupóstföng til þess að nálgast vinninginn. Eru þetta svik náskyld þeim svikum sem kölluð hafa verið „Nígeríusvindl“ hér á landi. Lögreglan ræður fólki ein- dregið frá því að svara slíkum til- kynningum og alls ekki að freista þess að senda peninga á milli landa í því skyni að liðka fyrir því að fá slíkan „vinning“ greiddan út. Auk þessa berast lögreglunni reglulega kærur þar sem óprúttn- um aðilum hefur tekist að fá fólk til þess að senda peninga á milli landa á grundvelli ýmissa við- skipta sem síðan reynast blekk- ing ein. Það sem þessar tilraunir til fjár- svika eiga sameiginlegt í flestum tilvikum er það að óskað er eftir því að fjárhæðir séu sendar milli landa í gegnum Western Union, MoneyGram eða sambærileg pen- ingaflutningafyrirtæki, en sjaldn- ast með SWIFT eins og tryggast er að haga slíkum peningaflutningi. - jss Lögreglan varar við fjársvikum, þar á meðal „Spænska lotterísvindlinu“: Fórnarlömb fjársvika kæra oft STOLIN KORT Oft eru stolin greiðslukort notuð til að reyna að svíkja út peninga. DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Akureyri hefur ákært tvo menn um tvítugt fyrir að ráðast á mann og kýla hann í andlitið. Atvikið átti sér stað í maí síðast liðnum á dansgólfi skemmti- staðarins Kaffi Akureyri. Mönn- unum er gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið hvort höggið í andlitið, með þeim afleiðingum að hann kinnbeinsbrotnaði og hlaut skurði yfir hægra auga. Faðir þess sem barinn var krefst um 760 þúsunda króna í miskabætur fyrir hönd sonar síns. - jss Ákærðir fyrir líkamsárás: Kýldu mann á dansgólfinu REYKJAVÍKURBORG Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundn- um launamun hjá Reykjavíkur- borg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjöl- skylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launa- mun kynjanna og ríkjandi viðhorf- um til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnu- álags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leið- rétt hafði verið fyrir aldri, starfs- aldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mis- munun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnaupp- eldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og aksturs- greiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af aksturs- greiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfir- vinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. Vilja draga úr yfirvinnu til að jafna laun Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar leggur til að dregið verði úr yfirvinnu í því skyni að minnka launamun kynjanna. Karlar vinna mun meiri yfir- vinnu en konur og fá líka hærri akstursgreiðslur. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Óútskýrður launamunur hjá borginni nemur rúmum átta prósentum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, sem var formaður ■ Bjarni Jónsson, Samfylkingunni ■ Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðis- flokknum ■ Karl Sigurðsson, Besta flokknum Starfshópurinn „Leiða má að því líkur að í ein- hverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfir- manna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðana taka tekur greini- lega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrir- vinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá álykt- un að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfs- mat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.