Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 22
22 3. desember 2011 LAUGARDAGUR AF NETINU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líð- andi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtök- um, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@fretta- bladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu Undanfarin ár hefur athygli margra frumkvöðla á sviði heil- brigðisvísinda og velferðar beinst að alþjóðavæðingu heilbrigðisþjónust- unnar. Fólk hefur ekki aðeins sjálft leitað sér í vaxandi mæli lækninga og heilsubótar utan síns heimalands, heldur hafa borgarar í mörgum ríkj- um heims nú þegar lögbundinn rétt til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra landa, hafi þeir beðið í tiltekinn tíma eða ef ekki er unnt að veita þeim þjónustu heima fyrir. Margir hafa séð í hillingum alþjóð- legan heilbrigðismarkað þar sem þúsundir leiti sér lækninga á þeim stöðum sem það væri faglega sem fjárhagslega hagstæðast. Stærð markaðar Það vekur athygli að í greinum og úttektum um stærð þessa alþjóða- markaðar er engin samstaða um lykiltölur. Hinir bjartsýnustu telja að fjöldi þeirra sem leiti sér lækn- inga erlendis í heiminum í dag sé árlega á bilinu 30-50 milljón- ir manna. Aðrir telja að hér sé um ofmat að ræða og hinn raunveru- legi fjöldi sé um þessar mund- ir á bilinu 60-85 þúsund sjúkling- ar. Ræður þar vafalaust miklu við hvaða skilgreiningar er stuðst. Í nýrri skýrslu OECD – „Medical Tourism: Treatments, Markets and Health System Implication: A scop- ing review.“ – segir að ekki verði skorið úr þessu fyrr en öll útgjöld vegna þjónustu við erlenda borgara verða tekin upp í reiknisskilakerfi þeirra SHA – „System of Health Accounts.“ (OECD, 2011). Þó eru menn sammála um að þessi mark- aður muni fara stækkandi á næstu árum og áratugum. Inn á sviðið Heilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa þegar byrjað að feta sig inn á alþjóð- legan heilbrigðismarkað. Enn eru þó fleiri íslenskir sjúklingar sem leita sér lækninga erlendis en þeir erlendu sjúklingar sem gangast undir meðferð á sjúkrahúsum hér á landi. Utan sjúkrahúsanna hafa það einkum verið augnlæknastöðvar og tæknifrjóvgunarstöðin ART Medica sem hafa haslað sér völl í þjónustu við erlenda viðskiptavini. Jafnframt hafa ýmsir aðilar erlendir sem innlendir unnið að því að koma á laggirnar einkasjúkra- húsum og tannlæknastofum fyrir erlenda borgara á Íslandi. Þar er helst að nefna Lava Clinic í gamla hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflug- velli, PrimaCare í Mosfellsbæ og tannlæknastofuna Nordic Smile í Reykjavík. Forsvarsmenn þessara aðila hafa einkum nefnt að þau muni sérhæfa sig í liðskipta aðgerðum í hné og mjöðm ásamt aðgerðum vegna offitu og sérhæfðri endur- hæfingu. Þau áform hafa senni- lega í tilviki Lava Clinic verið lögð á hilluna, óvissa ríkir um framtíð PrimaCare, og Nordic Smile, sem hóf starfsemi sína í byrjun ársins 2011, hefur verið lokað. Mat erlendra sérfræðinga Á árinu 2010 komu hingað til lands tveir bandarískir sérfræðingar, Jerome Mee og Mark Quigley, frá ráðgjafafyrirtækinu ATLANTIC GROUP í Houston, Texas. Þeir kynntu sér m.a. áform um upp- byggingu heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda sjúklinga og í skýrslu þeirra um heimsóknina kemur fram að íslensk heilbrigðisþjónusta eigi helst möguleika á því að hasla sér völl á alþjóðavísu á sviðum þar sem Íslendingar geti sýnt fram á að hafa náð árangri, t.d. á sviði hjartalækn- inga og bæklunarlækninga. Ein meginforsenda þess að starfrækja árangursríka heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda aðila væri sú að hún byggði á grunni þeirrar starfsemi sem fyrir er í landinu og hefði unnið sér tiltrú og traust innanlands sem utan. Sú niðurstaða þeirra felur í sér að Landspítalinn hljóti að verða þungamiðjan í uppbyggingu og þróun alþjóðlegrar spítalaþjónustu á Íslandi. Auk þess má gera ráð fyrir að aðilar eins og Læknastöð- in Orkuhúsið muni í krafti reynslu og faglegs árangurs á sviði bæklun- araðgerða geta lagt sitt lóð á vogar- skálarnar. Raunsærri nálgun Svo virðist sem þeir frum kvöðlar, sem hafa ætlað að byggja upp sjúkrahúsþjónustu fyrir útlendinga á Íslandi, hafi ekki alveg tekið rétt- an pól í hæðina. Sjúkrahússtarf- semi fyrir erlenda borgara verð- ur að uppfylla ýtrustu gæða- og öryggiskröfur og jafnframt verður sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er á hverju sviði fyrir sig að byggja á sannreyndri hæfni og traustu orð- spori. Bandarísku læknasamtökin ráðleggja til dæmis þeim sem leita sér lækninga erlendis að kanna vel hvort viðkomandi stofnun uppfylli kröfur vottunaraðila eins og Joint Commission International (JCI) og afla jafnvel upplýsinga um viðkom- andi lækna og árangur þeirra. Það virðist því nokkuð viðvaningsleg nálgun að ætla að reisa eða inn- rétta sjúkrahús á mettíma og reka það svo aðallega með verktaka- læknum erlendis frá. Í stað þess að ana af stað í óljós verkefni þarf að hugsa heilbrigðis- þjónustu fyrir erlenda borgara sem þátt í framtíðarstefnumótun og skipulagi íslenska heilbrigðis- kerfisins. Hér þarf að hugsa í ára- tugum en ekki aðeins í fáeinum mánuðum eða misserum. Sömu- leiðis er mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái tækifæri til þess að taka virk- an þátt í uppbyggingu alþjóð- legrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þegar hefur náðst tölu- verður árangur í markaðssetningu íslenskrar heilbrigðisþjónustu í Færeyjum og á Grænlandi og ef vel gengur að byggja upp gott orð- spor eru alþjóðleg verkefni örugg- lega handan við hornið. Tími óðagotsins er liðinn Heilbrigðismál Ingimar Einarsson Ráðgjafi um stefnumótun í heilbrigðismálum Sjúkrahússtarfsemi fyrir erlenda borgara verður að uppfylla ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Kastljós á Bjöggana Kastljósið er með góða spretti í rannsóknablaða- mennsku. Nánari upplýsingar um fjárglæfra Bjögganna reynast vera mesti reyfari jólavertíðarinnar. Veldi þeirra byggist á stolnu brugghúsi í Sankti Pétursborg. Fór þaðan um spillta Búlgaríu til Actavis og Landsbankans á Íslandi. En sagan er lengri en þetta. Ævintýralegt er, hvernig feðg- arnir sneru forustumönnum Sjálfstæðisflokksins um fing- ur sér, einkum Geir H. Haarde. Bjöggarnir og Flokkurinn voru tifandi tímasprengja. Makalaust er að sjá, hvernig tengsli stjórnmála og viðskipta gátu framkallað blöðru, sem sprakk framan í þjóðina í októberbyrjun 2008. jonas.is Jónas Kristjánsson Byggðamál í höndum stjórnenda HSu Það að viðunandi heilsugæsla sé til staðar getur vel verið ein af forsendum þess að barnafjölskylda ákveði að flytjast í ákveðið byggðarlag. Ég velti því fyrir mér hvort lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi telji það ekki vera sitt hlutverk að taka stefnumarkandi ákvarðanir um vel- ferð fólks og byggðir í landinu. Stjórnendur heilbrigðis- stofnana hafa það hlutverk að láta rekstur stofnanna ganga upp miðað við fjárveitingar. Ég veit að stjórnendur stofnana gera sitt besta og ég vænti ekki meira af þeim. Þeir horfa hins vegar aðeins á excel skjalið á meðan kjörnir fulltrúar eiga að horfa á stærri mynd og sam- félagsleg áhrif ákvarðana. Þannig kaus ég ekki stjórn- endur HSU til að taka ákvarðanir í byggðamálum og velferðamálum til þess kaus ég fulltrúa á Alþingi. blogg.smugan.is/disuarmur Arndís Soffía Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.