Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 24

Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 24
24 3. desember 2011 LAUGARDAGUR Offita hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en í allri umræðu um offitu ætti áhersl- an ávallt að vera á heilbrigðan lífs- stíl, þ.e. mikilvægi þess að borða hollt fæði og hreyfa sig nægjanlega. Aðgerðir sem skapa aðstæður sem hvetja til heilsusamlegra lifnaðar- hátta eru ætlaðar öllum óháð því hvort viðkomandi er í kjörþyngd eða ekki. Allir þurfa að hreyfa sig og borða hollan mat óháð holdafari. Ljóst er að margt í okkar sam- félagi hefur ýtt undir óheilsu- samlega lifnaðarhætti og til að snúa þeirri þróun við er mikilvægt að opna augun fyrir þeim stað- reyndum og bregðast við. Á undan- förnum áratugum hefur framboð á orku ríkum matvörum stóraukist og matarskammtar farið stækkandi. Þetta, auk ágengrar markaðssetn- ingar orkuríkrar fæðu, hefur hvatt til ofneyslu. Á sama tíma hefur dregið úr hreyfingu við athafnir daglegs lífs vegna tæknivæðingar og breyttra samgönguhátta. Gos og sælgæti eru orkuríkar vörur en veita litla næringu Framboð og aðgengi hefur mikil áhrif á neyslu. Gosdrykkjaneysla er mjög mikil hér á landi, en sam- kvæmt fæðuframboðstölum drekka Íslendingar tæplega 150 lítra af gos- drykkjum á mann á ári eða tæp- lega þrjá lítra á viku, en vitað er að margir drekka aldrei gosdrykki þannig að neysla annarra er mun meiri t.d. ungmenna. Mikill afsláttur af sælgæti um helgar sem sett er fram á spennandi hátt í svokölluðum nammi börum dregur til sín börn og fullorðna sem fylla poka af sælgæti. Tíma ritið Frjáls verslun (3. tbl. 2011) gerði úttekt á sölu sælgætis hér á landi og kemur þar fram að um 800 tonn séu seld úr nammibörum sem bland í poka. Fæðuframboðstölur sýna að Íslendingar neyta nú um 6000 tonna af sælgæti á ári sem gerir um 19 kg af sælgæti á íbúa á ári og þá er miðað við hvern Íslending. Hvernig er hægt að snúa þessari þróun við? Mikilvægt er að hafa í huga að offita og ofneysla er samfélagslegur vandi og því þarf fjölþættar aðgerðir á víðum grundvelli til að bregðast við honum þar sem allir axla ábyrgð. Slík vinna krefst aðkomu margra, t.d. stjórnvalda, sveitar félaga, skóla, íþróttafélaga, matvælaframleiðenda og Samtaka verslunar og þjónustu, frjálsra félagasamtaka og einstak- linga. Hér þarf að hafa í huga að margt smátt getur gert eitt stórt og ekki á að gera þá kröfu að stak- ar aðgerðir leysi vandann heldur sé frekar rætt um þær sem skref í rétta átt. Skólar, frístundaheimili og íþróttamannvirki eru kjörinn vett- vangur til að efla heilsu barna og ungmenna. Með heildrænni stefnu um næringu hjá þessum stofnunum er hægt að stuðla að góðum neyslu- venjum nemenda og starfsfólks. Börn á leið í skipulagt íþróttastarf þurfa oft að ganga framhjá sjoppu og sjálfsölum áður en komið er að fataklefanum. Að æfingu lokinni er óhollustan stundum það eina sem í boði er. Það er mikilvægt að skapa aðstæður í umhverfi barnanna sem auðveldar þeim að velja hollari kostinn í stað þess að hvetja þau til neyslu á óhollum mat- og drykkjar- vörum. Sem dæmi um aðgerð í rétta átt er upptaka samnorræns hollustu- merkis, Skráargatsins. Markmiðið með Skráargatinu er að við innkaup geti neytendur á skjótan hátt valið hollari matvörur með tilliti til mett- aðrar fitu, viðbætts sykurs, salts og trefja. Neytendur geta þá treyst því að vara sem ber hollustumerkið sé hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Annað dæmi er verðstýring með sköttum eða vörugjöldum. Í grein sem birtist í New England Journal of Medicine á árinu 2009 er talað um að aukin neysla sykraðra gos- og svaladrykkja geti verið ein helsta orsök offitufaraldursins. Þar er talað um að verðstýring með skött- um eða vörugjöldum á sykraða gos- drykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu á slíkum vörum og að slík verðhækkun gæti haft áhrif þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og öðrum þeim sem drekka mest gos. Aðgerðir sem miða að því að gera fólki auðvelt að velja hollustu fram yfir óhollustu er samfélagsmál sem skilar sér í bættri heilsu og betri líðan um leið og það dregur úr kostnaði vegna sjúkdóma sem tengj- ast óheilbrigðum lifnaðarháttum. Heilbrigðismál Elva Gísladóttir Hólmfríður Þorgeirsdóttir næringarfræðingar hjá Landlæknisembættinu Verslun Ármúla 26 522 3000 Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17 NÝTT Í HÁTÆKNI KYNNINGARVERÐ Á TÖLVUM Spjallaðu við starfs- menn okkar til að fræðast meira um þessi frábæru greiðslukjör. VAXTALAUS Á VÖLDUM VÖRUM PIPA R \ TBW A A •• SÍA • 113126 126 Nýjasta vélin frá Asus með 13,3" LED- skjá, 2.2 Ghz i3 Intel örgjörva og 500 GB hörðum diski. Gott þráðlaust netkort ásamt BlueTooth 3.0 stuðningi. Verð frá: 79.995 ASUS 13,3" i3-2330 m 2.2 GHz Acer Aspire er öflug heimavél með 17,3" stórum og björtum skjá. Hentug vél í alla helstu heimavinnu og sem margmiðlunarvél. Frábært verð fyrir 17,3" vél. ACER Aspire 17.3" 2.1 GHz 500GB Ný og endurhönnuð MacBook Air. Skjár með hárri upplausn og hröðu flash-minni í stað harðs disks. 1.6 GHz dual-core Intel Core i5 með 3 MB deildu L3 minni, 64 GB flash, 2 GB vinnsluminni. Aðeins 1kg. Apple MacBook Air 11“ 64 GB Frábær létt og nett fartölva með 13,3" LED-skjá, 500 GB hörðum diski, góðum Intel-örgjörva, öflugri 2 Mpixla netmyndavél, DVD-skrifara og góðu þráðlausu netkorti ásamt BlueTooth stuðningi. LENOVO IdeaPad Z370 13,3" Motorola Xoom er sú spjaldtölva sem vakti mesta athyggli á CES 2011 tæknisýningunni. Android stýrikerfi, 1 GHz örgjörvi, HD-myndavél, GPS og fleira og fleira. Til í Wi-Fi og 3G útgáfu. Motorola Xoom 10,1“ spjaldtölva Verð frá: 229.995 2,5 GHz fjögurra-kjarna Intel Core i5 4 GB DDR3 vinnsluminni, 500 GB harður diskur, AMD Radeon HD, 6750 M 512 MB. Þráðlaust íslenskt lyklaborð og mús. Fleiri stærðir fáanlegar. Apple iMac 21,5“ 2.5 GHz Quad i5 Acer TravelMate er 15,6" fartölva með skýrum og björtum LED-skjá. Er með öllu því helsta sem prýðir góða fartölvu til daglegra nota. Frábært verð! ACER TravelMate 15,6" Jólagjöfin í ár! Örfáar eftir! Örfáar eftir! Verð: 169.995 Verð: 129.995 Verð: 69.995 Verð: 129.995 Verð: 109.995 Fullt verð: 149.995 Fullt verð: 94.995 Fullt verð: 149.995 Fullt verð: 149.995 Fullt verð: 234.995 Fullt verð: 179.995 Offita – Hvað er til ráða? Aðgerðir sem miða að því að gera fólki auðvelt að velja hollustu fram yfir óholl- ustu er samfélagsmál sem skilar sér í bættri heilsu og betri líðan. AF NETINU Markaðsmisnotkun Svo má reyndar spyrja varðandi Haga – þetta er verslunarveldi sem hefur haft einokunarstöðu á markaði hér. Það hefur margsinnis verið talað um nauðsyn þess að leysa upp félagið í núverandi mynd – og hefði í raun verið upp- lagt að gera það eftir hrunið. Það er þó örugglega ekki vilji bankans sem tók yfir félagið af Baugi. Því er haldið áfram – það er reynt að hafa business as usual. En þegar félög eru sett á hluta- bréfamarkað er það yfirleitt í þeirri trú og von að þau muni stækka og eflast – þannig bera hluthafarnir eitthvað úr býtum. En er virkilega vilji til þess að Hagar verði stærri en þeir eru? eyjan.is/silfuregils Egill Helgason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.