Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 26
26 3. desember 2011 LAUGARDAGUR
Þegar von er á barni gefst gott tækifæri til að endurskoða dag-
legar venjur og huga að heilbrigðu
líferni með velferð og heilsu barns-
ins í huga. Allir verðandi foreldr-
ar óska þess að ófætt barn þeirra
verði heilbrigt og hraust og heil-
brigt líferni stuðlar að vellíðan for-
eldra á meðgöngunni.
Margir verðandi foreldrar velta
fyrir sér áhrifum reykinga á fóstr-
ið og barnið og hver ávinningurinn
sé af því að hætta að reykja á með-
göngu.
Ávinningurinn af reykbindindi er
ótvíræður:
• Ófædda barnið fær meira súr-
efni vegna þess að blóðflæði um
fylgjuna til barnsins eykst og
meiri líkur eru á að fæðingar-
þyngd barnsins verði eðlileg.
Börn mæðra sem reykja á með-
göngu verða fyrir vaxtarskerð-
ingu vegna þess að súrefnisflæði
til barnsins er skert. Vaxtar-
skerðingin verður að miklu
leyti í mikilvægustu líffærum
barnsins m.a. heila og beinum
en tekur annars til flestallra líf-
færa. Mælingar á höfuðmáli, búk
og lengd barnsins sýna að þau
fæðast að meðaltali með minna
höfuð (minni heila) og eru létt-
ari og styttri en börn þeirra sem
ekki reykja. Talið er að reyking-
ar á meðgöngu séu orsök 20-30%
af öllum léttburafæðingum.
• Minni líkur eru á því að barnið
fæðist fyrir tímann.
Konur sem reykja á meðgöngu eru
í meiri hættu á að fæða fyrir
tímann, fá fylgjulos eða blæð-
ingu á meðgöngu. Það hefur
áhrif á lífslíkur barnsins og
þroska þess. Talið er að reyking-
ar á meðgöngu séu orsök 10-15%
fyrirburafæðinga.
• Þegar að fæðingu kemur er barn-
ið betur búið undir fæðinguna ef
móðirin reykir ekki. Blóðflæði
til barnsins verður betra og það
fær meira súrefni.
• Eftir fæðingu er líklegra að
barnið komist heim af fæðingar-
deildinni á sama tíma og móðir-
in. Meiri líkur eru á að lungna-
starfsemin verði eðlileg og
minni hætta er á því að barnið
verði fyrirburi. Barnið verður
hraustara og værara þannig að
líkur eru á að foreldrarnir fái
betri svefn og hvíld.
• Þegar fram líða stundir fær
barnið síður ofnæmi, astma eða
önnur lungnavandamál. Hætta á
á vöggudauða minnkar sé reyk-
ingum á meðgöngu hætt.
• Ávinningurinn fyrir verðandi
móður og foreldra er einnig
mikill. Reykingum á meðgöngu
fylgir oft sektarkennd og van-
líðan. Verðandi mæður hafa lýst
léttinum sem fylgir því að hætta
að reykja og þær upplifa betri
tengsl við ófædda barnið. Þær
finna fyrir jákvæðari tilfinn-
ingum og hafa minni áhyggjur
af meðgöngunni. Flestir verð-
andi foreldrar vilja einnig vera
góðar fyrirmyndir fyrir barnið
sitt. Við reykbindindi eru meiri
líkur á að meðgangan verði eðli-
leg og þar með ánægjulegri upp-
lifun fyrir báða foreldra. Þá er
reykingalyktin á bak og burt,
fjármunir sparast og framtíðin
virðist bjartari.
Áhættan sem fylgir reykingum á
meðgöngu er vel þekkt hvort sem
um beinar reykingar er að ræða
eða óbeinar. Reykurinn sem stíg-
ur upp af glóð sígarettu annarr-
ar manneskju er líka hættulegur
fyrir barnshafandi konur. Ef kona
hættir áður en hún verður barns-
hafandi eða meðan á meðgöngu
stendur minnkar hættan á ofan-
greindum heilsufarsvandamálum.
Verðandi foreldrar ættu alltaf að
vega og meta áhættuna sem þeir
taka með reykingum á móti ávinn-
ingnum af því að hætta. Vilji þeir
búa barni sínu bestu skilyrði ættu
þeir ekki að reykja.
Í mæðraverndinni er hægt að
fá stuðning til reykleysis. Einn-
ig er veitt ráðgjöf um reykbind-
indi í grænu númeri: 8006030 eða
www.8006030. Sjá einnig: www.
reyklaus.is eða www.frjals.is.
Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekk-
ingarseturs um samfélagsábyrgð
fyrirtækja. Nokkur af stærstu
fyrirtækjum landsins eru stofn-
aðilar setursins, en það er rekið
sem sjálfstætt félag með eigin
stjórn, samþykktum og siða-
reglum.
Samfélagsleg ábyrgð fyrir-
tækja er ekki einhlítt hugtak.
Bæði hefur merking þess tekið
breytingum í tímans rás og einn-
ig hafa verið mismunandi skoðan-
ir á því hvort og þá hvernig fyr-
irtæki eigi að taka ábyrgð á því
samfélagi sem þau starfa í. Í því
sambandi má minnast orða Mil-
tons Friedman sem sagði að eina
samfélagslega ábyrgð fyrirtækja
væri að hámarka hagnað eigenda
sinna og láta öðrum til þess hæf-
ari að sinna velferð samfélagsins.
Flest fyrirtæki hafa þó í gegn-
um tíðina lagt sitt af mörkum til
samfélagsins og þá sérstaklega
með því að veita styrki til mann-
úðar- og menningarmála.
Á síðari tímum hefur hugtak-
ið tekið á sig breiðari mynd og
nær til allra þátta í starfsemi
fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrir-
tækin afla teknanna. Þá er litið
til stjórnarhátta, siðareglna,
umhverfismála, jafnréttis- og
mannréttindamála, svo dæmi
séu tekin en ekki einungis hvern-
ig þau ráðstafa hagnaðinum.
Stjórnvöld í mörgum ríkjum
hafa sett sér stefnu um sam-
félagsábyrgð og hvetja fyrir-
tækin með virkum hætti til að
sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100
stærstu fyrirtækjunum skylt að
skila inn upplýsingum í ársreikn-
ingi um stefnu og aðgerðir í sam-
félagsmálum.
Evrópusambandið hefur nýlega
sett fram endurnýjaða stefnu um
samfélagsábyrgð, þar sem æ rík-
ari áhersla er lögð á skyldur ríkis
og sveitarfélaga þar sem þau eru
stærsti einstaki kaupandinn að
vörum og þjónustu. Stjórnvöld
geta í krafti þess gert ríkar kröf-
ur til fyrirtækja sem þau skipta
við. Evrópusambandið leggur
ennfremur áherslu á skyldur
opinberra aðila þegar kemur að
því að bjóða út þjónustu sem þau
sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í
mennta- og velferðarmálum.
Þekkingarsetrið var stofn-
að með það að markmiði að efla
þekkingu og hvetja til umræðu
um samfélagslega ábyrgð fyrir-
tækja hér á Íslandi. Slíkt er ekk-
ert áhlaupaverk og verður ein-
ungis unnið með þolinmæði og
þrautseigju að leiðarljósi.
Ein leið til að hvetja fyrirtæki
til góðra verka er að skoða hvað
aðrir eru að gera og hafa verið
að gera í þessum efnum í þeim
löndum sem við lítum gjarnan til.
Í dag hafa tæplega 7 þúsund
fyrirtæki um allan heim skrif-
að undir hnattræn viðmið Sam-
einuðu þjóðanna um samfélags-
ábyrgð (UN Global Compact).
Fyrirtækin skuldbinda sig til að
starfa samkvæmt tíu viðmiðum
sem snúast um mannréttinda-
mál, umhverfismál, vinnuvernd
og aðgerðir gegn spillingu. Sem
dæmi má nefna að fyrirtæki
skulu virða rétt fólks til þess að
vera í verkalýðsfélögum, vinna að
því að afnema barnaþrælkun og
sýna frumkvæði í umverfisvernd.
En það er eitt að hafa uppi
áform um að sýna samfélagslega
ábyrgð og annað að setja saman
raunhæfa áætlun um innleiðingu
á slíkri stefnu í fyrirtækinu.
Dagana 6. og 7. desember
næstkomandi mun þekkingar-
setrið standa fyrir námskeiði um
aðferðafræði við innleiðingu á
stefnu um samfélagslega ábyrgð
í samvinnu við sérfræðinga frá
evrópska ráðgjafafyrirtækinu
Grontmij. Námskeiðið er fyrsta
sinnar tegundar hér á landi en
kennt er samkvæmt svokölluðum
GRI viðmiðunum (Global Report-
ing Initiativ) en Grontmij er sam-
starfsaðili GRI á Norðurlöndun-
um. Það er gleðilegt að segja frá
því að fullbókað er á námskeiðið
og komust færri að en vildu. Leið-
beiningar GRI innihalda leiðar-
vísi um hvernig fyrirtæki geta
skilgreint þá þætti sem eru þýð-
ingarmestir varðandi samfélags-
ábyrgð og innihalda jafnframt
fyrirframskilgreinda mæli-
kvarða á sviði samfélagsábyrgðar
(umhverfi, samfélag, efnahagur).
Við sem stöndum að þekking-
arsetrinu erum stolt af því að
bjóða upp á fyrsta námskeiðið af
þessum toga á Íslandi og vænt-
um góðs af samstarfi við íslensk
fyrirtæki með það í huga að bjóða
upp á frekari fræðslu og umræðu
á þessu sviði.
Eirvík hefur eldhústæki og fylgihluti
fyrir alla sem unna góðri matargerð.
Allt fyrir matgæðingana
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Það er eitt að hafa uppi áform um sam-
félagslega ábyrgð og annað að setja
saman raunhæfa áætlun um innleiðingu
Allir verðandi foreldrar óska þess að
ófætt barn þeirra verði heilbrigt og
hraust.
Samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi
Hvers vegna er mikilvægt að
hætta að reykja á meðgöngu?
Fyrirtæki
Regína
Ástvaldsdóttir
framkvæmdastjóri
Þekkingarseturs um
samfélagslega ábyrgð
fyrirtækja
Reykingar
Karítas Ívarsdóttir
Ljósmóðir
Þóra
Steingrímsdóttir
Fæðingalæknir
alla sunnudaga klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur