Fréttablaðið - 03.12.2011, Síða 26

Fréttablaðið - 03.12.2011, Síða 26
26 3. desember 2011 LAUGARDAGUR Þegar von er á barni gefst gott tækifæri til að endurskoða dag- legar venjur og huga að heilbrigðu líferni með velferð og heilsu barns- ins í huga. Allir verðandi foreldr- ar óska þess að ófætt barn þeirra verði heilbrigt og hraust og heil- brigt líferni stuðlar að vellíðan for- eldra á meðgöngunni. Margir verðandi foreldrar velta fyrir sér áhrifum reykinga á fóstr- ið og barnið og hver ávinningurinn sé af því að hætta að reykja á með- göngu. Ávinningurinn af reykbindindi er ótvíræður: • Ófædda barnið fær meira súr- efni vegna þess að blóðflæði um fylgjuna til barnsins eykst og meiri líkur eru á að fæðingar- þyngd barnsins verði eðlileg. Börn mæðra sem reykja á með- göngu verða fyrir vaxtarskerð- ingu vegna þess að súrefnisflæði til barnsins er skert. Vaxtar- skerðingin verður að miklu leyti í mikilvægustu líffærum barnsins m.a. heila og beinum en tekur annars til flestallra líf- færa. Mælingar á höfuðmáli, búk og lengd barnsins sýna að þau fæðast að meðaltali með minna höfuð (minni heila) og eru létt- ari og styttri en börn þeirra sem ekki reykja. Talið er að reyking- ar á meðgöngu séu orsök 20-30% af öllum léttburafæðingum. • Minni líkur eru á því að barnið fæðist fyrir tímann. Konur sem reykja á meðgöngu eru í meiri hættu á að fæða fyrir tímann, fá fylgjulos eða blæð- ingu á meðgöngu. Það hefur áhrif á lífslíkur barnsins og þroska þess. Talið er að reyking- ar á meðgöngu séu orsök 10-15% fyrirburafæðinga. • Þegar að fæðingu kemur er barn- ið betur búið undir fæðinguna ef móðirin reykir ekki. Blóðflæði til barnsins verður betra og það fær meira súrefni. • Eftir fæðingu er líklegra að barnið komist heim af fæðingar- deildinni á sama tíma og móðir- in. Meiri líkur eru á að lungna- starfsemin verði eðlileg og minni hætta er á því að barnið verði fyrirburi. Barnið verður hraustara og værara þannig að líkur eru á að foreldrarnir fái betri svefn og hvíld. • Þegar fram líða stundir fær barnið síður ofnæmi, astma eða önnur lungnavandamál. Hætta á á vöggudauða minnkar sé reyk- ingum á meðgöngu hætt. • Ávinningurinn fyrir verðandi móður og foreldra er einnig mikill. Reykingum á meðgöngu fylgir oft sektarkennd og van- líðan. Verðandi mæður hafa lýst léttinum sem fylgir því að hætta að reykja og þær upplifa betri tengsl við ófædda barnið. Þær finna fyrir jákvæðari tilfinn- ingum og hafa minni áhyggjur af meðgöngunni. Flestir verð- andi foreldrar vilja einnig vera góðar fyrirmyndir fyrir barnið sitt. Við reykbindindi eru meiri líkur á að meðgangan verði eðli- leg og þar með ánægjulegri upp- lifun fyrir báða foreldra. Þá er reykingalyktin á bak og burt, fjármunir sparast og framtíðin virðist bjartari. Áhættan sem fylgir reykingum á meðgöngu er vel þekkt hvort sem um beinar reykingar er að ræða eða óbeinar. Reykurinn sem stíg- ur upp af glóð sígarettu annarr- ar manneskju er líka hættulegur fyrir barnshafandi konur. Ef kona hættir áður en hún verður barns- hafandi eða meðan á meðgöngu stendur minnkar hættan á ofan- greindum heilsufarsvandamálum. Verðandi foreldrar ættu alltaf að vega og meta áhættuna sem þeir taka með reykingum á móti ávinn- ingnum af því að hætta. Vilji þeir búa barni sínu bestu skilyrði ættu þeir ekki að reykja. Í mæðraverndinni er hægt að fá stuðning til reykleysis. Einn- ig er veitt ráðgjöf um reykbind- indi í grænu númeri: 8006030 eða www.8006030. Sjá einnig: www. reyklaus.is eða www.frjals.is. Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekk- ingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofn- aðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siða- reglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrir- tækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einn- ig hafa verið mismunandi skoðan- ir á því hvort og þá hvernig fyr- irtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Mil- tons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæf- ari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegn- um tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mann- úðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtak- ið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrir- tækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvern- ig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um sam- félagsábyrgð og hvetja fyrir- tækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikn- ingi um stefnu og aðgerðir í sam- félagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ rík- ari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröf- ur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofn- að með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrir- tækja hér á Íslandi. Slíkt er ekk- ert áhlaupaverk og verður ein- ungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrif- að undir hnattræn viðmið Sam- einuðu þjóðanna um samfélags- ábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttinda- mál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingar- setrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Report- ing Initiativ) en Grontmij er sam- starfsaðili GRI á Norðurlöndun- um. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leið- beiningar GRI innihalda leiðar- vísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýð- ingarmestir varðandi samfélags- ábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mæli- kvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekking- arsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og vænt- um góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði. Eirvík hefur eldhústæki og fylgihluti fyrir alla sem unna góðri matargerð. Allt fyrir matgæðingana Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Það er eitt að hafa uppi áform um sam- félagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu Allir verðandi foreldrar óska þess að ófætt barn þeirra verði heilbrigt og hraust. Samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi Hvers vegna er mikilvægt að hætta að reykja á meðgöngu? Fyrirtæki Regína Ástvaldsdóttir framkvæmdastjóri Þekkingarseturs um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Reykingar Karítas Ívarsdóttir Ljósmóðir Þóra Steingrímsdóttir Fæðingalæknir alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.