Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 36

Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 36
3. desember 2011 LAUGARDAGUR36 J ólalög frá öllum heimshornum hljóma á kaffihúsinu þegar blaðamaður sest niður með Helga Björnssyni á hrollköldum vetrarmorgni. Óhjákvæmilega leiða söngvarnir hugann að Ef ég nenni, einu af mörgum lífseigum lögum söngvarans, sem hljómar iðulega á öldum ljósvakans á þess- um árstíma. „Það er ótrúlegt hversu vinsælt Ef ég nenni er, þetta lag sem ítalski tónlistar- maðurinn Zucchero gerði fyrst vinsælt,“ segir Helgi, en bætir við að hann hafi ekki farið varhluta af því í gegnum tíð- ina að hinn íslenski texti lagsins fari í taugarnar á ýmsum. „Textinn er eftir Jónas Friðrik og mig grunar að þetta hafi verið brandari hjá honum á sínum tíma. Sumum finnst þessar vangavelt- ur, um hvort sögumaðurinn í textanum nenni þessu stússi yfirleitt eða ekki, ríma illa við jólaboðskapinn. Eðlilega. En þetta virðist hafa virkað. Reyndar hef ég ekki enn heyrt lagið á þessu ári, enda hef ég ekki tíma til að hlusta mikið á útvarpið þessa dagana.“ Klakinn togar í mig Vitanlega eru engin nýmæli að Helgi eigi annríkt. Í þessari jólavertíð liggur fyrir að fylgja eftir útgáfu tveggja glæ- nýrra breiðskífa: Annars vegar mynd- og hljóðupptöku frá tónleikum Helga í Hörpu á þjóðhátíðardaginn síðasta, þar sem hann og gestir á borð við Ragn- heiði Gröndal, Mugison, Högna Egils- son, Eivöru Pálsdóttur, Bogomil Font og Karlakórinn Þresti syngja íslensk- ar dægurlagaperlur ásamt einvalaliði undir leikara, og hins vegar tvöfaldr- ar safnskífu með öllum vinsælustu (og tveimur nýjum) lögum ísfirsku sveitar- innar Grafíkur, en með henni lét Helgi fyrst að sér kveða á níunda áratugnum. Þá er þriðja plata Reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit, sem kom út í vor, enn á vinsældalistum og virðist lítið lát á lýðhylli þess hestamennsku- og ferða- lagabálks. Mestur tími Helga fer þó í stífar æfingar fyrir uppfærslu Vestur- ports á Axlar-Birni, nýju verki eftir Björn Hlyn Haraldsson sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í janúar. „Eins og þú heyrir var ég orðinn ansi þyrstur,“ segir Helgi, sem hefur verið meira og minna búsettur í Berlín síðustu sex árin, þar sem hann átti meðal annars og rak leikhúsið Admirals Palast. Hann segist nú vera nánast alfluttur heim þótt viðræður um framleiðslu tveggja verk- efna í Þýskalandi (leiksýningar og stór- tónleika í tengslum við heimsmeistara- mót íslenska hestsins 2013) séu í gangi, enda sagði hann fyrir nokkru skilið við Admirals Palast eftir að rekstrarfélag leikhússins fór á hliðina. „Þetta er svo erfiður bransi,“ segir Helgi. „Af hverjum tíu uppfærslum heppnast kannski tvær og þá þurfa menn að hafa djúpa vasa til að standa af sér áföllin. Svona er þetta bara, en lífið held- ur áfram. Í Berlín var ég mikið í skrif- stofuvinnu, að stjórna, rýna í viðskipta- áætlanir og slíkt, en listamanninn í mér langaði að brjótast út. Þrátt fyrir allt er ég í grunninn listamaður, tónlistarmaður og leikari, og það var kominn tími á það. Svo togar klakinn óneitanlega í mig.“ Hinsta verk Rabba Með safnplötunni Grafík 1981-2011 fylgir heimildarmyndin Stansað dans- að öskrað (samnefnd fjórðu breiðskífu sveitarinnar frá 1985) eftir Frosta Run- ólfsson og Bjarna Grímsson, en myndin var frumsýnd á viðeigandi hátt á Ísafirði í síðustu viku. Helgi segist ánægður með útkomuna, en ekki síður að tekist hafi að uppfylla ósk Rafns Jónssonar heitins, trommara Grafíkur, sem lést árið 2004. „Við vorum hálfpartinn búnir að lofa honum þessu,“ segir Helgi og útskýrir að vinna við myndina hafi hafist árið 2004, þegar Rafn hafði forgöngu um að skipu- leggja endurkomutónleika með Grafík í tilefni tveggja áratuga útgáfuafmæl- is plötunnar Get ég tekið cjéns. „Þá var Rafn orðinn mjög veikur en linnti ekki látum fyrr en hann hafði komið band- inu saman. Svo þegar hann sá fram á að þetta væri allt orðið klárt kvaddi hann, og var jarðaður daginn áður en tónleik- arnir voru bókaðir. Þetta var í raun hans síðasta verk og tónleikarnir urðu í raun minningartónleikar, eins og hann hefði skipulagt sína eigin útför. Því var afar mikilvægt fyrir okkur að þessi mynd liti dagsins ljós,“ segir Helgi. Grafík stenst tímans tönn Í heimildarmyndinni um Grafík gefur að líta ýmislegt efni frá mektarárum sveit- arinnar á níunda áratugnum, með sínum sérstöku sveiflum í tali, tónum og tísku. Helgi segir þennan tíma hafa verið skrautlegan, en ekki síður skemmtileg- an. „Við vorum með túberað hár, í sokka- buxum, júdóbúningum og ég veit ekki hvað. Einu sinni kom ég fram í pilsi á tónleikum í Laugardalshöllinni fyrir framan mörg þúsund manns, sem þótti mjög skrítið. Dóra Einars fatahönnuð- ur var í miklu stuði á þessum árum og saumaði meðal annars á mig jakka sem var með svo risavöxnum axlapúðum að ég líktist helst amerískum fótbolta- kappa,“ segir Helgi og skellir upp úr. „Þessar múnderingar hafa örugglega verið mun skemmtilegri fyrir áhorf- endur en svarti stuttermabolurinn sem er einkennisbúningur flestra tónlistar- manna í dag.“ Einu sinni kom ég fram í pilsi á tónleik- um í Laugar- dalshöllinni fyrir framan mörg þúsund manns, sem þótti mjög skrítið ■ TOPPURINN AÐ VERA Í TEINÓTTU Listamaðurinn vildi brjótast út Eftir nokkurra ára búsetu í Berlín er tónlistarmaðurinn og leikarinn Helgi Björnsson nánast alfluttur heim á klakann og niður- sokkinn í hin ýmsu verkefni. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá umdeildu jólalagi og júdóbúningum á níunda áratugnum. Á SVIÐ Helgi Björnsson stendur í ströngu þessa dagana við æfingar á uppfærslu Vesturports á Axlar-Birni, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í byrjun janúar. Hann segir gott að fá almennilega útrás fyrir listhneigð- ina eftir nokkurra ára búsetu ytra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Faðir Helga, Björn Helgason, lék á sínum tíma sem tengiliður með ÍBÍ (Íþróttabandalagi Ísafjarðar) og komst í landsliðið í knattspyrnu, sem þá var fáheyrt um leikmenn sem léku utan efstu deildar. Um tíma söðlaði Björn um og lék með Fram, sem gerði það að verkum að sonurinn Helgi er harður Framari. Blaðamanni leikur því forvitni á að vita hvernig söngvarinn brást við þegar stuðningsmenn erkifjendanna í KR tóku eitt laga SSSól, Toppurinn að vera í teinóttu, upp á arma sína og gáfu út á sérstakri KR-plötu fyrir áratug eða svo. „Er nokkur ástæða til að banna KR-ingunum það? Þetta hefur að minnsta kosti ekki truflað mig sérstaklega. Ekki geta Framararnir notað lagið,“ segir Helgi og hlær, en sjálfur söng hann stuðningslag Fram fyrir nokkrum árum. „Raunar er dálítið merkilegt með Toppinn að vera í teinóttu að það er líklega fyrsta íslenska rapplagið sem kemur út á plötu, þótt það sé ekki alveg orginal rapp. Lagið hófst sem stuð í rútunni hjá okkur og svínvirkaði svo þegar við tókum það upp. KR-ingarnir eru að minnsta kosti ánægðir með það. Og Landsbankinn var ánægður með það á tímabili, þegar þar var eigandi sem var hrifinn af því að vera í teinóttu.“ Enn fremur segir Helgi yfirferðina yfir sögu Grafíkur rifja upp fyrir sér sérstöðu sveitarinnar, tónlistarlega séð og þó sérstaklega hvað sándið varðar. „Íslensk tónlist frá þessum tíma hefur oft ekki sama slagkraftinn og gengur og gerist í dag, en mörg af þessum gömlu lögum okkar hljóma eins og þau hafi verið tekin upp í gær. Algjört dúndur. Það er ekki sjálfgefið. Við hlustuðum töluvert á The Cure og Robert Fripp, gítarleikari King Crimson, var mik- ill áhrifavaldur. Áður en ég kom inn í grúppuna var hún mjög framsækin og strákarnir hlustuðu til dæmis mikið á Brand X, tilraunakennda hljómsveit sem Phil Collins var í samhliða Genesis og áður en hann gerðist ballöðupoppari. Þegar ég kom inn læddust með áhrif frá The Police, en líka sterkari melódíur og meira rokk og ról.“ Fyrirferðarmikill söngvari Helgi söng með Grafík árunum 1983 til 1986, en þá tók Andrea Gylfadóttir við hljóðnemanum og Helgi stofnaði Síðan skein sól, sem síðar varð SSSól, skömmu síðar. Söngvarinn segir ástæð- una fyrir brotthvarfi hans úr sveitinni margþætta. „Ég var ansi fyrirferðarmikill þegar ég gekk til liðs við bandið. Rúnar Þóris- son og Rafn höfðu starfrækt sveitina í tvö ár, gefið út tvær plötur, og líklega þótti þeim þeir ekki hafa eins góð tök á málunum eins og þeir vildu. Það var smá kergja í mannskapnum, en slettist þó aldrei alvarlega upp á vinskapinn. Veigamesta ástæðan var þó hversu upp- tekinn ég var í leiklistinni. Ég lék í gríð- arlega vinsælum sýningum á borð við Land míns föður og Djöflaeyjuna, sem stundum voru sýndar sex kvöld í viku. Þá komst fátt annað að á meðan.“ Aðspurður segist Helgi þó aldrei hafa íhugað að gefa tónlistina alfarið upp á bátinn. „Þetta var mikið álag en tónlistin tog- aði svo sterkt í mig. Svo í kringum 1990 var orðið allt of mikið að sinna bæði tón- listinni og leiklistinni. Þá var ég að leika allar helgar, hneigði mig klukkan ellefu og keyrði svo strax upp á Skaga eða til Keflavíkur á ball með Síðan skein sól. Og svo var önnur sýning daginn eftir. Ég þurfti hreinlega að velja á milli og sá fram á að það yrði auðveldara að endur- vekja leiklistarferilinn síðar en rokkið. Segja má að það sé að koma í ljós núna tuttugu árum síðar, þótt auðvitað hafi ég dottið inn í einstaka verkefni inn á milli.“ Má allt í leikhúsinu Verkið Axlar-Björn er byggt á þjóð- sögunni um þekktasta fjöldamorð- ingja Íslands, en um hann skráði séra Sveinn Níelsson „eptir gömlum manni og greindum, innlendum“ eins og þar stendur. Atli Rafn Sigurðarson og Helgi leika öll fjórtán hlutverkin í sýning- unni, en sá síðarnefndi lék síðast á leik- sviði fyrir heilum ellefu árum. „Það er eins og fleira sé leyfilegt í leikhúsinu í dag, en líklega á það við um flestar listir,“ segir hann um endurkomuna á sviðið. „Það má allt í dag, engin ein stefna sem ræður, sem er hið besta mál og býður upp á endalausa möguleika í túlkun. Axlar-Björn er smá „sækódrama“ með ýmsum flækjum sem vissara er að skýra ekki nánar frá að svo stöddu.“ Ólafur Kárason í uppáhaldi Þar sem bæði leik- og tónlistarferill Helga eru á fullu gasi á ný liggur nánast óþægilega beint við að inna hann eftir eftirlætislagi sínu og -hlutverki. „Uppáhaldshlutverkinu er fljótsvar- að,“ segir hann og nefnir hlutverk sitt sem Ólafur Kárason ljósvíkingur í Ljósi heimsins, opnunarsýningu Borg- arleikhússins árið 1989. „Það var frá- bær sýning og mér tókst vel upp, þótt ég segi sjálfur frá. Af þessum ara- grúa af lögum sem ég hef sungið þykir mér einna vænst um Síðan hittumst við aftur með Síðan skein sól. Lagið er vel heppnað og textinn líka, en hann samdi ég til konunnar minnar þegar við bjuggum á Ítalíu á sínum tíma. Ég skrapp alltaf heim öðru hvoru og nýtti náttúruöflin til að túlka söknuðinn.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.