Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 42
3. desember 2011 LAUGARDAGUR42 M enn hafa áskap- aða hæfileika til máltöku í æsku, enda á mannlegt mál sér líffræðileg- ar forsendur. Í vinstra heilahveli eru sérhæfðar málstöðvar sem sjá um mismunandi þætti móðurmáls- ins. Þessar málstöðvar þarf að örva á tilteknu tímaskeiði til þess að máltakan gangi eðlilega fyrir sig. Máltökuskeið manna hefst á síðustu vikum meðgöngu, þegar fóstrið fer að heyra, og því lýkur þegar börn komast á kynþroska- aldur. Börn eru hins vegar lang- næmust í upphafi máltökuskeiðs- ins, fram til um sex ára aldurs. Sigríður Sigurjónsdóttir, pró- fessor við Íslensku- og menn- ingardeild Háskóla Íslands, telur mikilvægt að ung börn hafi góðar málfyrirmyndir, hvort sem litið er til heimilis eða skóla, og fái nauðsynlega málörvun. „Við erum aldrei jafn móttækileg fyrir máli eins og á þessum fyrstu sex árum. Við búum að þeirri tilfinningu, sem þróast með okkur á þessum árum, alla ævina. Máltækið „lengi býr að fyrstu gerð“ á vel við hér. Það gildir hvort sem við erum að tala um að reisa hús eða leggja grunn að málkennd barna. Mál- notkunin sem barn elst upp við á fyrstu sex árunum mótar mál- kennd þess fyrir lífstíð.“ Börn sem eru heilbrigð og eiga í samskiptum við fullorðna ná valdi á máli, að því er virðist ósjálfrátt og án nokkurrar fyrirhafnar. Það, hversu góðir málnotendur þau verða, fer hins vegar eftir mál- uppeldinu sem þau hljóta. „Gott máluppeldi veltur að miklu leyti á því hversu mikinn tíma við gefum börnunum okkar. Lykilatriði til þess að örva þau eru gagnkvæm samskipti í samtölum, þar sem barnið talar og sá fullorðni bregst við með því að umorða eða endur- segja það sem barnið sagði. Að lesa fyrir börn og ræða við þau um það efni sem lesið er, eflir einnig málþroska barna. Samskipti er lykilhugtak.“ Áhrif tungunnar á heilann Eftir því sem rannsóknum á sviði málvísinda fleygir fram kemur betur í ljós hversu djúpstæð áhrif tungumálið hefur á fólk. Það hefur alvarlegar afleiðingar ef máltaka móðurmáls gengur ekki sem skyldi. „Það er margt sem bendir til þess að máltakan sjálf hafi áhrif á heilann, svo sem verkaskiptingu heilastöðva. Það hefur lengi verið þekkt að ef eitt- hvað kemur fyrir málstöðvarnar í vinstra heilahveli hefur það áhrif á máltökuna. En þessu má einnig snúa við. Ef eitthvað kemur fyrir máltökuna, við fáum til dæmis ekki nauðsynlega málörvun eða eigum ekki samskipti við fólk á máltökuskeiðinu, þá hefur það bein áhrif á gerð heilans.“ Mikið sjónvarpsáhorf er einn utanaðkomandi þátta sem virð- ist geta truflað málþroska barna. „Á mörgum heimilum er alltaf kveikt á sjónvarpinu. Erlendar rannsóknir benda til að börn sem horfa og hlusta mikið á sjónvarp séu seinni til máls en jafnaldrar þeirra. Börn yngri en tveggja ára virðast ekkert græða á því í mál- þroska að horfa á sjónvarp og það er jafnvel hætta á að það valdi þeim skaða,“ segir Sigríður. Þegar kveikt sé á sjónvarpi, með hljóðinu á, tali börn og full- orðnir minna saman og börnin fá minna mállegt áreiti. Að þessu sögðu tekur Sigríður fram að börn sem eru eldri en tveggja ára geti lært ný orð af sjónvarpi, sérstak- lega ef þau horfa á sjónvarpsefni sem miðast sérstaklega við þeirra aldurshóp og er gert til að auka orðaforða þeirra. Mikilvægustu kennararnir Þar sem börn eru næmust á fyrstu sex árum ævinnar má auðveldlega færa fyrir því rök að leikskólakennarar séu mikilvæg- ustu móðurmálskennarar barna, í það minnsta þegar kemur að því að efla málkennd og máltilfinn- ingu þeirra. „Í rauninni má segja að framtíð íslenskrar tungu velti á þessum fyrstu árum,“ segir Sig- ríður. Hún segir skjóta skökku við að í núverandi skipulagi fái leik- skólakennaranemar ekki næga kennslu í íslensku máli og mál- notkun. Þá sé áhyggjuefni hversu stór hluti starfsmanna á leikskól- um hafi ekki íslensku að móður- máli. „Auðvitað er gott að leik- skólar landsins nýti þann auð sem felst í starfsfólki af erlend- um uppruna. Það kynnir börn- unum aðra menningu og tungu- mál. En til þess að ung börn nái góðum tökum á íslensku verða þeir sem móta málkennd barna á þessum tíma, þegar þau eru hvað móttækilegust, að tala íslensku. Út frá þessu sjónarmiði má segja að meginþorri starfsmanna á leik- skólum verði að hafa íslensku að móðurmáli.“ Þessi fyrstu ár eru líka mikil- væg þegar kemur að því að læra að lesa. „Móðurmálið sprettur fram sjálfkrafa, en það gegnir öðru máli um lestur. Við tileink- um okkur ekki lestur á sama hátt og talmál. Þegar börn læra að lesa búa þau að þeirri málkunnáttu og málskilningi sem þau hafa þegar tileinkað sér. Rannsóknir sýna að þegar börn eru að byrja að læra að lesa geta þau ekki lesið orð sem þau skilja ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé unnið mark- visst að því í leikskólum að byggja upp orðaforða ungra barna og efla málskilning þeirra. Leikskóla- kennarar gegna þarna lykilhlut- verki. Þeir þurfa að þekkja mál- kerfið og vita hvernig máltaka barna gengur fyrir sig, til að geta örvað málþroska barna á frjóan og skapandi hátt.“ Áhyggjur af íslenskunámi Íslenskukennarar við Háskóla Íslands sendu nýlega frá sér ályktun, þar sem þeir hvöttu til þess að fylgt verði eftir tillög- um Íslenskrar málnefndar um að hlutur íslenskukennslu verði aukinn í menntun kennara. Í íslenskri málstefnu, sem var sam- þykkt á Alþingi árið 2009, var komið inn á mikilvægi þess að leik- og grunnskólakennarar séu góðar málfyrirmyndir og þeir fái nauðsynlega kennslu í íslensku í kennaranámi sínu. Árið 2007 voru gerðar breytingar á skipu- lagi grunnskólakennaranáms þar sem íslenska var tekin út úr kjarna námsins. Eins og staðan er nú geta grunnskólakennara- nemar, sem ekki velja íslensku sem kjörgrein, fengið full kenn- araréttindi, án þess að hafa tekið nokkurt íslenskunámskeið. Þeir hafa þó réttindi til að kenna hvað sem er, þar með talið íslensku, upp í 10. bekk. Sigríður stendur fyllilega á bak við ályktunina. „Uppeld- is- og kennslufræðin er orðin svo ríkjandi í kennaranámi, með þeirri stefnu að það eigi að mennta kennara til að kenna. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt. En það segir sig sjálft að kenn- arar verða að hafa nauðsynlega málfræðiþekkingu til að geta miðlað henni áfram til nemenda og eflt færni þeirra í móðurmál- inu. Þess vegna skiptir ekki síður máli að faggreinin sé kennd. Íslenska er þjóðtunga okkar. Þetta er í raun og veru spurn- ing um hvort við ætlum að tala íslensku í framtíðinni eða ekki.“ Fyrstu sex árin mikilvægust Segja má að leikskólakennarar séu mikilvægustu móðurmálskennarar barna, að mati Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors við Íslensku- og menningardeild HÍ. Sigríður útskýrði fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur hvernig grunnurinn er lagður að mál- tilfinningu barna strax á síðustu mánuðum í móðurkviði og fram til sex ára aldurs. Þetta séu lykilárin í málþroska barna. SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Leikskólakennarar og aðrir sem koma að máluppeldi barna þurfa að vita hvernig máltaka barna gengur fyrir sig, að mati Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors við Íslensku- og menningardeild HÍ. Aðeins þannig geti þeir örvað málþroska barnanna á frjóan og skapandi hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1. Talaðu mikið við barnið þitt Mikilvægt er að gefa sér tíma til að tala við börn um það sem þeim liggur á hjarta. Lykilatriði í því að örva málþroska barna er að skiptast á orðum við þau í samtali, þar sem barnið talar og sá fullorðni bregst við með því að umorða eða endursegja það sem barnið sagði. Slík endur- gjöf virðist skila mestum árangri þegar hún miðast við þroskastig barnsins. Til dæmis þegar barn segir: „Hundurinn hlaupti“ svarar sá fullorðni með því að segja: „Hvað segirðu, hljóp hundurinn?“ 2. Lestu bækur fyrir og með barninu Að lesa bækur fyrir börn sem hæfa þroska þeirra og áhugasviði er áhrifaríkt máluppeldi. Það er hins vegar ekki nóg að lesa, heldur þarf að staldra við iðulega, ræða við barnið um efni bókarinnar og útskýra þau orð sem það ekki skilur. Það er ekki síður mikilvægt að halda áfram að lesa fyrir börn eftir að þau eru sjálf orðin læs. Þá má lesa fyrir þau bækur á erfiðara máli en þau ráða við sjálf. Orðaforði barna eykst þegar lesið er fyrir þau. 3. Slökktu á sjónvarpinu Erlendar rannsóknir sýna að börn sem horfa og hlusta mikið á sjón- varp eru seinni til máls en jafnaldrar þeirra. Börn eldri en tveggja ára geta að vísu lært ný orð af sjón- varpi, en það sama á ekki við um yngri börn og mikið sjónvarpsgláp getur beinlínis skaðað málþroska þeirra. Þegar kveikt er á sjónvarpi, með hljóðinu á, tala foreldrar og börn minna saman og mállegt áreiti í umhverfi barnanna verður þar af leiðandi minna. Þar sem samskipti eru lykilatriði fyrir eðlilegan mál- þroska er því farsælast að takmarka sjónvarpsáhorf barna. HVERNIG GETUR ÞÚ STUÐLAÐ AÐ GÓÐUM MÁLÞROSKA BARNSINS ÞÍNS?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.