Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 51
Kynningarblað Android, dokka, sími, myndavél,
USB, kortalesari, hugbúnaður, forrit, jólagjafir, tölvuleikir.
SPJALDTÖLVUR
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
&MYNDAVÉLAR
Salan á spjaldtölvum hefur stóraukist á undanförn-um vikum og ljóst að marg-
ir eiga eftir að verja jóladegi með
nýja spjaldtölvu í fanginu með
bros á vör,“ segir Gunnar Jónsson
sölustjóri Tölvulistans. Spjaldtölv-
ur hafa verið mikið í umræðunni
eftir að Rannsóknarsetur verslun-
arinnar veðjaði á að spjaldtölvur
yrðu vinsælasta jólagjöfin í ár.
Hvað er það sem gerir spjald-
tölvur svona vinsælar til jólagjafa?
„Spjaldtölvur eru mjög skemmti-
leg blanda af tölvu og snjallsíma.
Fyrst og fremst eru þær mjög léttar
og meðfærilegar og auðvelt að taka
þær með sér hvert sem er. Snerti-
skjárinn gerir þær líka mjög not-
endavænar,“ segir Gunnar. Hann
bendir á að fólk leiti helst eftir því
að geta hvar sem er farið á netið,
skoðað tölvupóstinn, hlustað á
tónlist, lesið rafbækur, horft á
kvikmyndir og tekið ljósmyndir.
Í spjaldtölvum er hugbúnað-
ur yfirleitt svokölluð smáforrit
eða app sem hægt er að kaupa
beint í gegnum spjaldtölvurn-
ar. „Þegar maður byrjar að nota
spjaldtölvur dagsdaglega verður
maður hreinlega gáttaður á því
hvað er til mikið af spennandi og
skemmtilegum spjaldtölvuforrit-
um fyrir allt milli himins og jarðar
í gegnum App Store eða Android-
market,“ segir Gunnar. Forritin
sem hægt er að nálgast á þessum
markaðstorgum skipta hundruð-
um þúsunda og hægt er að finna
ótal forrit sem tengjast áhugasviði
hvers og eins.
Tölvulistinn opnaði nýlega
stærstu tölvuverslun landsins í
Heimilistækjahúsinu við Suður-
landsbraut 26. Verslunin er þrefalt
stærri en verslunin sem var í Nóa-
túni og spjaldtölvudeildin stækk-
aði mikið í kjölfarið að sögn Gunn-
ars. „Við erum mjög ánægðir með
það úrval sem við erum að bjóða
okkar viðskiptavinum, enda allar
okkar vinsælustu spjaldtölvur
margverðlaunaðar og frá traust-
um vörumerkjum eins og Apple,
Asus, Acer og Toshiba.“
Hvaða spjaldtölvur eru vin-
sælastar núna fyrir jólin? „Það
eru tvær áberandi söluhæstar
hjá okkur. iPad 2 spjaldtölvan frá
Apple er mjög vinsæl hjá okkur
og mikil ánægja með hana. Auk
þess að bjóða lægra verð á henni,
þá fylgir taska með í kaupunum
til jóla,“ svarar Gunnar. Hin vélin
er Asus eEE Pad Transformer 101
með Android-stýrikerfinu. „Við
höfum frábæra reynslu af Asus-
vörumerkinu og þessi spjaldtölva
hefur verið að raka að sér viður-
kenningum undanfarið og var
meðal annars valin besta Andro-
id-spjaldtölvan hjá TrustedRe-
views.com. Hægt er að fá dokku
fyrir vélina sem einnig er lykla-
borð og með USB tengimögu-
leikum og rauf fyrir mini SD kort.
Hægt er að leggja dokkuna saman
við spjaldtölvuna, þannig að hún
verði eins og fartölva og með því
lengist rafhlöðuending hennar í
rúmlega 14 tíma.“
Nánari upplýsingar um fram-
boð Tölvulistans má nálgast á
www.tl.is
Spjaldtölvur verða
vinsælar jólagjafir
Tölvulistinn hefur opnað stærstu tölvuverslun landsins í Heimilistækjahúsinu við Suðurlandsbraut 26. Verslunin býður upp á
vinsælustu spjaldtölvurnar frá Apple, Asus, Acer og Toshiba. ASUS EEE PAD
TRANSFORMER
Vinsælasta spjaldtölvan í Tölvu-
listanum með Android-stýrikerfi.
Hægt er að fá bæði 16GB og
32GB útgáfu. Kemur með
öflugum NVIDIA Tegra 250 Dual
Core-örgjörva. Örþunn og vegur
aðeins 680 grömm. Hraðvirk í
öllum aðgerðum. Myndavél að
framan og aftan.
Hægt er að fá dokku með
lyklaborði sem eykur endingu
rafhlöðunnar í allt að 14 tíma og
kemur með lyklaborði, tveimur
USB-tengjum og SD-kortalesara.
APPLE IPAD 2
iPad 2 hefur farið sigurför um
heiminn. Hann er 33% þynnri og
um 15% léttari en fyrri útgáfa en
með tveggja kjarna A5-örgjörva.
Töluvert af hugbúnaði kemur
með honum og þ.m.t. FaceTime
með HD-upptöku, netvafra,
póstforriti, margmiðlunarspilara
og dagatali. Hægt er að nálgast
tugþúsundir alls kyns forrita í
gegnum App Store.
Tölvulistinn opnaði nýlega stærstu tölvuverslun landsins við Suðurlandsbraut 26. Gunnar Jónsson sölustjóri segir verslunina þrisvar
sinnum stærri en þá sem Tölvulistinn var með í Nóatúni. MYND/GVA