Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 51
Kynningarblað Android, dokka, sími, myndavél, USB, kortalesari, hugbúnaður, forrit, jólagjafir, tölvuleikir. SPJALDTÖLVUR LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 &MYNDAVÉLAR Salan á spjaldtölvum hefur stóraukist á undanförn-um vikum og ljóst að marg- ir eiga eftir að verja jóladegi með nýja spjaldtölvu í fanginu með bros á vör,“ segir Gunnar Jónsson sölustjóri Tölvulistans. Spjaldtölv- ur hafa verið mikið í umræðunni eftir að Rannsóknarsetur verslun- arinnar veðjaði á að spjaldtölvur yrðu vinsælasta jólagjöfin í ár. Hvað er það sem gerir spjald- tölvur svona vinsælar til jólagjafa? „Spjaldtölvur eru mjög skemmti- leg blanda af tölvu og snjallsíma. Fyrst og fremst eru þær mjög léttar og meðfærilegar og auðvelt að taka þær með sér hvert sem er. Snerti- skjárinn gerir þær líka mjög not- endavænar,“ segir Gunnar. Hann bendir á að fólk leiti helst eftir því að geta hvar sem er farið á netið, skoðað tölvupóstinn, hlustað á tónlist, lesið rafbækur, horft á kvikmyndir og tekið ljósmyndir. Í spjaldtölvum er hugbúnað- ur yfirleitt svokölluð smáforrit eða app sem hægt er að kaupa beint í gegnum spjaldtölvurn- ar. „Þegar maður byrjar að nota spjaldtölvur dagsdaglega verður maður hreinlega gáttaður á því hvað er til mikið af spennandi og skemmtilegum spjaldtölvuforrit- um fyrir allt milli himins og jarðar í gegnum App Store eða Android- market,“ segir Gunnar. Forritin sem hægt er að nálgast á þessum markaðstorgum skipta hundruð- um þúsunda og hægt er að finna ótal forrit sem tengjast áhugasviði hvers og eins. Tölvulistinn opnaði nýlega stærstu tölvuverslun landsins í Heimilistækjahúsinu við Suður- landsbraut 26. Verslunin er þrefalt stærri en verslunin sem var í Nóa- túni og spjaldtölvudeildin stækk- aði mikið í kjölfarið að sögn Gunn- ars. „Við erum mjög ánægðir með það úrval sem við erum að bjóða okkar viðskiptavinum, enda allar okkar vinsælustu spjaldtölvur margverðlaunaðar og frá traust- um vörumerkjum eins og Apple, Asus, Acer og Toshiba.“ Hvaða spjaldtölvur eru vin- sælastar núna fyrir jólin? „Það eru tvær áberandi söluhæstar hjá okkur. iPad 2 spjaldtölvan frá Apple er mjög vinsæl hjá okkur og mikil ánægja með hana. Auk þess að bjóða lægra verð á henni, þá fylgir taska með í kaupunum til jóla,“ svarar Gunnar. Hin vélin er Asus eEE Pad Transformer 101 með Android-stýrikerfinu. „Við höfum frábæra reynslu af Asus- vörumerkinu og þessi spjaldtölva hefur verið að raka að sér viður- kenningum undanfarið og var meðal annars valin besta Andro- id-spjaldtölvan hjá TrustedRe- views.com. Hægt er að fá dokku fyrir vélina sem einnig er lykla- borð og með USB tengimögu- leikum og rauf fyrir mini SD kort. Hægt er að leggja dokkuna saman við spjaldtölvuna, þannig að hún verði eins og fartölva og með því lengist rafhlöðuending hennar í rúmlega 14 tíma.“ Nánari upplýsingar um fram- boð Tölvulistans má nálgast á www.tl.is Spjaldtölvur verða vinsælar jólagjafir Tölvulistinn hefur opnað stærstu tölvuverslun landsins í Heimilistækjahúsinu við Suðurlandsbraut 26. Verslunin býður upp á vinsælustu spjaldtölvurnar frá Apple, Asus, Acer og Toshiba. ASUS EEE PAD TRANSFORMER Vinsælasta spjaldtölvan í Tölvu- listanum með Android-stýrikerfi. Hægt er að fá bæði 16GB og 32GB útgáfu. Kemur með öflugum NVIDIA Tegra 250 Dual Core-örgjörva. Örþunn og vegur aðeins 680 grömm. Hraðvirk í öllum aðgerðum. Myndavél að framan og aftan. Hægt er að fá dokku með lyklaborði sem eykur endingu rafhlöðunnar í allt að 14 tíma og kemur með lyklaborði, tveimur USB-tengjum og SD-kortalesara. APPLE IPAD 2 iPad 2 hefur farið sigurför um heiminn. Hann er 33% þynnri og um 15% léttari en fyrri útgáfa en með tveggja kjarna A5-örgjörva. Töluvert af hugbúnaði kemur með honum og þ.m.t. FaceTime með HD-upptöku, netvafra, póstforriti, margmiðlunarspilara og dagatali. Hægt er að nálgast tugþúsundir alls kyns forrita í gegnum App Store. Tölvulistinn opnaði nýlega stærstu tölvuverslun landsins við Suðurlandsbraut 26. Gunnar Jónsson sölustjóri segir verslunina þrisvar sinnum stærri en þá sem Tölvulistinn var með í Nóatúni. MYND/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.