Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 54

Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 54
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur og myndavélar LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 20114 Sumir eru á því að sjón-varps- og útvarpsstöðvar muni heyra sögunni til um miðja öldina. Fólk muni sjálft setja saman eigin dagskrá og hlaða niður í sjónvarp eða tölvu ásamt bókum, tímaritum og dagblöðum sem verða ekki lengur til á prent- tæku formi. Ökumenn eru í síauknum mæli farnir að nota staðsetningartæki í bíla sem vísa þeim veginn. Í fram- tíðinni er talið að tölvur muni ekki aðeins segja ökumönnum til vegar heldur bókstaflega stýra bifreið- um sem eigi eftir að fyrirbyggja umferðarslys. Hvað samgöng- um viðvíkur er jafnframt talið að fólk muni ferðist um í tölvustýrð- um geimflugvélum á ógnarhraða milli áfangastaða. Vélmenni munu leysa fólk af hólmi í verksmiðjum framtíðar- innar. Eigendur sjá marga kosti við nýju „starfskraftana“ enda litlar líkur á að þeir fari fram á launa- hækkun eða í verkfall auk þess að vinna sleit ulaust a l lan sólar hringinn. Um miðja öld verða vélmenni jafnframt alls staðar sýni- leg, ekki að- eins í verk- smiðjum heldur á spítöl- um, í skólum, versl- unum og á vel- flestum heimil- um. Heyrnar- tæki hafa verið á markaði um nokkurt skeið og er talið að á næstu áratugum líti dagsins ljós betrumbættar græjur sem hjálpi heyrnarlaus- um að öðlast fullkomna heyrn. Sömu sögu verð- ur að segja um sjónskerta og blinda sem sjá með til þess gerðum hjálpartækjum. Sýndarveruleiki verður ríkjandi og reiðir ekki eingöngu á mynd og hljóð eins og þekkist heldur einn- ig lykt og áferð. Þannig munu notendur beinlínis geta lyktað og snert á því s e m f y r i r augu ber og þannig öðlast sýndarveruleiki aðra og dýpri merk- ingu. Lífið eftir hálfa öld Ýmsir spekúlantar eru farnir að spá fyrir um hvernig líf á jörðinni komi til með að verða eftir um hálfa öld. Margir eru á því að í samfélagi framtíðar muni menn reiða sig enn frekar á tölvur og tækni sem hafi þá tekið örum framförum. Sjónvarpsefni verður hlaðið beint niður í tölvu og sjónvarpsstöðvar heyra sögunni til. Vélmenni munu ganga í ýmis störf. FRÉTTUNUM DREIFT MEÐ MYNDSÍMA Æ algengara verður að myndskeið sem nást á myndsíma séu fyrstu fréttamyndirnar sem sendar eru út þegar stórviðburðir eiga sér stað. Jarðskjálftarnir við Indlandshaf árið 2004 voru fyrsti stórviðburð- urinn sem sýndur var með myndskeiðum úr myndsímum í fréttum um allan heim og það markaði þáttaskil þar sem stórfréttir voru nú ekki skjalfestar af atvinnumönn- um heldur stuðst við upptökur hins almenna borgara. Síðan hefur notkun slíkra myndskeiða orðið nánast dag- legur viðburður í fjölmiðlum, en eitt af eftirminnilegustu myndskeiðunum er aftaka Saddams Hussein, sem vörður tók upp án leyfis á símann sinn og dreifði á internetinu. Vörðurinn var reyndar handtekinn nokkrum dögum síðar, en skaðinn var skeður og myndskeiðið fór sem eldur í sinu um net- heima. FRÆGUSTU LJÓSMYNDIR SÖGUNNAR Alveg eins og til eru nokkrar kvikmyndir sem taldar eru hvað þekktastar í heiminum eru til ljósmyndir sem hafa náð augum heimsbyggðarinnar. Þetta eru myndir af öllum gerðum, allt frá því að vera þekktar fréttaljós- myndir af stríðshrjáðum svæðum upp í glamúrmyndir af Hollywood- stjörnum, svo sem Marilyn Monroe. Af nokkrum þekktum myndum má nefna ljósmynd sem ljósmyndari National Geographic tók af 12 ára gamalli afganskri stúlku árið 1984 og prýddi forsíðu blaðsins ári seinna. Mynd sem tekin var af Albert Einstein árið 1951 hefur líka öðlast mikla frægð en á henni þykist sjást vel hvernig snillingurinn leit á lífið og afneitaði viðteknum hegðunarreglum. Þá er ljósmyndin sem prýddi plötualbúm Bítlanna, Abbey Road, með þeim eftirminnilegustu. Á henni sjást Bítlarnir ganga yfir gangbraut Abbey Road í London. Margir minnast sjálfsagt með hlýhug bílsins úr Back to the Future-myndunum. Sú bifreið var líka tímavél en spekúlantar láta sér nægja að spá því að tölvur muni stýra bílum framtíðarinnar. Sýndarveruleiki öðlast dýpri merkingu í framtíðinni. FJÖLBREYTTIR MÖGULEIKAR Spjaldtölvurnar þykja hafa opnað ýmsa möguleika í tölvunotkun. Vegna þess hversu létt hún er, er auðvelt fyrir börn að halda á henni og á lengri og styttri ferðalögum er hún til dæmis sniðug til að taka með í handfarangri því bæði er hægt að spila myndbönd á henni, tónlist og ýmis forrit. Þá eru margir skemmtilegir þroskaleikir í boði, bæði til að æfa þekkingu barna á litum, formum, tölu- stöfum og fleiru skemmtilegu. Þá má koma sér notalega fyrir við gluggann, jafnvel sitjandi á gluggakistunni og semja ljóð í afslappaðri stellingu með útsýni jafnvel út á hafið. BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: ÍVAR ÖRN HANSEN S: 512 5429, GSM: 615 4349 ivarorn@365.is NÓTTIN VAR SÚ ÁGÆT EIN Sérblaðið OPIÐ 24/7 fylgir Frétta- blaðinu mánudaginn 12. desember. o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.