Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 82

Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 82
3. desember 2011 LAUGARDAGUR54 Friðrik Ómar og Jógvan Hansen Barnalög fyrir börn á öllum aldri Umslag: Ólöf Erla „Eru ekki einhver ákvæði í barnalögum um vernd gegn þessu?“ Stígur Helgason „Þessi mynd er ofur fótósjoppuð. Mér finnst það ekki passa fyrir börn. Það er eitthvað krípí við þetta.“ Hildur Hermannsdóttir „Var ekki hægt að ná af þeim mynd þar sem þeir litu ekki út fyrir að vera á leiðinni að bróka aumingja feita strákinn í hinum bekknum?“ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Björk Biophilia Umslag: M/M (Paris) „Björk er mannlegt sól- kerfi. Hönnun, stílisering og ljósmynd undirstrika það.“ Gréta V. Guðmundsdóttir „Íburðarmikill og fram- andi klæðnaður og hárkolla Bjarkar laða fram sterka tilfinningu fyrir undraheimi plötunnar. Þetta er undirstrikað með líkamstjáningu og myndvinnslu. Hvítar svífandi doppur og skýjuð strik tengja við geiminn (stjörnur, stjörnuþokur, stjörnuryk). Svartur bakgrunnur innrammar glæsileikann.“ Jens Guð Hjálmar Órar Umslag: Bobby Breiðholt „Umslag sem passar ekki músíkinni – merkilega ólífrænt umslag miðað við hvað Hjálmar er lífrænt band. Þetta fær mann til að hugsa og það er gott.“ Dr. Gunni „Hjálmar leika sér meira með hljóðgervla á plötunni og umslagið er því einstaklega viðeigandi. Litirnir eru líka töff og skipulögð hrúgan af rafrásum kemur vel út.“ Atli Fannar Bjarkason Björgvin Halldórsson Gullvagninn Umslag: Villi Warén „Leturgerð og mynd spila illa saman. Útkoman verður gamaldags og flöt.“ Gréta V. Guðmundsdóttir „Ekkert sérlega slæmt, þannig séð. Ég bara skil ekki af hverju það er mynd af Agli Ólafssyni framan á umslaginu!“ Dr. Gunni UMDEILDASTA UMSLAGIÐ Gus Gus Arabian Horse Umslag: Paul McMenamin „Hrikalega flott mynd, svalir litir og frábær týpógrafía. Geðveikt umslag.“ Atli Fannar Bjarkason „Það gæti verið vond hugmynd að skella hrossi framan á plötu sem heitir Arabian Horse. Það gæti líka verið snilld.“ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir „Að ná augnsambandi við arab- ískan gæðing utan á plötuumslagi er hrikalega svalt eins og afurðin í heild sinni. Glæsileg leturgerð og óheyrilegt jafnvægi í myndbyggingunni, þó svo að þar sé allt á iði. Myndin af hljóm- sveitinni á bakhlið vínilútgáfunnar er með þeim flottari og einstaklega „erlendis“. Kristinn Pálsson „Úff. Þetta er sjúklegt umslag. Mig langar svo að eiga þennan hest þó ég sé skíthrædd við skepnuna. Hann er svo fallegur. Dramatískt umslag. Ég elska dramatík.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir Bestu og verstu plötuumslögin Að gömlum og góðum sið fékk Fréttablaðið hóp valinkunnra andans manna til að velta fyrir sér kostum og göllum íslenskra plötuumslaga sem komið hafa út á árinu. Fjölmörg umslög voru nefnd til sögunnar og niðurstöðurnar gefur að líta hér. ÁLITSGJAFAR Addi Knútsson, veiðimaður og fram- leiðandi Arnór Bogason, graf- ískur hönnuður Atli Fannar Bjarka- son, á Fréttablaðinu Bertel Andrésson, tónlistaráhugamaður Bergþóra Jónsdóttir, grafískur hönnuður Dr. Gunni, tónlistar- gagnrýnandi Gréta V. Guðmunds- dóttir, grafískur hönnuður Hildur Hermanns- dóttir, grafískur hönnuður Jens Guð, grafískur hönnuður Jón Agnar Ólason, á Morgunblaðinu Kolbrún Björt Sigfús- dóttir, tónlistaráhuga- maður Kristinn Pálsson, tón- listaráhugamaður Lilja Katrín Gunnars- dóttir, ritstjóri Rán Flygenring, graf- ískur hönnuður Stígur Helgason, á Fréttablaðinu Tryggvi Þór Hilmars- son, grafískur hönn- uður Sykur Mesópótamía Umslag: Siggi Odds „Flottasta umslagið í ár. Fallegt, ágengt og ævintýralegt listaverk sem gefur fyrirheit um spennandi, fjöl- breytta og metnaðarfulla músík. Lita- áferðin er þægilega mött.“ Jens Guð „Einstaklega litríkt og hresst umslag Sykur ættbálksins sem skilar vel stemningu plötunnar. Loforð um blússandi fíling og dansalgleymi.“ Bergþóra Jónsdóttir „Svalastir í bransanum í dag, bæði umbúðir og innihald.“ Addi Knútsson „Þetta huggulega symmetríska furðuportrett er dáleiðandi. Galdurinn er í frekjuskarðinu.“ Stígur Helgason Birgitta Haukdal Straumar Umslag: Björgvin Guðnason „Fótósjoppklisja með augljósum erlendum fyrirmyndum. Fær þó plús fyrir að vera í samræmi við innihaldið.“ Tryggvi Þór Hilmarsson „Frú Haukdal hádramatísk og slepjuleg í sjónum. Upp úr með hana, nýja letur- gerð og fisk í sullið, þá væri þetta allavega fyndið.“ Rán Flygenring „Heillandi kona en ekki eins heillandi umslag.“ Bertel Andrésson „Æi nei.“ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir BESTA UMSLAGIÐ VERSTA UMSLAGIÐ ANNAÐ SÆTI ANNAÐ SÆTI ÞRIÐJA SÆTI ÞRIÐJA TIL FJÓRÐA SÆTI Lay Low Brostinn strengur Umslag: Bobby Breiðholt Jafn margir álitsgjafar voru hrifnir og lítið hrifnir af umslagi plötu Lay Low. „Einstaklega fallegt hulstur sem gefur tóninn fyrir tónlistina á plötunni. Lay Low beinir sjónum að kveðskap annarra kvenna og því viðeigandi að athyglin er dregin að bókinni á myndinni með því að hafa hana í afgerandi rauðum lit. Myndbygging og áferð fyrsta flokks.“ Jón Agnar Ólason „Mér finnst þetta eitt mest „boring“ plötuumslag sem ég hef séð lengi, sem er skítt því innihaldið er svo langt frá því að vera „boring“. Söngkona með lokuð augu, haldandi á bók í svörtum sófa. Í alvöru? Var ekki hægt að finna eitthvað betra? Þornuð málning máske?“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.