Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 100

Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 100
3. desember 2011 LAUGARDAGUR72 Þökkum frábærar viðtökur við fyrstu óperuuppfærslu okkar í Hörpu Hlökkum til að sjá ykkur á næstu óperusýningu okkar La Bohème eftir Puccini Frumsýning í mars 2012 Minnum á gjafakortin okkar – tilvalin jólagjöf! F A B R I K A N Bækur ★★★★ Götumálarinn Skál- dævisaga Þórarinn Leifsson Mál og menning Nítján ára drengur er tekinn af lögreglunni í Ronda á Spáni. Hann er einn á ferð, hefur ráfað stefnulaust um og veit ekki hvert förinni er heitið. Veit aðeins að hana verður að fara. Eftir barning við lögregl- una þar sem myndlistarhæfileikar hans verða honum til bjargað er hann sendur með lest til Sevilla, þar sem hann sofnar bak við lest- arstöð. „Það er ágætt að vakna undir runna.“ Þórarinn Leifsson gerði það sem marga unga menn dreymir um, að gefa skít í hið hefðbundna, smáborgaralega líf og flakka frjáls um heiminn. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu og lifa í núinu. Flestir heykjast á gjörn- ingnum, en Þórarinn var aðeins 19 ára þegar hann lagði í hann árið 1985. Nú, 26 árum síðar, deil- ir hann þessari reynslu sinni með lesendum. Og reynsla er það. Þórarinn dregur lesandann með sér í flakk- ið, við leggjumst við hlið hans undir runna, reykjum hass með hústökufólki, sitjum í steikjandi sólarhita og málum Maríu mey á götusteinana eða bregðum okkur yfir til Marokkó. Þórarinn dregur ekkert undan í sög- unni og hann er frá- leitt að rómantísera líf flökkumannsins. Stundum líða dagar án þess að hann fái að borða, hreinlæti er er lítið sem ekkert og félagsskapurinn mis- félegur. Verst er að meira að segja í flakkinu verður ekki kom- ist undan tilbreytingarleysi hvers- dagsins. Í raun liggur vegferðin um blindgötu, götumálarinn ráfar fram og aftur um hana og er jafn fastur í viðjum vanans og skrif- stofumaður sem stendur grátandi yfir hjólinu sínu við runnann sem er svefnstaður Tóta. Þórarinn sýnir og sannar með Götumálaranum að hann er lista- góður rithöfundur. Textinn líður vel, hann er laus við alla tilgerð, gengur beint til verks og vinnur þannig með framvindu sögunn- ar. Stíllinn er blátt áfram, manni er steypt beint í söguna og fylgir söguhetjunni eftir í hans Bjarma- landsför. Inn í frásögnina er skotið sögu móður og systur hans sem eðlilega hafa áhyggjur af drengn- um. Í þeim köflum skiptir höfund- ur persónufornafninu ég út fyrir nafn sitt og fjarlægir sjálfan sig og lesandann þannig úr framvind- unni, um leið og hann undirstrik- ar fjarlægð mæðgnanna við hann. Þetta gerir Þórarinn vel. Einstaka minningabrot úr æsku sem hefur verið allt annað en auð- veld stinga líka upp kollinum. Á blátt áfram hátt tekst Þórarni að veita innsýn í oft og tíðum hörmu- legar aðstæður, án þess að gerast væminn eða tilfinningasamur. Allt í stíl við söguna sjálfa. Þá skipa frábærar myndir í upphafi hvers kafla stóran sess og kallast á við efni sögunnar. Götumálarinn er stórgóð bók og vel skrifuð. Listilega spunninn þráður um heim sem flestum er hulinn, margir sjá í hillingum en höfundur sýnir eins og er. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Mögnuð saga af flakki unglings um Spán og Marokkó og hvernig hann þokast áfram á þroskaferlinum. Hafsteinn Austmann (f. 1934) verður með desembersýningu Studio Stafns í Ingólfsstræti í ár. Hafsteinn hefur lagt ötula rækt við vatnslitamálun á undanförnum áratugum. Á þess- ari sýningu sýnir hann nýjar myndir sem voru einnig til sýnis á sýningunni „Islandske modern- ister og Kai Nielsen“ í SAK Kunst- bygning í Danmörku í sumarlok. Á sýningunni verða að auki mynd- ir frá ýmsum tímabilum allt aftur til upphafs sjötta áratugarins. Hafsteinn Austmann fellur í hóp svokallaðrar annarrar kyn- slóðar módernískra málara, sem sótt hefur efnivið til fyrirrennara sinna en ávallt verið með tilraun- ir og nýsköpun í verkum sínum. Sýningin stendur yfir dagana 3. til 10. desember og er opin milli 14 og 17 alla daga. Hafsteinn Austmann í Studio Safni HAFSTEINN AUSTMANN Dans ★★★ Á Höfundur: Valgerður Rúnarsdóttir. Dansarar: Snædís Lilja Ingadóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Tónlist: Þor- grímur Andri Einarsson. Norðurpóllinn Á sviðinu í Norður- pólnum er lítill rauður bíll. Inni í honum situr þreytuleg kona í far- þegasætinu. Önnur stíg- ur út úr bílnum, kveikir sér í sígarettu og gengur óþolinmóð umhverfis bíl- inn. Það smellur í háum hælum þegar hún geng- ur. Seinna kemur í ljós að í aftursæti bílsins sefur sú þriðja. Þannig byrjar nýtt dansverk eftir Valgerði Rúnarsdóttir sem ber það einfalda nafn „Á“. Dansverkið sýnir kon- urnar þrjár þar sem þær hafa fundið sér góðan áningarstað á annars óskilgreindu ferðalagi. Í leikskrá er talað um að „ferðalög [séu] tími umbreytinga – innri og ytri, … þau geta tekið á og þá þarf að … taka pásu. Frá ferðalaginu. Frá lífinu.“ Það er þessi litla pása sem áhorfendum er boðið að fylgjast með. Efni verksins er frumlegt. Það býður upp á sterka persónusköpun og spennuþrungna frásögn. Hvaðan eru þær að koma, hvert eru þær að fara hver eru tengslin á milli þeirra? Textinn í leikskránni, þar sem segir að ferðalög geti tekið á, vekur upp vonir um átök og upp- gjör persónanna. Persónusköpun verksins tókst mjög vel. Gleðipinninn, sú tékkaða og óþolinmóða og sú til baka, sem reynir í sífellu að fá viðurkenn- ingu samferðakvenna sinna en þarf sífellt að vera í bakgrunni, allar eru þær mjög sannfærandi á sviðinu. Áhorfendur fengu að kynnast hverri þeirra fyrir sig en einnig samskiptum þeirra á milli. Dansinn og tjáning hverra persónu var mjög skýr og bar færni dansaranna vitni. Það vantaði aftur á móti upp á dýpri vinnu efnislega þannig að sagan sem verið var að segja væri sterkari. Verkið varð þannig dans með sögu sem þó komst ekki alveg til skila vegna þess að verkið var líka dans án sögu. Öll umgjörð verksins er vel gerð, tónlist, lýsing, búningar og svið allt passar ágætlega við dansinn og söguna og ljá verkinu skýra heildar mynd. Verkið var þannig vel unnið og skemmtilegt og það var unun að horfa á dansarana hreyfa sig. Það er ákveðin tilhneiging hjá danshöfundum að skrifa háfleygan og flókinn texta í leikskrá um efni verksins. Þetta getur verið varasamt því stór orð í leikskrá vekja upp væntingar um stóra hluti á sviðinu svo ekki sé talað um að þau geta hreinlega virkað eins og danshöfundur sé að vinna út frá óljósu og ómarkvissu orðagjálfri. Í dansverkinu „Á“ bauð textinn í leikskránni upp á meiri spennu og átök en verkið stóð undir. „Á“ er samt mjög skemmtilegt verk með góðum dönsurum, fagmannlega unnið og í alla staði ánægjulegt til áhorfs. Sesselja G. Magnúsdóttir Niðurstaða: Snoturt dansverk sem færir okkur heim sanninn um það hversu sterka danslistamenn við eigum. Fram og aftur blindgötuna Konur á ferð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.