Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 106
3. desember 2011 LAUGARDAGUR78
folk@frettabladid.is
* Gildir á meðan birgðir endast.
Jólaandinn er hjá Vodafone
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is
Frábær tilboð á snjöllum símum
Samsung Galaxy Y
24.990 kr. staðgreitt
eða 2.083 kr. á mánuði í 12 mánuði
Fjölskyldu ALIAS fylgir *
Nokia 700
59.990 kr. staðgreitt
eða 4.999 kr. á mánuði í 12 mánuði
Fjölskyldu ALIAS fylgir *
Hlutverkum hefur verið
víxlað í tískuheiminum þar
sem ritstjórar tískutímarita
eru farnir að prýða forsíður
og ganga niður tískupallana.
Hlutverk ritstjóra hinna ýmsu
blaða og tímarita er meðal ann-
ars að velja forsíðufyrirsætur og
fjalla um hvaða fyrirsætur tísku-
húsin velja í auglýsingaherferðir.
Nú hefur hlutverkunum verið víxl-
að, því allt í einu eru ritstjórarn-
ir sjálfir komnir í hlutverk fyrir-
sæta. Á ljósmyndum, forsíðum og
jafnvel á tískupöllunum.
Anna Dello Russo er fastagestur
á síðum annarra blaða en hennar
eigin, en hún er ritstjóri japanska
Vogue. Dello Russo er fræg fyrir
íburðarmikinn fatastíl og fékk
H&M hana til að ganga tískupall-
inn fyrir Lanvin-sýningu sína í
fyrra. Einnig hefur fataskápur
hennar, sem í eru um fjögur þús-
und pör af skóm, verið myndaður
bak og fyrir af ljós myndaranum
fræga Juergen Teller fyrir W
Magazine. Nú síðast sýndi Dello
Russo sumarlínu fatamerkisins
Ungaro á nýafstaðinni tískuviku
í París.
Ritstjóri bandaríska Vogue,
Anna Wintour, hefur einnig gerst
sek um að prýða forsíður annarra
blaða en hún er nú á forsíðu nýja
breska tímaritsins Industrie þar
sem einnig má sjá ritstjóra Love,
Katie Grand, inni í blaðinu.
Kate Lanphear, tískuritstjóri
breska Elle, er fyrirsætan í aug-
lýsingaherferð skartgripafram-
leiðandans Eddie Borgo. Þessa
þróun í tískuheiminum má lík-
lega rekja til tískublogganna en
daglega má þar sjá myndir af rit-
stjórum stærstu blaðanna með
greinargóðri lýsingu á því hvaða
merkjum þeir klæðast. Ritstjór-
arnir Carine Roitfeldt, Emmanu-
elle Alt hjá franska Vogue, Anna
Wintour og Anna Dello Russo hafa
tekið við sem tískufyrirmyndir og
fyrirsætur dagsins í dag.
alfrun@frettabladid.is
Ritstjórar verða fyrirsætur
TÍMAR Á SÓLARHRING starfsfólks söngkonunnar Rihönnu fara
í að gæta heilsu hennar. Hún ku vera dauðþreytt eftir vinnutörn síðustu
mánaða og þarf að vera undir eftirliti allan sólarhringinn.
GENGUR VEL Stúlknasveitin The Charlies gaf nýverið frá sér svokallað mixteip með
sex lögum sem hefur meðal annars lagst vel í MTV-bloggarann Bradley Stern.
MYND/GRÉTAKAREN
Tónlist íslensku stúlknasveitarinn-
ar The Charlies hefur vakið eftir-
tekt víða eftir að þær Klara, Alma
og Steinunn sendu frá sér mixteip-
ið Start a Fire í byrjun nóvember.
Í vikunni útnefndi MTV blogg-
arinn Bradley Stern lag sveitar-
innar, Let That Body Breathe,
sem eitt af lögum vikunnar. Stern
nefnir fimm lög og eru stúlkurn-
ar í The Charlies þar í hópi með
Britney Spears, Rihönnu, bresku
sveitinni The Saturdays og sænska
dúóinu Rebecca og Fiona.
Stern er hrifinn af öllum lög-
unum á mixteipinu svokallaða, en
það inniheldur sex lög með stúlk-
unum, og tekur sérstaklega fram
að honum þyki útgáfa sveitarinn-
ar á laginu Yellow með Coldplay
yndis legt.
Vefsíðan Sosogay.org hefur einn-
ig tekið ástfóstri við nýja tóna The
Charlies og hvetur lesendur sína
eindregið til að hlusta á mixteip-
ið. Vefsíðan líkir tónlist The Char-
lies við Britney Spears og segir að
lag þeirra Monster (Eat Me!) sé
svo gott að sjálf popp drottningin
hefði átt að taka sér það til fyrir-
myndar þegar hún gerði plötuna
sína Femme Fatale.
The Charlies eru því að fá góða
viðtökur netverja en flest lögin
þeirra eru unnin í samvinnu við
íslenska upptökuteymið StopWa-
itGo sem einnig er að hasla sér völl
vestanhafs. Íslenskir aðdáendur
sveitarinnar ættu ekki að örvænta
því í samtali við Fréttablaðið fyrr
í haust sögðust stúlkurnar ætla að
eyða jólunum á Íslandi. - áp
Líkja The Charlies
við Britney Spears
24
Í SVIÐSLJÓSINU
Anna Wintour, ritstjóri
bandaríska Vogue (efst) prýðir
forsíðu nýja breska tímaritsins,
Industrie. Kate Lanphear
ritstýrir tískuumfjöllun í breska
Vogue en hún sat fyrir í auglýs-
ingaherferð fyrir skartgripaframleið-
anda. Ritstjóri japanska Vogue, Anna Dello
Russo (t.h.) hefur gengið eftir tískupöll-
unum fyrir bæði Ungaro og H&M.
NORDICPHOTOS/GETTY