Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 109

Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 109
LAUGARDAGUR 3. desember 2011 81 Scarlett Johansson hefur viður- kennt í viðtali við Cosmopolitan að vinnuálagið hafi eyðilagt sam- band hennar og Ryans Reynolds. Þar að auki hafi hún ekki verið reiðubúin til að færa þær fórnir sem hjónaband krefjist. Johansson og Reynolds slitu samvistum í lok 2010 og gengu frá skilnaðinum í júlí á þessu ári. Hann vakti mikla athygli enda voru hjónakornin ákaflega áber- andi á meðal hinna ríku og frægu í Hollywood. „Sambönd eru flókin og að vera í hjónabandi er samstarf. Ég var ekki fyllilega meðvituð um allir hæðirnar og lægðirnar og ég var ekki reiðubúin til að takast á við það síðarnefnda. Við höfðum bæði ótrúlega mikið að gera og vorum mikið í sundur,“ segir leik- konan kunna. Johansson sér hins vegar ekk- ert eftir hinu stutta sambandi. „Ég trúi á að þegar manni finnst eitthvað rétt þá eigi maður að gera það. Ég trúi á innsæið. Að giftast var rétt því það kom af sjálfu sér. Hjónabandið var ávöxtur ástar og rómantíkur og löngunar til að eiga framtíð með einhverjum. Og ég var heppin að giftast manni sem reyndist vera nákvæmlega sá sem ég hélt að hann væri.“ Vinnan eyðilagði allt SÁTT Scarlett Johansson kveðst sátt við bæði hjónaband sitt og skilnað í nýju viðtali við Cosmopolitan. Elton John segir löngu tímabært að fólk hætti að tengja sjúkdóm- inn AIDS við samkynhneigða, slíkar tengingar heyri sögunni til og eigi lítið skylt við staðreyndir. Það séu í raun bara fasistar og hálfvitar sem haldi slíku fram. „Þetta er alheimsfaraldur,“ sagði Elton á samkomu í Ástralíu á dögunum. „Við skulum útrýma þessari fáranlegu bábilju og láta þessa fasista og hálfvita skilja að þetta fólk hefur rétt á því að lifa með sæmd.“ Laga- höfundur inn og poppstjarn- an bætti því við að vísinda- mönnum hefði tekist að króa þennan sjúk- dóm af en menn mættu alls ekki slaka á klónni. „Við skulum losa okkur við þessa vá í eitt skipti fyrir öll.“ Elton John bálreiður FASISTAR OG HÁLFVITAR Elton John sagði fólki til syndanna í Ástralíu. Russell Brand viðurkenndi í spjallþætti Ellen DeGeneres að hann langaði að eignast barn með eiginkonu sinni, banda- rísku söngkonunni Katy Perry. Þær sögusagnir hafa lengi verið á kreiki að hjónaband þeirra tveggja stæði á brauðfótum en annað hefur komið á daginn því Fréttablaðið greindi nýverið frá því að þau hefðu fengið sér húð- flúr saman. Og Brand segist gjarnan langa í fjölskyldu. „Við Katy erum guð- foreldrar tveggja barna. Í fyrstu voru þau reyndar bara leiðinleg og virtust bara framleiða vökva. En núna eru þau virkilega áhuga- verð, þau brosa og rannsaka mann. Og ég rannsaka þau eins og vísindamaður,“ segir Brand. Langar í barn Í BARNAHUGLEIÐINGUM Katy Perry og Russell Brand virðast vera að hugsa um barneignir. Eitt það skemmtilegasta sem prakkarar á Twitter stunda er að lýsa yfir dauða einhvers frægs leikara eða poppstjörnu. Charlie Sheen er nýjasta fórnarlamb slíks hrekks, en hann átti að hafa slasast alvarlega á snjóbretti í skíðaferðlagi með fjölskyldu sinni í Sviss. Fréttin fór fyrst af stað á vefsíðunni Media fetcher, en þar kom fram að Sheen hefði klesst á tré á miklum hraða. Vef- síðan birti einnig ógreinilega mynd af sjúkraliðum að hjúkra sjúklingi en seinna kom í ljós að Sheen hefði ekki einu sinni verið í Sviss á þessum tíma. Sögðu Sheen látinn í Sviss EKKI FARINN Charlie Sheen dó ekki í skíðaslysi í Sviss í gær eins og vefsíðan Mediafetcher greindi frá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.