Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Þó svo að stofnun Magma Energy Corp á dótturfyrirtæki í Svíþjóð verði talin hafa verið í þeim tilgangi einum að komast fyrir íslensk lög um fjárfestingu erlendra lögaðila er óvíst að hægt sé að varna því að fyr- irtækið eignist umsaminn hlut í HS Orku. Þetta kemur fram í lögfræði- álitum sem unnin voru fyrir nefnd um erlenda fjárfestingu og öðrum gögnum málsins sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Leiðir þetta, að því er kemur fram í álitunum, af því að reglur um laga- sniðgöngu í íslenskum rétti eru óljósar og jafnvel er ekki hægt að slá fastri neinni meginreglu um hana. Á sviði Evrópuréttar eru reglurnar taldar álíka óljósar og ómótaðar. Í lagasniðgöngu felst það að komist er hjá því að hlíta lögum eða laga- ákvæði með því að finna löglega leið framhjá þeim. Skýr fordæmi um þetta er ekki að finna í dómaframkvæmd Evr- ópudómstólsins að því er kemur fram í álitsgerðunum. Í einni þeirra kemur þó fram að dómstóllinn hafi sjaldan talið að um sniðgöngu væri að ræða. Lokaorðið er dómstólanna Verði dótturfyrirtækið talið hafa verið stofnað alfarið til málamynda til að tryggja rétt Magma á við fyr- irtæki í EES-löndunum er þó ekki talið útilokað að hægt væri að synja samningsaðilum leyfis til kaupanna. Endanlegt úrskurðarvald um slíkt hlýtur samkvæmt álitunum að vera hjá dómstólum. Í að minnsta kosti einu álitinu kemur fram að sá sem heldur fram að lög séu sniðgengin með fyrrgreindum hætti beri um það sönnunarbyrðina. Færi málið fyrir dóm yrði nefndin eða við- skiptaráðuneytið því að sýna fram á ólögmæta lagasniðgöngu. Í tölvu- bréfi frá lögfræðingi til nefnd- armanns segir þó að samningsað- ilum hljóti að bera að leiða skynsamlegar líkur að því að ekki sé um lagasniðgöngu að ræða. Þá fyrst muni sönnunarbyrðin færast til nefndarinnar eða ráðuneytisins. Þjóðerni eigenda aukaatriði Eru álitin samhljóða efnislega um að þar sem hið sænska dótturfyr- irtæki Magma var stofnað með lög- legum hætti sé ólíklegt að það verði talið annað en lögaðili á EES- svæðinu. Lög um fjárfestingu er- lendra aðila í atvinnurekstri heimila mönnum og lögaðilum frá EES- löndum að fjárfesta í orkugeiranum. Mönnum og lögaðilum utan svæð- isins er það hins vegar óheimilt. Þjóðerni eiganda lögaðilans virðist því ekki hafa úrslitaáhrif. Meg- inreglan er í einu álitanna sögð sú að uppfylli lögaðili skráningarreglur viðkomandi lands teljist hann þar- lendur lögaðili. Sniðganga laga mögulega heimil  Kaup Magma gætu staðið þrátt fyrir að dótturfyrirtæki þess sé til málamynda Morgunblaðið/Ómar Bitbein Kaup Magma á HS-Orku eru umdeild um þessar mundir. 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Fáum við afsökunarbeiðni, endur- greiðslu eða skaðabætur? Finnst Iceland Express kannski nóg að hafa sett okkur á hótel og að við eigum að prísa okkur sæl með það?“ spyr Guðný Einarsdóttir, sem segist ekki vita hvort hún eigi að gráta eða hlæja yfir þjónustu flugfélagsins. Hún átti bókað kvöldflug frá Stan- stead-flugvelli til Keflavíkur á laug- ardag. Eftir að hún hafði fundið inn- ritunarborðið, sem var ómerkt, tjáðu flugvallarstarfsmenn henni, að fugl hefði farið í hreyfil vélarinnar og fluginu verið aflýst. Var farþegum tjáð að þeim yrði komið frítt á hótel og svo yrði flogið frá Gatwick. Svo kom í ljós að þeir voru rukkaðir fyrir ferðina á hótelið, eftir þriggja tíma bið eftir rútunni. Áttatíu punda kostnaðarauki Á hótelinu fékk fólk 15 punda inn- eignarnótur fyrir mat svo Guðný, sem var með tvö börn, þurfti að leggja út fyrir mat frá sunnudags- morgni. Í heildina varð kostnaðar- auki hennar vegna þessa um 80 pund. Eftir að hafa fundið rúturnar, sem einnig voru ómerktar við hót- elið, án nokkurra leiðbeininga frá flugfélaginu, var farið til Gatwick. Við innritunarborð þar var þeim tjáð að þau væru alls ekki á farþegalist- anum og þyrftu að fara í miðasöluna. Í miðasölunni tók við þeim ágætur flugvallarstarfsmaður sem sagðist ætla að fara langt út fyrir valdsvið sitt, með því að bóka fólkið á annað hótel. Svo skyldi það mæta fyrir klukkan níu á mánudagsmorgni og hann setja það í sæti hjá Iceland Ex- press sem annað fólk væri búið að bóka, því þau væru búin að tefjast nóg. Kveðst Guðný afar þakklát þeim manni, sem hafi þó ekki verið starfsmaður Iceland Express. Þetta gerði fólkið en þrátt fyrir þessa lausn varð aftur seinkun á vélinni og hún fór ekki í loftið fyrr en klukkan hálfþrjú í gær. Þá hafði staðið á skjánum í flugstöðinni að seinkun yrði til klukkan tvö. Stóð sú tilkynn- ing til kortér yfir tvö. Þá komu nýjar upplýsingar svo fólk þurfti að hlaupa til að ná vélinni. Fólkið var því komið heim í gærkvöldi. Guðný segir skömm að því að fé- lagið fái að kenna sig við Ísland. Aldrei hafi komið afsökunarbeiðni, samskipti og upplýsingamiðlun til farþega hafi verið nánast engin og fólk sé mjög reitt. Ekki náðist í fulltrúa Iceland Ex- press við gerð fréttarinnar í gær. Á hrakhólum í tvo sólarhringa  Kvöldflug Iceland Express frá London á laugardag varð að síðdegisflugi á mánudegi vegna bilunar  Engar upplýsingar, engin afsökunarbeiðni og mikill kostnaðarauki fyrir farþega, sem eru ekki sáttir Raskanir Flug Iceland Express fór víða úr skorðum um helgina. Vilja ljúka samningum MAGMA-MÖNNUM ÓRÓTT „Magma vill fyrst og fremst klára samninginn,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi. Hann segir að framvinda mála og hugsanlegar lagabreyt- ingar sem talað hefur verið um valdi óróa hjá Magma. Fyrir- tækið vilji þó helst ekki hætta við samningana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferðin á vegum landsins gekk sérlega vel um verslunarmannahelgina Sú róleg- asta í tuttugu ár Umferðin gekk vel um helgina, að sögn Sigurðar Helgasonar hjá Um- ferðarstofu, sem lengi hefur fylgst með umferðinni þessa helgi. „Eftir rúmlega 20 ára viðveru er þetta með rólegri verslunarmannahelgum sem ég hef upplifað,“ segir hann. Bæði sé minni umferð og minna um slys og óhöpp. Þá dreifist umferðin líka bet- ur en oft áður. Seinni partinn í gær voru um 120 bílar á leiðinni til Reykjavíkur eftir Suðurlandsvegi á hverjum tíu mínútum, þar sem með- fylgjandi mynd var tekin. Á sama tíma á sama degi í fyrra voru um 200 bílar á sömu leið á hverjum 10 mínútum. Umferðin var því talsvert minni í ár en sveiflaðist eftir ferðum Herjólfs til og frá Eyj- um. Lögreglan á Hvolsvelli hafði viðbúnað í Landeyjahöfn í gær til að kanna ástand ökumanna sem voru að koma af Þjóðhátíð. Mörg hundr- uð manns blésu í áfengismæla og margir urðu að bíða þar til þeir töld- ust ökufærir. Lögregluembættin við fjölförnustu þjóðvegina fylgdust síð- an vel með umferðinni, sem í gær- kvöldi hafði að langmestu leyti gengið vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.