Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is 10-50% afsláttur af öllum vörum. Útsalan er hafin.Lagerhreinsun Fatnaður frá 1000 kr. Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Bolir og toppar 40% afsláttur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Útsala - Útsala Enn meiri verðlækkun á útsölu Verðdæmi: Verð áður; Verð nú; Síðir toppar 5.900- 1.990- Kjólar 12.900- 4.900- Ermar 7.900- 990- Leggings 7.900- 1.990- Bolir 4.500- 1.990- Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Gróska hefur verið í skógum á Suð- urlandi í sumar. Miklir hitar hafa skilað góðum trjávexti og fræ mynd- ast í meira mæli en áður á ungum birkiplöntum. Fiðrildalirfan ertuygla hefur líka haldið sig til hlés. Í Goða- landi og í Þórsmörk hefur svört ask- an haldið hita á plöntum í skóg- arbotnum auk þess sem næringarefni eru í öskunni. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og verkefnisstjóri Heklu- skógaverkefnisins, segir að í þjóð- skógum Skógræktar ríkisins í Goða- landi og Þórsmörk séu plöntur einstaklega gróskumiklar inni í skóg- inum. „Það er eins og þarna hafi ver- ið dreift áburði, sem náttúran sjálf sá í raun um að gera með öskunni úr Eyjafjallajökli,“segir Hreinn. „Mikil næring er í öskunni og gróður er kominn langt, bæði út af hitanum og öskunni. Ég hef ekki áð- ur séð eins mikla grósku í niturbind- andi jurtum og það hefur verið ótrú- legur kraftur í umfeðmingi, bauna- grasi og smára svo dæmi séu tekin,“ Í öskunni eru til dæmis fosfór, brennisteinn og kalí. Í jarðvegs- yfirborðinu er að finna áratugab- irgðir af þessum og fleiri plöntunær- ingarefnum. Skógarnir í Goðalandi og Þórs- mörk hafa líka tekið hressilega við sér í sumar og hafa birkið og víðirinn þar ekki verið jafn gróskumiklir í manna minnum. Ýmsar blómjurtir og grös eru einnig mjög kraftmikil í sumar. Hreinn nefnir sem dæmi að smá- plöntur sem rétt hafi gægst upp úr öskunni í vor hafi vaxið um 10-20 sentimetra. Hraðari útbreiðsla Hekluskóga Ekki vill Hreinn fullyrða á þessu stigi að ársprotar verði lengri í sunn- lenskum skógum en áður, en mikil gróska sé alls staðar. Hann nefnir sem dæmi að árs gamlar birkiplöntur beri víða fræ í ár og geti flýtt fyrir út- breiðslu Hekluskóga. „Við gerðum ráð fyrir í Heklu- skógum að fimm ára gamlar plöntur myndu smám saman fara að sá sér út. 10-15 ára yrðu komin mikil fræ á birkiplönturnar, en nú er þetta farið að gerast á þessum litlu plöntum.“ Birkiplöntur eru settar niður í litla lundi með það í huga að þær sái sér síðan út. Tæplega 150 landeigendur taka þátt í Hekluskógaverkefninu og hefur birkilundum fjölgað ört á gróð- ursnauðum Heklusöndum síðustu ár- in. „Það er ekki spurning að sjálf- sprottið birki verður veigamikið í skógrækt á Íslandi á næstu árum,“ segir Hreinn. Hreinn segir að í sumar hafi lítið sést af ertuyglu, sem hefur étið upp lúpínubreiður og trjágróður á síðustu árum. Gróska í gjósku og hlýindum  Góður vöxtur trjáa á Suðurlandi  Óvenju ungar birkiplöntur skila fræjum  Mikil næring í öskunni  Líflegt í þjóðskógunum í Goðalandi og Þórsmörk Í berjamó Freyr og Ásrún Hreinsbörn voru að tína aðalbláber í Goðaland- inu. Berin eru orðin þroskuð og þóttu afar bragðgóð. Endurheimt » Meginmarkmið Hekluskóga er að verja landið fyrir mögu- legum áföllum vegna öskufalls líkt og í vor dundu á Þórsmörk og Goðalandi með því að end- urheimta náttúrulegan birki- skóg og kjarrlendi á stórum, samfelldum svæðum í ná- grenni Heklu. » Starfssvæði Hekluskóga nær yfir um 90 þúsund hekt- ara lands í nágrenni Heklu eða nálægt 1% af Íslandi. Um 70% þess lands er nú lítið gróið og á hluta þess er sandfok og mikið rof. » Aðgerðir á svæðinu miða fyrst og fremst að því að örva gróðurframvindu, fremur en að um samfellda ræktun verði að ræða. Ljósmynd/Hreinn Líflegt Niturbindandi jurtir eins og umfeðmingur, smári og baunagras hafa verið óvenju gróskumiklar í öskunni frá Eyjafjallajökli. Huml- urnar í Þórsmörk njóta góðs af blómskrúðinu í umfeðmingnum en hann vefur sig meira en 1,5 m upp eftir trjágróðrinum. Hvítasunnumenn héldu árvisst mót sitt um verslunarmannahelgi að þessu sinni í Stykkishólmi. Mótin hafa verið haldin í Kirkjulækjar- koti í Fljótshlíð allt frá 1950. „Mótið hefur gengið mjög vel og stemningin verið frábær. Hólmarar hafa tekið okkur mjög vel og mótið hefur vakið mikla athygli í bæn- um,“ sagði Jón Þór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Kotmótsins. Hann taldi að mótsgestir hefðu ver- ið 1.800 til 2.000 talsins á laugar- dag. Jón Þór sagði að aðstaða til móts- haldsins í Stykkishólmi hefði verið frábær og til fyrirmyndar. Mót- tökur Stykkishólmsbæjar hefðu sannarlega verið höfðinglegar. Allt gekk að óskum og veðrið lék við mótsgesti sem voru á öllum aldri. Mjög góð stemning á Kotmóti Ljósmynd/Ragnar Þór Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.