Morgunblaðið - 03.08.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.08.2010, Qupperneq 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Lokað Skrifstofu og afgreiðslu Hafnarfjarðarhafnar verður lokað í dag, þriðjudaginn, 3. ágúst e.h. vegna útfarar RAGNARS HREINS ORMSSONAR, hafnsögumanns. Hafnarfjarðarhöfn. ✝ Ragnar Thor-steinsson fæddist í Reykjavík 2. apríl 1925. Hann lést á Droplaugarstöðum 26. júlí 2010. Foreldrar hans voru hjónin Geir Thorsteinsson útgerð- armaður, f. 4.3. 1890, d. 26.11. 1967, og Sig- ríður Hafstein Thor- steinsson húsfreyja, f. 3.12. 1896, d. 17.11. 1983. Systkini Ragn- ars: Þorsteinn, f. 14.7. 1919, d. 10.4. 2006, maki Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir, f. 18.9. 1930. Hannes, f. 5.7. 1921, d. 10.10. 1985. Kristjana Milla, f. 26.5. 1926, maki Alfreð Elíasson, f. 16.3. 1920, d. 12.4. 1988. Ragnheiður Guðrún, f. 24.1. 1932, d. 28.6. 2002, maki Sveinn Björnsson, f. 10.10. 1928, d. 16.9. 1991. Hálfbróðir Ragnars var Viðar Þórir, f. 15.5. 1914, d. 21.6. 1976. Hinn 26. júlí 1947 kvæntist Ragn- ar Elísabetu Maack Thorsteinsson, f. 23.2. 1925, d. 7.9. 2003. Foreldrar hennar voru Pétur Andreas Maack skipstjóri, f. 11.11. 1892, d. 11.1. 1944, fórst með m.b. Max Pemp- erton, og Hallfríður Hallgrímsdóttir Maack, f. 7.6. 1885, d. 5.1. 1967. Þau eignuðust 5 börn. 1) Geir Thor- steinsson, f. 17.10. 1948, maki Helga Sigurjóna Helgadóttir, f. 29.8. 1951, dætur þeirra eru Elísabet, f. 2.10. 1975, maki (skildu) Richard Duc- hemin, f. 5.1. 1970, sonur þeirra er Aron Baldwin, f. 8.10. 2004, og Ragnhildur Helga, f. 24.6. 1981, í sambúð með Örvari Friðrikssyni, f. 16.2. 1984, sonur þeirra er Kári Steinn, f. 18.8. 2009. 2) Pétur Thor- steinsson, f. 23.11. 1950, maki Aðal- björg Anna Stefánsdóttir, f. 5.11. 1953, dóttir þeirra er Vala, f. 30.12. 1978, í sambúð með Inga Garðari Erlendssyni, f. 11.3. 1980, börn þeirra eru Ísold Anna, f. 11.6. 2003, og Frosti Pétur, f. 22.12. 2009. 3) Hallgrímur Thorsteinsson, f. 14.9. 1955, maki Ragnheiður Ósk- arsdóttir, f. 14.2. 1957, dóttir þeirra er Vera Elísabet, f. 12.12. 1994. Hall- grímur átti fyrir dótt- urina Hildigunni Hall- dóru, f. 16.2. 1980, maki Óli Steinn Ing- unnarson, f. 31.7. 1977. Ragnheiður átti fyrir Ástu, f. 16.5. 1979, sambýlismaður Jónas Bjarkason, f. 28.4. 1980, börn þeirra eru Erla Rós, f. 2.8. 2000, og Kristófer Bergmann, f. 13.2. 2007, og Victor Pétur, f. 27.4. 1983, dóttir hans er Björk Dögun, f. 10.7 2005 . 4) Sigríður Thor- steinsson, f. 16.11. 1958, maki Þór- hallur Andrésson, f. 2.10. 1958, börn þeirra eru Dóra Gígja, f. 10.2. 1984, sambýlismaður Atli Sævar Guð- mundsson, f. 3.1. 1980, og Ragnar, f. 6.3. 1987. 5) Ragnheiður Thor- steinsson, f. 28.9. 1965, maki Einar Þór Rafnsson, f. 28.6. 1951, sonur þeirra er Máni Geir, f. 7.5. 1998. Ragnheiður átti fyrir soninn Orra, f. 13.3. 1990. Einar átti fyrir börnin Önnu Margréti, f. 30.7. 1974, börn hennar eru Dagur Dan, f. 2.5. 2000, og Margrét Mirra, f. 30.10. 2003, Rafn, f. 24.10. 1977, Þorgrím Andra, f. 20.7. 1980, og Gyðu Dögg, f. 6.4. 1987. Ragnar gekk í Austurbæjarskól- ann í Reykjavík, Ágústarskóla og lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís- lands. Hann hóf störf við útgerðar- fyrirtæki föður síns Karlsefni hf. í Reykjavík, sem gerði út samnefndan togara. Ragnar tók við rekstri tog- araútgerðarinnar að Geir föður sín- um látnum og tók virkan þátt í upp- byggingu greinarinnar. Ragnar lagði mikla stund á margs konar íþróttir, sund, skíði, og badminton, þar sem hann ávann sér fjölda Ís- lands- og Reykjavíkurmeistaratitla. Honum fannst fátt betra en að heyra um líkamsástundun annarra fjöl- skyldumeðlima, ekki síst þeirra sem yngri voru og átti virkan þátt í að stuðla að henni. Útför Ragnars fer fram frá Garðakirkju í dag, 3. ágúst 2010, kl. 13. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði, elsku tengdapabbi. Anna. Elsku afi minn. Þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð vel undirbúinn und- ir þessa stund þá á ég pínulítið erfitt með að sætta mig við þetta. Mér finnst leiðinlegt hvernig komið var fyrir þér undir lokin. Mér finnst leið- inlegt að ég hafi ekki komið oftar að heimsækja þig. Mér finnst leiðinlegt að þér hafi ekki liðið betur. Þegar ég rifja upp og hugsa til baka þá átta ég mig á hversu yndislegan afa ég átti. Öll þau skipti sem ég gisti á milli þín og ömmu og fékk alltaf morgunmatinn í rúmið. Amma nennti meira að segja að skera í kringum spægipylsuna á brauðinu. Þegar ég varð eldri og við fluttum á Smáraflöt 2 borðaði ég reglulega hádegismat hjá ykkur. Ég skildi aldrei hvernig þið nenntuð að borða fisk á hverjum degi. Það sem ég man mest eftir voru all- ir þeir fótboltaleikir sem ég horfði á með þér. Sama hversu mikið amma þurfti að horfa á Eastenders þá gát- um við alltaf talið hana á að leyfa okk- ur að horfa á leikinn frekar. Svo kom á daginn að amma öskraði langmest yfir leiknum. Þú varst alltaf til í að skutla mér á æfingar. Það skipti litlu þó ég væri að hringja í þig 5 mínútum fyrir æfingu, þú varst alltaf tilbúinn að hlaupa af stað. Þú vildir gera allt fyrir mig. Elsku afi minn, ég veit að þú ert kominn á betri stað. Þú varst löngu tilbúinn að fara. Ég mun sakna þín óendanlega mikið. Orri Eiríksson. Ég var þrettán ára þegar ég var boðin velkomin í fjölskyldu Ragnars og Ellýjar. Mér var strax tekið sem einu af barnabörnunum, og var ávallt komið þannig fram við mig. Ragnar gerði aldrei upp á milli okkar krakk- ana, og varð strax afi minn, enda ávallt kallaður Ragnar afi. Börnin mín minnast hans sem Ragnars lang- afa. Ég og fjölskylda mín eigum margar góðar minningar með honum, og kveðjum þennan góða og örláta mann með hlýju í hjarta. Ragnar, takk fyrir tímann sem við áttum sam- an. Kveðja, Ásta, Jónas, Erla Rós og Kristófer Bergmann. Ragnar Thorsteinsson Í dag kveðjum við einn greindasta, elskulegasta, fjölhæf- asta og skemmtileg- asta mann sem ég hef þekkt. Ég kynntist Gylfa sem barn því hann var einn nánasti æskuvinur föður míns. Það skipti engu máli hvenær mað- ur hitti á Gylfa eða undir hvaða kringumstæðum. Alltaf fór maður af þeim fundi glaðari og töluvert ríkari. Ekki var Gylfi einungis með óvenjulega góða kímnigáfu. Hann var næmur, listfengur með afbrigð- um og hafði líka svo sérstaklega hlýja og góða nærveru. En hann var augljóslega líka af- bragðs faðir ef marka má hversu vel heppnaðar manneskjur eftirlifandi börn hans, Arngunnur, Bryndís Halla, Baldur og Yrsa Þöll, eru. Gunnhildar Sifjar, sem lést af slys- förum, leit ég sérstaklega upp til vegna einstakra persónutöfra henn- ar og svo hversu frábær knatt- spyrnukona og fiðluleikari hún var. Ég er þakklátur að hafa þekkt Gylfa. Ég mun sakna hans og hugsa oft til hans. Missir okkar sem þekktum hann er mikill en missir ástvina hans er mestur. Guð geymi minningu hans og gefi ástvinum hans styrk. Sigurbjörn Bernharðsson. Lífið rennur áfram þar til það nær endamörkum, stundum hratt og stundum hægt. Maður hittir marga og vinnur með mörgum á margvís- legum stöðum á þessu ferðalagi. Það er dálítið einkennilegt að þegar mað- ur hefur unnið í tilteknu starfi mjög náið með einhverjum og svo þegar því er lokið þá dettur sambandið oft niður. Þannig var með okkur Gylfa heit- inn Baldursson. Við hittumst oft á kennarafundum Leiklistarskóla leik- húsanna þegar við vorum að þjálfa verðandi leikara á áttunda áratug síðustu aldar. Gylfi var með talþjálf- un en einnig var hugað að beitingu og hreyfingu líkamans sem m.a. ég sá um. Á kennarafundunum var farið yfir það sem hver og einn kennari var að gera með nemendum. Þetta var viðkvæmt starf því ekki var gert ráð fyrir nema ákveðnum fjölda sem gæti haldið áfram og fengið inngöngu í nýstofnaðan Leik- listarskóla Íslands. Kennararnir mátu hvern og einn nemanda á þess- um fundum og oftast vorum við sam- mála. En það gat verið að einhver sem hvert og eitt okkar mælti með lenti upp fyrir og þá tók samnings- ferlið við. Gylfi var naskur á hvar leyndust hæfileikar. Hann gat haldið Gylfi Baldursson ✝ Gylfi Baldurssonheyrnar- fræðingur var fæddur 8.11. 1937 í Reykja- vík. Hann lést á heim- ili sínu laugardaginn 17. júlí sl. Útför Gylfa fór fram frá Háteigs- kirkju 23. júlí 2010. sinni skoðun hátt á lofti en svo kunni hann líka að gefa eftir. Eftir þessi ár með Gylfa í Leik- listarskólanum þá sáumst við ekki í mörg ár. En svo flutti Gylfi og fjölskylda hans í Garðabæinn og þegar bæjarstjórn ákvað að stofnuð væri menning- armálanefnd Garða- bæjar þá lentum við Gylfi aftur saman. Það var nú ekki amalegt að fá svona listaáhugamann með sér. Gylfi hafði mjög góða þekkingu á tónlistarsviðinu og einnig var hann vel inni í málunum hvað myndlist varðaði. Eitt af fyrstu verkefnum nefnd- arinnar var að standa fyrir sam- keppni um lag við söngtexta Fjöl- brautaskólans í Garðabæ. Við fengum send mörg lög ýmist á nót- um eða sungin á spólum. Til að gera langa sögu stutta mætti nefndin kvöld eftir kvöld í tónlistarstofu Garðaskóla þar sem Gylfi lék lögin á flygilinn og annar nefndarmaður Sigurður Björnsson óperusöngvari söng textann. Við hin hlustuðum af athygli. Nokkur lög voru áberandi best svo það var farið yfir þau með sama hætti aftur næstu kvöld þar til við vorum sammála um lag. FG fékk svo afhentan skólasönginn. Það var gaman hjá okkur, við unnum þessi störf með gleði í huga og þar kom maður nú ekki að tómum kofunum hjá Gylfa með sinn sérstaka húmor. Gylfi var í menningarmálanefndinni þar til hann flutti frá Garðabæ. Hans var sárt saknað en líklega býr Garðabær enn að því sem Gylfi gaf af sér til uppbyggingar menningar í bænum. Vert er að þakka fyrir það. Ég sendi börnum Gylfa og fjöl- skyldunni allri sem var honum svo kær innilegar samúðarkveðjur. Góð- ur Guð blessi minningu Gylfa Bald- urssonar. Lilja G. Hallgrímsdóttir. Það er óhjákvæmilegt að þeir sem fæðast munu einhvern tíma deyja. En það sem við minnumst best er hvað gerist þar á milli. Gylfi kom fyrst til Nova Scotia fyrir mörgum árum og tók þátt í stærsta bridsmóti okkar, Can-At. Allir veltu fyrir sér hver þessi ókunnugi maður var, og fljótt spurð- ist út að hann væri frá Íslandi. Brátt gerðu allir sér grein fyrir því að maðurinn í hjólastólnum væri afburða bridsspilari. Því betur sem við kynntumst Gylfa sáum við að hann var ekki að- eins góður bridsspilari, heldur einn- ig afar greindur maður með yndis- lega kímnigáfu. Ég heyrði hann aldrei sýta hlutskipti sitt í lífinu og fjölskyldan var honum ákaflega hjartfólgin. Eftir að hann missti dóttur sína í voveiflegu slysi fluttist fjölskyldan aftur til Íslands. Gylfa verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann í Nova Scotia, bæði af fyrrum samstarfsfélögum og brids- spilurum. Mér gafst tækifæri til að kynnast Gylfa betur þegar ég kom til Íslands til að spila í Flugleiðamótinu sem makker hans. Þá komst ég að því að hann var jafn góður í skák og brids, víngerðarmaður, píanóleikari og af- ar sjálfstæður. Kímnin var ætíð til staðar fyrir þá sem þekktu hann Gylfi Baldursson var mikilmenni. Risi í víðum skilningi. Verðugur fulltrúi Íslands, frábær manneskja og góður vinur. Við söknum hans öll. Okkar dýpstu samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu hans með þökk fyrir að fá að kynnast honum. Við erum öll rík- ari í anda fyrir að hafa fengið að kynnast Gylfa. Virðingarfyllst, Ralph Fisher Nova Scotia. Að vetrarlagi, um nótt, töluvert krap og ferðin gekk seint frá Gamla Garði yfir á Tómasarhaga 11. Leigu- bílstjóranum hafði ekki litizt á blik- una, þegar Gylfi kom út af Garðballi á bakinu á vini sínum. Hélt þeir væru að gantast við sig og harðneitaði að taka farþegana upp í bílinn. „Þá það,“ sagði Gylfi, „þá leggjum við bara í hann á tveimur jafnfljótum“ – og þeir lögðu af stað. Skammt á veg komnir fór Gylfi að tauta afbökun í eyra vinarins, eflaust til að stappa í hann stálinu: „Í Víðikerum var ei nokkur vel fær nema Jarpur sveins á Tómasarhaga“. Þeir komust á leið- arenda, en Gylfi var með harðsperr- ur í handleggjunum í nokkra daga. Þrátt fyrir harðneskjulega fötlun frá barnsaldri, komst hann alltaf á leið- arenda, hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Honum virtist allt fært. Hugurinn bar hann hálfa leið, gáfur og viljastyrkur það sem á vantaði, ásamt léttri lund og óbilandi og smit- andi skopskyni. Sá alltaf broslegu hliðarnar á tilverunni. Fylgdi jafn- öldrum sínum í skóla og skauzt reyndar fram úr þeim flestum, þrátt fyrir langar fjarvistir vegna dvalar á sjúkrahúsum heima og erlendis. Svo er sagt um ýmsa, að þeim sé margt til lista lagt, en sá vitnisburð- ur er eins og sérsniðinn fyrir Gylfa. Hugur og hönd áttu einstaka sam- leið. Það lék allt í höndunum á hon- um. Hann teiknaði, málaði, lék lista- vel á píanó. Hann og Hrafnkell Thorlacius skiptu Faunu ’56 nokk- urn veginn á milli sín með frábærum árangri. Sterkur skákmaður, enn sterkari briddsspilari og afburða- músíkalskur tónlistarunnandi, eins og sannreynt var á eftirminnilegan hátt í Kontrapunkti. Listagenin erfðu börnin hans í ríkum mæli. Hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, vinsæll og vinmargur og hafði einstakt lag á að gera eftirbáta að jafningjum. Slíkt er vart á færi ann- arra en afburðamanna. Fór allra sinna ferða og hafði yndi af ferðalög- um. Honum var minnisstæð hópferð á Spáni undir góðri leiðsögn al- skeggjaðs Kristins R. Ólafssonar. Sat fremstur í rútunni við hlið Krist- ins, þegar ekið var inn í ónefnda borg, náði hljóðnemanum og kvað: Í borg þar sem bartskeralistin af blóðheitum Spanjólum flyzt inn, þar er horfin sú list, sem er helvíti trist, annars hefðu þeir rakað hann Kristin. Hvort sem þetta er síðasta limran sem hann orti eða ekki, lýsir hún græskulausri kímnigáfu hans betur en langt mál. Gylfi átti ríkt líf bæði í einkalífi og í sérgrein sinni á starfsvettvangi. Eignaðist fimm hæfileikarík börn með konu sinni og náði frama í fagi sínu, ekki sízt erlendis. Þrumuskýið í lífi hans var ekki fötlunin, heldur dótturmissirinn. Þeim sem þessar línur ritar er þakklæti efst í huga fyrir að hafa notið gjöfullar vináttu hans allt frá skólaárunum í MR og æ síðan. Arngunni Ýr, Bryndísi Höllu, Yrsu Þöll, Baldri og öðrum ástvinum votta ég hlýja samúð. Sé Gylfa fyrir mér taka sprettinn í nýjum heimkynnum beint í fangið á Gunnhildi Sif. Jakob Þ. Möller. (Mistök urðu við vinnslu þessarar greinar sem birtist í blaðinu 23. júlí og er hún því birt aftur.) Elsku Siggi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir Sigurður Guðjón Gíslason ✝ Sigurður GuðjónGíslason fæddist á Hrauni 5. maí 1923. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Víði- hlíð 30. júní 2010. Útför Sigurðar fór fram frá Grindavík- urkirkju 9. júlí 2010. ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurð- ardóttir.) Með þökk fyrir allt og allt. Hvíldu í friði. Vilborg Hannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.