Morgunblaðið - 03.08.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.08.2010, Qupperneq 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Kær tengdamóðir mín er látin, en hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir. Minningarnar streyma fram við andlát hennar. Ég kynntist henni fyrir rúmlega 33 árum þegar ég gekk með grasið í skónum á eftir yngstu dóttir hennar, Bryndísi. Sem betur fer fór það nú allt á besta veg þannig að ég eignaðist frábæra tengdamóður, en hún tók afskaplega vel á móti mér þegar við Bryndís byrjuðum saman. Emma var mikil saumakona og saumaði mjög mikið af fötum á dætur sínar þegar þær voru yngri, föt sem þær voru ákaflega stoltar af ganga í og oft held ég að hún hafi vakað heilu næturnar við að klára að sauma á þær. Barnabörnin fengu líka að njóta þessara hæfi- leika hennar. Fljótlega eftir að ég kom inn í fjölskylduna var ráðist í að byggja sumarbústað, en tengdaforeldrar mínir höfðu átt land uppi á Mos- fellsheiði. Undirstöður voru komn- ar og tengdapabbi og Victor heit- inn svili minn báru hitann og þungann af byggingunni en ég hjálpaði til og lærði þar heilmikið um húsbyggingar, sem hefur nýst mér æ síðan í mínu starfi. Fyrir Emmu var þessi bústaður Guðrún Emelía Brynjólfsdóttir ✝ Guðrún EmelíaBrynjólfsdóttir, kölluð Emma, fæddist á Tjörn í Aðaldal 1. júní 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15.7. 2010. Útför Guðrúnar Emelíu fór fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júlí 2010. mjög mikilvægur og voru hún og Halli tengdapabbi mikið þar upp frá. Tengda- móðir mín var nefni- lega mikil „ræktunar- kona“ og oft voru allir gluggar í eldhúsinu og stofunni á Bugð- ulæknum fullir af ein- hverjum græðlingum sem hún var að rækta upp af fræjum, sem hún hafði safnað víða að. Þessir græðlingar voru síðan iðulega settir niður uppi í sumarbústað og í dag er kominn smá-skógur í kring- um bústaðinn. Emma hafði unun af að vera þarna upp frá, vera úti í náttúrunni, labba um á milli plantnanna og „dedúa“ eitthvað við þær. Annað sem var einkennandi fyrir hana var að hún gat rætt um alla hluti fram og til baka og oftast sat hún í eldhúsinu og rökræddi, en lét ekki sjónvarpið trufla sig. En þó hún hafi rætt hlutina fram og til baka þá gekk nú oft erfiðlega að fá hana til að skipta um skoðun, hún stóð fast á sínu. Þegar við Bryndís eignuðumst síðan tvíburana okkar þá voru tengdaforeldrar mínir boðnir og búnir til að hjálpa okkur. Sama gilti þegar við eignuðumst yngsta drenginn okkar, aldrei stóð á Emmu að passa strákana, sækja þá eitthvað og keyra þá eitthvað ef á þurfti að halda. Að vísu var hún ekki með bílpróf og keyrði aldrei sjálf, en hún leiðbeindi tengda- pabba og fleiri afskaplega vel með það hvernig maður ætti að keyra! Emma hélt ágætri heilsu þangað til undir það síðasta, en var þó síð- ustu mánuðina á hjúkrunarheim- ilinu Eir, þar sem duglegt og hæft starfsfólk sá mjög vel um hana og á það miklar þakkir fyrir fagmann- lega framgöngu og vinalegt viðmót. Það er heiður að hafa fengið að kynnast slíkri sómakonu sem tengdamóðir mín var. Megi hún hvíla í friði. Sigurður E. Ragnarsson. Elsku Emma amma, nú hefur þú fengið hvíld eftir langa og farsæla lífsgöngu. Þegar horft er til baka má minnast margra góðra stunda. Heimsóknir til ykkar Halla afa á Bugðulækinn ásamt ferðum í bú- staðinn sem var ykkar paradís. Þar ræktuðuð þið garðinn ykkar og þar fékkstu þín notið sem náttúruunn- andi. Það er ljúft að sjá skóginn sem þú ræktaðir uppi í bústað, sá skógur byrjaði í litlum sáðbökkum undir rúmi og uppi í gluggum á Bugðulæknum og er nú orðinn sá fallegasti í sinni sveit. Það var þér líkt að byrja smátt og sinna vel því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst mikil handavinnukona og ávallt með eitthvað á prjónunum og nutu strákarnir okkar góðs af þvi enda alltaf í nýprjónuðum vett- lingum og sokkum úr þinni smiðju. Elsku amma, það er til fyrir- myndar hversu vandvirk og vinnu- söm þú varst alla tíð. Það var hollt og gott að fá þína fylgd úr hlaði, við sem aðrir söknum þín og minnumst með virðingu. Elsku Halli afi, megi Guð gefa þér birtu, styrk og megi minningarnar hlýja þér á erfiðri stund. Þínir vinir, Victor Björgvin, Sigrún Hrefna, Victor Örn og Viðar Hrafn. Eftir því sem aldurinn færist yfir þá verða kveðjustundir fleiri. Ein af öðrum hverfa formæður og fyr- irmyndir okkar í lífinu. Við getum ekki amast við gangi lífsins, en á kveðjustund rifjast upp ljúfar minningar. Emma var tengdamóðir bróður míns og hófust því kynni okkar fyr- ir meira en þrjátíu árum. Það var fengur fyrir okkar litlu fjölskyldu að kynnast eðalhjónum eins og Emmu og Halla og þeirra ættboga. Það kom fljótt í ljós hvílík kjarna- kona Emma var. Athafnakona sem þekkti ekki annað en vinnusemi, enda þurfti hún ung árum að fara að sjá fyrir sér. Það vakti athygli mína hve hlutirnir léku í höndunum á Emmu. Hún var saumakona af guðs náð, flíkurnar sem hún saum- aði voru sannkölluð listaverk og ekki vantaði nýtnina. Emma hafði einnig ótrúlega græna fingur og hafði af eigin rammleik auðvitað með góðri hjálp Halla síns, komið upp skógi í sumarbústaðalandi þeirra. Hún meira að segja sáði til trjáplantnanna sjálf, ótrúlegt næmi sem Emma hafði fyrir plöntunum. Ég hef verið svo lánsöm að eiga bróður og mágkonu einnig að mín- um bestu vinum og því samgangur mikill og við fjölskyldan oft með Emmu og Halla á góðum stundum. Emma var alltaf glæsileg í klæða- burði og með fallegt og vel til haft hár. Það var einnig gaman að ræða við Emmu því hún hafði skoðanir á því sem var að gerast í samfélag- inu. Yngri kynslóðir hefðu betur hlustað á og virt skoðanir hinna eldri eins og Emmu, þá tel ég víst að ekki væri komið eins illa fyrir ís- lensku samfélagi. Hún hafði mjög heilbrigðar lífsskoðanir og á mál- efnum líðandi stundar. Ég minnist meðal annars góðra stunda við sláturgerð með Emmu og Halla, en það var ekki síst fyrir elju þeirra og áhuga að við næsta kynslóð lögðum í að taka slátur og þá var saumaskapurinn ekki af verri endanum. Í upphafi voru það þau sem studdu okkur með ráðum og dáð, en síðan færðist aldurinn yfir og hlutverkin breyttust. Yngra fólkið fór að styðja þau eldri eins og vera ber og hafa Emma og Halli notið ríkulegrar umhyggju dætra sinna og fjölskyldna þeirra. Emma veiktist fyrir mörgum árum, en bar sig þó ætíð vel og var æðrulaus, ég heyrði hana aldrei kvarta, það var ekki hennar siður. Það var um- hyggjan fyrir afkomendunum sem skipti hana mestu máli. Það er ekki langt síðan minnið fór að bresta hjá Emmu og hún fékk inni á hjúkr- unarheimilinu Eir. Það var nota- legt að sjá hve vel fór um Emmu þar, yndislegt starfsfólk og hlýlegt í kringum hana með myndum af þeim sem henni voru kærastir. Emma og móðir mín höfðu mikil samskipti gegnum árin eins og gef- ur að skilja, meðal annars með sameiginleg yndisleg barnabörn. Þær áttu margar góðar stundir saman og báru gagnkvæma virð- ingu hvor fyrir annarri. Mig langar að þakka Emmu og Halla sérstaklega fyrir alla þá vel- vild og hlýju sem þau sýndu móður minni. Emma og Halli hafa svo sannarlega auðgað líf okkar og ver- ið góðar fyrirmyndir. Megi heil- brigðar lífsskoðanir Emmu verða okkur leiðarljós í framtíðinni. Við fjölskyldan vottum elsku Halla, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Helena A. Ragnarsdóttir. Mikið brá mér, þegar ég heyrði að þín síðasta stund væri að renna upp. En sem betur fer náði ég að komast til þín og kveðja áður en þú fórst. Margs er að minnast eftir áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Það var gaman að fylgj- ast með gleði Halla, bróður míns, þegar hann náði í þig, þessa fallegu Húsavíkurmey. Saman erum við búin að ganga í gegnum lífið, eign- ast marga afkomendur, en alltaf hefur verið mikil og góð vinátta milli þessara fjölskyldna. Elsku Emma, ég vil þakka allar góðu samverustundirnar og einnig þakka vinsemd og kærleika ykkar allra í minn garð. Elsku Halli, Sigrún, Guðrún, Bryndís og fjölskyldur, mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð geymi ykkur öll. Petra G. Stefánsdóttir. Elsku besta tengdamamma, hjart- að mitt brestur að þurfa að kveðja þig en ég veit að þú ert komin til barnanna þinna og ert á góðum stað. Ég minnist þín með þakklæti, hlýju og virðingu. Blessuð sé minning þín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum Ása Ásthildur Haraldsdóttir ✝ Ása ÁsthildurHaraldsdóttir fæddist 9. janúar 1944 í Aðalstræti 16, Reykjavík. Hún lést 30. júní 2010 á heimili sínu, Fögrukinn 30, Hafnarfirði. Útför Ásu fór fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 12. júlí 2010. þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Guðrún Árný Árnadóttir. Elsku amma mín, mikið er erfitt að kveðja þig. Þegar pabbi kom til mín inn í eldhús þar sem við vorum heima hjá þér amma, nýbúin að baka vöfflur og borða, eiga þessa síðustu stund með þér eins og þú hefðir viljað, þó þú værir inni í öðru herbergi, var það sárt að heyra þegar hann hvísl- aði að mér að þú værir farin. Ég er svo heppin að hafa fengið þann tíma sem ég fékk að eiga með þér, amma mín. Öll þau sumur sem ég fór til þín á daginn, fór út að ramba og þegar ég varð eldri spil- aði ég fótbolta úti í garði með frændsystkinum mínum. Komum svo alltaf inn í kaffi þar sem þú varst búin að útbúa kakó og kökur. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín, amma mín, á eftir að sakna þín svo sárt. Ég á eftir að sakna þín í næstu matarboðum sem þér þóttu svo mikilvæg, sérstaklega á jólunum þar sem gjöfin ykkar afa hitti alltaf í mark og á páskunum þar sem ein- staka og flotta nammipáskakarfan frá ykkur sem innihélt ávallt tann- bursta beið mín alltaf á stofuborð- inu, svo eru það jú litlu hlutirnir sem maður saknar mest. Þú varst alltaf svo myndarleg í höndunum, prjónaðir og saumaðir út og þau ófáu pör af ullarsokkum sem þú prjónaðir á mig héldu tán- um mínum alltaf heitum. Þú varst líka svo dugleg að baka og bakaðir margar kökur fyrir hvert einasta afmæli, hverja einustu fermingu og bakaðir svo oft tvær auka eplakök- ur fyrir mig því þú vissir að þær væru í uppáhaldi hjá mér. Ég er svo heppin að hafa átt þig sem ömmu, þú varst alltaf svo hress og kát og gerðir allt svo vel. Það var líka alltaf svo gott að leita til þín og núna veit ég og finn að þú ert enn nálægt og hjálpar mér í gegnum lífið eins og þú gerðir áður en þú kvaddir þennan heim. Ég elska þig amma og þú munt alltaf lifa í minningum mínum. Elsku amma, nú fékkstu loks frið, eftir stutta en jafnframt erfiða bið. Ég veit að þú horfir á okkur, niður, ég veit að í hjartanu ríkir nú friður. Nú tómið í myrkrinu hræðist ei lengur, ég veit það ert þú sem þarna gengur. Ég gleðst yfir ótal minningum af þér, ég veit að þú munt ávallt vaka yfir mér. (Halla Þórarinsdóttir) Elsku amma, minningarnar lifa. Hvíl í friði. Ásthildur Bára Jensdóttir. Elsku amma Ása mín. Ég á svo erfitt með að skilja að þú sért ekki lengur hjá mér, ég finn svo vel ná- vist þína og á svo auðvelt með að heyra hlátur þinn þegar ég minnist þín og tala við þig á kvöldin áður en ég fer að sofa. Ég elska þig og þú ert í hjarta mínu. Þú varst yndisleg og góð amma. Orðin þín „See you later aligator, ó, ó, ó“ fá mig alltaf til að hlæja. Árni Björn Jensson. HINSTA KVEÐJA Söngur þinn, hlýi faðmur, góði ilmurinn af þér og fallega brosið þitt mun alltaf fylgja mér, elsku amma mín. Gunnar Alex Jensson. Nýlega var til mold- ar borinn Þorleifur Guðmundsson húsa- smiður. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans og þakka fyrir langt og farsælt sam- starf. Okkar kynni fóru aldrei mjög langt út fyrir starfið, en þetta sam- starf, sem stóð í meira en tvo áratugi sannaði mér hvern mann hann hafði að geyma. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér að hann leiddi þau verk sem unn- ið var að og þá kom í ljós að þar fór afburðafagmaður Þorleifur Kr. Guðmundsson ✝ Þorleifur KristinnGuðmundsson fæddist á Þverlæk 4. ágúst 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ hinn 5. júlí síðastliðinn. Útför Þorleifs fór fram 14. júlí 2010. Það eru mikil for- réttindi að hafa slíkan starfsmann og geta þegar þannig stendur á algjörlega treyst því að verk séu unnin á þann besta máta sem verða má. Þorleifur sóttist ekki eftir mannafor- ráðum eða vegtyllum en lét verkin tala svo ekki fór á milli mála að þar fór maður sem mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Með fráfalli Þorleifs Guðmunds- sonar hafa húsasmiðir misst einn allra hæfasta mann stéttarinnar. Ég votta eiginkonu, sem staðið hefur eins og klettur við hlið manns síns um árabil í hans erfiðu veikind- um, og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng verða ykkur styrkur í sorginni. Hvíl þú í friði, góði vinur. Haraldur Sumarliðason. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.