Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 20
✝ Ólafur Har-aldsson fæddist að Sjávarhólum á Kjalarnesi þann 20. október 1943 og ólst þar upp. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínum, Harðbala IV, í Kjós, laug- ardaginn 24. júlí 2010. Foreldrar hans voru Haraldur Jós- epsson, f. 2. febr- úar 1892, d. 13. maí 1972 og Guðrún Karlsdóttir, f. 9. september 1915, d. 30. jan- úar 2003. Systkini Ólafs eru: 1) Dóttir Egils er Emma Karín. b) Ketilbjörn, f. 9. september 1966, sambýliskona Sigríður G. Hrafnsdóttir, börn þeirra eru: Atli Hrafn, Stefanía Ösp, Arnar Smári, Ólafur Steinn og Katrín Líf. c) Örlygur Ólafsson, f. 26. júlí 1969, maki Harpa Hafliða- dóttir, dætur þeirra eru: Urður, Elfur, Ýr, Eir og Auður. d) Har- aldur Ólafsson, f. 27. nóvember 1973, maki Andrea Magdalena Jónsdóttir, synir þeirra eru: Kári, Hrafnkell og Gunnar. Ólafur starfaði lengi vel á vinnuvélum eða þar til hann hóf störf sem vélstjóri á togurum. Vélstjóraprófi lauk hann árið 1984 og starfaði sem slíkur fram að andláti, nú síðast hjá Sorpu. Útför Ólafs Haraldssonar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 3. ágúst 2010, og hefst hún kl. 13. Birgir, f. 1937, 2) Hrefna, f. 1942, maki Hreinn Her- mannsson, 3) Karl, f. 1946, 4) Helgi, f. 1952, maki Ingi- björg Hjart- ardóttir, 5) Selma, f. 1958. Ólafur kvæntist Katrínu Selju Gunnarsdóttur ár- ið 1966. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Sveinn, f. 3. apríl 1965, sambýliskona Gróa Mar- grét Finnsdóttir, börn þeirra eru: Egill, Dýrleif og Signý. Kæri Óli, allt frá því að ég kynntist þér hefur þú verið stór hluti af lífi mínu og fjölskyldu minnar. Aldrei fyrr hef ég kynnst annarri eins hjálpsemi og greið- vikni hjá einum manni. Það var al- veg sama hver bónin var, alltaf varst þú til taks og jafnvel mættur áður en ég lagði símtólið á. Eftir að strákarnir okkar Hadda fæddust fóru þið feðgar reglulega saman með þá í sund. Þið hittust þá gjarnan í sundlaug sem var á miðri leið en þá bjuggum við vest- ur í bæ og þú kominn í Kjósina. Eftir sundferðirnar komst þú oft til okkar í kaffi og þá var mikið spjallað og strákarnir sýndu þér eitthvað sniðugt. Svo fluttum við líka í Kjósina fyrir tæpum fjórum árum og þá fór kaffibollunum að fjölga en í leiðinni jókst vinnan hjá þér við að koma okkur fjölskyld- unni fyrir. Reyndar heyrði ég þig aldrei kvarta yfir okkur en það sem þú hefur gert fyrir okkur fjöl- skylduna er ómetanlegt. Það var alveg sama hver bónin var og oft- ast þurfi ég ekki að biðja, þér þótti sjálfsagt að aðstoða okkur. Listinn er langur þar sem þú hefur lagt hönd á plóginn, ef bremsuklossarnir fóru þá bara var því reddað og ef þvottavélin bilaði þá hættirðu ekki fyrr en hún var komin í lag. Þú hjálpaðir okkur ekki „bara“ að mála og parket- leggja húsið því þú hefur með skurðgröfunni þinni skilið eftir minnisvarða víðsvegar um landið okkar. Við erum nú þegar búin að skíra hólinn fyrir framan eldhús- gluggann Óla-hól til minningar um þig, minn kæri. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig í vetur og kannað færðina á Hvalfjarðarveginum eða á Kjalarnesinu en þú varst alltaf búinn að fara þar um eldsnemma á morgnana á leið til vinnu. Alltaf hafðir þú hugann við mig og mínar bílferðir ef þér fannst færðin eitt- hvað tvísýn. Þú varst líka frábær afi, þú sinntir strákunum af mikl- um áhuga og kærleik og þeim þótti gaman að fá að fara til þín. Enda áttu ekki margir strákar afa sem átti gröfu. Þegar þeir voru litlir fengu þeir að sitja hjá þér í gröfunni og grafa með afa sínum. Þá fannst þeim líka gaman að horfa með þér á Andrés Önd og þið grenjuðuð saman úr hlátri og mauluðuð eitthvað gott. Mér finnst ég sjá söknuð í augunum á hundinum okkar, henni Ásu, en hún var nú smá-dekruð af þér enda laumaðir þú hundanammi til hennar í hvert sinn sem þið hitt- ust. Alltaf varst þú tilbúinn til að gæta hennar ef við þurftum á því að halda og saman genguð þið ófáa Þúfukotshringina. Þú hafðir ein- staka nærveru og það var gott að vera í návist þinni. Mér þótti afar vænt um að þú skyldir koma við hjá okkur á afmælisdeginum mín- um 21. júlí og þiggja með okkur hamborgara og afmælisköku. Þú hafðir verið að vinna frameftir og sem betur fer gekk einn borgari af svo við gátum bætt við einum diski. Það verður tómlegt án þín, elsku Óli minn, ég sakna þín óskaplega mikið. Þín, Andrea. Elsku afi okkar. Það er erfitt að hugsa til þess að þú hafir farið svona snögglega frá okkur en eftir sitja fallegar og skemmtilegar minningar sem við munum aldrei gleyma. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar og okkur leiddist aldrei í návist þinni. Þegar við bjuggum fyrir austan nýttum við frítímann vel og var það ósjaldan að við komum til þín og gistum, horfðum á Bleika Pardusinn og borðuðum nammið sem þú komst með frá útlöndum. Veiðiferðirnar voru æðislegar og þú virtist hafa endalausa þolinmæði þegar við keyrðum um sveitina og þú beygð- ir þegar við sögðum þér að beygja. Ekki minnkaði fjörið þegar við fluttum öll í bæinn og var gleðin mikil þegar við fengum að gista hjá þér og borða McDonalds. Jólin verða tómleg án þín, fyrir okkur byrjuðu jólin þegar þú komst rétt áður en jólaklukkurnar hringdu. Við munum ætíð vera þakklát fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur og mun minning þín lifa að ei- lífu í hjörtum okkar. Við elskum þig og söknum. Kveðja, Egill, Dýrleif og Signý. Elsku Óli minn. Þú skilur eftir stórt tómarúm í mínu lífi. Ég sakna svo daglegra samtala um allt milli himins og jarðar og það verður erfitt að læra að lifa lífinu án þín. Þrátt fyrir skilnað og erfið tímabil í lífi okkar beggja, bárum við gæfu til að viðhalda góðri vin- áttu og að standa saman um okkar yndislega stóra hóp barna og barnabarna. Mig langar líka að þakka þér alla hjálpina, ekki síst varðandi húsbyggingu og endalausar bíla- viðgerðir. En það sem sýndi kannski best hvern mann þú hafð- ir að geyma var hversu óendan- lega góður þú varst við Borgnýju og Signýju og var sú væntum- þykja svo sannarlega endurgoldin. Takk fyrir allt. Katrín. Mig langar til að minnast vinar míns Óla með nokkrum orðum. Við vorum jafnaldrar og ólumst upp á Kjalarnesinu. Hann í Sjáv- arhólum, en ég á Jörfa, og seinna á Hofi. Óli var góður félagi. Hann var mjög verklaginn og vann al- geng sveitastörf. Á Vestfjörðum vann hann á skurðgröfum fleiri sumur, og kom þá í ljós hve laginn hann var við erfið skilyrði. Seinna fór hann til sjós, náði sér í vélstjóraréttindi og var á togurum og síðast í landi. Við vorum búnir að fara saman til Kanarí um næstsíðustu jól og í vetur. Hann fór með mér vestur á Þingeyri á hátíðina sem var þar. Við fórum þar á þá staði sem hann hafði verið á. Ég held að hann hafi notið þess mjög vel. Hann talaði um að við ættum að fara saman í vetur til Kanarí, eða jafnvel til Taílands. Hann sagði brosandi að ég hefði talað um það úti að það gæti verið of seint að bíða, en ferðirnar verða víst ekki fleiri. Að lokum vil ég kveðja hann og votta sonum hans og öðrum vandamönnum mína dýpstu sam- úð. Sveinbjörn Björnsson. Upp úr 1990 skipulagði Kjós- arhreppur átta lóðir úr landi Eyr- arkots, og undanfarin ár hafa hús risið á þeim, eitt af öðru. Byggðin hefur hlotið nafnið Harðbala- hverfi. Þar fann ég mér stað og árið 1995 fluttist ég í nýbyggt hús við Laxvog í Kjós. Það var með nokk- urri eftirvæntingu að ég beið eftir því að fá að sjá, hver yrði næsti nágranni minn á austurhliðina. Allmargir komu að skoða, en úr- slitin urðu þau, að hnossið hreppti Ólafur Haraldsson vélstjóri. Hann barði að dyrum hjá mér einn góð- an veðurdag, maður þá um sex- tugt. Verður ekki annað sagt en að vel hafi farið á með okkur öll þau ár sem liðin eru. Ólafur hófst þegar handa að koma upp húsi á landi sínu. Það bætti úr skák, að Ólafur var þús- undþjalasmiður og átti þar að auki sjálfur vélskóflu. Hann gróf því grunninn sjálfur og lagði sjálfur gjörva hönd á smíði hússins. Það var finnskt bjálkahús. Þetta er snoturt hús og fellur vel að um- hverfinu, sýndi góðan smekk Ólafs. Hvern dag í býtið fór Ólafur héðan í vinnu sína í bænum. En hann mun hafa séð hilla undir það að ljúka störfum eftir langa starfs- ævi sem vélstjóri og fara á eft- irlaun. Ekki er hægt að hugsa sér betri nágranna en Ólaf. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa og gera það sem í hans valdi stóð til að að- stoða nágranna sinn. Þegar ég kom heim eftir að hafa legið á sjúkrahúsi árið 2005, sagði ég við Ólaf: Þú mátt vera viss um það, að hér eftir á ég eftir að kvabba á þér um allskyns viðvik. Það fór og eft- ir. En alltaf tók Ólafur öllu kvabbi með ljúfmennsku og gerði það sem hann gat til að verða við því. Ég á honum því mikla þakkarskuld að gjalda. Ég mun ætíð minnast hans með miklum hlýhug. Arnór Hannibalsson. Ólafur Haraldsson HINSTA KVEÐJA Við Ólafur vorum afar litlu drengjanna Andreu og Har- aldar. Þannig kynntist ég þessum hægláta og góða manni. Það var ekki lítils virði að eiga slíkan að. Nálægð hans við fólkið sitt, verklagni, út- sjónarsemi, fas og öll fram- ganga bar vitni um vandaðan, heilsteyptan mann. Gott væri að þeir væru fleiri. Fáir skildu betur en hann að það er fólkið manns sem öllu skiptir. Ég mun minnast Óla fyrir okkar góðu kynni og hans ómetanlega uppeldi á drengj- unum okkar. Guð blessi minningu hans. Óskar Magnússon. 20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Það var í lok vorpróf- anna að maður tók pok- ann sinn og hélt austur með Runólfi frænda. Í sveitinni tók Steindór á móti okkur ásamt langömmu. Þegar horft er til baka áttar maður sig á því hversu heppinn maður var að hafa kynnst sveitalífinu og hversu stór þessi þáttur var í lífinu. Ég þakka Steindóri fyrir að hafa tekið á móti okkur öll þessi ár og kennt okkur að umgangast vélar og dýr. En það var svolítið „spes“ með Steindór, það var alveg sama hvað við frænd- urnir brölluðum og gerðum af okkur, þá vorum við aldrei skammaðir, en það voru næg tækifæri til þess. Ein sum- arlok var okkur frændunum treyst að gæta búsins þegar Steindór hélt til Ítalíu. Þá áttum við frændurnir leið í Lambey, en þegar í Lambey var komið sáum við mann standa á bakka Ölfusár við veiðar. Okkur frændurna minnti ekki að þessi herramaður hafi sótt um leyfi hjá okkur til að veiða í ánni. Var þá tekin ákvörðun um að rukka inn leyfið á staðnum. Við ókum dráttarvél- inni í átt að manninum meðfram fjör- unni og yfir eina sprænu. En ekki gekk það sem skyldi þar sem þessi ágæti herramaður hafði vanið komur sínar til fjölda ára á bakka Ölfusár í sátt og samlyndi við bóndann á Egilsstöðum. Enda fannst honum ef til vill skrýtið að reiða fram 500 krónur til tveggja 13 og 14 ára skítugra kaupamanna. Pirraðir snerum við heim auralausir þegar við lentum í því óhappi að traktorinn sökk á bólakaf í sand og vatn. Sátum við þar fastir á nýja Zetornum hans Steindórs og það rétt sást í toppinn á afturdekkj- unum. Eftir að Óskar í Ósgerði hafði reynt að hagga vélinni án árangurs var leitað hjálpar hjá Runólfi í Auðsholti. Sólarhring síðar náðum við Zetornum upp úr ánni og skjöguðum á honum heim, en það passaði vel því Steindór kom ekki fyrr en seint um kvöldið. Þegar Steindór kom heim endurnærð- ur og úthvíldur eftir tveggja vikna dvöl á Ítalíu, kvöddum við frændurnir hann með handabandi og þökkuðum fyrir sumarið, hvorn með sinn 11 þúsund kallinn í vasanum, alveg skínandi glað- ir. Á leið heim var mér litið í átt að Eg- ilsstöðum þegar ekið var yfir sandá, og hugsaði ég þá með mér hvernig morg- undagurinn yrði hjá Steindóri. Öll öku- tækin á bænum voru óökufær, traktor- arnir, bílarnir og meira að segja Land Roverinn. Steindór átti marga og góða hesta, sem áttu stóran þátt í hans lífi. Og þar lágu nú leiðir okkar saman oft og tíð- um. Og mér þótti það nú ekki leiðinlegt þegar Steindór sýndi mér í bókinni hans Guðna sem ég gaf honum í jóla- gjöf, að þar minntist Guðni á þrjá syni Röðuls frá Egilsstöðum í Ölfusi „góðir reiðhestar, heimafæddir og hagavan- ir“. En það var fyrir rúmu ári að hug- mynd um að endurbyggja gamla bæ- inn var borin upp og í framhaldi ákveð- ið að fara af stað. En mér þykir það mjög miður að þú getir ekki tekið þátt í þeirri endurbyggingu þar sem þú vild- ir ekki að húsið yrði rifið. Ég þakka þér, Steindór, fyrir öll ár- in og þessi 7 sumur sem ég dvaldi hjá þér sem kaupamaður. Þessum kynn- um og góðu reynslu hef ég byggt á í gegnum tíðina. Guð blessi þig, frændi, og ég mun ávallt senda þér góða strauma. Ástþór Reynir Guðmundsson. Það helltust yfir mann miklar hugs- anir þegar ég heimsótti Steindór móð- urbróður minn á spítala á fimmtudag í síðustu viku og ljóst í hvað stefndi. Hann varð svo líkur systur sinni og móður. Minningar um Steindór frænda eru allar góðar og eru þær allar frá Egils- stöðum sem hefur verið fjölskylduset- Steindór Guðmundsson ✝ Steindór Guð-mundsson fæddist 8. júní 1933 að Egils- stöðum í Ölfusi. Hann lést á Landspít- alanum 16. júlí 2010. Steindór var jarð- sunginn frá Kot- strandarkirkju 23. júlí 2010. ur frá 1865 þegar langafi minn Steindór Steindórsson flutti og hóf búskap þar. Frá því ég man eftir mér hafa Egilsstaðir og sveitalífið verið mér hjartkært. Amma og Steindór voru oftar en ekki í sömu setningunni og þó amma hafi stjórn- að búinu framan af þá var Steindór bóndinn. Ég var í sveit á Egils- stöðum mörg sumur og man aldrei eftir því að Steindór skipti skapi þó svo ég hafi margoft átt það skilið en fyrir bragðið þá bar maður alltaf virðingu fyrir hon- um. Hann treysti manni fyrir miklum verkefnum og maður lagði kapp á að standa sig. Þar sem manni líður vel sem barni líður manni alltaf vel og þannig er það á Egilsstöðum, þar þekkir maður hverja þúfu og hefur bundist ástfóstri við landið. Á Egilsstöðum voru heimsins bestu flatkökur sem amma og Steindór gerðu. Það hefur verið venja hjá mér síðustu áratugi að heimsækja Steindór á aðfangadag, borða flatkökur, heim- areykt hangikjöt og ræða málin. Þetta eru góðar minningar sem ég mun geyma allt mitt líf. Kæri frændi, ég mun ætíð minnast þín með gleði í hjarta. Guðmundur Már. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að ráðast sem kaupamaður að Egilsstöð- um í Ölfusi snemmsumars 1964, níu ára gamall og nokkuð rogginn með mig enda upphefðin mikil, kúasmali og átti auk þess að hafa ofan af fyrir Guð- mundi Helgasyni frænda mínum sem þá var á fimmta ári. Heimilisfólkið á Egilsstöðum voru sómahjónin Guð- mundur Steindórsson, hreppstjór- asonur, og Markúsína Jónsdóttir, föð- ursystir mín, ásamt syninum Steindóri. Systurnar voru allar giftar burt og ráðsettar, Jónína á nágranna- bænum Grænhóli og María og Guðrún í Reykjavík. Markúsína var kvenskör- ungur og sópaði að henni hvar sem hún fór, Guðmundur var hæglátur en fast- ur fyrir, mikill gleðimaður á góðum stundum, ég man að honum lá lágt rómur og að hann notaði neftóbak. Ég hygg að þau hjón hafi átt vel lund sam- an enda hjónabandið farsælt og ham- ingjuríkt. Steindór frændi minn var hlédræg- ur maður, ekki sérlega ræðinn að fyrra bragði en ákaflega þægilegur návist- um, jafnlyndur og geðgóður. Búskapur á þessum árum reyndi mikið á líkam- lega hreysti og úthald, vinnudagar oft langir og erfiðir þegar ná þurfti inn heyjum undan yfirvofandi rigningu sem oftast var nóg af í þessari sveit. Minnist ég þess að oft var maður lúinn eftir langan dag, en mest mæddi þó á bóndanum sem þá sýndi oft ótrúlega seiglu og úthald. Steindór var búmaður góður og lag- inn við skepnur, en mest yndi hafði hann þó af hestum og hestamennsku. Voru þeir ófáir reiðtúrarnir sem farnir voru á björtum sumarkvöldum út á Nauteyrar eða upp að Grænhóli að hitta frændfólk og vini. Eftir fráfall Guðmundar föður hans í febrúar 1965 urðu þau ein eftir á jörðinni, mæðginin, og stóðu vaktina um árabil. Gestrisni þeirra var viðbrugðið, og gilti þá einu hvort um var að ræða einhvern úr nærfjölskyldunni eða aðventista að boða fagnaðarerindið, ávallt svignaði eldhúsborðið undan tertum og öðrum kræsingum sem föðursystir mín seiddi fram á undraverðum hraða þegar gest bar að garði. Eftir að kaupamennskuárum mín- um á Egilsstöðum lauk, en þau urðu alls fimm talsins, hélt ég góðu sam- bandi við þetta frændfólk mitt og kom þar oft til lengri eða skemmri dvalar. Milli mín og Steindórs skapaðist á þessum árum vinátta, sem ég tel að hafi enst okkur vel allt til loka. Sam- skiptin minnkuðu á seinni árum eins og gengur, en vinarþelið var ávallt til staðar. Ég minnist Steindórs á Egilsstöðum með hlýju og söknuði, og votta að- standendum samúð við fráfall hans. Árni Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.