Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina til
Alicante í ágúst á hreint ótrúlegu verði.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti
á frábærum kjörum.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Alicante
í ágúst
frá kr. 59.900
Allra síðustu sætin
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kr. 59.900
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum
til Alicante. Aðeins örfá sæti.
SVIÐSLJÓS
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Mótshaldarar víða um land eru
ánægðir með verslunarmannahelg-
ina. Lögregla ber hátíðagestum
mjög vel söguna og reyndar svo vel
að á mörgum stöðum, þar sem þó
var margt um manninn, komu ekki
upp nein fíkniefnamál. Þannig var
því farið á Ísafirði, þar sem Mýr-
arboltamótið fór fram, á Neistaflugi
á Neskaupstað og á Síldarævintýr-
inu á Siglufirði. Aðeins þrjú slík mál
komu upp á Akureyri. En á hverjum
stað var eins og gengur og gerist,
talsverð ölvun og þurftu nokkrir að
gista fangageymslur eftir ryskingar.
Páll Scheving Ingvarsson, for-
maður Þjóðhátíðarnefndar, segir að
hátíðin í Eyjum hafi verið afar vel
heppnuð, veðrið hafi leikið við
þjóðhátíðargesti þar til í gær. „Þetta
var bara einstakt,“ segir hann. Lög-
reglan segir að á heildina litið megi
gefa Þjóðhátíðinni í ár mjög góða
einkunn.
Í gær tók sig upp sterk austanátt
og náði allt að 20 metrum á sekúndu
á Stórhöfða. Tjöld fuku og talsvert
rigndi, en flestum tókst þó að pakka
saman áfallalaust.
Á Einni með öllu á Akureyri voru
á að giska sjö þúsund manns auk
heimamanna. Nýr dagskrárliður í
hádeginu á laugardag, Mömmur og
möffins, sló í gegn. Akureyrskar
mæður bökuðu formkökur og seldu í
lystigarðinum til styrktar fæðingar-
deildinni. Söfnuðu þær yfir 400.000
krónum.
Mikið var í boði fyrir börn á hátíð-
inni og reynt að sníða hana sem
mest að fjölskyldustemningu. Ekki
skemmdi svo bongóblíða fyrir á
sunnudaginn.
Síldarævintýrið var haldið í 20.
sinn og var sérlega íburðarmikið að
þessu sinni. Helsta nýbreytnin var
sú að Gospelkór Siglufjarðar steig á
svið á ráðhústorginu. 34 heimamenn
eru í kórnum og tókst afar vel til, að
sögn Gunnars Smára, eins skipu-
leggjendanna.
35 lið og 400 manns kepptu í Mýr-
arboltanum. Veðrið þar var frábært,
en skemmtilegasta lið keppninnar
var valið Dansdrekinn frá Ibizafirði.
Það voru Aðskilnaðarsamtök Vest-
fjarða sem fóru með sigur af hólmi í
karlaflokki, en Englar og djöflar í
kvennaflokki.
Á Neistaflugi var mikil áhersla á
hverfagrill og mæltist það vel fyrir.
Segja skipuleggjendur þar að hátíð-
in muni þróast meira í þá átt á
næstu árum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Þjóðhátíð Þessar fjörugu stúlkur voru í góðum gír í Herjólfsdal ásamt þúsundum annarra þjóðhátíðargesta. Hátíðin fór að mestu vel fram.
Góð skemmtun um helgina
Víðast hvar góð stemning á útihátíðum og metfjöldi á Þjóðhátíð í Eyjum
Mest um fíkniefnamál í Vestmannaeyjum en víða komu engin slík mál upp
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, fv. ut-
anríkisráðherra,
er í hvorugri
þeirri nefnd sem
Sameinuðu þjóð-
irnar, SÞ, hafa
skipað til að
rannsaka árás
Ísraelsmanna á
skip er flutti
varning handa
íbúum á Gaza-svæðinu. Hafði Ingi-
björg Sólrún fyrr í sumar verið orð-
uð við formennsku í annarri nefnd-
inni, þeirri er Mannréttindaráð SÞ
skipaði. Skipað var í hina nefndina af
aðalritara samtakanna.
„Nei, það er ekki hægt að ætlast
til þess að það sé skýrt út af hverju
fólk er ekki valið,“ sagði Ingibjörg
Sólrún við mbl.is, spurð hvort hún
hefði fengið einhverjar skýringar á
því hvers vegna hún var ekki skipuð.
Fréttastofa RÚV vitnaði í gær í
dagblaðið Jewish Chronicle sem
sagði að Ingibjörg hefði ekki verið
skipuð í nefndina vegna þess að hún
hefði skrifað undir stuðning við þá
sem skipulögðu ferð flutningaskips-
ins til Gaza. Ingibjörg Sólrún var
spurð hvort hún kannaðist við slíka
stuðningsyfirlýsingu af sinni hálfu?
„Nei, ég geri það ekki,“ svaraði
Ingibjörg Sólrún en taldi frekar að
Ísraelsmenn hefðu eitthvað haft að
athuga við störf hennar með al-
þjóðlegri nefnd kvenna um varan-
legan og réttlátan frið milli Ísraels
og Palestínu. gudni@mbl.is
Ingibjörg
ekki skipuð
í nefnd SÞ
Starfað með alþjóð-
legri friðarnefnd
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Hitamet júlímánaðar hefur verið
jafnað. Hlýjasti júlímánuður í
Reykjavík sem mælst hefur til þessa
var árið 1991, 13,03 gráður. Fyrir
helgina voru taldar nokkrar líkur á
að met þetta yrði slegið, enda var
jafnaðarhiti mánaðarins þá orðinn
réttar og sléttar 13,00 gráður.
„Júlímánuður núna og árið 1991
standa á nákvæmlega sömu tölunni,“
sagði Trausti Jónsson veðurfræð-
ingur í samtali við Morgunblaðið.
Næstliðinn júnímánuður er sá
hlýjasti sem nokkru sinni hefur
mælst í Reykjavík. Þegar júní og júlí
eru svo gerðir upp saman er ljóst að
aldrei hefur verið jafn hlýtt í höfuð-
borginni og í ár. sbs@mbl.is
Júlímet hlý-
inda jafnað
16.000
Metfjöldi var á Þjóðhátíð í ár
enda samgöngur stórbættar
með nýrri Landeyjahöfn.
12.000
gestir voru á Sparitónleik-
unum á Einni með öllu á
Akureyri.
5-6.000
Mikill fjöldi var á Síldaræv-
intýrinu á Siglufirði um
helgina.
3.000
manns fóru á Neskaupstað til
að taka þátt í Neistaflugi um
helgina.
‹ HÁTÍÐIR Í TÖLUM ›
»
Skugga bar á hátíðina í Vest-
mannaeyjum þegar fréttir bárust
af því að tvær stúlkur hefðu leitað
sér aðstoðar vegna meintra
nauðgana. Önnur kom á sjúkrahús
Vestmannaeyja og er mál hennar í
vinnslu þar. Hin hafði samband við
sjúkrahúsið og hugðist leita sér
aðstoðar á neyðarmóttöku Land-
spítalans. Hvorugt málið hafði ver-
ið kært til lögreglu í gær.
Um 40 fíkniefnamál komu upp á
hátíðinni. Að sögn lögreglu voru
tæp 300 grömm af fíkniefnum
gerð upptæk, en kannabisefni voru
aðeins minnihlutinn af því. Mest
var af amfetamíni og kókaíni.
Páll Scheving Ingvarsson, for-
maður Þjóðhátíðarnefndar, segir
svona fréttir alltaf hörmungar-
fréttir. Allt sé reynt til að koma í
veg fyrir svona mál, með aðstoð á
annað hundrað gæslumanna, lög-
reglumanna, sjúkraflutninga-
manna og lækna. Eftirlit sé mikið
og dreift um allt svæðið.
Tilkynnt um tvær nauðganir
FJÖRUTÍU FÍKNIEFNAMÁL KOMU UPP Í VESTMANNAEYJUM
Húslegar mömmur með möffinskökur var meðal þess
fjölmarga sjá mátti á hátíðinni Einni með öllu á Akureyri
um helgina. Meðal annarra dagskrárliða má nefna Spari-
tónleika í Innbænum á Akureyri. Kappkostað var að há-
tíðin væri allrar fjölskyldunnar og var því yfirbragðið
hófstilltara en á hefðbundnum útihátíðum.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Hófstillt hátíð og möffinskökur mömmu