Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 27
Velvakandi 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER BARA EIN LEIÐ TIL AÐ KOMAST ÁFRAM Í ÞESSU LÍFI SNÍKJA AF ÖÐRUM! VINNA VEL! BÍDDU...ERU TIL TVÆR LEIÐIR? ÞÚ LIFIR GÓÐU LÍFI ALLIR VÆRU SADDIR OG ÚTHVÍLDIR ÞÚ GERIR ALDREI NEITT! ÞÚ BORÐAR BARA OG SEFUR! HVERNIG VÆRI HEIMURINN EIGINLEGA EF ALLIR HÖGUÐU SÉR EINS OG ÞÚ?!? ÉG SKAL SLÁST VIÐ ÞIG EF ÞÚ TEKUR AF ÞÉR ÞENNAN ÞYKKA FRAKKA! ALLT Í LAGI! ÉG HEF SÉÐ UM VEIÐARNAR SÍÐUSTU DAGA Á MEÐAN GROK KLÁRAR BARNA- HERBERGIÐ ÞAÐ ER STRÆTÓ HINUM MEGIN VIÐ GÖTUNA VIÐ ÞURFUM AÐ KOMAST Í BÍLAGEYMSLU LÖGREGLUNNAR Í AUSTUR- BÆNUM ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ TAKA ÞENNAN VAGN TIL PARSON SÍÐAN ÞURFIÐ ÞIÐ AÐ TAKA ANNAN VAGN Á 18. STRÆTI TIL AUBURN, OG TAKA 54A ÞAÐAN Í AUSTURBÆINN ÞAÐ Á EFTIR AÐ TAKA ALLA NÓTT ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ GRÁTA HÉRNA! ÞAÐ VILL ENGINN LEIGUBÍLL FARA MEÐ OKKUR Í BÍLAGEYMSLUNA ÞAÐ GERIR ÞÚ EKKI! ÞETTA ER BARA KRAKKI ÉG HEITI JASON MIKIÐ ROSALEGA ERTU STERKUR! ÉG TEK GRÍMUNA AF HONUM Café Loki Fórum í kaffi í Café Loka á Lokastíg í fyrsta sinn. Aldeilis elskulegt umhverfi, þar er hægt að horfa út um gluggann á alþýðuna ganga fyrir utan og virða hana fyrir sér. En það sem er enn betra er viðurgerningurinn á staðnum. Hægt að fá afar þjóðlega hagstæða kviðfylli, svo sem plokkfisk, brauðsúpu og annað þess háttar. Heimabakað rúgbrauð og flatkökur með margs konar heimatilbúnu áleggi hvaðanæva af landinu. Þegar við þökkuðum fyrir okkur – þessum elskulegu stelpum, sem voru að gefa á garðann – þá kom hús- freyjan með rúgbrauðsís og gaf okk- ur sem eftirrétt. Fyrir þessi elskulegheit viljum við þakka. Hvetjum aðra til þess að koma og prófa þetta ágæta kaffihús, sem er til fyrirmyndar í þjóðlegum hefðum. Guðrún og Pétur. Hagræðing á spítölunum Sífellt fleiri sinna hag- ræðingu eða ráðgjöf, það er vinsælla en að vinna með skóflunni eða hakanum. Þeir sem áður seldu hinum ríku heilsuvörur ráðleggja nú hinum fátæku að spara. Sumir gerast verktakar hjá ríkinu, krefjast aukinna af- kasta af verkafólki og borga því minna kaup. Þetta gerist á spítöl- unum sem femínistar úr röðum kommúnista stjórna. Þetta er þeirra sósíalismi. Guðlaugur Þór byrjaði á því að einkavæða og allir vita hvernig fór með Ögmund. Nú er ráðherrann kona úr röðum femínista en hvað hefur ráðherradómur fært Sókn- arstúlkum? Jóhann Már Guðmundsson. Ást er… … að geta lesið hvort annað eins og opna bók. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16, há- degismatur kl. 12. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við kl. 10- 17 og hádegisverður alla virka daga. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Opn- um í dag kl. 9. Hádegisverður kl. 11.40, handavinnustofan opin. Hvassaleiti 56-58 | Sumaropnun kl. 8- 16. Hádegisverður, miðdagskaffi, hár- snyrting. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-15.30, hádegisverður kl. 11.45-12.45, spurt spjallað/vídeó kl. 13-14, spil kl. 13-16, kaffiveitingar kl. 14.30-15.45. Félagsvist kl. 14. Matur og kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofa opin, boccia, framhaldssaga kl. 12.30, frjáls spilamennska, stóladans, Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16, há- degismatur kl. 12. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við kl. 10- 17 og hádegisverður alla virka daga. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Opn- um í dag kl. 9. Hádegisverður kl. 11.40, handavinnustofan opin. Hvassaleiti 56-58 | Sumaropnun kl. 8- 16. Hádegisverður, miðdagskaffi, hár- snyrting. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-15.30, hádegisverður kl. 11.45-12.45, spurt spjallað/vídeó kl. 13-14, spil kl. 13-16, kaffiveitingar kl. 14.30-15.45. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofa opin, boccia, upplestur, fram- haldssaga kl. 12.30, frjáls spilamennska, félagsvist kl. 14, stóladans, hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar. Matur og kaffi. Stefán Friðbjarnarson sendiþættinum hlýjar kveðjur: „Pét- ur! Hornin þín eru gleðigjafar. Eitt- hvað guðaði á gluggann minn þess- um hendingum um „kommúnu“ hundrað og eitt.“ Og bragurinn er svohljóðandi: Dagur er kominn að kveldi í kommúnu 101. „Gnarrar“ í ögnsmáum eldi. Ekkert í plássinu er breytt. Undir fölgrænum feldi finnur þú hreint ekki neitt. Já, dagur er kominn að kveldi og kveldið er orðflúri skreytt. Við ösku frá útbrunnum eldi er ísbirna mögur og þreytt. Allt sem að áður þig hrelldi er ennþá í 101. „Líflega Vísnahorn“ er yfirskrift kveðju sem Ragnar Hall sendi. „Þegar meistari Kjarval setti svip á bæinn, þá talaði hann gjarnan í grjóti. Aldrei verð ég þessa látna vinar jafnoki, og því leita ég í hin mýkri jarðefnin: Þegar mætast stálin stinn og stjórnin hirðir eyrinn hef ég gamla háttinn minn og hnoða bara leirinn.“ Davíð Hjálmar Haraldsson var á ferðalagi í sumar, eins og flestir Ís- lendingar, og varð fyrir innblæstri við Ísafjörð: Við Ísafjörð er hugsað hátt, haugar gulls í vösum, af lífsgæðum er loftið blátt og lyktin sæt í nösum. Vísnahorn pebl@mbl.is Af kommúnu 101 Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.