Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is hans. Áður en talað var við flokkinn voru þó gerðar tvær tilraunir til stjórnarmyndunar sem báðar runnu út í sandinn. Áhrif á innflytjendamál Viðræðurnar sem nú eru að hefjast gera ráð fyrir myndun minni- hlutastjórnar frjálslyndra og kristi- legra demókrata með stuðningi Frelsisflokksins. Ef viðræðurnar skila árangri er gert ráð fyrir að Mark Rutte, leiðtogi frjálslyndra, veiti nýrri ríkisstjórn forystu. Helsta verkefni hennar verður að ná tökum á rekstri hins opinbera og skera hann niður um 18 milljarða evra. Frelsisflokkurinn hefur þegar fallist á að styðja þær aðgerðir en leggst þó gegn niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og lækkun atvinnuleysisbóta. Hins vegar er flokkurinn hlynntur því að draga úr þróunaraðstoð. Gegn stuðningi við niðurskurð hins opin- bera hefur Frelsisflokkurinn fengið vilyrði fyrir því að hafa áhrif á inn- flytjendastefnu Hollands og að hún verði hert verulega. Þá leggur flokk- urinn áherslu á aukna löggæslu í landinu. Áhyggjur af Wilders Ekki eru allir á eitt sáttir í röð- um frjálslyndra og kristilegra demó- krata að gera Frelsisflokknum og leiðtoga hans, Geert Wilders, mögu- legt að hafa áhrif á stjórn landsins. Einkum eru uppi miklar áhyggjur af stefnu flokksins í innflytjendamálum sem þykir mjög hörð og sérstaklega málflutningi Wilders um múslima en hann hefur verið mjög berorður í þeim efnum. Skemmst er að minnast þess þegar Wilders líkti Kóraninum, helgiriti múslima, við bók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, í mynd sinni Fitna. Í kjölfar þess að myndin var sýnd opinberlega hefur Wilders búið við stöðuga lögregluvernd vegna hótana sem honum hafa borist. Reuters Glaður Geert Wilders brosleitur eft- ir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Geert Wilders í lykilaðstöðu  Myndun ríkisstjórnar í Hollandi í undirbúningi  Gert ráð fyrir því að Frelsis- flokkurinn verji stjórnina falli  Fær áhrif á mótun innflytjendastefnu landsins Ný ríkisstjórn » Myndun minnihluta- stjórnar frjálslyndra og kristi- legra demókrata er í burð- arliðnum í Hollandi. » Frelsisflokkurinn mun verja stjórnina falli en hann hefur verið skilgreindur sem öfgahægriflokkur. » Áhyggjur eru af málflutn- ingi leiðtoga Frelsisflokksins um innflytjendur. FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Formlegar viðræður eru að hefjast um myndun ríkisstjórnar í Hollandi með hliðstæðum hætti og dæmi eru um t.a.m. frá Noregi og Danmörku. Þar hafa á undanförnum árum verið myndaðar minnihlutastjórnir sem varðar hafa verið falli af stjórnmála- flokkum sem skilgreindir eru sem hægriöfgaflokkar og ekki hefur ver- ið vilji fyrir að hleypa með beinum hætti inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Er slíkt ríkisstjórnarsamstarf enn til staðar í Danmörku. Sigur Frelsisflokksins Frelsisflokkurinn í Hollandi vann stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi 9. júní í sumar. Flokkurinn hlaut 25 þing- menn en hafði fyrir níu. Skoðana- kannanir höfðu spáð fyrir um sigur Frelsisflokksins og gerðu stjórn- málaskýrendur ráð fyrir að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án aðkomu Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, sagði í ræðu sem hann flutti í gær á samkomu með fyrrum her- mönnum í Bandaríkjaher að hann myndi standa við kosn- ingaloforð sín um að bandaríski herinn hætti að sinna beinum hernaðaraðgerðum í Írak 31. ágúst nk. Eftirleiðis yrðu Banda- ríkjamenn aðallega í hlutverki ráðgjafa. Obama sagði að stríðið í landinu væri á réttri leið og að brátt gætu írösk stjórnvöld tekið að fullu við stjórn þess. Illa hefur þó gengið að koma á starfhæfri ríkisstjórn í landinu til þessa, en ummæli hans koma í kjölfar mikillar gagnrýni vegna stríðsins í Afganistan. Þá sagði Obama í ræðu sinni að bandaríski herinn færi frá Írak strax á næsta ári og að í lok þessa mánaðar hefðu alls 90 þúsund bandarískir hermenn verið kall- aðir heim frá því að hann tók við embætti. BANDARÍKIN Segir Bandaríkja- menn vera að ná árangri í Írak Barack Obama Forseti Rúss- lands, Dimitrí Medvedev, hefur lýst yfir neyðar- ástandi í sjö hér- uðum í landinu vegna skógar- elda sem geisað hafa að undan- förnu. Yfirlýsing forsetans felur m.a. í sér að lokað er fyrir almenna umferð til héraðanna. Samkvæmt upplýsingum frá rússneskum heilbrigðisyfirvöldum hafa 40 manns látið lífið vegna eld- anna. Nær helmingur dauðsfall- anna, eða 19, áttu sér stað í hér- aðinu Nizhny Novgorod, sem hefur orðið einna verst úti. Heimili hafa orðið eldinum að bráð í 14 hér- uðum. Þúsundir hafa neyðst til þess að flýja heimili sín og nær hálf milljón manna berst við að ná nið- urlögum eldanna. Orsök eldanna eru miklir hitar í Rússlandi að undanförnu og þurrk- ar. Rússar búa sig nú undir það að hitabylgjan haldi áfram næstu vik- una miðað við veðurspár. Þá er því einnig spáð að vindasamt verði í einhverjum af héruðunum, sem mun auka enn á eldana. RÚSSLAND Neyðarástandi lýst yfir vegna mikilla skógarelda Dimitrí Medvedev Gríðarleg flóð í Pakistan í kjölfar hitabeltisrigninga hafa kostað 1.500 manns lífið og óttast pak- istönsk yfirvöld að sú tala kunni að tvöfaldast þegar björgunarsveitir ná til afskekktari svæða landsins. Talið er að um tvær og hálf milljón manna eigi um sárt að binda vegna flóðanna. Ástandið er verst í héraðinu Khyber-Pak- htunkhwa þar sem ein og hálf milljón manna hefur orðið að flýja heimili sín. Óttast sjúkdóma Þúsundir manna eru enn inni- lokaðar á svæðum sem björgunar- sveitum hefur ekki enn tekist að ná til og hafast margir þeirra við á húsþökum án matar og án aðgangs að hreinu vatni. Óttast er að alvar- legir sjúkdómar eins og malaría og kólera breiðist út ef ekki verði komið í veg fyrir það í tæka tíð. Veðurspár næstu daga gera ráð fyrir áframhaldandi rigningum á svæðinu. hjorturjg@mbl.is Verstu flóð í áratugi 1.500 manns látnir Reuters Flóðin Hermenn í pakistanska hernum bera öldunga upp í hærra landslag á öruggari stað. Þeir höfðu áður verið fluttir með bát frá bænum Nowshera þar sem þeir bjuggu. Miklar hitabeltisrigningar að undanförnu hafa leitt til verstu flóða í Pakistan í áratugi sem kostað hafa 1.500 manns lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.