Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Tjöld fjúka í Herjólfsdal 2. Styðja ekki björgun bankanna 3. Vefmyndavél í Herjólfsdal 4. Góðir gestir á leið heim »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Ég var frá árinu 1996 að reyna að finna leið til að gera þessa mynd,“ segir Erlendur Sveinsson um mynd- ina Draumurinn um veginn sem frum- sýnd var á Spáni síðastliðinn fimmtu- dag. »28 Mynd um pílagríms- göngu Thors  Að vanda var Flugan á ferð og flugi um versl- unarmannahelg- ina og kom hún víða við. Hún fór m.a. á Alþjóðlegt orgelsumar í Hall- grímskirkju, tón- leika Super Mama Djombo frá Gíneu Bissá og á stór- tónleika með Nýdanskri, GusGus og Hjaltalín á Akureyri. »29 Flugan kom víða við um helgina  Sem hluti af dagskrá Reykjavík Pu- blic Space Programme á artFart í ár heldur breski listamaðurinn Richard DeDomenici fyrirlest- urinn Did Priya Pat- hak Ever Get Her Wallet Back? í Út- gerðinni, Granda- garði 12, kl. 17 í dag. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og tekur um klukkustund í flutningi. Richard DeDomenici á artFart í dag Á miðvikudag Fremur hæg norðlæg átt og bjartviðri SV- og V-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. Á fimmtudag Suðlæg átt og dálítil væta á suðvestanverðu landinu, en léttir víða til fyrir norðan og austan. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast NA-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt og áfram dálítil væta en úrkomulítið S- og V-lands síð- degis. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig. VEÐUR Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir varð fyrir barðinu á þjófum í Barcelona. Helga hætti keppni í sjöþrautinni á EM vegna meiðsla en hún hreifst með í stemningunni sem áhorfandi á stór- mótinu. Næsta Evrópu- meistaramót fer fram í Sviss eftir fjögur ár og þar ætlar Helga að láta að sér kveða. »3 Þjófar stálu tösk- unni af Helgu Birgir Leifur Hafþórsson, Ís- landsmeistari í höggleik, sigraði á góðgerðar- mótinu „Einvíginu á Nesinu“. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir sigrar á þessu móti en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. » 1 Birgir Leifur sigraði í „Einvíginu á Nesinu“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, er spenntur fyrir nýju verkefni sem hann hefur tekið að sér hjá þýska lið- inu Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur er nú yfirmaður íþróttamála hjá danska liðinu AG Köbenhavn og RN- Löwen. „Þetta er rosalega metnaðar- fullt verkefni og alls ekki tjaldað til einnar nætur,“ segir Guðmundur. »1 „Rosalega metnaðar- fullt verkefni“ ÍÞRÓTTIR „Áhugi fólks á því að sjá mannfólk í búri var mikill. Þetta gefur ein- hverjum væntanlega alveg nýtt sjónarhorn á tilveruna og sumir sjá hlutskipti dýra, sem alltaf eru inni- lokuð, ef til vill í nýju ljósi þegar þeir hafa séð mannfólk lokað innan girð- ingar,“ segir Sigrún Thorlacius, að- stoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardalnum í Reykjavík. Fjölmargir heimsóttu garðinn góða um helgina. Gestir á laugardag og sunnudag voru nokkuð á sjötta þúsund og margir komu í gærdag. Fólkið í búrinu vakti at- hygli, en fleira var á dagskrá. Sveitin Super Mama Djombo frá Gíneu Bissá, ásamt Agli Ólafssyni, hélt tvenna tónleika og skólalúðrasveit frá Trönsberg í Noregi lék fyrir gesti. Tónleikar með Stuðmönnum, sem verið hafa í garðinum síðustu ár, voru hins vegar ekki nú, enda er sveitin ekki starfandi sem sakir standa. sbs@mbl.is »29 Nýtt sjónarhorn á tilveruna  Fólk í búrum og afrískir tónleikar í Húsdýragarðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveifla Gestir dilluðu sér með þegar Afríkusveitin Super Mama Djombo lék fyrir gesti í Húsdýragarðinum. „Þessi íþrótt nýtur mikilla og sívax- andi vinsælda á Norðurlöndum. Eft- ir því sem bensínverð hefur hækkað hafa vinsældir siglinga, til dæmis á sjóþotum og bátum, dalað en í stað- inn velja margir að keyra kapal, eins og þetta sport er gjarnan kallað í lauslegri þýðingu,“ segir Kristján Fannar Sigurðarson. Siglingar á vötnum þar sem fólk er dregið áfram eftir köplum í raf- knúnum brautum, sem strengdar eru í möstur, eru íþrótt sem nýtur vinsælda í Skandinavíu. Kristján, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð síðastliðin fjögur ár, stendur að fyr- irtækinu Nordic Surfers, en á þess vegum er skipulagt keppnishald í kaplakeyrslu í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, kallað Urban Cable Tour. Þá hefur Kristján rekið eigin Kite- surf-skóla í Varberg yfir sumartím- ann og í Sälen yfir veturinn. Vertíð keppnishalds Urban Cable Tour er um þessar mundir. Keppt var í Ósló í Noregi nú um helgina og Danmerkurkeppnin verður haldin í höfuðborginni við Eyrarsund 13. til 14. ágúst. Svíþjóðarkeppnin verður haldin í Malmö 25.-26. ágúst. sbs@mbl.is Kaplakeyrslan slær í gegn  Íslendingur ryður braut fyrir nýja og vinsæla íþróttagrein á Norðurlöndum  Iðkendur dregnir á köplum sem dregnir eru áfram í rafknúnum brautum Ofurmót er framundan » Úrslitakeppni Urban Cable Tour verður haldin í Malmö á sama tíma og stærsta hátíð Norðurlanda fer fram, Malm- öfestivalen. » Ekki hefur verið keppt í þessu sporti hér á landi en að- stæður eru þó ákjósanlegar, segir Kristján. Flug Keyrt á fullu í köplunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.