Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 12
VIÐTAL Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Í áætlunum Íbúðalánasjóðs er ekki gert ráð fyrir tapi vegna neikvæðs vaxtamunar. Þetta segir Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmda- stjóri sjóðsins, í samtali við Morg- unblaðið. Fjöldi uppboðsíbúða í bókum Íbúðalánsjóðs hefur aukist mjög á undanförnum misserum, en greint var frá því í Morgunblaðinu í síðustu viku að birgðastaða upp- boðsíbúða hefði náð 739 um mitt ár. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefði sjóðurinn jafnframt leyst til sín tæplega tvöfaldan fjölda allra innleystra íbúða síðasta árs. Aukin vanskil hjá sjóðnum orsaka þessa aukningu fullnustugerða sjóðsins, en uppboðsíbúðir eru óvaxtaber- andi eignir, eins og gefur að skilja og hafa því áhrif á vaxtamun sjóðs- ins. Ein afleiðinga þessarar þróun- ar er versnandi eiginfjárhlutfall, en Ásta segir ekkert í lögum eða reglugerðum sem skyldar sjóðinn til að halda ákveðnu eiginfjárhlut- falli, heldur er miðað við ákveðið langtímamarkmiðið 5%. Við síðustu áramót var eiginfjárhlutfall sjóðs- ins 3%. Fram hefur komið að Íbúðalána- sjóður kynni að þurfa á tugmillj- arða fjárframlagi frá ríkinu á næstu árum til að geta haldið áfram starfsemi. Ásta segir ákvörðun um hvort leggja eigi fé inn í sjóðinn, og þá hversu mikið, byggjast á niðurstöðum nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins sem er ætlað að ræða eiginfjárhlut- fall sjóðsins. Engar sérstakar reglur um sölu Um 150 eignir eru skráðar til sölu á heimasíðu Íbúðalánasjóðs og um fjórðungur allra uppboðsíbúða sjóðsins er í útleigu. „Hvað varðar mismuninn á skráðum eignum sjóðsins annars vegar og íbúðum í útleigu og til sölu hins vegar, þá er því til að svara að þær íbúðir eru í frágangsferli hjá sjóðnum eftir nauðungarsölu og eru á leiðinni í sölu eða áframhaldandi útleigu. Ljóst má vera að sjóðurinn getur ekki sett allar íbúðir strax í sölu um leið og hann eignast þær. Bíða þarf eftir að fyrri eigendur íbúðar- innar rými þær, síðan þarf að skoða þær og meta og í framhaldi þess eru þær settar í sölu,“ segir Ásta. Hún segir engar sérstakar reglur gilda um söluverð íbúða sjóðsins. Í reglugerð um útleigu uppboðs- íbúða, sem samþykkt var á þessu ári, segir að „leiguverð þess íbúð- arhúsnæðis sem Íbúðalánasjóður hefur eignast á nauðungaruppboði skal vera fyrirliggjandi meðalleigu- verð á viðkomandi markaðssvæði“. Ásta segir hins vegar ekki rétta túlkun á reglunum þá að sjóðurinn geti ekki leigt út íbúðir, sé slík leiga til þess fallin að lækka leigu- verð á viðkomandi markaðssvæði: „Skilyrði slíkrar útleigu er að sýnt sé fram á að skortur sé á leigu- íbúðum á viðkomandi markaðs- svæði.“ Samkvæmt Ástu eru um 5,7% af útlánum Íbúðalánasjóðs í frystingu. Við síðustu áramót námu útlán sjóðsins um 766 milljörðum króna. Miðað við þá upphæð er um að tefla tæplega 44 milljarða sem eru í frystingu hjá sjóðnum. Í október renna út lögbundnir frestir á uppboðssölum, en þá má að sögn Ástu búast við nokkurri aukningu í uppboðum. „Hins vegar er rétt að benda á að heimild til að fresta nauðungarsölum var ætluð til þess að veita lántakendum ráð- rúm til að kynna sér, og eftir atvik- um sækja um, þau úrræði sem í boði eru fyrir skuldara til end- urskipulagningar á fjármálum þeirra þannig að koma megi í veg fyrir nauðungarsölu. Nýti lántak- endur frestinn ætti því ekki að þurfa að koma til verulegrar aukn- ingar á nauðungarsölum í haust.“ Ekki gert ráð fyrir tapi vegna vaxtamunar  Íbúðalánasjóður með 150 fasteignir á sölu og fjórðungur þeirra í útleigu  Aðstoðarframkvæmda- stjóri sjóðsins býst við fleiri uppboðum í haust  Um 44 milljarða króna útlán sjóðsins í frystingu Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín fjölda íbúða eftir bankahrunið og er núna með um 150 íbúðir á sölu víða um land. Um fjórðungur þeirra er í útleigu. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég er mjög sáttur við sumarið og við eigum besta mánuðinn eftir. Bókanir hjá okkur í ágúst eru margfaldar á við síðasta sumar. Auðvitað setti hestapestin og afboðun landsmóts hesta- manna strik í reikninginn hjá okkur en annað hefur bara komið í staðinn og ver- ið brjálað að gera,“ segir Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjón- ustunnar á Hólum í Hjalta- dal í Skagafirði, um vertíðina í sumar. Hann áætlar að 10-12 þúsund manns muni sækja Hóla heim í sumar sem er svip- aður fjöldi ferðamanna og á síðasta ári. Ólafur segir að það geti talist mjög gott miðað við hestapest og eldgos. „Ferðasumarið hefur verið frábrugðið fyrri árum að því leyti að umferð bílaleigubíla hefur mikið til horfið. Í staðinn hafa komið hingað stórir ferðahópar með rútum,“ segir Ólafur en um 10 þúsund manns hafa skrifað í gestabók í Hóladómkirkju í sumar, sem er viðmið ferða- þjónustunnar um gestafjöldann. Ættarmót í stað hestamóta Hólar hafa eins og margir aðrir staðir á land- inu ekki farið varhluta af hestapestinni og áhrif- um hennar á ferðaþjónustu og hestatengda starfsemi. Þannig var hætt við námskeið og sumarskóla fyrir hestamenn sem átti að halda á Hólum í sumar og eitthvað bar á afbókunum vegna landsmótsins. En annað hefur komið í staðinn, ekki síst ættarmót sem haldin hafa ver- ið á Hólum um nánast hverja helgi í sumar. Nóg verður um að vera hjá Ólafi og hans fólki í ágúst, en alls starfa um 20 manns hjá Ferða- þjónustunni á Hólum yfir sumartímann. Fram- undan eru m.a. tvær stórar ráðstefnur, al- þjóðlegt líffræðinámskeið, heimsókn 70-80 nemenda frá dönskum tækniháskóla, Hólahátíð og tónlistarhátíð. Á Hólahátíðinni í ár, 13.-15. ágúst, verður opnuð ný sýning og nýtt safn á vegum Söguseturs íslenska hestsins, sem Ólaf- ur fullyrðir að muni laða til sín hestaáhuga- menn af öllu landinu. „Við hófum sumarið með barokkhátíð og end- um það á þjóðlagatónlist frá miðöldum á svo- nefndri Ríkíni-hátíð,“ segir Ólafur en fyrir ári var stofnað á Hólum félag áhugafólks um forna tónlist, Ríkíni-félagið, og ætlar það að end- urtaka leikinn í lok ágúst þegar sumarstarfsemi ferðaþjónustunnar lýkur. Yfir vetrartímann sinnir Ólafur veitingaþjón- ustu fyrir nemendur Háskólans á Hólum, en umsóknir um skólavist fyrir komandi vetur hafa aldrei verið fleiri og því horfur á fjölgun nemenda við skólann. „Veðrið hjá okkur síðustu daga og tvær helg- ar hefur verið ævintýri líkast. Mikill hiti og staðurinn fullur af fólki, líflegt í sundlauginni og á tjaldstæðinu og fólk skoðað sig um á staðnum. Fólk hefur verið að dásama veðráttuna hér, þó að frekar kalt hafi verið á Norðurlandi í sumar,“ segir Ólafur Jónsson. Ágúst á Hólum margfaldur frá í fyrra  Búist við 12 þúsund manns heim að Hólum í Hjaltadal í sumar  Verið brjálað að gera, segir fram- kvæmdastjóri ferðaþjónustunnar  Sáttur við sumarið þrátt fyrir hestapest og áhrif eldgossins Hólar Tjaldstæðin á Hólum í Hjaltadal hafa verið vel nýtt í sumar, ekki síst í góðviðriskafl- anum seinni hluta júlímánaðar. Veðursæld er mikil í skóginum og gott skjól fyrir vindum. Ólafur Jónsson Við stofnun Íbúðalánasjóðs voru teknar yfir eignir og skuldir þriggja sjóða – Bygg- ingasjóðs ríkisins, Bygg- ingasjóðs verkamanna og Húsbréfadeildar. Við yfirtök- una voru eignir og skuldir sjóðanna núvirtar með mark- aðsvöxtum. Að sögn Ástu hafa neikvæðir vextir á bréfum Byggingasjóðs verkamanna ekki áhrif á fjárhag Íbúðalána- sjóðs í dag: „Afskriftir vegna lána í Byggingasjóði verka- manna eru mjög litlar, enda að öllu jöfnu tiltölulega lítið eftir af lánstíma þeirra og jafnframt er veðsetningar- hlutfall þeirra tiltölulega lágt,“ segir hún. Ekki vandamál VERKAMANNASJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.