Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 21
✝ Jóhann A. Gunn-laugsson fæddist á Akranesi 2. maí 1933. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 24. júlí 2010. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urjóna Kristín Daní- elína Sigurðardóttir frá Steinhólum í Grunnavíkurhreppi, f. 4.5. 1904, d. 4.10. 1984, og Gunnlaugur Gunnlaugsson, frá Litla-Vatnshorni í Dölum f. á Skógsmúla 4.9. 1900, d. 28.2. 1982. Systkini Jóhanns, sammæðra, voru: Málfríður Sólveig, húsmóðir í Reykjavík, f. 5.6. 1922, d. 20.12 2007; Sigurður Hinrik, kaupmaður í Reykjavík, f. 24.9. 1924, d. 17.7. 1977; Ásta Marín, húsmóðir í Reykjavík, f. 18.12. 1925, d. 25.2. 2008; Örn Bjartmars, prófessor í Reykjavík, f. 23.12. 1927, d. 18.10. 2000. Alsystkini Jóhanns eru Hall- ur Scheving, íþróttakennari á Akranesi f. 7.5. 1930, d. 3.1. 1998; Kristinn Valgeir, skipasmiður í Keflavík, f. 12.7. 1934 d. 10.6. 2001; Högni Gunnar, málari í Keflavík, f. 9.6. 1936; Anna Gunn- og Ásu 11 talsins og barna- barnabörnin þrjú. Jóhann ólst upp á Akranesi en flutti ungur úr foreldrahúsum til Keflavíkur þar sem hann sinnti ýmsum störfum. Jóhann var lærð- ur matreiðslu- og kjötiðn- aðarmaður frá Sjómannaskól- anum. Sjómennsku stundaði Jóhann um árabil og sigldi á Reykjafossi Eimskipafélagsins til ársins 1958. Eftir það stundaði Jó- hann ásamt eiginkonu sinni versl- unarrekstur í Reykjavík til ársins 1982. Lengst af ráku þau versl- unina Þrótt við Kleppsveg. Hann starfaði síðar sem sölumaður hjá kjötvinnslum Búrfells og Goða þar til hann lét af störfum 67 ára að aldri. Hann sinnti ýmsum fé- lagsstörfum af mikilli sam- viskusemi. Hann var um árabil knattspyrnudómari fyrir Víking í Reykjavík. Einnig var hann virkur félagi í Golfklúbbi Ness til margra ára og stundaði hann golfið af miklu kappi. Þá var hann með- limur í Oddfellowreglunni frá árinu 1974 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Þau Jóhann og Ása bjuggu lengst af í Sæviðarsundi í Reykja- vík þar sem þau bjuggu fjölskyldu sinni fallegt heimili. Árið 1998 fluttu þau að Skúlagötu þar sem Ása býr enn. Síðasta árið dvaldis Jóhann á Landakoti og nú síðast á Droplaugarstöðum. Útför Jóhanns fer fram frá Langholtskirkju í dag, 3. ágúst 2010, og hefst at- höfnin kl. 13. laug, talsímavörður á Akranesi, f. 28.5. 1938, og Fjóla Lind, húsmóðir á Akranesi, f. 8.6. 1939. Hinn 23. júlí 1955 kvæntist Jóhann eft- irlifandi eiginkonu sinni Ásu Jónsdóttur. Foreldrar Ásu voru Friðbjörg Sigurð- ardóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 8.12. 1907, d. 2.8. 1985, og Jón Jónsson, skip- herra hjá Landhelg- isgæslunni, f. 26.2. 1909, d. 1.6. 1970. Synir Jóhanns og Ásu eru þrír en fyrir hjónaband átti Jó- hann einn son. Þeir eru: 1) Ingi Valur, f. 24.2. 1951, móðir Þor- björg Pálsdóttir, maki Ragnheiður Harðardóttir, f. 1.2. 1953. Þau eiga 4 börn og 3 barnabörn. 2) Jón Friðrik, f. 28.11. 1957, maki Guðrún Geirsdóttir, f. 2.4. 1957. Þau eiga 3 börn. 3) Gunnlaugur Helgi, f. 26.11. 1960, maki Áslaug Einarsdóttir, f. 14.6. 1963. Þau eiga 2 börn. 4) Gunnar Einar, f. 13.9. 1964 maki Linda Björk Bentsdóttir, f. 30.11. 1964. Þau eiga 2 börn. Samtals eru barnabörn Jóhanns Við kveðjum yndislegan föður sem var okkur gott leiðarljós í lífinu og umvafði okkur með kærleika sín- um alla tíð. Heiðarleiki, umhyggja og glaðlyndi var hans aðall. Eft- irfarandi erindi úr erfiljóði sem ort var um afa hans, Sigurð Ebenezers- son, finnst okkur eiga við hann á kveðjustund. Trúr í orði og verki varstu virtir meira dyggð en auð, hugrór lífsins byrðar barstu bæta vildir hverja nauð, er þú sást að særði þá, sem þér mættu vegi á. Glaður í trú þú gekkst að verki gott var hjartað, starfsöm mund, aldrei veikstu undan merki, eins á gleði- og raunarstund. Kveðja, Ingi Valur Jóhannsson Jón Friðrik Jóhannsson Gunnlaugur Helgi Jóhannsson Gunnar Einar Jóhannsson. Kínverska þvottahúsið, góðan dag. Ha? sagði ég sem var að hringja heim til kærastans í fyrsta sinn 17 ára gömul árið 1974. Svona átti tengdapabbi til að svara þegar hann var að sprella, þetta var fyrir tíma farsíma og tölva, þá vissu allir hverjir voru að hringja í hvern. Það kom síðan í ljós að betri tengda- pabba var ekki hægt að hugsa sér. Hann var ekkert nema góðmennsk- an og hjálpsemin við unga parið sem var að stíga sín fyrstu spor. Það var algjörlega ný upplifun fyrir mig að koma inn í fjölskyldu Jóa og Ásu, allir þessir strákar sem töluðu svo hátt og höfðu skoðanir á öllum og öllu, það minnti mig á ítalska fjölskyldu sem ég hafði einungis séð í bíómyndum. Síðan liðu árin og barnabörnin komu eitt af öðru og ekki stóð á þeim hjónum að hjálpa til og passa börnin þegar við þurftum á að halda. Okkur var oft boðið í mat á sunnudögum, afi Jói úti á svölum að grilla, það hafði ég aldrei séð áður, vön móður minni við eldamennsk- una. Á hverju einasta gamlárs- kvöldi mætti öll fjölskyldan í Sævið- arsundið til Jóa og Ásu á slaginu kl. 18, því hann sagði alltaf að húsinu yrði lokað kl. 18, hann þoldi ekki neitt hangs eða óstundvísi og var það að mínu skapi. Þar var meðal annars alltaf borin fram hin víð- fræga afa Jóa súpa. Uppskriftin hefur fylgt fjölskyldunni til fjölda ára. Minningin um hann á gamlárs- kvöld á fullu í eldhúsinu með svuntu að ganga frá er ljóslifandi í huga mínum. Hann var hörkuduglegur á öllum sviðum, alltaf að taka til í geymslunni og henda drasli, Ása tengdamamma að passa að hann henti ekki einhverju sem ekki mátti henda. „Jói, hverju ertu nú búin að henda?“ heyrði maður ósjaldan frá tengdamömmu, þá blikkaði hann mann og brosti út í annað og sagði: „Ekkert má maður.“ Tengdapabbi greindist með Alz- heimers-sjúkdóm fyrir nokkrum ár- um og var erfitt að horfa upp á þennan flotta og góða mann líða illa og verða hálfósjálfbjarga, þess vegna lifi ég í þeirri trú að hann hafi verið hvídinni feginn. Bestu þakkir fyrir samfylgdina öll þessi ár. Þín tengdadóttir, Guðrún Geirsdóttir. Það var okkur til gæfu og gleði að eiga afa Jóa. Við þökkum fyrir vinskap, hlýju og umhyggju. Við þökkum fyrir gleðina og ánægjuna af samveru. Við þökkum fyrir samfylgdina. Við kveðjum hann og minnumst með virðingu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Einar Þór og Helga Kristín. Elsku afi Jói, nú ert þú horfinn á braut og kominn á betri stað. Við systkinin viljum kveðja þig með því að rifja upp nokkrar gamlar og góð- ar minningar um þig. Afi Jói var alltaf að og mjög dug- legur, en þrátt fyrir það og allt golfið sem hann spilaði þá hafði hann alltaf tíma fyrir barnabörnin. Við systkinin vorum mikið í heim- sókn hjá afa og ömmu á okkar yngri árum. Þau pössuðu okkur mikið og svo áttum við heima í hverfinu þannig að það var ekki langt að fara til að kíkja í heimsókn í Sæviðarsundið. Sæviðarsundið lifir rosalega sterkt í minningunni hjá okkur öll- um og þá sérstaklega gamlárs- kvöldin. Gamlárskvöldin í Sæviðar- sundinu voru ógleymanleg og maður sér afa Jóa fyrir sér í eld- húsinu að elda steikina og „afa-Jóa súpuna,“ sem allir biðu spenntir eft- ir. Afi var alltaf yndislegur, ljúfur og þolinmóður við okkur barna- börnin. Hann dekraði við okkur og fannst gaman að gefa okkur nammi, enda var hann svolítill nammigrís sjálfur. Hekla minntist líka á það við okkur að það var alltaf hægt að plata afa til að setja Tomma og Jenna spólurnar í myndbandstækið nema þegar fréttirnar voru í gangi. Afa fannst heldur ekkert leiðinlegt að blunda aðeins í stólnum sínum meðan við fengum að horfa á Tomma og Jenna og vaka frameftir. Við bræðurnir munum ekki eftir því að afi hafi nokkurn tímann verið reiður við okkur nema þegar við lékum okkur með gömlu matchbox- bílana og oddhvössu teinahjóla-bíl- ana og hann steig kannski ofan á þá þegar þeir voru úti á miðju stofu- gólfi. Hann fann nú síðar ráð við því og passaði sig á að vera alltaf í inni- skóm þegar við vorum í heimsókn. Ein af fyrstu minningum okkar af afa var þegar hann var með verslunina Þrótt, við munum eftir honum fyrir aftan kjötborðið og amma að lauma í okkur nammi við afgreiðsluborðið. Svolítið fyndið að það hafi verið Víkingsmaður sem seldi öllum þessum Þrótturum mat- vöru. Svo er ekki hægt að gleyma afa Jóa og Alla málara sem spiluðu mikið golf saman úti á Nesi. Það var alltaf gaman að koma með út á golfvöll. Afi Jói var ekki þekktur fyrir að halda upp á „drasl“ og hluti sem ekki var verið að nota. Hann átti það til að tæma bílskúrinn og kompuna hjá sér reglulega. Við munum eftir nokkrum tilvikum þegar amma þurfti að stoppa afa, meðal annars þegar hann var búinn að henda hárteygjunum hennar Heklu í ruslið því hann hélt þetta væri drasl. Þetta var samt bara fyndið og afa var stundum strítt á þessu. Afi Jói var líka ótrúlega ástríkur eiginmaður og hann stóð sig frá- bærlega í veikindunum hennar ömmu. Og þótt það sé sárt að missa þig, afi, þá er gott að hugsa til þess að þú sért á betri stað núna. Við munum sakna þín, afi Jói, Ástarkveðja, Kolbeinn, Jóhann Geir og Hekla. Jóhann A. Gunnlaugsson Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Jón Kristinssonfæddist á bænum Holtum á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu 3. ágúst 1921. Hann lést á dval- arheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðsfirði 1. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Gísla- dóttir frá Vagns- stöðum í Suðursveit, f. 18. janúar 1885, d. 27. júlí 1964, og Krist- inn Jónsson, búfræðingur, frá Ausu í Andakíl í Borgarfirði syðra, f. 8. febrúar 1877, d. 18. júlí 1962. Jón átti tíu systkini. Hálfsystkini samfeðra, er Kristinn átti með fyrri konu sinni, Guðlaugu Benedikts- dóttur, voru tvíburarnir Guðlaug og Benedikt, f. 17. september 1906, Guðlaug d. 20. desember 1980, Benedikt d. 18. maí 1985. Alsyst- kinin voru: 1) Svava Laufey, f. 13. júní 1913, d. 30. desember 2000, 2) Gunnar Valgeir, f. 27. nóvember 1914, d. 19. september 2001. 3) Lára, f. 25. apríl 1917, d. 21. sept- ember 1984. 4) Sigurður, f. 18. jan- úar 1916, d. 5. apríl 2004. 5) Hall- dóra, f. 17. nóvember 1918., d. 21. ágúst 2004. 6) Gísli, f. 22. nóvember 1922, d. 29. ágúst 1978. 7) Þorbjörg, f. 20. júlí 1924, d. sama ár. 8) Guð- mundur, f. 27. apríl 1927, d. 8. ágúst 2000. Jón var ógiftur og barnlaus. Hann flutti fimm ára gamall frá Holtum með fjöl- skyldu sinni að Þernunesi við Reyð- arfjörð árið 1926, og þaðan á næsta bæ, Hafranes, árið 1940. Þar sinnti hann öllum tilfallandi bústörfum í sambýli við foreldra sína og Sigurð bróður sinn. Árið 1968 brann íbúðarhúsið á Hafranesi og þá flutt- ist hann með fjölskyldu Sigurðar til Fáskrúðsfjarðar. Hann tók meira- próf og rútupróf árið 1969 og vann við akstur áætlunarbifreiða milli Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar um tveggja áratuga skeið. Einnig við hópakstur með íþróttalið, hljómsveitir, kvenfélög og alls konar félagahópa um Aust- urland og víðar um landið, ásamt því að vinna í verslun og bensínstöð sem fjölskyldan rak á Fáskrúðsfirði samhliða akstrinum. Jón keypti húsið Sólvang á Fáskrúðsfirði árið 1991 og bjó þar einn til haustsins 2008 þegar hann flutti á dvalar- heimilið Uppsali. Útför Jóns fór fram í kyrrþey, að hans ósk, frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju 6. febrúar 2010. Jón frændi hefði orðið 89 ára í dag. Í þetta skipti verður ekkert af hring- ingu í afmælisbarnið austur á Fá- skrúðsfirði. Jón lést 1. febrúar sl. á dvalarheimilinu Uppsölum. Fjörður- inn okkar fallegi skartaði sínu feg- ursta þegar hann var borinn þar til grafar. Jón var síðastur til að kveðja af 11 systkinum og var einn eftir af þeim stóra hópi þegar pabbi og Dóra syst- ir þeirra létust með stuttu millibili 2004. Hann og pabbi áttu samleið í 70 ár, í Hornafirði sem strákar, á Þernunesi á unglingsárunum, við bú- störf á Hafranesi í tæp 30 ár og í verslunarrekstri og rútuharki á þriðja áratug eftir að við fluttum á Fáskrúðsfjörð 1968. Það var ekki fyrr en pabbi og mamma fluttu suður 1991, sem Jón keypti sér lítið hús á Fáskrúðsfirði, Sólvang, og bjó þar einn uns hann flutti á dvalarheimilið 2008. Jón frændi var ógiftur og barnlaus en börnin og ungmennin í fjölskyld- unni nutu hans í ríkum mæli. Fram- an af voru það systkinabörnin hans sem fjölmenntu í sveitina á Hafra- nesi og voru tengd honum órjúfan- legum böndum eftir það. Síðan við Sigga systir, sem ólumst upp með góðan frænda á heimilinu. Eftir það okkar börn, sérstaklega hennar Siggu, en hjá henni dvaldi hann lang- dvölum á seinni árum og létti undir heimilinu með barnagæslu, elda- mennsku og öðru sem til féll. Það var endalaust hægt að leita til Jóns þegar eitthvað bjátaði á. Ég fékk að snúast með honum í fjárhús- unum sem lítill patti á Hafranesi, og sótti í að fara upp til hans að spila marías eða kasínu fyrir háttatíma á kvöldin. Á unglingsárunum á Fá- skrúðsfirði fylgdi hann mér í alla fót- boltaleiki og var minn dyggasti stuðningsmaður á þeim vettvangi. Jón kenndi mér að keyra, gaf mér bílprófið og treysti mér fyrir jepp- anum sínum frá fyrsta degi. Sigga systir hefði án efa getað skrifað margt um allt þeirra flakk eftir að ég var floginn úr hreiðrinu. Jón var höfðingi heim að sækja þegar ég kom austur eftir að hann var kominn í sitt litla og notalega hús. Hann lét sig ekki muna um að baka og elda og taka vel á móti sínu fólki. Og ég kann ekki töluna á öllum þeim burtfluttu Fáskrúðsfirðingum sem höfðu skroppið austur og sagt mér frá því að þeir hefðu rekist á Jón á gönguferðum út um allar sveitir í firðinum sínum. Þar átti hann ýmsa góða göngu- og ferðafélaga. Jón var léttur á fæti lengst af, hélt sér í góðu líkamlegu formi og heilbrigt líferni var honum eðlislægt. Hann var kom- inn á miðjan níræðisaldur þegar hann keyrði síðast að austan og suð- ur í Grímsnes til að dvelja hjá Siggu og hennar fjölskyldu. Síðustu æviár- in naut Jón þess að í litlu samfélagi er auðveldara að eldast einn en í fjöl- menninu fyrir sunnan, sem aldrei heillaði hann. Hann átti sína tryggu vini á Fáskrúðsfirði sem réttu hjálp- arhönd þegar aldurinn fór að segja til sín og heilsan að gefa sig. Ómet- anleg aðstoð Elsu Guðjónsdóttur við hann síðustu árin verður aldrei full- þökkuð og þegar hann loksins fékkst til að fara á dvalarheimilið leið hon- um afskaplega vel þar og naut frá- bærrar umönnunar til síðasta dags. Víðir Sigurðsson. Jón frændi var ávallt til staðar fyr- ir mann. Hann sagði mér alltaf að það væri allt mögulegt ef maður hefði bara viljann. Já, hann Jón frændi var sjálfstæður, myndarleg- ur, hraustur og mikill útivistarmað- ur. Hann gekk alltaf 9 km á morgn- ana á meðan getan var fyrir hendi og síðustu árin sem hann gerði það not- aði hann bara staf sér til hjálpar. Hann sýndi mér oft allar mynd- irnar sem teknar voru af náttúru Ís- lands þegar ég kom í heimsókn á Fá- skrúðsfjörð sem var hans heima- staður. Þrátt fyrir það hversu heima- kær hann var hafði hann svo sannar- lega gaman af útivist og held ég að það séu fáir staðir hér á landi sem hann hafði ekki skoðað. Fór hann þá oft á bílnum eða labbandi. Einnig fannst honum gaman að fara í bíltúr enda var hann rútubílstjóri hluta ævi sinnar og unni því mjög. Þegar ég var aðeins 14 ára kenndi hann mér að keyra á litla sæta gráa bílnum sínum. Við fórum oft í bíltúr út að Borg í Grímsnesi þegar ég bjó á Sólheimum í Grímsnesinu og var það alltaf ís, suðusúkkulaði eða malt sem við fengum okkur til að japla á. Jón frændi var oft í heimsókn hjá okkur, kom nokkrum sinnum á ári og var þá alltaf í langan tíma í senn. Við gerð- um svo margt saman, fórum oft í bíl- túra, gönguferðir, bökuðum skúffu- kökur að hætti hans, spiluðum rommí og svo horfði ég auðvitað á Leiðarljós með honum, en hann mátti sko alls ekki missa af því. Jón frændi var sannarlega fyrir- mynd og mun ég alltaf líta upp til hans, þar sem hreysti, snyrti- mennska og heiðarleiki voru alltaf í fyrirrúmi. Hann kenndi mér svo margt, kenndi mér að sjá hlutina í líf- inu sem skipta virkilega máli og það að maður gæti allt sem maður vildi. Það kostaði bara mikla vinnu en sú vinna myndi alltaf skila sér að lokum. Ég mun sakna þín ævinlega, Jón frændi, og mun ég varðveita minn- ingu þína og allt sem þú kenndir mér. Katrín Ösp Jónasdóttir. Jón Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.