Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. Á G Ú S T 2 0 1 0  Stofnað 1913  178. tölublað  98. árgangur  VETRARSAGA KVIKMYNDUÐ AÐ SUMARLAGI LEIKARASKAPUR PLÁGA Í KNATTSPYRNU KENNIR FÓLKI AÐ ELDA HOLLAN MAT MIKIL MEINSEMD ÍÞRÓTTIR ELDAR ÚR ARFA 10GAURAGANGUR 32 Morgunblaðið/Ómar  Í áætlunum Íbúðalánasjóðs, ÍLS, er ekki gert ráð fyrir tapi vegna neikvæðs vaxtamunar, að sögn Ástu H. Bragadóttur, aðstoðar- framkvæmdastjóra sjóðsins. Fjöldi uppboðsíbúða í bókum Íbúðalána- sjóðs hefur aukist mjög á undan- förnum misserum, en fram kom í Morgunblaðinu nýverið að birgða- staða uppboðsíbúða hefði náð 739 um mitt ár. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefði sjóðurinn jafnframt leyst til sín tæplega tvöfaldan fjölda allra innleystra íbúða síðasta árs. Aukin vanskil hjá sjóðnum orsaka þessa aukningu fullnustugerða sjóðsins, en uppboðsíbúðir eru óvaxtaberandi eignir eins og gefur að skilja og hafa því áhrif á vaxta- mun sjóðsins. »12 Ekki gert ráð fyrir tapi ÍLS vegna vaxtamunar Mikill fjöldi » 12.000 manns mættu á Sparitónleika á Einni með öllu á Akureyri. » 6.000 manns á Síldarævin- týri á Siglufirði og aðkomu- menn 3.000 á Neistaflugi. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Skemmtanahald fór víðast hvar vel fram um helgina og hún var ein sú ró- legasta í tvo áratugi hvað umferðina varðar. Samt voru tvær nauðganir til- kynntar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um. Þar komu upp 40 fíkniefnamál og voru um 300 grömm af efnum gerð upptæk, mest afmetamín og kókaín, en furðulítið af kannabisefnum. Met- fjöldi var í Eyjum, um 16.000 manns þegar mest var. Þessu var hins vegar öfugt farið í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi, þar sem Unglingalands- mót UMFÍ fór fram um helgina, þar sem 12.000 manns voru saman komn- ir þegar leikar stóðu sem hæst. Þar var hátt í hálft kíló af efnum gert upp- tækt frá miðvikudegi til mánudags, mest kannabisefni, en minna af hvít- um efnum. Það var þó mest úr um- ferðinni og ekki tengt landsmótinu. Á mörgum öðrum útihátíðum komu engin fíkniefnamál upp. Flug lá niðri frá Eyjum í um einn og hálfan tíma í gær, en í gærkvöldi hafði Flugfélag Íslands farið 32 ferðir frá Eyjum og hafði allt gengið vel. Mest tekið í Borgarfirði  Metfjöldi í Eyjum, 16.000 manns, 40 fíkniefnamál og tvær nauðganir tilkynntar  Um hálft kíló af fíkniefnum gert upptækt í Borgarfirði en minna úti í Eyjum MGóð skemmtun » 2, 4 Ljósmynd/SL Hjálp Björgun við Vatnajökul um helgina. Fjórhjólið dregið á land. „Sú ákvörðun að leggja út í svell- kalda ána og storka náttúruöflunum var alfarið mín og ég sit eftir með sárt ennið. Núna er mér þó efst í huga þakklæti til björgunarsveit- armanna sem sýndu snarræði við björgun,“ segir Gunnar Maríusson í Keflavík. Björgunarsveitarmenn björguðu Gunnari, sem ekið hafði á fjórhjóli út í jökulá norðan Jökulheima við Vatnajökul sl. laugardag. Á vettvang fóru björgunarsveitarmenn úr Reykjavík og frá Kópaskeri sem voru á hálendisvakt sem Slysavarna- félagið Landsbjörg heldur úti yfir sumartímann. Gert er út frá fjórum stöðum á hálendinu. Kristinn Ólafs- son, framkvæmdastjóri Lands- bjargar, segir varðstöðu öryggis- sveita skipta miklu enda sé með því hægt að bregðast skjótt við þegar vá steðjar að. Þá auki það öryggi fjalla- fara hve þéttriðið net GSM-kerfisins er nú orðið. „Mér finnst það einstakt og sýna mikla fórnarlund hjá björgunarsveit- armönnum að vera til þjónustu reiðu- búnir ef vá steðjar að,“ segir Gunnar Maríusson. sbs@mbl.is »6 Lagði út í svellkalda ána  Hálendisvakt björgunarsveitanna hefur sannað gildi sitt Crown Princess, stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Reykjavíkur í sumar, lagði úr höfn síðdegis í gær. Skipið er 113 þúsund tonn. Alls 3.306 farþegar voru með skipinu og 1.200 manna áhöfn þannig að samanlagt eru um borð ámóta margir og búa í Fjarðabyggð svo eitthvert við- mið sé haft. Héðan kom skipið frá Bretlandi og frá Reykjavík var stefnan tekin til Akureyrar, þangað sem skipið kemur í morgunsárið. Prinsessan siglir út sundin með 4.500 manns um borð Morgunblaðið/Árni Sæberg  Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa 12,3 milljarðar króna verið greiddir í atvinnuleysis- bætur. Áætlað er að heildar- greiðslur at- vinnuleysisbóta árið 2010 verði 23 milljarðar króna, sem er þremur milljörðum króna minna en áætlað er í fjárlögum fyr- ir árið. Til grundvallar liggur spá Vinnumálastofnunar um að með- alatvinnuleysi ársins verði 8,1% sem er töluvert minna en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Í álagningar- tölum ríkisskattstjóra kemur m.a. fram að atvinnuleysisbætur námu á síðasta ári 20,5 milljörðum króna en efnahagskreppan kemur skýrt fram í þeim tölum. »14 23 milljarðar í atvinnuleysisbætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.