Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það segirtöluverðasögu um
hvaða erindi Ís-
land á inn í Evr-
ópusambandið að
eitt af því sem
helst er rætt í
tengslum við aðildarumsókn-
ina eru mögulegar undanþágur
eða sérsamningar. Þessi um-
ræða heldur jafnvel áfram eftir
að stækkunarstjóri sambands-
ins hefur sérstaklega ítrekað
að engar undanþágur séu
mögulegar.
Haraldur Benediktsson, for-
maður Bændasamtaka Íslands,
fjallar í grein á vefnum Evr-
ópuvaktin.is um sérlausnir um
landbúnað sem samið var um
við Finnland. Hann bendir á að
oft sé vitnað til Finnlandsleið-
arinnar, sérlausnar fyrir heim-
skautalandbúnað, en að sú um-
ræða sé á villigötum. Hann
segir Bændasamtökin hafa
kynnt sér aðildarsamning
Finnlands og afkomu finnskra
bænda frá aðild, jafnt með
lestri á skýrslum og tölulegum
gögnum sem og með samtölum
við finnska bændur.
„Athyglisvert er að kynnast
því viðhorfi, sem vitnar um
reynslu þeirra af ýmsum
„samningum“ sem þeir töldu
sig hafa gert við aðild. Fjöl-
mörg sérákvæði, sem samið
var um, hafa ekki reynst papp-
írsins virði. Þrátt fyrir undir-
skriftir og handsöl hafa stofn-
anir ESB fellt slíkt úr gildi
vegna kröfunnar um jafnræði
innan ESB,“ segir formaður
Bændasamtakanna og bætir
við að mörgu hefði verið veifað
sem glæsilegri niðurstöðu sem
síðar hefði reynst markleysa.
En það er ekki aðeins í land-
búnaðarmálum sem fjar-
stæðukennt tal um undan-
þágur er áberandi. Þetta á ekki
síður við um sjávarútvegsmál,
enda vandfundinn sá Íslend-
ingur sem vill færa sjávar-
útveg Íslands undir Evrópu-
sambandið og þess vegna
leggja aðildarsinnar mikla
áherslu á að slá
ryki í augu al-
mennings með því
að ræða undan-
þágur.
Daniel Hannan,
breskur þingmað-
ur á Evrópuþing-
inu, varaði Íslendinga einmitt
við þessu um daginn og lýsing
hans á því sem við gætum átt
von á fer mjög saman við lýs-
ingu Haraldar Benedikts-
sonar á því sem finnskir
bændur lentu í. Daniel Hann-
an sagði í viðtali við Morg-
unblaðið fyrir hálfum mánuði
að fiskveiðistefnu Evrópu-
sambandsins yrði ekki breytt
og að fiskimiðin væru skil-
greind sem sameiginleg auð-
lind allra ríkjanna. „Það sem
verður hins vegar gert í tilfelli
ykkar Íslendinga er að lög-
fræðileg viðbót verður látin
fylgja aðildarsamningi ykkar
þar sem mun koma fram að
ekkert í samningnum afnemi
fullveldi Íslands yfir fiskimið-
unum í kringum landið, eitt-
hvað á þá leið. Látið verður
líta út fyrir að þetta tryggi yf-
irráð Íslendinga yfir auðlind-
inni ykkar í hafinu. Tímasetn-
ingin fyrir þetta útspil verður
vandlega valin. Allt í einu
verður tilkynnt að tekist hafi
að ná frábærri niðurstöðu um
sjávarútvegsmálin og að fiski-
miðin í kringum Ísland verði
eingöngu fyrir íslenska sjó-
menn. Síðan þegar þið eruð
komin inn í Evrópusambandið
mun dómstóll sambandsins
einfaldlega úrskurða að þessi
viðbót stangist á við sáttmála
þess og dæma hana ógilda,“
sagði Hannan. Hann bætti því
svo við að þetta hefði gerst í
tilfelli flestra ríkja Evrópu-
sambandsins með einum eða
öðrum hætti.
Vandséð er hvers vegna
umræða um undanþágur eða
sérlausnir heldur áfram hér á
landi eftir að svo skýrt er
komið fram að engar und-
anþágur eru í boði og að ekk-
ert hald er í sérlausnunum.
Sérlausnir sem
samið hefur verið
um við ESB hafa
reynst einskis virði}
Engar undanþágur eða
sérlausnir í boði
Oft er látið einsog það sé sér-
viska smáþjóðar
að setja skorður
við því að erlendir
menn geti eignast
það sem þeir vilja hér á landi.
Danir gæta þess að útlend-
ingar eignist ekki fasteignir
hjá sér nema með þröngum
skilyrðum. Bandaríkin banna
eignarhald útlendinga á fjöl-
miðlum og fjölmörgu sem
varðar öryggi þeirra.
Kanadamenn
ganga manna
lengst. Forsætis-
ráðherra Íslands
þurfti fjölda við-
ræðufunda með
starfsbróður þar til að
tryggja íslensku flugfélagi
áætlunarflug. Jákvæð úr-
lausn fékkst seint og í smáum
skömmtum. Þá var ekki verið
að gæta grundvallarhags-
muna. Aðeins hagsmuna
kanadísks flugfélags.
Sjónarmið Íslands
rangtúlkuð af okkur
sjálfum}
Eðlileg varúð
F
rídagur verslunarmanna var í gær.
Samkvæmt sögu VR var dag-
urinn upphaflega haldinn hátíð-
legur 13. september 1894 eftir að
tilkynnt var á félagsfundi Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur að kaupmenn
og verslunarstjórar stærri verslana hefðu boð-
ist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að
þeir gætu skemmt sér. „Eftir síðari heimsstyrj-
öld varð frídagur verslunarmanna smám sam-
an almennur frídagur, notaður til ferðalaga og
skemmtanahalds, og á sjöunda áratugnum er
tekið að efna til skipulegra útihátíða víða um
land,“ ritar Árni Björnsson í Sögu daganna.
Fáir vinna jafn mikið um verslunarmanna-
helgina og starfsfólk verslana, það er undir
miklu álagi að afgreiða fólk í löngu helgarfríi
sem hefur algjörlega gleymt hverjum versl-
unarmannahelgin er tileinkuð. Mánudagurinn er enginn
almennur frídagur verslunarmanna lengur þó verslunar-
eigendur ættu að sjá sóma sinn í að loka verslunum sínum
þennan dag. Með smá fyrirhyggju getur almenningur lifað
það af.
Ég las nýverið bókina Hélstu að lífið væri svona?. Bókin
kom út árið 1981 og í hana ritar Inga Huld Hákonardóttir
sögur ellefu verkakvenna í Reykjavík. Inga Huld segir í
formála bókarinnar að þetta séu sögur kvenna sem unnu
myrkranna á milli og höfðu samt varla í sig né á og fengu
litlu sem engu ráðið um eigin kjör. „En þetta eru strit-
hetjurnar, sem bera merkilega fólkið á herðum sér,“ segir
hún ennfremur. Konurnar sem segja sögu sína
vinna ýmist við þjónustustörf eða í fiskvinnslu,
þær eru flestar margra barna mæður sem
vinna frá morgni til kvölds, sumar eru ein-
stæðar eða eiga menn sem hafa nánast drepið
sig á of mikilli vinnu og sitja heima öryrkjar.
Yfirmenn þeirra vita hvernig á að ná sem
mestu út úr þeim, með því að hafa dagvinnu-
kaupið svo lágt að það borgar sig ekki annað
fyrir þær en að reyna að ná einhverri yfirvinnu
dag hvern, annars verður ekkert í launa-
umslaginu, heima bíða svo húsverkin og barna-
uppeldið.
Aðeins eru um þrjátíu ár síðan sögur þess-
ara kvenna voru ritaðar, sem betur fer hafa
kjör og réttindi láglaunastétta batnað þó enn
séu margir sem ná ekki endum saman og eftir
efnahagshrunið hefur bæst í þann hóp.
Eftir hrunið hefur meiri harka hlaupið í leikinni á at-
vinnumarkaðinum. Það vilja fáir tilheyra þeim tæplega 8%
sem eru atvinnulaus í dag, atvinnurekendur vita það og
því er meiri hætta á að vinnandi fólk láti bjóða sér nánast
hvað sem er af ótta við að missa vinnuna.
Staðan í dag er líka orðin sú að það þurfa margir að taka
allri yfirvinnu og aukavinnu sem býðst til þess eins að geta
lifað af því sem kemur í launaumslagið um hver mán-
aðamót í þjóðfélagi þar sem allt fer hækkandi. Í þjóðfélagi
þar sem hinn vinnandi maður býr við þann ótta að eina
lausn lamaðrar ríkisstjórnar út úr vanda verði að taka enn
meira úr launaumslagi hans.
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Strithetjurnar strita enn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
E
fnahags- og atvinnu-
ástandið eftir hrun
bankanna birtist með
skýrum hætti í nið-
urstöðum ríkisskatt-
stjóra um álagningu þessa árs, sem
byggð er á skattframtölum fyrir
tekjur síðasta árs. Enda er tekið sér-
staklega fram í yfirliti ríkisskatt-
stjóra að upplýsingar úr skatt-
framtölum „beri órækan vitnisburð
um þau umskipti sem urðu í efna-
hagslífi þjóðarinnar haustið 2008“.
Framteljendum hefur fækkað,
tekjuskattur minnkað, minni launa-
tekjur, stórauknar atvinnuleys-
isbætur, hækkandi úttektir úr sér-
eignarlífeyrissjóðum og auknar
greiðslur í félagslega aðstoð og
húsaleigubætur. Þannig drógust
laun og hlunnindi saman um rúma
23 milljarða króna á milli ára.
Sú tala og aðrar í yfirliti ríkis-
skattstjóra eru til vitnis um að fólk
hefur minna á milli handa en áður,
og er um leið að fá meira greitt í
bætur úr ríkissjóði, úr lífeyris-
sjóðum og frá sveitarfélögum. Á
sama tíma hafa skuldir fólks aukist
hraðar en eignir, eða um 63 millj-
arða króna umfram eignir. Að sögn
ríkisskattstjóra hafa skuldir ekki
aukist hraðar en eignir síðan 1991.
36 milljarðar af séreigninni
Í yfirliti ríkisskattstjóra um
álagninguna kemur fram að lands-
menn tóku út nærri 92 milljarða
króna úr lífeyrissjóðum á síðasta ári.
Þar af voru tæpir 15 milljarðar tekn-
ir út úr séreignarlífeyrissjóðum sem
almenn útborgun til þeirra sem eru
60 ára og eldri, eða til um 10 þúsund
manns. Í upphafi síðasta árs tók svo
gildi heimild fyrir 60 ára og yngri til
að taka út eina milljón af séreignar-
sparnaði sínum á níu mánuðum, eða
111 þúsund krónur á mánuði. Að
sögn ríkisskattstjóra nýttu nærri 40
þúsund manns sér þessa heimild á
síðasta ári og tóku út tæpan 21 millj-
arð til að bæta sér upp tekjumissi.
Áhrifa kreppunnar gætir á fleiri
sviðum. Atvinnuleysisbætur hækk-
uðu á síðasta ári um 16,8 milljarða
króna en Vinnumálastofnun greiddi
þá út alls 20,5 milljarða króna til
nærri 28 þúsund manns á atvinnu-
leysisskrá, borið saman við 3,7 millj-
arða árið 2008 og 1,7 milljarða 2007.
Aukningin í greiðslu atvinnuleys-
isbóta frá 2007 er tólfföld, eða um
1.105%, en það ár töldu tæplega
fimm þúsund manns fram atvinnu-
leysisbætur.
Þá hækkuðu húsaleigubætur og
félagsleg aðstoð sveitarfélaga um
51% á milli ára. Nú töldu nærri 4.300
manns fram félagslega aðstoð, eða
17,6% fleiri en fyrir ári. Húsa-
leigubætur og félagsleg aðstoð voru
alls 1,8 milljarðar króna samkvæmt
framtölum 2010, 614 milljónum kr.
hærri en í fyrra, samkvæmt sam-
antekt ríkisskattstjóra.
Er þá ónefnd tekjuskerðingin sem
fjármagnseigendur hafa orðið fyrir.
Söluhagnaður af verðbréfum nam
aðeins 13,2 milljörðum á síðasta ári,
borið saman við um 150 milljarða ár-
ið 2008. Bendir ríkisskattstjóri á að
fara þurfi allt aftur til ársins 2001 til
að finna viðlíka söluhagnað eigenda
verðbréfa. Aðeins um 1.300 manns
töldu fram söluhagnað af hlutabréf-
um í ár, borið saman við nærri 5.000
fjölskyldur á síðasta ári.
Þróunin heldur áfram
Búast má við að þessi þróun
haldi áfram á þessu ári og enn
hærri tölur sjáist í skatt-
framtölum næsta árs, s.s.
áframhaldandi útgreiðslur úr
séreignarsjóðum og aukin út-
gjöld atvinnuleysis-
tryggingasjóðs. Þannig
er búist við að 23 millj-
arðar verði greiddir í
atvinnuleysisbætur í
ár.
Kreppan birtist skýrt
í tölum skattstjóra
Atvinnuleysisbætur og greiðslur úr lífeyrissjóðum 2000 til 2010
100.000
90.000
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
Milljónir kr.
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
Greiðslur úr lífeyrissjóðum
Atvinnuleysisbætur
Álagningarár
15
.9
96
18
.4
51
21
.5
75
24
.9
63
27
.7
98
30
.3
61
34
.1
50
39
.6
88 46
.2
80 53
.6
27
91
.7
76
1.
34
2
1.
0
07
1.
14
3
2.
29
9
3.
31
7
3.
45
8
2.
41
7
1.
82
5
1.
74
5
3.
69
9
20
.5
20
Heimild: Ríkisskattstjóri
„Okkar félagsmenn hafa svo
sannarlega orðið fyrir barðinu á
kreppunni. Það er rosalega
þungt í okkur hljóðið. Við
bankahrunið misstu þúsundir
eldri borgara allt sitt sparifé og
það er endalaust verið að taka
af okkur úr öllum áttum,“ segir
Helgi K. Hjálmsson, formaður
Landssambands eldri borgara,
um fjárhagsstöðu eldra fólks
eftir bankahrunið. „Við viljum
sannarlega taka þátt í uppbygg-
ingunni og leggja okkar af
mörkum. En aðferðafræðin sem
núverandi ríkisstjórn viðhefur
er gjörsamlega út úr korti að
okkar mati. Ráðist er á garðinn
þar sem hann er lægstur og
verið að refsa eldri borgurum
sem hafa verið að reyna að
spara og safna einhverju í
sarpinn til elliáranna. Ef
harðnar í ári er það allt
rifið í burtu með
skattlagningu, alls
staðar þar sem ríkis-
stjórnin sér einhvern
pening. Hún sér ofsjón-
um yfir því að fólk
hafi lagt eitt-
hvað til hliðar.“
Eldri borg-
urum refsað
ALDRAÐIR AFAR ÓSÁTTIR
Helgi K.
Hjálmsson