Morgunblaðið - 03.08.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.08.2010, Qupperneq 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.) Víkverja þykir fátt skemmtilegraen að fletta gömlum dagblöð- um, þau eru einstök heimild um tíð- arandann á hverjum tíma. Á dögunum var hann að leita heimilda í Morgunblaðinu sumarið 1966 þegar hann rakst á forvitnilega fyrirsögn á íþróttasíðu: „Svíamót“ KR án Svía. Í fréttinni segir: „Í kvöld fer fram á Laugardalsvellinum svonefnt „Svíamót“ KR. Þar áttu að keppa 26 Svíar en þeir sendu á síð- ustu stundu boð um að þeir kæmu ekki. Verða því keppendur eingöngu íslenzkir en keppnin verður án efa skemmtileg.“ x x x Víkverji hefur aldrei almennilegaskilið þá áráttu okkar Íslend- inga að skeyta orðinu „maður“ aftan við öll möguleg og ómöguleg starfs- heiti. Hvers vegna tölum við til dæmis alltaf um „slökkviliðsmenn“, þegar valkosturinn „slökkviliðar“ er augljóslega mun betri? Væri ekki orðið „flygill“ líka miklu betra en „flugmaður“? Þannig lítur Víkverji heldur aldrei á sig sem „blaða- mann“, hann er einfaldlega „bleðill“ á Morgunblaðinu. x x x Víkverji er gamall maideníti oghleypti því brúnum fyrir skemmstu þegar kunngjört var að Járnfrúin myndi senda frá sér sína fimmtándu hljóðversplötu um miðj- an þennan mánuð. Ekki svo að skilja að síðustu plötur þessarar gamal- grónu bárujárnssveitar hafi verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Þær hafa alltént verið of verk- smiðjulegar fyrir smekk Víkverja. Ekki rauk hann heldur fram á sæt- isbrúnina þegar titillag nýju plöt- unnar, The New Frontier, kom fram fyrir skemmstu, þrátt fyrir snilld- arleik Guðmundar Inga Þorvalds- sonar í myndbandinu. Nú er annað lag komið í umferð, El Dorado, og þar kveður við annan og meira spennandi tón. Svei mér ef Víkverji þarf ekki bara að taka upp veskið um miðjan mánuð, það er að segja ef The Final Frontier kemur í plötubúðina í Reykjavík. Er ekki bara ein eftir? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft líklega að athafna þig í þröngu rými og með takmörkuð fjárráð um tíma. Margskonar möguleikar blasa þó við, þitt er að sjá þá og það er ekki erf- itt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur ákveðnar skoðanir sem geta valdið ágreiningi við maka eða náinn vin í dag. Sýndu fjölskyldu þinni þol- inmæði. Allt hefur sinn tíma og það á líka við um mál tilfinninganna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú átt erfitt með að einbeita þér að hlutunum í dag og ættir því að fara þér hægt. Ekki forðast erfið mál, sem valda þér áhyggjum. Það er ekki gott að fresta hlutunum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ástæður þínar fyrir því að gera hlutina eru alveg skýrar – fyrir þér að minnsta kosti. Taktu þér tíma fyrir sjálf- an þig og sinntu þeim, sem þér standa næst. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú færð óvænt tækifæri til ferðalaga eða endurmenntunar fyrir vinnuna. Gleymdu ekki velgjörðarmönnum þínum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú færð mikið út úr því að fást við erfið verkefni. Vertu vakandi fyrir tengsl- unum sem þú rýfur óafvitandi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert að velta fyrir þér flutningum eða breytingum í vinnu. Mundu að þiggja aðstoð með jákvæðum huga. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft ekki að berja bumb- ur og tilkynna hvert framlag þitt er. Sam- skipti ganga vel við vinnufélaga en þig langar þó mest til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Nýttu tækifærið til að ganga í augun á einhverjum – nú er lag. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ekki hika við að verja fé í fast- eignir eða annað sem tengist fjölskyld- unni. Reyndu að sýna þolinmæði og hafa hægt um þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Leit þín að lífssannindum kann að leiða þig á allskonar brautir. Með því að segja já, gefurðu hæfileikunum tæki- færi til að koma í ljós. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er ágætt að eiga sér draum, sýndu þolinmæði, það kemur að því að hann rætist. Aldraðir þurfa sinn tíma. Stjörnuspá 3. ágúst 1951 Umferðartafir urðu í miðbæ Reykjavíkur þegar kvikmynd- in Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra var tekin upp. Meðal annars óku bræðurnir á dráttarvél á móti einstefnu. Kvikmyndin, sem Óskar Gísla- son gerði, var frumsýnd um miðjan október. 3. ágúst 1969 Um tuttugu þúsund manns voru á Sumarhátíðinni í Húsa- fellsskógi, eða um tíundi hver Íslendingur. Þetta hefur verið talin fjölmennasta útihátíð sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgina. Trú- brot var meðal hljómsveita sem skemmtu á hátíðinni. 3. ágúst 1975 Karl Bretaprins kom til lands- ins og dvaldist við veiðar í Hofsá í Vopnafirði í fimm daga. Hann veiddi 28 laxa. Karl kom nokkrum sinnum aftur næstu árin. 3. ágúst 1980 Hátíð var haldin á Hrafnseyri við Arnarfjörð til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá andláti Jóns Sigurðssonar. Kapella var vígð og minjasafn opnað en það var fyrsta emb- ættisverk Vigdísar Finn- bogadóttur sem forseta Ís- lands. 3. ágúst 1984 Ringo Starr trommuleikari Bítlanna kom til Íslands. Hann var heiðursgestur á útihátíð í Atlavík. Þar tók hann lagið með Stuðmönnum og Gunnari Þórðarsyni. „Þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ringo í samtali við DV. Hann kom aft- ur til landsins haustið 2007. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Fjölskylda mín, synir og barnabörn og syst- kinabörn ætla að koma til mín klukkan 10 að morgni og við ætlum í göngutúr um Vesturbæinn. Ég ætla að sýna þeim hversu miklum breytingum Vesturbærinn hefur tekið. Við ætlum að labba einn hring og fá okkur svo bröns hérna heima eft- ir á,“ segir Marta María Oddsdóttir, sem er sextug í dag. Hún kennir stærðfræði við Verzlunarskóla Íslands. „Um síðustu helgi fögnuðum við mað- urinn minn, Þórður Magnússon, fjörutíu ára brúð- kaupsafmæli í Flatey með hópi af fólki. Við ákváðum gera það í staðinn fyrir að halda ærlega upp á sextugsafmæli í ár.“ Marta kveðst vera mikil bókamanneskja. „Mér líður best þegar ég sit í skoti og les bækur. Svo hef ég mjög gam- an af því að ferðast bæði innan- og utanlands. Við hjónin höfum farið víða um landið í sumar.“ Hún segir jafnframt að hún hafi alltaf verið mikil leikhúsmanneskja. „Ég hef gert mér sérstaklega ferðir út fyrir landsteinana til að fara á ákveðnar sýningar og svo upplifi ég leik- húsið líka mikið í gegnum syni mína.“ Synir Mörtu eru Árni Oddur forstjóri, Magnús Geir borgarleikhússtjóri og Jón Gunnar leikstjóri. haa@mbl.is Marta María Oddsdóttir er sextug í dag Gönguferð um Vesturbæinn Sudoku Frumstig 7 5 3 2 6 1 8 2 4 1 5 8 3 4 5 7 1 8 6 5 4 4 7 3 5 4 7 7 8 2 6 3 1 1 4 5 6 2 3 2 8 4 5 7 8 3 2 4 6 3 2 8 5 4 7 9 3 7 3 2 9 4 6 1 2 7 1 5 5 7 6 7 1 6 2 8 5 9 4 3 3 4 2 6 7 9 5 1 8 5 8 9 3 1 4 2 7 6 2 9 5 1 4 6 8 3 7 8 3 1 7 9 2 4 6 5 4 6 7 5 3 8 1 9 2 1 5 8 4 6 7 3 2 9 6 2 3 9 5 1 7 8 4 9 7 4 8 2 3 6 5 1 3 9 6 7 1 8 5 2 4 5 8 7 6 4 2 1 3 9 4 1 2 3 9 5 6 8 7 6 2 9 5 3 7 8 4 1 1 5 8 4 2 9 7 6 3 7 4 3 1 8 6 9 5 2 8 3 4 9 5 1 2 7 6 9 7 5 2 6 4 3 1 8 2 6 1 8 7 3 4 9 5 5 9 4 1 2 7 6 3 8 6 1 3 5 8 9 7 2 4 8 2 7 3 4 6 5 9 1 4 8 1 2 3 5 9 6 7 9 7 2 6 1 8 4 5 3 3 5 6 9 7 4 1 8 2 2 3 5 7 6 1 8 4 9 7 6 8 4 9 2 3 1 5 1 4 9 8 5 3 2 7 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 3. ágúst, 215. dag- ur ársins 2010 Krossgáta Lárétt | Lárétt: 1 trassa- fengið, 8 endar, 9 ávöxt- ur, 10 elska, 11 hímir, 13 hafna, 15 háðsglósur, 18 kom við, 21 legil, 22 lengjast, 23 uxinn, 24 karl. Lóðrétt | Lóðrétt: 2 ósk- ar eftir, 3 ýlfrar, 4 aul- ann, 5 súld, 6 rekald, 7 ljúka, 12 greinir, 14 stök, 15 pest, 16 reika, 17 holskefla, 18 drepa, 19 vafstrinu, 20 tapa. Lausn síðustu krossgátu Lausn síðustu krossgátu. Lárétt: 1 kappa, 4 gusta, 7 rýndi, 8 falur, 9 nía, 11 rauf, 13 kurr, 14 ætinu, 15 frír, 17 ljúf, 20 und, 22 kokks, 23 rofni, 24 narri, 25 gargi. Lóðrétt: 1 karar, 2 pönnu, 3 alin, 4 gufa, 5 seldu, 6 arr- ar, 10 ísinn, 12 fær, 13 kul, 15 fákæn, 16 ískur, 18 jöfur, 19 feiti, 20 usli, 21 drag. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d5 5. h3 dxe4 6. Rxe4 Rf6 7. Rxf6+ Bxf6 8. c3 O-O 9. Bh6 Bg7 10. Dd2 Da5 11. Be2 Bf5 12. O-O Rd7 13. Hfe1 Hfe8 14. Bxg7 Kxg7 15. Bc4 Rf8 16. Rg5 f6 17. Rf7 g5 Staðan kom upp í grísku deildar- keppninni sem lauk fyrir skömmu. Al- þjóðlegi meistarinn Besarion Khets- uriani (2357) frá Georgíu hafði hvítt gegn Grikkjanum Antonios Kiriako- poulos (2051). 18. Rxg5! fxg5 19. Dxg5+ Rg6 20. He5 Dc7 21. Hxf5 hvítur er nú tveim peðum yfir og með léttunnið tafl. 21…Hf8 22. He1 Hxf5 23. Dxf5 Hf8 24. Dg5 Kh8 25. Bd3 Hf6 26. Bxg6 hxg6 27. De5 Dxe5 28. Hxe5 e6 29. g3 Kg7 30. f4 Kf7 31. Kg2 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Misgóð útspil. Norður ♠ÁG1097 ♥1052 ♦Á92 ♣D7 Vestur Austur ♠D54 ♠832 ♥D98 ♥Á3 ♦DG1064 ♦83 ♣G5 ♣Á98432 Suður ♠K6 ♥KG764 ♦K75 ♣K106 Suður spilar 4♥. Nickell-sveitin tapaði naumlega fyr- ir Fleisher í landsliðskeppninni í Chi- cago. Spilið að ofan féll þó til Nickells. Á öðru borðinu tók Zia 10 auðvelda slagi í 4♥ eftir ♣G út. Vörnin fékk að- eins á ♣Á og tvo á tromp. Hinum meg- in fór Bobby Levin þrjá niður á sama samningi gegn Meckstroth og Rodwell. Útspilið var ♦D. Levin tók fyrsta slaginn heima til að spila laufi á drottningu. Austur drap og fríaði tígulinn. Nú varð eitthvað að gera og Levin prófaði lauf á tíuna. Ekki gott. Vestur drap, tók tígulslag- inn og spilaði enn tígli í þrefalda eyðu, en austur henti tveimur spöðum. Levin trompaði heima og fór inn á blindan á ♠Á til að spila hjarta. Austur rauk upp með ♥Á og spilaði laufi, sem vestur trompaði með ♥D og gaf makker spað- astungu: þrír niður. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.