Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 16
16 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010
Það var sagt um ís-
lenskan forsætisráð-
herra að blaðrið í hon-
um væri
efnahagsvandamál. Nú
hefur utanrík-
isráðherra tekið við
keflinu. Eftir fram-
göngu Össurar Skarp-
héðinssonar á dög-
unum í Brüssel er
blaður hans orðið að
þjóðarvandamáli. Slík var vitleysan
og ljóst að léttvigtargutti var á ferð
í hinum nýja höfuðstað Evrópu.
Þegar hann kvaðst vilja „skapandi
og klæðskerasaumaðar lausnir“ fyr-
ir Ísland setti stækkunarstjórinn of-
an í við „stráklinginn“ og sagði eng-
ar „varanlegar undanþágur“ fást.
Svo komu ummæli sem opinbera
slíka vanþekkingu á íslenskri sögu
að mann setur hljóðan. „Alltaf þeg-
ar við höfum verið í mestum
tengslum við Evrópu þá hafa blóma-
skeið Íslands verið,“ sagði Össur
Skarphéðinsson.
Það er nú svo, já, það er nú svo.
Maðurinn þekkir ekki íslenska
sögu frekar en forsætisráðherra
uppruna Jóns Sigurðssonar forseta.
Noregskonungur komst til áhrifa
og íslenska þjóðin missti sjálfstæði
1262 í kjölfar borgarastyrjaldar.
Þegar Íslandi hnignaði jukust evr-
ópsk [norsk] áhrif. Nokkru síðar
hrundi hið norska stórríki og íslensk
málefni lentu ofan í skúffu í Kaup-
mannahöfn. Danmörk fram á síð-
ustu áratugi 19. aldar var öflugt
evrópskt ríki. Evrópskt [danskt]
ríki herti tök sín á Ís-
landi. Hið danska ein-
veldi kom á einok-
unarverslun. Íslensk
þjóð sætti niðurlæg-
ingu undir útlensku
valdi. Þegar svo var
þrengt að íslenskri
þjóðmenningu á 19. öld
að menn óttuðust um
íslenska menningu og
tungu komu fram stór-
menni; Jónas Hall-
grímsson og Jón Sig-
urðsson sem stöppuðu
stáli í þjóðina og veittu henni inn-
blástur.
Þjóðin tók að sækja fram.
Íslandi óx ásmegin þegar hinu út-
lenda valdi hnignaði á Íslandi vegna
upplausnar danska stórríkisins sem
missti Slésvík og Holstein til Þýska-
lands. Ísland fékk heimastjórn 1904.
Þegar evrópsk áhrif dvínuðu enn
við lok fyrra heimsstríðs varð Ísland
fullvalda 1918. Þjóðin setti stefnuna
á sjálfstæði. Hið furðulega hafði þó
gerst þegar hinn sósíalíski Alþýðu-
flokkur var stofnaður árið 1916.
Tveir armar flokksins, sósíal-
demókratar og kommúnistar, vildu
lúta útlendri stjórn. Sósíal-
demókratar töluðu opinskátt fyrir
því að Ísland seldi sig undir Banda-
ríki Norðurlanda sem þá voru í
tízku í norrænum intelíkreðsum.
Kommúnistar tóku við skipunum frá
Moskvu; Sovét-Ísland, hvenær kem-
ur þú? – spurðu þeir.
En evrópsk áhrif minnkuðu á Ís-
landi í síðari heimsstyrjöldinni. Ís-
lenzkt blómaskeið rann í garð. Þjóð-
in varð sjálfstæð sumarið 1944.
Evrópu var skipt upp milli risaveld-
anna. Ísland var áhrifamesta smá-
þjóð veraldar í kalda stríðinu þegar
Evrópa upplifði sitt mesta hnign-
unarskeið.
Íslensk þjóð sótti fram af djörf-
ung og endurheimti auðlind sína úr
hrammi evrópskra nýlenduþjóða.
Þjóðin vann glæsta sigra í landhelg-
isdeilunum. Bresk herskip voru rek-
in af Íslandsmiðum. Evrópskar ný-
lenduþjóðir gátu ekki beitt
Íslendinga ofríki.
Með hruni Sovétríkjanna komst
Ísland aftur inn á evrópsk áhrifa-
svæði. Bandaríkin hurfu á brott og
Evrópa tók til við að snúa upp á
hönd Íslands. Evrópa krefst þess að
Ísland borgi óreiðuskuldir útrásar-
gutta, þó framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins segi að engin ríkis-
ábyrgð sé á innstæðusjóði
evrópskra bankastofnana nema á
Íslandi af því já, af því bara að kerf-
ið á Íslandi „var ekki rétt innleitt“.
Svona er evrópskt réttlæti.
Nú vill Evrópa yfirráð yfir sjávar-
auðlindinni. Og við erum með utan-
ríkisráðherra sem blaðrar bara vit-
leysu.
Af blaðri ráðherra
í höfuðstað Evrópu
Eftir Hall
Hallsson »Með hruni Sovétríkj-
anna komst Ísland
aftur inn á evrópskt
áhrifasvæði. Evrópa er
aftur tekin til við að
snúa upp á hönd Ís-
lands.
Hallur Hallsson
Höfundur er blaðamaður
og rithöfundur.
Sagt er frá því í blöðum, að lífeyr-
issjóðirnir eigi 1.800 milljarða. Það
ætti að vera næg fjárhæð til að stofna
stórbanka á okkar mælikvarða. Svo
má benda á að lífeyrissjóðirnir hafa
tapað miklu á síðustu árum með því
að taka þátt í núverandi banka- og
sjóðakerfi. Með því að reka sjálfir
sinn eigin banka geta þeir forðast all
verulegt tap með varkárni og góðri
stjórn. Núverandi bankakerfi hefur
tapað miklu meira fé á dómi Hæsta-
réttar en komið hefur fram ennþá.
Það er deilt um vexti, en eftir er að
dæma þær miklu skaðabætur vegna
svika í viðskiptum auk lögbrota sem
skuldarar eiga augljóslega rétt á frá
bönkunum. Þær skaðabætur og
hugsanlegar endurgreiðslur geta ver-
ið meiri en mörg lánin standa í dag og
krafan á skuldara er núna há. Þannig
skulda þeir ekkert lengur sumir. Það
er best fyrir lífeyrissjóðina að draga
sig alveg út úr núverandi bankakerfi
sem stendur á brauðfótum og riðar til
falls. Jafnvel er það svo slæmt. Er
með tóma sjóði.
Í stað þess eiga
lífeyrissjóðirnir
að stofna eigin
banka, sem er
með 1.800 millj-
arða og 100%
öruggur og fyrri
stórtöp lífeyr-
issjóðanna hætta.
Fé þeirra öruggt.
Svo vantar
þjóðfélagið nýjan stórbanka sem
skaffar fólki vinnu og framkvæmdir.
Núverandi bankar eyða allri sinni
orku í málaferli og rukkanir. Engar
nýjar framkvæmdir eru fyrirhug-
aðar. Allt frosið fast.
Íslenskur stórbanki hefði leyst
deilur um Magma Energy með einum
stórtékka á einum degi, snúið sér síð-
an að nýjum stórverkefnum og fram-
kvæmdum sem skapa öllum í dag
vinnu.
Allt fer á hausinn með sömu
óbreyttri óstjórn ríkisstjórnar og ráð-
leysi, sem er algjört.
LÚÐVÍK GIZURARSON,
hæstaréttarlögmaður.
Frá Lúðvík Gizurarsyni
Lúðvík Gizurarson
Lífeyrissjóðirnir stofni banka
Ég er Serbi og er búin að búa hér
núna í 14 ár. Þar sem ég kom sem
flóttamaður undan stríði sem hrjáði
mitt land mun ég ævilangt verða
þakklát góðhjörtuðu íslensku þjóðinni
fyrir að veita mér annað tækifæri til
að byrja upp á nýtt eftir að hafa verið
nánast rekin úr mínu eigin landi.
Þegar við komum til Íslands feng-
um við þak yfir höfuðið, mat á borðið
og bjarta framtíð sem við vorum búin
að missa alla von um. En þrátt fyrir
alla góðmennsku sem þessi þjóð hefur
sýnt okkur hef ég ákveðið að setjast
að á Þingvöllum.
Já, það er rétt, á Þingvöllum. En
ekki bara ég, heldur öll 15 manna fjöl-
skyldan mín sem er hér, allir vinir
okkar frá Serbíu og Króatíu, Slóven-
íu, Bosníu, Svartfjallalandi og eig-
inlega allir útlendingar á landinu hafa
nú ákveðið með mér að flytja þangað
og setjast að á Þingvöllum. Ástkær-
um Þingvöllum sem hafa svo mikla
sögu að geyma, þar sem forfeður Ís-
lendinga stofnuðu þing, þar sem þeir
börðust fyrir sjálfstæði sínu og kom-
andi kynslóða og tóku við kristni árið
1000, þar sem mesta náttúrufegurð er
geymd og ekki má gleyma að þar slær
hjarta hvers Íslendings.
Nóg um það, við höfum öll ákveðið
að það sé best fyrir okkur sem búum
nú á Þingvöllum að lýsa yfir sjálf-
stæði, brenna allt sem nútíðin hefur
að geyma úr fortíðinni, vanvirða heil-
aga landið og spýta framan í alla Ís-
lendinga sem létu plata sig til að opna
sín hjörtu, heimili og land fyrir okkur.
Til að geta unnið málið fyrir dóm-
stólnum í Haag, ætlum við að vitna í
okkur vel kunnugt tilfelli, Kosovo og
sjálfstæðislýsingu albanskra öfga-
manna.
Já, ég tel okkur hafa gott tækifæri
til að breiða út þann boðskap að allir
megi hvenær sem er og hvar sem er
lýsa yfir sjálfstæði
landshlutans eða
svæðis og það sé
ekkert sem yf-
irvöld þess ríkis
geti sagt við því.
Fyrir þá sem
skilja ekki hvað ég
er að reyna að
segja skal ég ein-
falda þetta: Þú
býður mér í heim-
sókn, ég ákveð að mér lítist eiginlega
bara nokkuð vel á húsið þitt, rek þig
út, hendi öllu dótinu út með þér, flyt
inn og fæ stuðning allra nágranna
þinna. Það er bara eins og þú hafir
aldrei átt heima þarna. Þú verður fúll,
kærir mig, við förum fyrir dóm og
dómarinn segir bara við þig: „Æ, æ,
óheppinn þú, það er nú bara ekkert
ólöglegt við þetta athæfi.“ Þú situr úti
í kuldanum á meðan óréttlæti heims-
ins dynur á þér eins og regn á meðan
gesturinn þinn og allir nágrannarnir
horfa út um gluggann og hlæja.
Já, Íslendingar, skítt með ykkur,
Þingvellir tilheyra okkur og hvað ætl-
ið þið að gera í því?! Skrifið undir eins
og blindir sauðir, þorið ekki að and-
mæla Evrópu, það vanvirðir sjálf-
stæða hugsun sem þið eigið rétt á en
notið ekki. Þingvellir eru okkar.
Þetta er nákvæmlega það sem er
að gerast í Kosovo, allt sem við höfum
er Kosovo, Evrópu var bjargað undan
Tyrkjum á grænum völlum Kosovo.
Flestar kirkjurnar okkar, allt að
1000 ára gamlar, hafa verið brenndar,
pissað og kúkað og krotað hefur verið
á grafreiti forfeðra okkar, bók-
staflega! Þar sem hver Serbi hefur
sína sögu og endar hana svona órétt-
lætanlega og óvirðulega. Kosovo er
Serbía, það er ekki flóknara en það,
alveg eins og Þingvellir eru Ísland.
Skilur einhver þetta!?
JELENA SCHALLY
nemi
Þingvellir eru Kosovo
Frá Jelenu Schally
Jelena Schally
Það sannast oft í umferðinni hvað við
Íslendingar erum merkilegir. Hér
fyrir vestan eru aðstæður þannig að
þýðingarmikið er að sýna tillitssemi.
Oft mætir maður húsbílum og öðrum
stórum köggum. Þá hægir maður á
sér og víkur kannski út í kantinn. Ef
það eru útlendingar á ferð, bregst
ekki að hönd fer á loft í þakklæt-
isskyni. Oftast situr konan við hlið bíl-
stjórans og hún veifar jafnvel líka,
bæði brosandi. Þetta fólk á í manni
hvert bein, maður kemst í stuð og
heldur blístrandi áfram sína leið.
En svo kemur fyrir að þú mætir Ís-
lendingum undir stýri dragandi á eft-
ir sér heila járnbrautarlest með öllum
svokölluðum þægindum. Það kemur
stundum fyrir að þeir veifa í þakklæt-
isskyni ef þeir sjá að þú sýnir þeim
sveigjanleika. Oft láta þeir þó sem
þeir sjái mann ekki, jafnvel á ystu nöf
á Hrafnseyrarheiðinni. Í gær mætti
ég einum slíkum með íbúðina sína aft-
an í jeppanum. Íbúðin náði hálfan
metra út frá hliðum bílsins. Ég vék,
jafnvel stöðvaði færleik minn. Íslend-
ingurinn, sem átti veginn, var með
færanlega húsið sitt vel inni á miðjum
og hættulega mjóum vegi, hélt sínu
striki, hægði ekki á sér og ók sína leið
með samanbitnar varir. Engin hönd á
loft og konan svipbrigðalaus við hlið
bílstjórans. Eiginlega erum við stór-
merkileg þjóð, Íslendingar.
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Þingeyri.
Frá Hallgrími Sveinssyni
Íslendingar eru merkileg þjóð
Ja hérna, svei mér þá
og sei sei. Þetta eru
bestu orðin sem ég get
fundið til að lýsa tilfinn-
ingum mínum í garð
sitjandi ríkisstjórnar.
Það kemur til vegna
þess að sökum lang-
dvalar til sjós hefur
tunga mín tamið sér
ákveðið orðalag sem
ekki er boðlegt siða-
vöndu blaði.
Ef það væri ekki svona graf-
alvarlegt mál fyrir virðingu þjóð-
arinnar, þá mætti vel skemmta sér
yfir utanferð utanríkisráðherrans.
Hann hoppar um Brusselsali sveittur
og reynir að sannfæra forystumenn
ESB um að hann sé að segja alveg
satt; „Já en við viljum gerast aðilar að
sambandinu, þjóðin er ekki alveg bú-
in að sjá ljósið, en það fer að gerast,
ég sver það, plís trúið mér“. Svona
gæti hæstvirtur utanríkisráðherra
verið að ræða við helstu ráðamenn
ESB þessa dagana. En
þeir trúa honum ekki
því þeir vita hug þjóð-
arinnar í þessu máli. En
áfram heldur Össur.
Þetta er bara eitt lítið
dæmi um vandræða-
gang ríkisstjórn-
arinnar. Í upphafi átti
að skipta út yfirstjórn
Seðlabankans til að
vekja traust á stofn-
uninni í útlöndum. Þá
voru ágætir menn sem
stjórnuðu bankanum
þvingaðir til að koma sér í burtu, með
góðu eða illu, og í staðinn fenginn
góðlegur Norðmaður með takmark-
aða þekkingu á íslensku efnahagslífi.
Samfylkingin lagði síðan hart að
Má Guðmundssyni að taka að sér
djobbið. Jóhanna reyndi að finna leið-
ir framhjá kerfinu til að mæta hans
launakröfum, en það gekk víst ekki
upp.
Svo má ekki gleyma hinu gamla
góða Ice-save. Það var allt gert til að
þvinga þjóðina til að borga skuldina á
fáránlegum kjörum, jafnvel þótt sum-
ir lögspekingar ESB segðu að okkur
bæri ekki að borga. Stjórnarliðar
fengu til liðs við sig hámenntaða pró-
fessora til að sannfæra þjóðina um að
þóknast Bretum og Hollendingum,
en það tókst víst ekki að sannfæra
hana svo glatt.
En þau lofuðu „norrænu velferð-
arkerfi“ og efndu það, ja, reyndar
hluta af því, en hægt er að fallast á
smá-efndir, er það ekki? Skattar voru
snarhækkaðir og flækjustigið aukið í
takt við það sem gerist á Norð-
urlöndum.
Svo er það skjaldborgin, þau rugl-
uðust eitthvað og fóru mannavillt.
Skjaldborgina átti að slá í kring um
heimilin, en henni var slegið utan um
fjármálastofnanir og auðmenn að ein-
hverju leyti, æ, æ, ansans vandræði.
En þetta getur verið svefnleysi og
miklu vinnuálagi að kenna.
Það má helst ekki efla atvinnu með
byggingu álvera, þau gætu hugs-
anlega valdið einhverri mengun.
Einnig var þeirra helsti ráðgjafi Indr-
iði H. búinn að segja að álver væru
gagnslaus fyrir efnahagslífið. Þau eru
gagnslaus þótt þau veiti mörgum at-
vinnu auk afleiddra starfa. Svo eru ál-
ver í hópi stærstu skattgreiðenda rík-
isins. En þau eru samt gagnslaus; ef
þau væru ekki, þá kæmi „eitthvað
annað“ í staðinn.
Síðan Indriði skrifaði um álverin
og vinstri stjórnin tók við er ég búinn
að bíða eftir atvinnuvegi sem heitir
„eitthvað annað“. Það gæti verið
ágætt að hvíla sig á sjómennskunni
og hefja störf í atvinnugrein sem heit-
ir „eitthvað annað“.
Að lokum langar mig til að fá svar
við einfaldri spurningu: Hvaða gagn
er eiginlega að þessari ríkisstjórn? Ja
hérna, svei mér þá og sei sei.
Ja hérna, svei mér
þá og sei sei
Eftir Jón Ragnar
Ríkarðsson
» Skjaldborgina átti að
slá í kring um heim-
ilin, en henni var slegið
utan um fjármálastofn-
anir og auðmenn að ein-
hverju leyti …
Jón Ragnar Ríkarðsson
Höfundur er sjómaður.
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les-
endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam-
ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til
blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrif-
aðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr-
irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti.
Móttaka aðsendra greina