Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 2

Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra getur ekki boðið upp á vetrardvöl í Reykjadal í vetur vegna fjárskorts og niðurskurðar. Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins, kveður mikinn halla á rekstrinum. „Nú lækka fjárveitingar og þó að starfsmenn okkar séu bara láglauna- fólk koma hækkanir á grunnlaunum mjög illa við reksturinn. Þær vega hátt í prósentum þó að þetta séu bara láglaunastörf. Þetta eru ungir krakk- ar sem vinna þarna á lágum töxtum svo að allar krónutöluhækkanir koma sér illa fyrir okkur þannig að við treystum okkur ekki til þess að vera með vetrardvölina,“ segir Vilmundur sem kveður þá ákvörðun hafa verið tekna að skerða þess í stað ekki sum- ardvöl í Reykjadal. Hann kveður um níutíu einstak- linga koma til vetrardvalar í eina helgi tvisvar sinnum að vetri til. Móðir fatlaðs barns segir þetta sorgarfréttir í samtali við Morgun- blaðið. „Nú fáum við ekki hvíldar- helgi. Þetta er hugsað sem slíkt bæði fyrir foreldra og fjölskyldu. Þetta er líka mikil tilbreyting fyrir barnið að fá að vera innan um jafnaldra. Þarna eru krakkar sem þau hafa kynnst í gegn- um árin og starfsfólkið hefur unnið virkilega gott starf.“ Hún kveður starfsfólkið hafa unnið af mikilli elju í gegnum árin og telur vetrardvölina í Reykjadal mikinn missi. „Það er unnið af mikilli gleði og hjartagæsku. Það gefa allir mikið af sér þarna. Starfsfólkið er einvalalið, þetta eru því sorgarfréttir. Þetta er svo áríðandi og mikilvæg starfsemi þótt hún hafi lítil efni. Það er enginn lúxus þarna en það er bara gleðin sem ríkir.“ jonasmargeir@mbl.is Vetrardvölin lögð af  Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra getur ekki boðið upp á vetrardvöl í Reykjadal vegna fjárskorts og niðurskurðar Reykjadalur » Nú eru starfræktar sumar- búðir fyrir fatlaða og lamaða einstaklinga í Reykjadal. » Hingað til hefur verið boðið upp á helgarlanga vetrardvöl fyrir þessa einstaklinga en nú verður hún lögð niður vegna fjárskorts og niðurskurðar. Valskonur sigruðu Þór/KA örugglega 3:0 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Mörkin skoruðu Rakel Logadóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Hallbera Guðný Gísla- dóttir. Þar með hefur Valur sex stiga forystu á Breiðablik á toppi deildarinnar. » Íþróttir Morgunblaðið/Ómar Valskonur með sex stiga forskot á toppi deildarinnar Helgi Magnús- son, formaður Samtaka iðnað- arins, segir fram- komu margra stjórnmála- manna í Magma- málinu svo- nefnda ekki til þess fallna að auka traust á ís- lensku samfélagi og ekki verða til þess að hraða endurreisn efnahags- lífsins hér á landi. Haft er eftir Helga á vef SI að það sé ekki rétt mat hjá Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra að Alcoa hafi ekki sýnt þann áhuga sem búist var við varðandi nýtt ál- ver á Bakka. Hins vegar þurfi stjórnvöld að upplýsa hve mikil orka verði í boði á svæðinu og á hvaða verði. Enginn fjárfestir geti ráðist í verkefni í orkufrekum iðnaði án þess að hafa fullvissu fyrir því að orka sé til staðar á samkeppnishæfu verði. Boltinn sé því hjá stjórnvöldum. Eykur ekki traust á íslensku samfélagi Helgi Magnússon Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við ákváðum að fara þessar mjúku leiðir og höfða til samvisku manna, en það verður ekki þannig næsta föstudag,“ segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmda- stjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna en öðru verkfalli sambandsins lauk á mið- nætti í gærkvöld. Það næsta er fyrirhugað á föstudaginn eftir viku. Hann segir sína menn ekki hafa viljað beita mótmælaaðgerðum í gær til þess að sýna andstöðu við að Flugfélag Íslands flygi til Húsavíkur í stað þess að nota Ak- ureyrarflugvöll þar sem Slökkvilið Akureyrar sinnir flugvallarslökkvi- liðsþjónustu. Aðgerðum Isavia mótmælt Isavia, sem heldur utan um rekstur flugvalla á Íslandi, gaf í gær Flugfélagi Íslands leyfi til þess að lenda á flugvellinum á Húsavík. Var slökkviliðsbifreið Isavia sem allajafna er staðsett á Akureyrarflugvelli send til Húsa- víkur vegna þess. Þessum aðgerð- um Isavia hefur verið mótmælt harðlega, m.a. af stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík, og þær sagð- ar brot gegn vinnulöggjöf. Hefur Framsýn ekki útlokað aðgerðir vegna málsins að sögn formanns félagsins. Þessum ásökunum um lögbrot hefur Isavia hins vegar hafnað með tilvísun í lögfræðiálit frá Sam- tökum atvinnulífsins. Engin alvarleg atvik „Það er ekkert að frétta. Við er- um bara að fara yfir tölur,“ segir Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hann segir enga fundi fyrirhugaða í kjara- deilu sambandsins. Aðspurður sagðist Sverrir ekki vita til þess að nein alvarleg mál, líkt og slys eða annað þess háttar, hefðu komið upp á meðan á verk- falli slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna stóð í gær. Í hart í næsta verkfalli  Engir fundir eru fyrirhugaðir í kjaradeilu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna  Segja að mjúku leiðirnar hafi verið fullreyndar og ætla í hart í næsta verkfalli Morgunblaðið/Ernir Árekstur Slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn að störfum. Að sögn læknis á bráða- móttöku Landspítalans í Foss- vogi komu ekki upp nein al- varleg atvik í gær í tengslum við starfsemi hennar vegna verkfalls slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hins vegar hefði verkfallið hægt talsvert á starfseminni. Þann- ig hefðu orðið umtalsverðar tafir á því að koma sjúkling- um á milli staða sem t.a.m. hefðu þurft að fara með sjúkrabifreið annaðhvort heim til sín eða á aðrar deildir inn- an Landspítalans. Hægði á starfseminni BRÁÐAMÓTTAKAN Landspítalinn (LSH) hefur í sparn- aðarskyni sagt upp áskrift að Stöð 2 og öðrum sjónvarpsrásum 365 miðla. Til skoðunar er að bjóða sjúklingum upp á aðgang að Stöð 2 á biðstofum spítalans en samningar um það við 365 eru í vinnslu, að sögn Kristjáns Erlendssonar, starfandi forstjóra Landspítalans. „Við reynum að leita allra hugs- anlegra leiða til að spara, án þess að það bitni á meðferð sjúklinga. Öllum steinum er velt við,“ segir Kristján en aðspurður segir hann sparnað spítalans vera tæpar þrjár milljónir króna á ári, með því að segja upp Stöð 2 og öðrum rásum 365. „Við höfum ekki orðið vör við sérstök við- brögð frá sjúklingum við þessu en ekki er komin mikil reynsla á þetta ennþá. Við þurfum einfaldlega að forgangsraða með þessum hætti,“ segir Kristján en þar með hefur Landspítalinn ekki áskrift að nein- um fjölmiðlum lengur. bjb@mbl.is Spítalinn segir upp Stöð 2 Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Sjúklingar hafa nú aðeins RÚV, ÍNN og Omega. LSH ekki lengur með áskrift að fjölmiðlum Brotist var inn á þremur stöðum á höfuðborgar- svæðinu í gær. Þar af voru tvö þeirra framin í Grafarvogi og eitt í Kópavogi. Stolið var ýmsum rafmagnsbúnaði af heimilunum s.s. sjónvörpum, tölvubúnaði og öðru slíku. Í einu tilfelli var húsið ólæst og brýnir lögreglan á höfuðborgar- svæðinu fyrir fólki að tryggja það að húsakynni þess séu læst þegar enginn er heima. Þrjú innbrot á höf- uðborgarsvæðinu Samkeppniseft- irlitið gerir al- varlegar at- hugasemdir við frumvarp um breytingar á bú- vörulögum þar sem fyrirhugað er að lögfesta refsifyrir- komulag gagnvart tilteknum rekstraraðilum sem hafa hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir ís- lenska neytendur. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseft- irlitsins sem send hefur verið sjávarútvegs- og landbúnað- arnefnd. Telur Samkeppniseftirlitið að með frumvarpinu sé verið að þrengja enn frekar að samkeppni. Það hafi hamlandi áhrif á fram- leiðslu- og hagræðingarmöguleika bænda og takmarki samkeppni í vinnslu og sölu mjólkurafurða neytendum til tjóns. Frumvarpið haml- andi fyrir neytendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.