Morgunblaðið - 07.08.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.08.2010, Qupperneq 16
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Bæjarhátíð Grundfirðinga „Á góðri stund“ er nýafstaðin og líkt og áður lék veðrið við Grundfirðinga og gesti þeirra meðan hátíðin stóð yfir síðustu helgina í júlí. Gilti einu þótt veðurfræðingar hefðu keppst við að spá sunnan hvelli með tilheyrandi úrkomu, veðurguðirnir héldu sig við þann samning sem gerður var í upp- hafi, sögðu forsvarsmenn hátíð- arinnar. Hátíðin þótti takast vel, hæfilegur fjöldi gesta og allir skemmtu sér hið besta. Endurbætur og stækkun útivistarsvæðis í kring- um höfnina sköpuðu fallega um- gjörð um hápunkt hátíðarinnar þegar litum prýddar skrúðgöngur söfnuðust þar saman á laugardags- kvöldið í veðurblíðunni.    Viðurkenningar eru oft meðal atriða á dagskrá hátíðarinnar „Á góðri stund“ í Grundarfirði og varð engin undantekning þar á í þetta sinn. Viðkenningar- og menning- arverðlaunin Helgrindur sem Grundarfjarðarbær veitir hlaut Guðmundur Gíslason, fyrrverandi íþróttakennari, fyrir framgöngu sína við að auðga og bæta mannlífið með uppákomum af ýmsu tagi. Eyrbyggjar, Hollvinasamtök Grundarfjarðar, veittu sína við- urkenningu, Vitann, þeim sem legg- ur sitt af mörkum við að koma Grundarfirði á kortið. Það var Dögg Mósesdóttir sem hlaut Vitann að þessu sinni fyrir þrautseigju við halda úti alþjóðlegri stuttmyndahá- tíð í Grundarfirði á þeim tíma ársins sem ferðamennska liggur að mestu niðri en þátttaka hefur stöðugt farið vaxandi.    Makrílveiðar og vinnsla í Grundarfirði er ný atvinnugrein sem þeir hjá G. Run hf. fóru af stað með í síðasta mánuði. Togararnir Hringur og Helgi hafa í sameiningu séð um að veiða makrílinn í svokallað tvíburatroll og aflinn hefur síðan verið unninn í fiskverkun G. Run þar sem unnið hefur verið á vöktum all- an sólarhringinn. Reynslan af þess- ari nýju vinnslulínu lofar góðu um framhaldið.    Skemmtiferðaskipin hafa komið eitt af öðru frá því í maí og hafa nú 10 skip haft viðkomu í Grundarfjarðarhöfn en þrjú eru væntanleg til viðbótar áður en sumri lýkur. Flestum ber saman um að fleiri farþegar skipanna hafi verið á rölti í bæjarfélaginu en oft áður og verslað meira en áður. Hin nýja að- staða og snyrtimennska á hafn- arsvæðinu er rómuð af þeim sem þar koma og eru Grundfirðingar stoltir af þeirri framkvæmd. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Hlaut verðlaun Dögg Mósesdóttir hlaut Vitann fyrir þrautseigju. Veðurblíða á bæjarhátíðinni 16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá stóru viðskiptabönkunum þremur hafa viðtökur við framkvæmdalánum, í tengslum við átaksverkefni stjórn- valda Allir vinna, verið góðar. Ná- kvæmar tölur um fjölda umsókna fengust ekki nema í einu tilviki en talsmenn bankanna segja viðtök- urnar hafa almennt verið betri en búist var við. Bjóða bankarnir samskonar lán, allt að tvær milljónir króna til fimm ára, en Landsbankinn býður einnig lengra lán til stærri við- haldsverkefna sem getur numið allt að 70% af markaðsvirði fast- eignarinnar. Tengjast þau lán átakinu ekki beint en þó bjóðast engin lántökugjöld af þeim til 1. desember næstkomandi. Íslandsbankinn reið fyrstur á vaðið með þessi lán um miðjan júlí sl. og Landsbankinn kom fáum dögum síðar. Í lok júlí kynnti Ar- ion banki samskonar lán. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu snýst átaksverk- efnið um að koma hjólum atvinnu- lífsins í gang að nýju, skapa fleiri störf við framkvæmdir og auð- velda húseigendum að ráðast í endurbætur og viðhald á fasteign- unum. Þeir sem ráðast í fram- kvæmdir eiga rétt á 100% endur- greiðslu á virðisaukaskatti af vinnulaunum og skattafrádrætti sem getur numið allt að 300 þús- und krónum. Standast þarf greiðslumat Öll eiga lán bankanna það sameiginlegt að ekkert lántöku- gjald er tekið en hins vegar þarf að greiða af þeim stimpilgjald og þinglýsingargjald. Vextirnir eru óverðtryggðir, á bilinu 5,75% til 5,8%, en sambærilegir vextir á íbúðalánum eru yfirleitt 2-3% hærri. Hjá Landsbanka og Arion banka er hægt að sækja um lánin til 1. desember nk. en hjá Íslands- banka til 30. september. Þar á bæ fengust þau svör að miðað við við- tökurnar til þessa væri mjög lík- legt að lánin stæðu lengur til boða. Bankarnir setja jafnframt þau skilyrði að viðskiptavinir þurfi að hafa trausta viðskiptasögu og góða greiðslugetu. Þurfa lántakar yfir- leitt að standast greiðslumat. Lánin eru síðan afgreidd gegn framvísun reikninga, þar sem virðisaukaskattur er gefinn upp til að fá hann endurgreiddan af vinnulaunum, þannig að ekki dugir að eiga viðskipti við iðn- aðarmenn „á svörtu“ eins og víða hefur viðgengist gegnum tíðina. „Viðtökurnar hafa verið betri en við bjuggumst við. Mikið hefur verið spurt út í lánin og svo virðist sem margir séu að hugsa sinn gang,“ segir Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Landsbankans, en hún segir tölur ekki tiltækar um fjölda lánsumsókna. 120 lán hjá Íslandsbanka „Viðtökur viðskiptavina hafa verið mjög góðar og við höfum fundið fyrir því að ýmsir, sem ekki höfðu hugsað sér til hreyfings í framkvæmdum, hafa tekið við sér en það var einmitt markmiðið,“ segir Már Másson, upplýsinga- fulltrúi Íslandsbanka, en samtals hafa um 120 viðskiptavinir sótt um framkvæmdalán hjá bankanum. Hildur Ottesen Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir viðtökur við lánunum hafa verið góðar. „Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir frá við- skiptavinum en eðli málsins sam- kvæmt eru afgreiðslur fáar enn sem komið er þar sem lánað er fyrir útlögðum kostnaði. Miðað við fyrirspurnirnar má búast við tölu- verðum afgreiðslum,“ segir Hild- ur. Morgunblaðið/Ernir Viðhald Vonast er til þess að átak stjórnvalda skili sér í aukinni vinnu fyrir iðnaðarmenn. Sýna þarf bönkum alla reikninga fyrir vinnu og efni. Margir að spá í viðhaldið  Framkvæmdalánum bankanna til viðhaldsverkefna almennt verið vel tekið  Skila þarf reikningum fyrir keypta vinnu og efni og ekkert unnið „á svörtu“ Hámarkslán Hámarks- lánstími Vaxtakjör2 Umsóknar- frestur Landsbankinn A 70% af markaðsvirði íbúðar 30 ár breytileg 1.des.2010 Arion banki 2 milljónir kr. 5 ár 5,75% 1.des.2010 1 Lán gegn veði en lán veitt án veðs að 750 þús. kr. 2 Óverðtryggðir vextir 3 Mögulega framlengt 4 Lán gegn veði en lán veitt án veðs að 1 milljón kr. Íslandsbanki 1,5 milljónir kr.1 5 ár 5,75% 30.9.20103 Landsbankinn B 2 milljónir kr.4 5 ár 5,80% 1.des.2010 Framkvæmdalán bankanna Persónuvernd hefur úrskurðað að Creditinfo- Lánstrausti hafi verið óheimilt að reikna út og selja mat á lánshæfi manns án hans samþykkis. Fyr- irtækið hafði selt lánshæfismat hans til þriðja aðila og taldi hina heimildarlausu vinnslu vera á ábyrgð þess aðila. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Creditinfo-Lánstraust beri ábyrgð á þeirri vinnu sem það sjálft fram- kvæmir og skuli því tryggja að heim- ild standi til þeirrar vinnslu sem það hefur með höndum. Eintaklingur sem átti í hlut leitaði til Persónuverndar vegna málsins. Í bréfi mannsins til Persónu- verndar sagði: „Þennan spádóm sinn hefur Lánstraust/Creditinfo gert að- gengilegan þriðju aðilum sem mér er hvorki kunnugt um hverjir né heldur hve margir, og þeir hafa tekið tilboðinu í andstöðu við vilja minn og í heimildarleysi af minni hálfu. Þetta tel ég vera með öllu ólíðandi og ósið- legt.“ jonasmargeir@mbl.is Creditinfo óheimilt að selja mat Persónuvernd úrskurðar í málinu Lokað verður fyr- ir akandi umferð um nokkrar göt- ur í miðborg Reykjavíkur í dag vegna Gleði- göngunnar. Þannig verður eystri akrein Snorrabrautar lokuð frá Berg- þórugötu að Laugavegi frá um klukkan tólf á há- degi og fram til klukkan hálf þrjú. Laugavegur verður lokaður af lög- reglu á meðan gangan á leið um hann. Þá verður Lækjargötu og aðliggj- andi götum lokað frá Geirsgötu og að Laugavegi frá klukkan tvö til hálf sex. Að sögn Ástu Kristínar Bene- diktsdóttur göngustjóra er gert ráð fyrir að gangan verði komin niður í Lækjargötu um klukkan hálf fjögur. Fólk er hvatt til að leggja ekki bílum sínum við þær götur sem gangan fer um á meðan á henni stendur. Lokað á um- ferð um götur í miðborginni Ásta Kristín Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.