Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 20

Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Lögmaður Pálma Haraldssonar seg- ir að krafa slitastjórnar Glitnis banka um að Pálmi leggi fram fjölda gagna í tengslum við skaðabótamál, sem slitastjórnin hefur höfðað í New York, sýni að bankinn sé í einskonar veiðiferð og sé á höttunum eftir gögnum, sem hann geti hagnýtt sér. Krefst lögmaðurinn þess, fyrir hönd Pálma, að kröfu bankans verði vísað frá, enda liggi ekki enn fyrir úrskurður um þá kröfu Pálma og annarra þeirra, sem skaðabótakraf- an beinist gegn, að málinu verði vís- að frá dómi í New York. Lögmaður Pálma segir í greinar- gerð sinni að Glitnir hafi í engu svar- að kröfu skjólstæðings síns um að málinu verði vísað frá. Bankinn hafi hins vegar haldið því fram að hann þurfi áðurnefnd gögn og upplýsingar frá Pálma áður en hann geti svarað þeirri kröfu. Vísar lögmaðurinn til bandarískra réttarfarsreglna sem segi að sóknaraðili í máli verði að hafa einhver gögn sem sýni að dóm- stóll eigi lögsögu í máli áður en hann geti krafist frekari gagna. Með því að krefjast þessara gagna án þess að hafa svarað frávísunar- kröfu Pálma sé Glitnir að reyna að fara í kringum þessa reglu. Í greinargerð lögmanns Pálma segir að slitastjórnin hafi lagt fram kröfu um skjölin sex dögum eftir að krafa var lögð fram um að málinu yrði vísað frá dómi. Krafa bankans sé á 48 síðum og þess sé meðal ann- ars krafist að Pálmi leggi fram gögn sem sýni hvaða daga hann hafi dvalið í New York, öll gild vegabréf sem hann kunni að hafa og einnig gögn sem tengist Iceland Express, félagi sem í engu tengist skaðabótakröf- unni. Lögmenn Hannesar Smárasonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárus- ar Welding, Ingibjargar Pálmadótt- ur, Þorsteins Jónssonar og Jóns Sig- urðssonar hafa einnig lagt fram sambærilegar kröfur. Vilja ekki þurfa að veita Glitni umbeðin gögn  Lögmaður Pálma Haraldssonar segir Glitni vera í veiðiferð eftir gögnum Jón Ásgeir Jóhannesson Pálmi Haraldsson Réttarfarið » Hin stefndu í málinu hafa krafist þess að máli Glitnis á hendur þeim verði vísað frá enda eigi bandarískur dómstóll ekki lögsögu yfir málinu. » Glitnir telur sig þurfa ákveð- in gögn frá hinum stefndu til að geta svarað þessari kröfu. » Stefndu vilja hins vegar að úrskurðað verði um lögsögu áður en þau þurfi að afhenda gögnin. Hafa þau lagt fram kröfu um að dómstóllinn veiti þeim vernd hvað þetta varðar þar til úrskurður um lögsögu liggi fyrir. STUTTAR FRÉTTIR ● Stofnhlutir Seðlabankans og Byggðastofnunar í Sparisjóði Norð- fjarðar verða framseldir til Bankasýslu ríkisins sem mun fara með 49% eign- arhlut í sjóðnum. Er þetta hluti af samningi um fjárhagslega endur- skipulagningu sparisjóðsins. Sjóðurinn varð fyrir eignatjóni í fjár- málahruninu en strax var hafist handa við að bæta eiginfjárstöðu sjóðsins og var stofnfé aukið um 253 milljónir. Bankasýslan kemur inn ● Berghildur Erla Bernharðsdóttir hefur látið af störfum sem upp- lýsingafulltrúi Ar- ion-banka. Iða Brá Benediktsdóttir, sem var forstöðu- maður í fjárstýr- ingu bankans, tek- ur við af henni. Mannabreyting- unum fylgja skipulagsbreytingar. Iða Brá verður yfir samskiptateymi á skrifstofu bankastjóra og „ábyrg fyrir ytri og innri samskiptum, þ.e. almannatengslum, innanhúss- samskiptum sem og samskiptum við bankastofnanir og fjárfesta,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Fleiri skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Arion. Stefán Pétursson hefur verið ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri fjármálasviðs og verður Guðmundur Þórður Guðmundsson verður fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta. Þá hefur Jónína S. Lárusdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri lögfræðisviðs bank- ans. Mannabreytingar í Arion og Berghildur kveður Berghildur Erla Bernharðsdóttir ● Ríflega 6 milljarða króna velta var á skuldabréfamarkaði í gær. Litlar hreyf- ingar urðu á óverðtryggðum ríkis- skuldabréfum en hins vegar lækkaði skuldbréfavísitala Gamma fyrir verð- tryggð bréf um 0,5% í viðskiptum gær- dagsins. Verðtryggða vísitalan hækk- aði hins vegar um 0,4% í vikunni á meðan óverðtryggða skuldabréfa- vísitala Gamma hækkaði um 0,3%. Skuldabréf lækkuðu Verðmæti útflutnings frá Íslandi í júlí var 43,9 milljarðar króna, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstof- unnar. Þetta er samdráttur um rúma fjóra milljarða króna frá því í júní. Innflutningur jókst hins vegar lítillega milli mánaða og dregst vöruskiptajöfnuður því saman – var jákvæður um fjóra og hálfan milljarð króna. Alls voru fluttar inn vörur fyrir 39,4 milljarða í júlí. Vöruskiptajöfnuður frá áramótum er nú jákvæður um tæplega 70 milljarða sem er tugmilljarða aukning frá því á sama tímabili í fyrra. Útflutningur fyrstu sex mán- uði ársins jókst um 14,6% á föstu verðlagi miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur jókst um 6,7% föstu verðlagi. Sem fyrr er mest flutt út af sjávarafurðum og iðn- aðarvörum. Aukning á útflutningsverðmæti vegna iðnaðarvara Það er aukning á útflutningi iðn- aðarvöru í júní miðað við sama mánuð í fyrra sem útskýrir aukin útflutning. Alls voru fluttar út sjáv- arafurðir fyrir um 19,5 milljarða í þessum mánuði í ár og í fyrra en hinsvegar jókst verðmæti útflutn- ings iðnaðarvara um 7 milljarða í júní í ár miðað við sama mánuð í fyrra, öllu meira af þeim síð- arnefndu. Stærstu innflutningslið- irnir eru hrá- og rekstrarvörur, eldsneyti og smurolíur, og fjárfest- ingarvörur, aðrar en flutningstæki. Aukningin á innflutningi er að mestu tilkomin vegna aukins inn- flutnings á hrávörum og rekstr- arvörum auk innflutnings á fjár- festingarvörum sem bendir til þess að umsvifin í hagkerfinu kunni að fara vaxandi. Að sama skapi er inn- flutningur á neysluvörum enn þá í lágmarki en innflutningur á þeim jókst aðeins um 3,4% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Verðmæti útflutn- ings minna í júlí  Vöruskiptajöfnuður dregst saman Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sjávarafurðir Gjaldeyristekjur eru gjarnan sóttar í greipar Ægis. þarf önnur eignin að vera keypt á tímabilinu 1. janúar 2006 til nóvem- ber 2008, og ekki tekist að selja hina. Jafnframt þurfa áhvílandi skuldir að vera yfir 75 prósent af markaðsvirði eignanna. Þakið fokið burt Ef fasteignamat eignarinnar sem skilað er inn er lægra en áhvílandi veðbönd á eigandi veðréttindanna, lánveitandinn, þess kost að færa mis- muninn yfir á eignina sem haldið er eftir. Lögin kveða ekki á um neitt há- mark veðsetningar, líkt og ríkis- stjórnin hafði áður boðað. Þannig get- ur einstaklingur sem á tvær eignir, önnur hverra er yfirveðsett en hin ekki, skilað inn eign og horft upp á þá sem eftir stendur verða takmarka- laust yfirveðsetta. Lánveitandinn fær hins vegar fasteign á markaðsvirði án áhvílandi veða, sem hefðu rýrt endur- söluvirði eignarinnar. Lánveitandinn hefur því allt sitt á þurru, en eign lán- taka verður neikvæð. Ekkert þak á skuldsetningu eftir aðlögun Fasteign 1 Fasteign 2 40 35 30 25 20 15 10 5 0 40 35 30 25 20 15 10 5 0 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fasteign 1 Fasteign 2 Fasteign 1 Fasteign 2 Lyklaskil kr .2 5 m ill jó ni r kr .2 0 m ill jó ni r kr .3 6 m ill jó ni r kr .2 3 m ill jó ni r kr .2 0 m ill jó ni r kr .2 8 m ill jó ni r kr .2 9 m ill jó ni r kr .2 8 m ill jó ni r kr .2 0 m ill jó ni r kr .2 9 m ill jó ni r kr .3 6 m ill jó ni r Í þessu dæmi á einstaklingur tvær fasteignir, og er fasteignamat beggja töluvert hærra en veðböndin sem á þeim hvíla. Síðan breytast aðstæður á þann veg að fasteignamat beggja lækkar, og veðböndin hækka. Einstaklingurinn bregður því á það ráð að „skila” annarri fasteigninni, og mismunur veðbanda og fasteignamats flyst yfir á fasteignina sem hann heldur eftir. Við það verður hún skuldsett um 124% Fasteignamat Veðbönd  Eignaskil geta leitt til yfirveðsetningar Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Á blaðamannafundi um miðjan mars kynnti ríkisstjórnin viðamikil áform um úrræði vegna skuldavanda heim- ilanna. Á meðal þess sem fram kom í kynningunni voru úrræði fyrir fólk sem á tvær fasteignir og vill losna við aðra þeirra til þess að létta á skulda- byrði sinni. Til stóð að heimila það að skuldir umfram söluverð á annarri eigninni yrðu afskrifaðar, og eignin sem haldið væri eftir skuldsett að „greiðslugetu“. Sérstaklega var talað um skuldsetningarhlutfall upp á 80- 110%. Ný lög bjóða upp á lyklaskil Líkt og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær tóku ný lög gildi 1. ágúst síðastliðinn, en í þeim felst að þeir sem eiga tvær fasteignir geti, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, „skilað“ annarri eigninni til lánveit- anda. Til að eiga kost á þessu úrræði                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +/0-,, ++.-12 34-,5, +5-00, +0-.33 ++3-33 +-20/2 +,5-52 +.1-5/ ++/-42 +/,-33 ++.-,, 34-/./ +5-,3. +0-., ++3-.2 +-2,32 +/4-1, +..-1+ 345-202 ++/-2+ +/,-0, ++0-++ 34-5+5 +5-,/2 +0-0+/ ++3-/1 +-2,02 +/+-4+ +..-/1 ÞET A HELST…

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.