Morgunblaðið - 07.08.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.08.2010, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Starfsum-hverfi fyr-irtækja hér á landi hefur snar- versnað síðustu misseri með alvar- legum afleiðingum fyrir efnahag landsins og upp- byggingu atvinnulífsins. Ein- hverjir vilja kenna hruninu um allt sem amar að í dag, en það er afar skökk mynd af veruleikanum. Vitaskuld hafði hrunið mikil áhrif og af- leiðingar þess eru greinilegar hvert sem litið er. Það þýðir hins vegar ekki að aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi landsins þurfi að vera jafn erfiðar og raun ber vitni. Tæp tvö ár eru liðin frá bankahruni og hálft annað ár frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Þetta er lang- ur tími, líka þegar um er að ræða umfangsmikið efna- hagshrun. Á hálfu öðru ári er hægt að komast langan veg viti menn hvert ferðinni er heitið. Ísland ætti að vera komið á fulla ferð í endur- uppbyggingu atvinnulífsins. Þess í stað situr enn allt fast og ráðaleysi stjórnvalda er algert. Fyrirtæki eiga enn erfitt með að fá úrlausn mála sinna í bönkum landsins og að sumu leyti stafar það af fyrrnefndu ráðaleysi. Þetta er þó ekki það eina sem þvælist fyrir at- vinnuuppbyggingu í dag. Óvissan um framtíðina og annað í því umhverfi sem stjórnvöld skapa veldur ekki síður erfiðleikum og tefur uppbyggingu. Dæmi um þetta er sú staðreynd að enginn veit hvaða skattahækkanir eru framundan. Miklar skatta- hækkanir eru að baki og þær hafa dregið þrótt úr atvinnu- lífinu. Óvissa um skattahækk- anir næsta árs og næstu ára er ekki síður til þess fallin að draga atvinnulífið niður, enda taka allar fjárfestingar mið af því meðal annars hvert skattaumhverfi fyrirtækja verður í náinni framtíð. Annað dæmi um erfiðleika í boði stjórnvalda eru gjaldeyrishöftin sem áttu að vera tímabundin neyð- arráðstöfun til nokkurra mánaða en virðast nú vera að festa sig í sessi sem langtímaástand með tilheyr- andi kostnaði fyrir atvinnu- lífið. Enginn virðist vita hve- nær þau verða aflögð og jafnvel stofnanir hins op- inbera gefa misvísandi upp- lýsingar um þetta til mögu- legra fjárfesta, eins og Morgunblaðið hefur greint frá. Þá má nefna að stjórnvöld virðast ekki vita hvaða lög og reglur gildi um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi eða hafa í það minnsta lítinn áhuga á að fara eftir þeim reglum, en það skapar rétt- aróvissu, bæði á þessu sviði og öðrum. Stjórnvöld vita ekki heldur í hvorn fótinn þau eiga að stíga þegar kemur að slíkum fjárfestingum og það veldur óþarfri óvissu. Þegar kemur að undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar hafa stjórnvöld svo markað þá ótrúlegu stefnu að leita leiða til að grafa undan traustum rekstri hans og skapa óþol- andi óvissu í greininni. Slíkar aðgerðir væru óskiljanlegar við hvaða aðstæður sem væri, en í miðju efnahagshruni eru þær stórkostlega hættulegar þar sem þær draga úr vilja til skynsamlegrar uppbyggingar og draga úr hagkvæmni í greininni, einmitt þegar þörf- in er brýnust. Af mörgu öðru er að taka um það umhverfi sem stjórn- völd bjóða upp á, vandræða- ganginn, aðgerðarleysið og röngu áherslurnar. Stjórn- völd geta ekki lengur kennt hruninu um alla þá erfiðleika sem við er að glíma nú. Þau verða að sætta sig við að nú er sú stund runnin upp að þau verða að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Núverandi stjórn- völd geta ekki leng- ur skotið sér undan ábyrgð á ástandinu} Starfsumhverfi fyrir- tækja í boði stjórnvalda Katrín Júl-íusdóttir iðn- aðarráðherra upp- lýsti í Kastljósviðtali að hún teldi gagnrýni á stöðuveitingar ríkisstjórn- arinnar ódýra og kannaðist ekki við að illa hefði verið að þeim staðið. Katrín fullyrti að staðið hefði verið faglega að málum og ræddi embætti umboðsmanns skuldara sér- staklega í því sam- bandi. Það er sennilega smekksatriði hvort svör Katr- ínar flokkast undir pólitískt hugrekki eða pólitíska ósvífni. Iðnaðarráðherra hafnar gagnrýni á stöðuveitingar} Hugrekki eða ósvífni? Þ egar ég var polli í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar (ótrúlegt en satt) komu tveir fjölskylduvinir í heimsókn og eyddu með okkur áramótunum nokkur ár í röð. Þetta voru tveir karlmenn sem bjuggu saman sem hjón og ég man ekki til þess að mér eða bræðrum mínum og systur hafi þótt það skrýtið að einu eða neinu leyti. Ég man aftur á móti hvað mér fannst það skrýtið þegar strákur í hverfinu sem var í nöp við mig hrópaði að mér einu sinni: „Helvítis homminn þinn“. Ég hafði nefnilega aldrei heyrt orðið hommi notað sem skammaryrði og skildi ekki af hverju það væri svo skammar- legt. Voru þeir vinir foreldra minna (og okkar krakkanna) ekki hommar og hvað með það? Þegar ég komst á unglingsár og fór að fara út á lífið (í þá daga hét það reyndar að hanga í sjoppum) var einn náungi sem okkur félögunum þótti alltaf einkar gaman að hitta. Hann hét (og heitir enn) Nonni og var alltaf í góðu skapi, alltaf til í að gantast við okkur og það þó hann hafi iðulega verið krambúleraður og knúsaður eftir að hafa verið laminn fyrir að vera hommi. Þeir sem það gerðu kölluðu hann einmitt oft „helvítis homma“. Ekki er langt síðan heimsmeistaramótinu í fótbolta lauk suður í Suður-Afríku. Eitt skemmtilegasta liðið þar var þýska landsliðið sem spilaði líflegan og hraðan bolta svo unun var á að horfa. Gárungar slógu því fram að ástæða þess að liðinu hefði gengið svo vel væri að Mich- ael Ballack, miðjumaðurinn mikli, var ekki með. Þetta skens barst greinilega til umboðs- manns Ballacks sem tók það óstinnt upp. Hann taldi ljóst að liðið hefði ekki náð að landa heimsmeistaratitlinum sökum þess að það hefði verið fullt af „helvítis hommum“. Getur nærri að menn víða um heim hafi hiss- að sig yfir svo heimskulegum ummælum. Á fótboltaleik fyrir stuttu, Hafnarfjarðar- slagnum milli FH og Hauka í Kaplakrika, var mikið stuð á stuðningsmönnum FH, sem von- legt er. Leikurinn var og hin besta skemmtun fyrir FH-inga í það minnsta, enda voru þeir talsvert betri sem vonlegt er. Það setur skemmtilegan svip á leik FH- inga hin síðari ár að hörðustu stuðningsmenn þeirra hafa komið sér upp félagsskap sem sér um að halda fjörinu uppi á heimaleikjum liðs- ins (og það fjör hefur aukist verulega frá því ég fór á fyrstu FH-leikina fyrir þrjátíu árum eða svo). Þeir berja bumbur, stýra klappi og syngja. Flest þótti mér skemmtilegt sem þeir sungu á nefndum stórleik og tók oft undir. Ég þagnaði aftur á móti er þeir tóku að syngja „það eru hommar í Haukum“ við lagið um stúlkuna frá Guantánamo (Guantanamera). „Leikur án fordóma“ stendur á auglýsingaspjöldum við alla fótboltavelli, enda er knattspyrnusambandið að berjast gegn fordómum gegn litum, samkynhneigðum, konum og hverju sem er reyndar. Hvað segja menn um að hrinda af stað átakinu „Leikur án fábjána“? Árni Matthíasson Pistill Leikur án fábjána STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Stefnir í viðunandi ferðamannasumar FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is F leiri ferðamenn komu til landsins í júlí en í sama mánuði í fyrra. Ferða- sumarið kemur því ágætlega út þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ekki er óraunhæft að gera ráð fyrir að ferða- menn yfir allt árið verði á svipuðu róli og í fyrra, en um sex þúsund færri ferðamenn komu til landsins fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira til útlanda en áður. Árið í ár hefur reynt á taugar þeirra sem stýra fyrirtækjum í ferða- þjónustu hér á landi. Árið byrjaði mjög vel og í vor töluðu menn um að allt stefndi í að árið yrði algjört met- ár í ferðaþjónustu. Hinn 20. mars hófst gos í Fimmvöruhálsi sem virtist gera það eitt að auka áhuga ferða- manna á landinu. 14. apríl hófst hins vegar gos í toppi Eyjafjallajökuls, en gosið leiddi til gríðarlegrar röskunar á flugi. Í kjölfarið drógust bókanir til landsins mikið saman og töluvert var um afbókanir. Menn töluðu um hrun í greininni með tilheyrandi tekjutapi fyrir flugrekendur, verslun, þá sem veita gistiþjónustu og aðra þá sem byggja afkomu á ferðaþjónustu. Góð langtímaáhrif af gosi Birkir Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segir að skammtímaáhrifin af gosinu hafi vissulega verið neikvæð, en hann er sannfærður um að þegar horft er til langs tíma séu áhrifin jákvæð. Eldgosið kom á vondum tíma því að einmitt í maí eru mjög margir að taka ákvörðun um hvert þeir ætli að ferðast í sumar. Auglýsingaherferðin sem hófst í júní skilaði án efa miklu, en ljóst er að margir, sem hugs- anlega hefði verið hægt að fá til að koma til Íslands, voru búnir að ákveða að fara annað þegar herferðin hófst. Icelandair ákvað í upphafi árs að auka framboð á ferðum um 13%. Um tíma voru stjórnendur félagsins með það til skoðunar að endurskoða áætl- unina og draga úr framboði. Nið- urstaðan varð hins vegar sú að halda óbreyttri áætlun. Birkir er ánægður með sumarið og segir að haustið líti ágætlega út. Sætanýting á Ameríku- flugi sé mjög góð og víða sé góð aukning. Aldrei áður hafi t.d. jafn- margir farþegar komið frá Þýska- landi. Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri segir að þegar á allt sé lit- ið megi ferðaþjónustan vel við una. Það skipti máli hvernig haustið verði en það sé alls ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár verði mjög svipaður og í fyrra. Ólöf segir nokkuð um að hópar sem ráðgerðu ferð til Íslands í vor hafi afbókað á meðan á eldgosinu stóð. Þetta eru t.d. fyrirtæki sem ætl- uðu að koma í svokallaðar hvataferð- ir. Hún segist vona að hópar sem þessir hafi í reynd aðeins frestað ferðum sínum. Ólöf bendir á að þegar fjallað sé um þessi mál þurfi að hafa í huga að það er niðursveifla í efnahagslífi á mörgum okkar helstu markaðs- svæðum. Það sé því mjög viðunandi niðurstaða að ferðamönnum frá lönd- um eins og t.d. Bretlandi hafi ekki fækkað milli ára. Ólöf treystir sér ekki til að meta hversu miklum tekjur erlendir ferða- menn skili í samanburði við síðasta ár. Hafa þurfi í huga að þegar ferða- mönnum fækkaði í vor vegna gossins gripu mörg fyrirtæki til þess ráðs að auglýsa tilboð á þjónustu. Hún segir að það sé enn hagstætt fyrir erlenda ferðamenn að koma til Íslands og að þess sjái stað í útgjöldum þeirra þeg- ar til landsins er komið. Morgunblaðið/RAX Ganga Ferðamenn frá Þýskalandi voru 14,5% fleiri í júlímánuði en sama mánuð í fyrra. Yfir 30 þúsund Þjóðverjar hafa komið það sem af er ári. Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júlímánuði voru 83.500 samkvæmt talningu Ferðamálastofu eða um 1.200 fleiri en í júlímánuði á síðasta ári. Aukningin er 1,5% á milli ára. Frá áramótum hafa 254.700 erlendir gestir farið frá landinu eða 6.400 færri en árinu áður og nemur fækkunin 2,4% milli ára. 1,5% fleiri í júlímánuði Fjöldi ferðamanna um Leifsstöð Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 2009 2010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.