Morgunblaðið - 07.08.2010, Síða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
✝ Björg AðalheiðurEiríksdóttir (Dídí)
fæddist á
Efri-Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd 8.
nóvember 1931. Hún
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 28. júlí síð-
astliðinn. Á fjórða ári
hennar fluttist fjöl-
skyldan að Rétt-
arholti í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Eiríkur Ein-
arsson, f. 1891, d.
1973, síðast bóndi í
Réttarholti í Reykjavík, og Sigrún
Benedikta Kristjánsdóttir, f. 1896,
d. 1969, húsmóðir.
Systur Dídíar eru Rannveig Ingv-
eldur, f. 1920, Unnur Kristjana, f.
1921, d. 1976, Magga Alda, f. 1922,
d. 1947, Jóna Kristjana, f. 1924,
Auður Halldóra, f. 1925, d. 2004,
Lára Brynhildur, f. 1926, Svava
Beck, f. 1985, og Sigrún Að-
alheiður, f. 1995. Sonur Arnar og
Gyðu Örnu Halldórsdóttur er Ágúst
Beck; fyrir átti Ingibjörg dóttur,
Jóhönnu Beck, sem Eiríkur Örn ól
upp, hennar sambýlismaður er
Héðinn Rafnsson og þeirra sonur
Þórólfur Beck. Börn Eyrúnar úr
fyrra hjónabandi eru Dagur Ingi, f.
1989, og Jenna Karen, f. 1994. 2)
Valur, f. 1957, 3) Guðmundur Krist-
inn, f. 1959, kvæntur Sigrúnu Víg-
lundsdóttur, þeirra börn eru Ýmir,
f. 1988, og Mekkín, f. 1997. Dóttir
Guðmundar og fyrri konu hans
Rannveigar Biering er Herdís Bier-
ing, f. 1979, í sambúð með Valdimar
Þór Valdimarssyni, eiga þau tvo
syni, Kormák og Höskuld. 4) Hösk-
uldur Reynir, f. 1961, kvæntur Sig-
ríði Herdísi Pálsdóttur. Þeirra börn
eru Axel Björgvin, f. 1985, og Snæ-
dís Birta, 1995. Axel Björgvin er í
sambúð með Ellen Jónínu Sæ-
mundsdóttur og hennar sonur er
Sören.
Lengst af bjuggu Dídí og Hösk-
uldur að Grensásvegi 56 í Reykja-
vík en frá árinu 1996 hafa þau búið
að Breiðuvík 24 í Reykjavík.
Útför Dídíar fór fram frá Grens-
áskirkju 5. ágúst 2010.
Guðrún, f. 1928, d.
2008, Erla Eyrún, f.
1929, Inga Ásta, f.
1930, d. 2008, Stef-
anía Salóme, f. 1933,
d. 1999, Magnfríður
Dís, f. 1934, Ólöf
Svandís, f. 1935, Lilja
Ragnhildur, f. 1941,
og Rafnhildur Björk,
f. 1943.
Árið 1955 á sum-
ardaginn fyrsta gift-
ist Björg eftirlifandi
eiginmanni sínum
Höskuldi Guðmunds-
syni, f. 2.12. 1929. Synir þeirra fjór-
ir eru: 1) Eiríkur Örn, 1955, kvænt-
ur Eyrúnu Guðnadóttur; sonur
Eiríks og Maríu Hreinsdóttur er
Sigurjón Vigfús, f. 1974, kvæntur
Kristínu Þóru Jóhannesdóttur og
eiga þau tvo syni, Jóhannes Kára
og Eirík Ara. Börn Eiríks og Ingi-
bjargar Þórólfsdóttur eru Örn
Að eiga systur er mikil blessun,
að eiga 14 systur er ríkidæmi. Að
fylgja ástkærri systur til grafar er
erfitt. Hver og ein er sérstök og
engin fyllir hennar skarð. Enn er
höggvið stórt skarð í garð okkar
systra frá Réttarholti í Sogamýri.
Við kveðjum Dídí sem var sú tí-
unda í röðinni af 15 systrum.
Ég á margar góðar minningar
um Dídí „syss“, eins og við segjum
oft hver um aðra.
Snyrtimennska var henni í blóð
borin og ég minnist þess hve
mamma var henni þakklát þegar
hún óbeðin skúraði allt og gerði
hreint heima í Réttarholti.
Dídi og Stella systur mínar fóru
á Húsmæðraskólann að Löngu-
mýri í Skagafirði þar sem þær
lærðu allt sem þá var talið að nýtt-
ist konum best í lífinu. Ég man
hvað mér fannst þær báðar fal-
legar og skemmtilegar þegar þær
komu heim. Þær sögðu okkur sög-
ur úr skólanum og kenndu okkur
gamanvísur sem við kunnum enn í
dag.
Dídí vann við aðhlynningu á Elli-
heimilinu Grund og hafði hug á að
læra hjúkrun. Ekki varð þó af því.
Ungur og elskulegur maður, Hösk-
uldur Guðmundsson, hennar gæfa í
lífinu, var kominn til sögunnar.
Dídí og Höskuldur gengu í
hjónaband fyrir 55 árum. Synirnir
urðu fjórir; allir mannkostamenn.
Dídí var mikið ein með þá litla, þar
sem Höskuldur var matsveinn á
sjó. Ég man þegar hún var búin að
baða drengina alla fjóra og svæfa,
þá þvoði hún leikföngin og raðaði
þeim í hillurnar – tilbúin til næsta
dags og allt í röð og reglu. Dídí
lagði áherslu á að klæða synina
smekklega og oft hafði hún þá alla
eins klædda. Ég lærði merkilega
lexíu af Dídí eitt sinn. Strákarnir
voru að leika sér og hlupu um með
hávaða. Hún gekk til þeirra og
þreif af þeim „sverðið“ sem þeir
voru með og sagði: „Ekki með
spýtu!“ Þarna lærði ég á svip-
stundu muninn á leikjum stráka og
stelpna; áflog og hasar eru eðlileg-
ir leikir hjá strákum og maður
grípur ekki inn í nema þeir séu
komnir með vopn. Að koma í heim-
sókn til Dídíar og Höskuldar var
sannkölluð veisla. Dídí átti alltaf
góðgæti með kaffinu og Höskuldur
eldaði veislumat þegar hann var í
landi.
Dídí elskaði börn og um tíma var
hún dagmamma. Þar voru börnin
okkar í góðum höndum. Hún hafði
ríka kímnigáfu og var hnyttin auk
þess sem hún var hagmælt. Þegar
hún hló eða brosti ljómuðu augun
alltaf eins og þegar hún var ung
stúlka.
Dídí gladdist mjög þegar barna-
börnin fæddust og fylgdist vel með
þeim. Hún safnaði myndum eins og
ömmur gera og sýndi okkur, alltaf
með hugann við þau.
Líf Dídíar og Höskuldar hefur
ekki verið áfallalaust en alltaf hafa
þau staðið saman. Dídi átti í mörg
ár við mikinn heilsubrest að stríða
og Höskuldur hefur hjúkrað henni
af umhyggju og kærleika, og auk
þess séð um heimilið af óendan-
legri þolinmæði, trúfesti og styrk.
Valur, sonur þeirra, hefur undan-
farin ár glímt við erfiðan lömunar-
sjúkdóm, en samt verið móður
sinni mikill stuðningur í gegnum
árin og var það foreldrum hans
mikils virði. Ég bið guð að blessa
Höskuld, synina og fjölskyldur
þeirra. Minningin um góða konu og
elskulega systur lifir.
Rafnhildur Björk Eiríksdóttir
(Björk systir.)
Björg Aðalheiður
Eiríksdóttir✝
KRISTJANA GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR,
frá Breiðavaði í Langadal,
lést þriðjudaginn 27. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Aðstandendur.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma
okkar,
SIGURRÓS MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
sem lést laugardaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju þriðjudaginn 10. ágúst
kl. 15.00.
Jónas Gunnar Guðmundsson,
Sigurbjörn Rúnar Jónasson,
Reynir Jónasson, Hrafnhildur Rós Valdimarsdóttir,
Daníel Björn Sigurbjörnsson,
Matthías Sigurbjörnsson,
Þórunn Sigurrós Sigurbjörnsdóttir,
Bergdís Heiða Reynisdóttir,
Friðbjörn Víðir Reynisson.
✝
Eiginmaður minn,
EINAR EINARSSON
vélstjóri,
Stuðlaseli 31,
109 Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn
29. júlí.
Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 9. ágúst
kl. 15.00.
Margrét Sigurðardóttir.
✝
Ástkær bróðir okkar, vinur og frændi,
SIGURJÓN JÓNSSON
fyrrv. bóndi,
í Þverspyrnu,
Hrunamannahreppi,
lést mánudaginn 2. ágúst á Kumbaravogi.
Útförin fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn
14. ágúst kl. 14.00.
Systkini og aðrir vandamenn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GRÉTAR SIGURÐSSON,
Hjaltabakka 14,
Reykjavík,
lést að morgni fimmtudags 5. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Þóra Ingadóttir,
Rósa Dagný Grétarsdóttir, Guðni Þór Arnórsson,
Laufey Grétarsdóttir, Eyþór Harðarson,
Ingi Grétarsson, Svandís Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN KRISTVARÐSSON
fyrrv. kaupmaður,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
4. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Ragnar V. Kristinsson,
Gunnhildur K. Kristinsdóttir,
Helga E. Kristinsdóttir, Þór Þórisson,
afabörn og langafabörn.
✝
HELGA HAUKSDÓTTIR,
frá Kvíabóli,
sem lést fimmtudaginn 29. júlí, verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. ágúst
kl. 13.30.
Sigurður Marteinsson,
Marteinn Sigurðsson, Kristín Björg Bragadóttir,
Gísli Sigurðsson, Þórunn Sigtryggsdóttir,
Aðalbjörg Sigurðardóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐNI HANS BJARNASON
múrari,
Miðtúni 20,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn
9. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju,
félag langveikra barna.
Sigmar Þór Óttarsson, Helga Konráðsdóttir,
Guðrún Sóley Guðnadóttir, Helgi Harðarson,
Garðar Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir,
Friðrik Guðnason, Elísa Sigrún Ragnarsdóttir,
Ásgeir Ævar Guðnason, Guðbjörg Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.