Morgunblaðið - 07.08.2010, Qupperneq 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Þegar ég hugsa um
hann afa minn þá
hugsa ég til yngri ára minna. Ein af
fyrstu minningum mínum um hann
var að alltaf þegar hann kom í heim-
sókn þá brakaði í nammipoka í vas-
anum hans, sem ég var ólm í að kom-
ast í. Oftast voru það Freyju--
karamellur eða eitthvað álíka gott
sem hann kom með handa mér.
Ég mun muna eftir honum bros-
andi, hlæjandi, að segja manni að
þegja í góðu gríni, alltaf að segja
sögur og vera 10 mínútur að lesa eitt
jólakort í huganum á jólunum. Hann
var þrjóskur maður, vildi ekki láta
hafa mikið fyrir sér og var með
skemmtilegan húmor. Hann elskaði
börn sín og barnabörn sín mikið og
sýndi það á sinn eigin hátt. Hann var
góð sál og ég efast sterklega um að
hann hafi viljað einhverjum illt.
Mér fannst hann alltaf svakalega
Jóhannes Emilsson
✝ Jóhannes Em-ilsson var fæddur
þann 6. janúar 1940
að Syðri-Brennihóli í
Glæsibæjarhreppi.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri þann 19. júlí
2010.
Útför Jóhannesar
var gerð frá Akureyr-
arkirkju 26. júlí 2010.
góður í að orða hlut-
ina, hann gerði það á
skemmtlegan hátt.
Alltaf þegar maður
kom niður stigann
þegar hann var í heim-
sókn þá sagði hann
sjaldan „hæ“, heldur
sagði hann frekar
„velkomin á fætur“.
Pabbi minn sagði mér
einu sinni að ef afa
fannst einhver matur
góður þá sagði hann
oftast „já, það má
slafra þessu í sig“.
Hann kallaði okkur líka nokkrum
gælunöfnum, eins og litla Grýla,
Kisa, stóra Grýla og eitthvað álíka.
Hann var oft að stríða yngri systur
minni, kitla hana, grínast og púkast í
henni og þaðan fékk hann gælunafn-
ið afi Púki, sem mér finnst mjög við-
eigandi. Oft var hann líka að púkast í
dýrunum okkar. Hann var oft að
stríða kettinum með dóti og öðru.
Um tíma vann hann á ruslabíln-
um. Alltaf man ég þegar ruslabíllinn
rann í hlað þá stoppaði hann í smá-
stund fyrir utan og reykti og spjall-
aði við okkur um daginn og veginn.
Ég mun alltaf tengja ruslabílinn við
afa minn.
Jólin 2010 munu verða frekar
tómleg án hans. Hann fékk alltaf
langflest og langlengstu kortin. Það
var orðinn stór partur af jólunum að
sitja og hlusta á hann segja hvernig
hann þekkti hina og þessa mann-
eskju sem var að senda honum kort.
Langflest jól fékk ég rúmföt frá
honum, sem mér fannst seinna ekk-
ert galin hugmynd. Það voru alltaf
rúmföt á jólunum og konfekt á af-
mælunum mínum. Það var orðin
venjan.
Hann var alltaf að segja mér,
bróður mínum og mömmu að hætta
að reykja. Ég fór út að reykja með
honum eitt skiptið og hann spurði
mig hvort ég væri ekki að fara að
hætta, ég sagði við hann að ég
myndi hætta þegar hann myndi
hætta. Hann hló bara, en um leið og
ég treysti mér í það þá ætla ég að
hætta fyrir hann.
Síðasta minningin sem ég á um
hann er hann hlæjandi og brosandi
við eldhúsborðið heima. Þannig ætla
ég að muna eftir honum.
Afi, ég elska þig svakalega og ég
sakna þín sárt. Núna færðu loks
hvíld, njóttu hennar með mömmu
þinni og frænkum. Ég mun alltaf
muna eftir góðu tímunum okkar
saman og ég vona að þér líði betur
núna en nokkurntímann áður. Ég vil
trúa því að þú hafir sent okkur allt
þetta sólskin sem kom dagana eftir
að þú fórst.
Ég elska þig mikið og sakna þín
enn meira.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Takk fyrir sögurnar, gjafirnar, fé-
lagsskapinn, húmorinn og síðast en
ekki síst: takk fyrir að vera til.
Við söknum þín sárt.
Hafdís María Árnadóttir.
Kæri vinur! Takk
fyrir alla góðu stund-
irnar sem við áttum
saman. Langri, erfiðri
en hetjulegri baráttu
þinni við illvægan sjúkdóm er nú
lokið. Þú varst einstakur vinur og
sárt að kveðja þig en gott að vita að
þú ert laus við allar þjáningar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég bið Guð að blessa minningu
þína. Þín verður ávallt sárt saknað.
Elsku Viddý og fjölskylda, megi
Guð veita ykkur styrk í sorginni.
Þinn vinur,
Aron Yngvi Nielsen.
Sigfinnur Pálsson
✝ Sigfinnur Pálssonfæddist í Reykja-
vík 26. nóvember
1994. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hinn 19.
júlí 2010.
Útför Sigfinns var
gerð frá Keflavík-
urkirkju 27. júlí 2010.
Elsku Sigfinnur!
Þeir sem guðirnir
elska deyja ungir.
Þessi orð færa mér
samt litla huggun. Ég
trúði því einhvern
veginn alltaf innst
inni að þú myndir
sigrast á veikindum
þínum. Alveg fram á
síðasta daginn þinn
hérna á jörðinni. Ég
hugsa að það hafi ver-
ið mikil eigingirni í
mér að vona að þú
ættir fleiri daga, vik-
ur, mánuði eða ár eftir. En það var
bara svo margt sem þú áttir eftir að
fá að upplifa.
Ég þakka þér fyrir alla góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Þú varst svo yndislega góður
drengur. Ég kynntist þér fyrst þeg-
ar þú varst í 1. bekk í Holtaskóla.
Þú og Aron minn urðuð strax svo
góðir vinir. Báðir svo svipaðir í ykk-
ur. Rólegir, yfirvegaðir og báðir svo
góðir námsmenn. Þú fékkst að full-
orðnast fljótt. Takast á við erfið-
leika lífsins snemma. Ótrúlegt hvað
þú ert búinn að vera duglegur og
sterkur. Þú hélst alltaf í vonina um
að kraftaverk myndu gerast. Trú
þín var svo sterk að ég var bara full-
viss um að þú myndir sigrast á veik-
indunum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Megi englar guðs vaka yfir þér og
þínum.
Jóhanna Guðmundsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEFÁN SCHEVING KRISTJÁNSSON
bóndi,
Götu,
Hrunamannahreppi,
lést mánudaginn 2. ágúst á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Selfossi.
Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju í Hrunamanna-
hreppi þriðjudaginn 10. ágúst kl. 14.00.
Ágústa Sigurdórsdóttir,
Katrín Stefánsdóttir, Anton Viggósson,
Sigríður Stefánsdóttir, Ragnar Óskarsson,
Sigurdór Már Stefánsson, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR,
lést föstudaginn 23. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýju
Þóra María Guðjónsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Axel Sigurðarson.
✝
Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR BJARNAR HAFLIÐASON,
áður til heimilis að,
Fífuhvammi 21 og Sjafnargötu 6,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
fimmtudaginn 5. ágúst.
Útför auglýst síðar.
Ásta Marteinsdóttir,
Smári Elvar Þórðarson,
Vilhjálmur Þórðarson, Heiðdís Sigursteinsdóttir,
Marteinn Bjarnar Þórðarson,
Arnar Þórðarson,
Bjarnheiður Þóra Þórðardóttir, Sigurður Eggert Ingason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ARTHÚR PÉTURSSON
bóndi,
Syðri–Vík,
Vopnafirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 5. ágúst.
Kristín Brynjólfsdóttir,
Ásdís Arthúrsdóttir,
Svanur Arthúrsson, Monserat Arlette,
Brynhildur Arthúrsdóttir, Guðbr. Stígur Ágústsson,
Margrét Arthúrsdóttir, Heiðar Kristbergsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁSGEIR EINARSSON,
Flétturima 23,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt
fimmtudagsins 5. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
13. ágúst kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Elín Elíasdóttir,
Elías Ásgeirsson,
Karlotta S. Ásgeirsdóttir,
Jónas Freyr Ásgeirsson.