Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 30

Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 30
30 Minningar MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12, Eric Guð- mundsson prédikar. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boð- ið upp á biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 12. Bein út- sending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Eric Guðmundsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykjanesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12, Þóra S. Jónsdóttir prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Manfred Lemke prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Stefán Rafn Stefánsson prédikar. Biblíu- fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag Aðventista á Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Grillað á eftir. Umsjón hafa Margrét Ólöf Magnúsdóttir og sr. Þór Hauksson. ÁSKIRKJA | Útvarpsmessa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pét- ursdóttur Blöndal djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Þórunn Elín Pétursdóttir syngur einsöng. Sjá nánar um starfið á askirkja.is. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Juli- an Isaacs, félagar úr Kór Breiðholts- kirkju leiða söng. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Við- ey. Kór Bústaðakirkju syngur. Kantor Jónas Þórir við hljóðfærið. Heitt á könn- unni eftir messu. Messuþjónar aðstoða. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur séra Gunnar Sigurjónsson. Org- anisti Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Fé- lagar úr kór Digraneskirkju leiða söng. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyr- ir altari, organisti er Kári Þormar. Há- degisbænir á þriðjudögum, kvöldkirkjan á fimmtudögum. FELLA- og Hólakirkja | Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Prestur sr. Svavar Stef- ánsson, organisti er Guðný Einarsdóttir. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. GARÐAKIRKJA | „Göngumessa“ kl. 20. Prestur Friðrik J. Hjartar. Stutt helgi- stund í kirkjunni en síðan genginn „Fóg- etastígur“ um Gálgahraun. Gangan tek- ur um 30 mínútur. Rifjaður upp sögulegur fróðleikur. Hressing að leið- arlokum við hringtorg neðan Sjálands. Akstur verður ekki frá Vídalínskirkju þennan dag. GLERÁRKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20.30. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjón- ar, organisti er Valmar Väljaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Hildigunnur Ein- arsdóttir og Egill Gunnarsson leiða sönginn við undirleik Guðlaugs Viktors- sonar. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til ABC- barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnarson og prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Molasopi eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari, messuþjónar aðstoða. Fermd verður Rebekka Ingibjartsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Kári Þormar. Sögu- stund fyrir börnin. Að lokinni messu er opnun myndlistasýningar Huldu Stef- ánsdóttur á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju. Alþjóðlegt orgelsumar: Tón- leikar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Kári Þormar leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Org- anisti Katalin Lörincz. Prestur Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson þjónar. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá einnig á www.hjallakirkja.is. HJARÐARHOLTSKIRKJA | Árleg guðs- þjónusta í Hjarðarholtskirkju í Þverárhlíð kl. 14, prestur sr. Elínborg Sturludóttir. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón hefur kafteinn Sig- urður Hörður Ingimarsson. Bæn kl. 19.30. HÓLADÓMKIRKJA | Prestur sr. Hildur Eir Bolladóttir. Organisti Sigrún Magna Þor- steinsdóttir og söngfólk úr kór Akureyr- arkirkju leiðir kirkjusöng. Tónleikar kl. 14. Á tónleikunum leika saman Jón Þor- steinn Reynisson á harmonikku og Jón Bjarnason á orgel. Ókeypis aðgangur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Lof- gjörðar- og vitnisburðasamkoma kl. 11. Hópur frá Youth with a Mission vitnar á samkomunni. Alþjóðakirkjan með sam- komu á ensku kl. 14. Brauðsbrotning. Helgi Guðnason prédikar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. www.kristskirkjan.is KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Norræni kórinn í Osló syngur. Stjórnandi er Kari Raff Reinemo. Org- anisti er Lenka Mátéová. Eftir messuna mun kórinn taka nokkur lög. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landa- koti kl. 14. Sr. Bragi Skúlason og Ing- unn Hildur Hauksdóttir organisti. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir stundina. LÁGAFELLSKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Prestur er sr. Skírnir Garðarsson og organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Forsöngvari leiðir safnaðarsöng. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Helgistund kl. 14. Samstarf um helgihald meðal safnaða Þjóðkirkjunnar í Kópavogi. Sr. Sigurður Arnarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org- anisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17, ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. SELJAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari, félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsönginn, org- anisti er Tómas Guðni Eggertsson. Alt- arisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Ferming kl. 11. Prestur er sr. Sigurður Grétar Helga- son. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17, sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Ítalski kamm- erkórinn Libera Cantoria Pisiani flytur kirkjulega tónlist undir stjórn Filippo Furlan. VALÞJÓFSSTAÐARPRESTAKALL | Útimessa kl. 14 í mynni Sanddals að austan. Sr. Lára G. Oddsdóttir prédikar og þjónar. Gylfi Björnsson spilar undir sálmasöng. Páll Pálsson frá Aðalbóli lýsir staðháttum og náttúrufari í kringum Snæfell og á Eyjabökkum. Messugestir taki með sér nesti og sameinast í kaffi eftir messu. VÍDALÍNSKIRKJA | „Göngumessa“ frá Garðakirkju kl. 20. Prestur Friðrik J. Hjartar. Stutt helgistund í kirkjunni en síðan genginn „Fógetastígur“ um Gálga- hraun. Sjá nánar: Garðakirkja. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Gunnhildur Halla Baldursdóttir org- anisti spilar og stjórnar kór kirkjunnar. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Minnst verður sr. Braga Friðrikssonar fyrrum prófasts Kjalarnesprófastdæmis, en til stóð að hann predikaði þennan sunnudag á Þingvöllum. Benedikt Krist- jánsson syngur einsöng. Organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Kristján Valur Ing- ólfsson predikar og þjónar fyrir altari. (Lúk. 19) Morgunblaðið/Golli Reykholtskirkja. ORÐ DAGSINS: Jesús grætur yfir Jerú- salem. HÁGÆÐI Sími: 565-7070 www.husavidgerdir.is info@husavidgerdir.is 100% endurgreiddur vsk af vinnu Húsaviðgerðir.is Elsku besta amma mín. Ég veit að þú hvorki vildir umstang né einhverjar upp- talningar á lífsferli eða nokkra dramatík. En ég get því miður ekki sleppt því að skrifa eitt- hvað en ég skal reyna að hafa það stutt. Ég vona að þú samþykkir það. Ég vildi bara fá að nota þetta tækifæri til þess að þakka fyrir það að hafa kynnst þér og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem okkur hefur hlotnast að eiga saman. Dugnaður þinn og eljusemi verð- ur mér alltaf hvatning. Þú hvorki kveinkaðir þér né kvartaðir sama hvað gekk á. Þú barst hag annarra fyrir brjósti og hugsaðir meira um okkur í fjölskyldunni en sjálfa þig. Amma, tíma þínum hér í þessu jarðlífi er lokið og ekkert fær því breytt. Ég hefði viljað hafa hann lengri en ég veit að það er eigingirni Jarþrúður Soffía Ásgeirsdóttir ✝ Jarþrúður SoffíaÁsgeirsdóttir fæddist á Hömrum í Eyrarsveit 3. apríl 1924. Hún lést á Landspítalanum 27. júlí sl. Útförin hefur þeg- ar farið fram í kyrr- þey. og því er það besta sem ég geri að óska þér velfarnaðar í nýj- um heimkynnum og óska ég þess að þú munir þar finna allt það sem þú þráir að finna. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra eins og ég lofaði en sendi hér með lítið ljóð sem lætur í ljós óskir mín- ar og hugsanir. Löngum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, nú gengin ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson.) Guð blessi þig, amma mín. Þinn, Sævar. Yndislega, fallega mágkona mín, vinkona og eiginlega systir, Ingibjörg Kaldal, er dáin. Hver hefði trúað því fyrir tíu dögum. Þetta kom eins og reiðarslag yfir Kaldals-fjölskylduna. Þegar ég kom inn í fjölskylduna sem unnusta Jóns Kaldals yngri, bróður Ingibjargar, fyrir rúmlega 44 árum var mér tekið opnum örm- um sem aldrei hafa lokast síðan. Tengdaforeldrar mínir, Guðrún og Jón Kaldal, Nonni, maðurinn minn og dæturnar tvær, Dagmar og Ingi- björg voru mjög sterk heild og stóðu alla tíð þétt saman ásamt „ömmu á Skóló“, Dagmar móður Guðrúnar. Dagmar, Jón og Guðrún dóu öll með stuttu millibili og eftir stóðu systkinin þrjú. Þetta var stórt skarð í ekki stærri fjölskyldu en saman stóðu systkinin, sama hvað á bját- aði. Þegar ég sá Ingibjörgu fyrst fannst mér hún algjör skvísa, svona eins og Hollywood-stjörnurnar. Flott klædd og greidd og grönn eins og Twiggý. Þvílík persóna, full af orku, algjör stuðbolti. Já, það var skemmtilegt að skemmta sér með Ingibjörgu. Hún var listræn fram í fingurgóma, fagurkeri og hafði einstakt lag á að sjá hvað fór vel saman. Hvernig myndir voru hengdar upp, húsgögn- um komið fyrir og púðum og tepp- um. Í þannig vinnu var hún síðast- liðin tæp tuttugu ár. Fyrst hjá Evu-Company síðan Tekk-Comp- any. Hún tók við Ljósmyndastofu Kal- dals þegar pabbi hennar dó en fannst það heldur einmanalegt starf, hætti og fór til Mats Wibe Lund og síðan á Nærmynd hjá Guðmundi Jó- hannessyni. Hún var líklega ein sú flinkasta á landinu í að „redúsera“ myndir á þessu tímabili. Ég veit að við stórfjölskyldan eig- um öll eftir að sakna Ingibjargar al- veg óskaplega. Við vorum öll svo miklir og góðir vinir, eldra fólkið, Ingibjörg Kaldal ✝ Ingibjörg Kaldalfæddist 11. apríl 1947 í Reykjavík. Hún lést þann 22. júlí 2010. Útför Ingibjargar var gerð frá Dóm- kirkjunni 30. júlí 2010. börnin okkar, sem eiginlega voru öll alin upp á sama blettinum, í Laugarásnum, og fjölskyldur þeirra. Ef eitthvað er þá hefur vináttan bara styrkst með árunum. Elsku hjartans Ingibjörg mín. Þakka þér fyrir samfylgdina öll árin. Nonni fór fyr- ir sjö árum og nú þú. Hvað getum við sagt? Við erum auðvitað al- veg orðlaus. En oft var fjör og gaman. Guð blessi minningu yndislegrar konu. Siggi minn og fjölskylda, Guð veri með ykkur í þessari djúpu sorg. Steinunn Kaldal Kristinsdóttir. Það er undarlegt hvernig maður bregst við, þegar maður fær fréttir sem maður vill ekki heyra og koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Til- finningin er tómleiki, umkomuleysi. Mats Wibe Lund, ljósmyndari og vinur okkar, hringdi í mig þar sem ég var að njóta veðurblíðunnar og sagði tíðindin. Þegar ég skrifa þessar línur er það fyrir mér verulega óraunveru- legt að Ingibjörg Kaldal sé farin. Hún ætlaði að koma á stofuna fljótlega aftur og staldra þá við lengur. Ég hlakkaði alltaf til að fá hana í heimsókn til að sýna henni stafrænu myndirnar mínar, en að öðrum ólöstuðum kenndi hún mér mest. Við unnum saman hjá Mats þegar ég var að læra og hjá mér eft- ir að ég stofnaði Nærmynd. Ekki með því að útskýra fyrir mér í orð- um heldur að skilja, með framkomu sinni og klassísku viðhorfi. Ég minn- ist þess að hafa þurft að fara inn í myrkraherbergi aftur og aftur að kópera sömu myndina áður en ég fékk brosið. Þannig lærði ég að kó- pera. Svart-hvítt portrett ber að umgangast með virðingu og að það er dauðans alvara. Allir eru bara nokkuð góðir þegar sálin er í lík- amanum og egóið er ekki að amast of mikið í manni. Að fá að kynnast þér, Ingibjörg, eru forréttindi. Ég þakka þér viðkynninguna og leiðsögnina. Farð þú í friði, kæra vinkona. Guðmundur Kristinn Jóhann- esson, ljósmyndari í Nærmynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.